Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Síða 15
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991.
15
Ég sat uppi á Grilli eitt sólskins-
kvöldiö um daginn. Haföi útsýni
yfir Háskólalóðina og niður í
Hljómskálagarö og Suöurgatan var
ekkert nema sól og vor. Þetta var
sannarlega fagurt vorkvöld í vest-
urbænum og reyndar víöar um
landið og maður gleymir rigning-
arsuddanum og vindrassinum
undir slíkum kringumstæöum og
fyrirgefur norðanáttina af ein-
skærri gleði yfir því að fá að vera
til í svona góðu veðri.
Ég var nýbúinn að panta mér
matinn: kjúklingalifur með rifs-
berjum í forrétt og saga gratin í
aðalrétt sem þeir segja á matseðlin-
um að hafi verið matreitt í sautján
ár á Grillinu við miklar vinsældir.
Maðurinn á móti mér hafði pantað
sér reyktan og innbakaöan lax og
lambakótelettur á eftir og svo var
boðið upp á dýrindis hvítvín með
þessum réttum og veislan var rétt
að heíjast. Matsalurinn var þéttset-
inn, mestmegnis af útlendingum í
boði landa minna, og það er senni-
lega lygi sem sagt er um ferða-
mennina að þeir færi okkur gjald-
eyristekjur. Islendingar eru ennþá
að sanna gestrisni sína gagnvart
útlendingum og halda uppi risnu
sinni á dýrustu matstöðunum eins
og höfðingjum sæmir og á meöan
éta útlendingarnir ókeypis á Grill-
inu og skemmta sér vel.
Ekki það að hér væri á ferðinni
hjálp til hungraðra eða söfnun fyr-
ir sveltandi heim því ekki sá ég
betur en flestir væru þarna vel
haldnir til holdsins og maðurinn
við næsta borð iðaði allur af hundr-
aö og tuttugu kílóa spiki og við
langborðið fyrir miðju sátu prúð-
búnir businessmenn í boði ónafn-
greindra íslenskra höfðingja undir
svignandi veisluborði og struku á
sér vömbina þegar meltingarfærin
höfðú ekki undan.
Aukakíló að
yfirlögðu ráði
Hinum megin í salnum sá ég til-
sýndar þekktan mann úr þjóðlíf-
inu, sem hafði eytt ævi sinni við
fundarborð og ábyrgðarstörf, og
það var ekki sjón að sjá manninn,
sjónvarpið til að ná ellefufréttum
fyrir háttinn. Ég var orðinn full-
komlega sáttur við þetta kvöld og
þurfti þar að auki ekki að hafa
áhyggjur af vigtinni, sem haíði ver-
ið biluð í langan tíma, og kcdóríurn-
ar úr Grillinu fengu að vera í friði
fyrir mér og ég í friði fyrir þeim.
í haust
Sem ég sit í mestu makindum
fyrir framan sjónvarpið eftir frétt-
irnar og á mér einskis ills von birt-
ist allt í einu á skjánum Sigrún
þessi Stefánsdóttir sem stöðugt hef-
ur verið að angra mann með
heilsurækt hvers konar og er nú
farin af stað með þáttaröð um
trimm og líkamsrækt. Dembir síð-
an yfir alþjóð og mig, blásaklausan,
kynstrunum öllum af upplýsingum
um holla lífshætti, skipulegt mat-
aræði og reglusemi í hreyfingu.
Þama komu fram læknar og
íþróttaþjálfarar og röktu fyrir
manni skaösemi offitu og gagnsemi
íþrótta og ég fékk aftur ógleði af
veislumatnum í maga mínum.
Eins og maður vissi þetta ekki!
Er hvergi friður fyrir þessum dé-
skota? hugsaði ég og fékk mér bjór
til að svala þorstanum og dagur var
að kveldi kominn og dagurinn var
hvort sem er eyðilagður fyrir
manni: góð veisla, gott kvöld, með
sífelldum áminningum um heilsu-
samlegt líferni. Var ég ekki búinn
að ákveða að byija á skokkinu eftir
helgi? Aö minnsta kosti ekki seinna
en um næstu mánaðamót. Ég veit
vel hvað er hollt og heilsusamlegt
líferni og algjör óþarfi og átroðn-
ingur að velta manni upp úr því í
tíma og ótima og auk þess er ég
forystumaður í íþróttahreyfing-
unni og hef lagt mitt af mörkum til
heilbrigðrar æsku. Hvaða læti eru
þetta eiginlega?
Er eftir
nokkru að bíða?
Svo mundi ég eftir því að það var
fundur hjá íþróttafélaginu í upp-
siglingu og kokkteill hjá breska
sendiherranum og við ætluðum að
grilla á fostudagskvöld með kunn-,
Hristu af þér slenið
þreytulegan og gamlan fyrir aldur
fram. Hafði greinilega ekki mátt
vera að því um sína daga að sinna
sjálfum sér vegna annríkis við að
sinna öðrum, án þess að ég myndi
eftir því í augnablikinu hvað hann
hafði látið gott af sér leiða.
Það var slen yfir þessum manni
og hann var ekki líklegur til að
hrista af sér það slen þar sem hann
sat þarna með áhyggjur annarra á
herðunum.
Við borðið fyrir aftan mig sátu
íjórar maddömur og töluðu amer-
ísku og höfðu augsýnilega gefist
upp í miðri steikinni, sem lá þarna
á diskum þeirra óhreyfð og óétin,
af því forrétturinn hafði reynst
þeim ofviða. Eru þó Ameríkanar
ýmsu vanir, hugsaði ég og minntist
ferðar minnar til Bandaríkjanna
þegar ég þyngdist um ein sjö kíló
vegna ofáts á matarskömmtum þar
í landi vegna þess að ég er alinn
upp við það að klára matinn minn.
Bandaríkjamenn kunna sér ekki
hóf í matargerð, enda þekki ég enga
þjóð sem safnar jafnmörgum auka-
kílóum að yfirlögðu ráði.
Þessar amerísku konur á Grillinu
höfðu greinilega fengið annað upp-
eldi en ég og depluðu ekki einu
sinni auga af samviskubiti þegar
næstum því óhreyfðar nautasteik-
umar voru bornar fram í eldhús
aftur og beint ofan í ruslafötumar.
Mér varð hugsað til þeirrar land-
búnaðarstefnu hér á landi og ann-
ars staöar þar sem bróðurpartur-
inn af offramleiðslunni er borinn á
haugana af því fólk hefur ekki einu
sinni lyst á því að fá hann fram-
reiddan. Hvað þá sér til munns.
Löngu dauður
Jæja, þarna sat ég í Grillinu og
rétt byrjaður á kjúklingalifrinni
þegar ég tók eftir konu í íþrótta-
búningi hlaupa eftir Suðurgötunni
og brátt sá ég annan trimmara og
svo enn annan og ég taldi um það
bil þrjátíu manns á skokki næsta
klukkutímann. Niðri við Háskóla
voru strákar í boltaleik beggja
megin á skólalóðinni, niðri á bíla-
plani var þriðji hópurinn og jafnvel
í Hljómskálagarðinum voru aðrir
þrír eða fjórar hópar að leik. Ná-
grennið iðaði allt-af sporti og hreyf-
ingu og ég horfði hugfanginn á
þessa líkamsrækt og leikgleði og
kjúklingakæfan stóð í mér. Það
væri nú aldeilis nær að vera með
í leiknum í stað þess að kýla vömb-
ina og sulla í sig hvítvíninu. Það
væri aldeilis nær að taka sér tak
og hugsa um heilsuna og hreystina
í stað þess að troða í sig mat pg
víni meira en góðu hófi gegnir. Ég
hafði hálfgerða skömm á sjálfum
mér og kyngdi sektartilfinningunni
með lifrinni.
Svo kom saga gratin, kúffullur
diskur af blönduðum sjávarréttum,
og trimmaramir héldu áfram að
streyma fram hjá eftir Suöurgöt-
unni og þeir skoruðu hvert markið
á fætur öðru á skólalóðinni og á
endanum missti ég lystina og leifði
eins og þær amerísku. Þetta er
áreiðanlega í fyrsta og eina skipti
sem ég gefst upp við matinn minn
af mórölskum ástæðum!
Það er hins vegar af útlendingn-
um að segja, sem var með mér við
borðið, að hann át sinn reykta lax
Laugardags-
pistOI
Ellert B. Schram
og feitar kóteletturnar af þeirri
áfergju sem sæmir sveltandi heimi
og hafði ekki minnstu samvisku af
því að storka heilsufræðinni. Það
veröur líka að virða honum það til
vorkunnar að hér var sjötíu og sjö
ára gamall maður í heimsókn og í
okkar boði og hann væri sennilega
löngu dauður ef hann hefði ekki
lifað allar þessar máltíðir afl
Auk þess var hann gestur þetta
kvöld og ég hef tekið eftir því að
gestir borða yfirleitt meira heldur
en gestgjafar og á það ekki síst við
um mig sjálfan. Ég hef alltaf betri
lyst á mat þegar ég þarf ekki að
borga hann sjálfur og ef ekki hefði
verið íyrir þetta bannsetta útsýni á
Grillinu hefði ég sjálfsagt tæmt
diskinn og beðið um meira.
Eftir helgi
Svo kom eftirrétturinn með millj-
ón kalóríum og kaffi og koníak og
vindill og áður en yfir lauk hafði
ég losnað við meinlætasemina og
samviskubitið og tók því sem að
höndum bar í lystisemdunum.
Enda var orðið áliðið kvölds og
trimmararnir hættir að ónáða mig
fyrir utan gluggann. Auk þess varð
ekki aftur snúið þetta kvöld og best
að njóta þess sem á boðstólum var.
Það er líka alltaf hægt að taka sér
tak daginn eftir og ég var staðráð-
inn í því að byrja á trimminu á
morgun og hrista af mér slenið.
Æ, á morgun varð ég að mæta á
fundi og var búinn að lofa mér í
mat aftur, mundi ég um leið og ég
ákvað að byrja eftir helgi. Það er
jú það sem Islendingar gera jafnan
þegar mikið liggur við: fresta hlut-
unum fram yfir helgi, hvernig sem
á þeim þjóðarkæk stendur. Allir
dagar eru jú eins og jafnlangir og
næsta vika er eins og þessi vika og
ekkert sem bendir til að dagarnir
eftir íielgina verði öðruvísi en aðrir
dagar. En það er nú önnur saga og
það kom sér vel fyrir mig að byija
að trimma eftir helgina og meðan
gat ég sinnt bæði súkkulaðikök-
unni og koníakinu. Hvað munaði
um eitt koníaksglas í viðbót? Mað-
ur verður jú að vera samstiga gest-
um sínum og það er ekki hægt að
láta þá drekka eina!
Ég rúllaði heim um ellefuleytið,
pakksaddur og hálfskýjaður, og var
fyrir löngu búinn aö jafna mig á
þessu menningarsjokki útsýnisins
og velti mér upp í sófa fyrir framan
ingjafólki með fordrykk og tilheyr-
andi og svo var ráðstefna um helg-
ina og ég þarf að fara utan í næstu
viku og í næsta mánuði liggur fyrir
verkefni sem ég þarf að ljúka. Það
verða langir vinnudagar í júní. Svo
þarf að fara með bílinn í viðgerð
og gera við lekann á þakinu og svo
var aftur kokkteill og matur þegar
frændfólk mitt frá útlöndum kem-
ur í heimsókn. Þessu þarf öllu að
sinna: skylduverkin kalla, bíllinn,
húsið, frændfólkið, og svo þarf
maður einhvem tímann að komast
í frí og ég sá ekki fram á að mér
tækist að hrista af mér slenið fyrr
en einhvern tímann seinna í sum-
ar. Það verður ekki fyrr en í haust
sem ég kemst af stað í heilsurækt-
inni.
Ég háttaði mig og gekk inn á bað-
herbergið. Sá afleiðingarnar af át-
veislunni í allri sinni nekt. Lagðist
í rúmið og sundlaði á koddanum.
Maður var ekki til mikils brúks það
kvöldið! Hraut það sem eftir var
nætur.
Trimmið fyrir utan gluggann í
Grillinu sat enn fast í huga mér
þegar ég vaknaði. Kalóríurnar
voru ennþá utan á mér. Timbur-
mennirnir í höfðinu á mér. Fund-
imir vom fram undan. Eftir hverju
var eiginlega að bíða? Er nokkur
endir á fundahöldum og kokkteil-
boöum? Er nauðsynlegra að við-
halda bílnum og húsinu heldur en
eigin heilsu? Hristir maður nokk-
um tíma af sér sleniö meðan slenið
hefur forgang? Er eftir nokkm að
bíða? Ég fer í Krabbameinshlaupið
í dag.
Ellert B. Schram