Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991.
17
ar hans láta troöa á sér án þess að
hreyfa hönd né fót. Þeir þora ekki
að vera menn og standa á sínu því
það er búið að bijóta þá niður. Flest-
ir eiga í ýmiss konar tilfinningaleg-
um vandamálum sem þeir sjá engan
veginn út úr og sem þeir rísa ekki
undir. Honum hefur verið innrætt
réttlæti í lífinu og finnst að að það
eigi að gilda hér líka. Fangaverðirnir
bregðast lítt við þeim vandamálum
sem koma upp í samskiptum fanga,
hvort sem um er að ræða óhæfni
þeirra eða áhugaleysi. Einn ungur
piltur er sérstaklega undir skóhæl
hinna fanganna sem niðurlægja
hann og nýta sér vanmátt hans til
þess að tryggja eigin stöðu í þessu
óvægna samfélagi. Öllu alvarlegra
er að sumir fangaverðir stunda sama
leik við þennan fanga og fleiri. í stað
þess að leiðbeina og reyna að hjálpa
þessum 18 ára unglingi leggjast
margir á eitt til að bijóta hann niður.
Símtöl hleruð
Eftir því sem tíminn líður lærir
hann á siðvenjur staðarins. Til dæm-
is að fangaverðir hlera símtöl fang-
anna án þeirra vitneskju sem að vísu
brýtur í bága við lög. Jafnvel kemur
fyrir að þeir segja öðrum föngum frá
því sem þeir verða áskynja. Þau per-
sónulegu mál viðkomandi fanga
verða síðan vinsælt umræðuefni sem
þeir allra lítilsigldustu nýta sér sem
svipu á samfanga sína. Algengt er
að fangi, sem vill vera viss um að
símtal hans sé ekki hlerað án hans
vitneskju, biðji samfanga að gera sér
upp erindi og ræða við fangavörðinn
meðan á símtali stendur. Aðrir láta
fanga fylgjast með vaktherberginu
og gefa merki með því að berja á
hurðina á símaherberginu ef hann
sér fangavörð byrja að hlusta.
Löngunin til að halda eins eðlilegu
sambandi við eiginkonu sína og unnt
er í gegnum síma verður þó smátt
og smátt hömlunum yfirsterkari og
hann lætur það eftir sér að verða
einlægari og innilegri en fyrst. Eftir
að það tekst eru það símatímamir
sem hann vill síst af öllu missa til
þess að halda tengslum við ástvinina
og sér sjálfum í jafnvægi hér á þess-
um stað. Að flestu leyti er hver dagur
öðrum líkur. Vinna er einkum við
að verka þorskshausa sem fluttir eru
frá Grundarfirði. Fyrir þetta er greitt
200 króna tímakaup. Löngum er þó
raunar alls ekkert að gera - og þá
auðvitað ekkert kaup heldur. Verk-
kennsla fyrir nýliða, verkstjórn og
skipulag ásamt eftirliti með vinnu-
brögðum er því miður afar takmark-
að. Verkfæri og eftirlit með þeim er
í algjöru lágmarki, sem að sjálfsögðu
kemur niður á nýtingu hráefnis, að
ekki sé nú minnst á vinnumóralinn.
Óvinsælir fundir
Eins og gefur að skilja koma ótelj-
andi vandamál upp í samfélagi sem
þessu. Mannaskipti eru alltíð og
fangar í misjafnlega slæmu ástandi
við komu. Fangelsisstjórinn er svo
afskiptalítill að ýmsum blöskrar. Til
dæmis hafði einn fanginn haldið í
heila viku að fangelsisstjórinn væri
aðstoðarmaður í eldhúsinu. Hvorki
hann né fangaverðir sjá nokkurn
tíma ástæðu til að kalla fanga saman
til viðræðu um nein mál. Því taka
nokkrir fangar sig saman og koma á
umræðufundum fanga þar sem rætt
er um ýmislegt seiri betur má fara.
Meðal umræðuefna má nefna hrein-
læti og góða umgengni, almenna til-
litssemi hver við annan, mikilvægi
vandaðra vinnubragða, hlýlegt við-
mót við nýja fanga til að létta þeim
komuna og yflrleitt þýðingu þess að
vinna saman að því að gera vistina
eins mannbætandi og bærilega og
kostur er. Það spyrst hins vegar út,
að fangelsisstjóri sé ákveðinn í að
banna fundina. Fangar bíða spenntir
eftir því að heyra hvérnig tilkynning-
in um bannið komi til með að hljóða.
Aldrei er þó geflð upp hvað í raun-
inni eigi að banna eða hvers vegna.
Nokkru síðar síast út að fangelsis-
málastofnun hafl tjáð fangelsistjóra,
að ekki væri stætt á að banna um-
ræður fanga um innri mál fangelsis-
ins.
Kvíðir heimkomunni
Konan má heimsækja hann um
helgar en getur sjaldan komið því
við. Langar ferðir kosta sitt og gisting
er enn dýrari. Auk þess gæti hún
engan veginn orkað að koma um
hverja helgi. Hún þarf að leggja mik-
ið að sér til að reka heimilið og standa
við ailar skuldbindingar þeirra. Ekki
er síður mikflvægt að viðhalda þeim
vinatengslum sem þau áttu fyrir. Það
er mikilvægur þáttur til að létta end-
urkomu hans út í lífið aftur. Margoft
hefur hann verið varaður við að
mörgum reynist sú endurkoma erfið-
asti hjallinn. Og hann er þegar farinn
að kvíða honum. Hann þarf að leita
að nýju starfi - og hver vill ráða þann
sem er að sleppa út úr fangelsi? Þetta
ásamt mörgu fleiru rís upp fyrir
framan hann eins og illkleift bjarg.
Það er ekki alltaf auðvelt að bægja
erflöum hugsunum frá sér þegar lítið
er að gera mikinn hluta sólarhrings-
ins nema hugsa. Hann nýtir sér
bókasafnið og velur einkum upp-
byggilegar og fræðandi bækur. Hann
er nefnilega harðákveðinn í að láta
einskis ófreistaö til að byggja sjálfan
sig upp og reyna að fara héðan ekki
verri maður en þegar hann kom inn.
Stundum sækir hann andlega og lík-
amlega endurnæringu í litla kjallara-
herbergið með líkamsræktartækjun-
um. Hann vill ekki trúa þeirri út-
breiddu skoðun meðal fanga að flest-
ir komi verri menn út úr betrunar-
vist en þeir voru fyrir. Hann er nefni-
lega sannfærður um að með nógu
sterkum vilja megi nýta tímann,
jafnvel þótt í fangelsi sé, til að vinna
gegn vondum venjum og skapgerð-
argöllum. Hann styrkist í þessari trú
sinni viö að fylgjast með einum ung-
um vini sínum í fangelsinu sem hefur
ákveðið að bjóða öllum erfiðleikum
birginn og snúa frá braut eiturlyfja
og afbrota. Hann óttast að sá geri
sér, þrátt fyrir góöan ásetning, ekki
grein fyrir hversu erfitt hlýtur að
reynast að slíta sig út úr ofursterkum
viðjum vanans og standast freisting-
ar félaganna, sem enn eru á kafi í
neyslu og munu taka honum tveim
höndum með fullar hendur af hassi
og sprautum, þegar hann losnar.
Mikill skaði er að sérmenntað fólk
kemur aðeins örsjaldan hingað að
Kvíabryggju og hefur alltof nauman
tíma í hvert sinn. Enda kemur það
allt frá Reykjavík og fer samdægurs
til baka. Hvar er meiri þörf fyrir sér-
fræðilega ráðgjöf og andlega leiðsögn
en einmitt í fangelsi? Og hvað er orð-
ið af kirkjunni? Á dvalartíma hans
er aldrei haldin kristileg samveru-
stund í Kvíabryggjufangelsinu og
fongum er synjað um leyfi til að
sækja guðsþjónustu í Grundarflrði.
Faðir kveður börn sín
Eiginkonan hefur staðið sem klett-
ur með honum í gegnum alla þessa
erfiðleika. Alit í kringum sig sér
hann sambönd slitna svo að opin sár
eru eftir. Sambönd sem ekki þola
slíkt margra ára áiag þegar eigin-
maðurinn, unnustinn eða faðirinn -
sem auk þess er fyrirvinna heimilis-
ins - er hriflnn burt. Sárast finnst
honum að horfa upp á föður í fang-
elsi kveðja börn sín eftir heimsókn.
Hvernig skyldi þeim líða þegar þau
geta ekki komið sér undan að svara
spurningum félaganna? Þau hafa
gert sér vissa ímynd af föngum og
fangelsum, ímynd mótaða af sjón-
varps- og vídeómyndum. Ýmsir sem
afplána refsingu í fyrsta sinn, hafa
svipaðar skoðanir, enda eru upplýs-
ingar fyrir afplánun engar, ekki einu
sinni hvað þarf eða má taka með sér.
Upplýsingar um réttindi og skyldur
fanga hefur hann heldur engar feng-
ið. Á bókasafni fanga er hvorki að
finna lög né reglugerðir, og ekki er
mikið upp úr fangavörðum aö hafa
um það efni. Yfirleitt virðist honum
„kerfið“ hafa afar lítinn áhuga á því
að bæta hér úr, jafnvel þótt það
áhugaleysi bitni ekki síst á aðstand-
endum fanga. Það hefur verið honum
ákaflega ópersónuiegt, jafnvel fjand-
samlegt, og stundum hefur hann á
tilfinningunni að ýmsir embættis-
menn geri sér far um að vera lokaðir
og fráhrindandi. Hann haföi heldur
aldrei hugsað út í það, hversu marg-
ir fangar eru illa læsir og skilja þar
af leiðandi ekki bréf um réttarstöðu
þeirra með tilvísunum í lagagreinar,
sem ekki er að finna á staðnum.
Margir, og þá ekki síst þeir yngstu,
eru illa farnir af fikniefnaneyslu og
afbrotin þá venjulega framin í eitur-
vímu.
Aldrei finnur hann það átakanleg-
ar en eftir samtöl við þessa óham-
ingjusömu ungu menn hversu mjög
dómskerfið byggir á bókstaf og refsi-
gleði en tekur lítið tillit til bakgrunns
og aðstæðna þess sem á að fara að
hegna. Heimilt er að veita föngum
reynslulausn eftir helming eða tvo
þriðju hluta afplánunar. Það á að
vera hlutverk svokallaðrar fulln-
ustunefndar að taka ákvörðun þar
um. Menn telja að sú ákvörðun bygg-
ist á hegðun viðkomandi fanga og
mati á hvenær þeim er treyst að fara
út á ný. Engum er hagur í að halda
föngum lengur inni en nauðsyn ber
til. Þaö er ótrúlegt en eldri fangar
segja að við ákvörðun á reynslulausn
sé hvorki farið eftir hegðun í fangels-
inu né mati á hæfni til að samlagast
þjóðfélaginu aftur, eingöngu eftir
tegund afbrotsins. Þetta fær hann
staðfest af fleiri en einum manni sem
starfa að málefnum fanga.
Tilgangurinn með þessum oröum,
lesandi góður, er að reyna að gefa
innsýn í líðan þeirra hundraða
manna og kvenna sem sitja í íslensk-
um fangelsum á ári hverju. Hún
byggist að langmestu leyti á reynslu
minni í fangelsinu á Kvíabryggju,
sem almennt er talið langmannúð-
legast af hérlendum fangelsum.
Hvernig skyldi líðan Litla-Hrauns-
fanga og þeirra aðstandenda vera?
ORUGGUR
& AFLMIKILL
EINI BÍlilNN HÉRLENDIS
MEÐ ÖRYGGISPÚÐA í ST/RINU
V
'l
>
/ Chevrolet Corsica LT fer saman styrkur,
öryggi og hagstœtt verð, Þessi rúmgóði
fjögurra dyra lúxusvagn sameinar kosti
fjölskyldubíls og sportbíls.
Hann er aflmikill, innrétting vönduð og
farþegarýmið er sérsfaklega styrkf.
‘Nýskráning, skráningarmerki og ryðvörn eru ekki innifalin
í verðinu.
Auk þess er Chevrolet Corsica LT eini
bíllinn á markaðnum sem er útbúinn
með öryggispúða í stýrinu, sem blœs
út við högg og veitir bílstjóranum vernd.
Hann er sjálfskiptur, framhjóladrifinn,
hljóðlátur og verðið er ótrúlega hag-
stœtt fyrir alvöru amerískan fólksbíl.
kr. 1.375.000 staðgr.*
í
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 og 674300