Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Page 20
2P
Kvikmyndir
Daddy Nostalgie:
Tavemier og Bogarde
Bertrand Tavernier er einn fárra
franskra leikstjóra sem eiga vísa
dreifingu á myndum sínum utan
heimalands síns. Þrátt fyrir mikla
og góða kvikmyndagerð eru Frakkar
mun einangraðri nú en þeir voru
þegar „nýbylgjan" var upp á sitt
besta með Jean-Luc Godard, Franco-
is TrufTaut. Alain Resnais og Claude
Chabrol í fremstu víglínu. Þetta voru
leikstjórar sem voru jafnmikið í
umræðum kvikmyndhúsagesta þá og
Martin Scorsese, Steven Spielberg og
Stanley Kubrick eru nú. í dag er það
hending að franskar kvikmyndir rati
í íslensk kvikmyndahús á almennar
sýningar og er Bertrand Tavernier
engin undantekning þótt úti í hinum
Bandaríkjamarkaöur einangrast enn
meir og er nú svo komið að á þessu
ári er aöeins talið að um það bil tutt-
ugu kvikmyndir, sem ekki eru með
ensku tali, fái almenna dreifmgu í
Bandaríkjunum sem er smánarlega
lítið þegar miðað er viö hvað mark-
aðurinn er stór. Ein þeirra er Daddy
Nostalgie í leikstjórn Bertrant Ta-
verniers. Hún var frumsýnd vestan-
hafs fyrir stuttu og fékk mjög góða
dóma.
Tavernier er ekki frekar en aðrir
franskir leikstjórar af yngri kynslóð-
inni þekktur hér á landi. Myndir
hans hafa af og til slæðst inn á
franskar kvikmyndavikur eða lista-
hátíð, en aðeins ein mynd hefur ver-
þar nefna Joseph Losey, John
Schlesinger, George Cukor, John
Frankenheimer, Alain Resnais, Luc-
hino Visconti, Richard Attenboro-
ugh, Rainer Werner Fassbinder og
Liliana Cavani.
Bogarde, sem hefur fengist við að
skrifa skáldsögur með góðum ár-
angri undanfarin ár, sagði um endur-
komu sína í kvikmyndir að bæði
hefði sig langað til að byrja aftur og
handritið að Daddy Nostalgie hefði
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
venjulegu millistéttar fjölskyldulífi.
Hin dóttirin, Caroline, er aftur á
móti er mikill bóhem, fráskilin og
einstæð móðir. Þegar Miche, sem tel-
ur eiginmann sinn sjúkan, vill fá
báðar dætur sínar til að vera heima
er það aðeins Caroline sem svarar
kallinu og ílýtir sér heim. Caroline
kynnist nú fyrst fyrir alvöru þeirri
veröld sem foreldrar hennar hafa lif-
að og hrærst í þar sem ávallt er
sneitt hjá alvörunni meö því að
henda gaman að hlutunum. Fljótlega
verður hún á milli í togstreitu for-
eldranna í að ná athygli hennar. Hún
dregst samt meir og meir að föður
sínum og reynir að endurvekja
tengslin við hann í æsku án árang-
urs.
Dirk Bogarde og Jane Birkin sýna góðan samleik í hlutverki föður og dóttur.
stóra heimi þykir alls staðar fengur
að myndum hans.
Evrópsk
kvikmyndagerð
er í vörn
ið tekin til sýningar á almennum
sýningum, er það djassmyndin frá-
bæra Round Midnight þar sem hann
sagði sögu bandarisks djassleikara
sem bjó í Frakklandi. Saxófónleikar-
inn Dexter Gordon lék aðalhlutverk-
ið og var tilnefndur til óskarsverð-
launa fyrir.
Annar leikstjóri
byrjaði á myndinni
Handritið að Daddy Nostalgie er
skrifað af Colo O’Hagan sem áður
hefur starfað með Tavernier og er
handritið að miklum hluta byggt á
hennar eigin lífi. Fyrir tveimur árum
var allt tilbúið til að byrja á mynd-
inni og þá var leikstjóri Francis
Mankiewicz, en alls konar vandræði
urðu til þess að hætt var við myndina
og ekki byrjað aftur fyrr en Taverni-
er lýsti áhuga sínum á að leikstýra.
Fékk hann O’Hagan til að endur-
skrifa handritið.
Það vakti undrun margra að Ta-
verhier skyldi kvikmynda Daddy
Nostalgie með breiðtjaldslinsu, ekki
gefur handritið tilefni til mikilla til-
þrifa tæknilega séð. Hann svaraði því
til að hann vildi sýna á áhrifamikinn
hátt þrjár „venjulegar" persónur
sem lifðu eðlilegu lífi, búa í Útlu húsi,
í mynd á stóru tjaldi. Og það hefur
honum tekist. Persónurnar eru skýrt
markaðar og áhorfandinn fær strax
mikinn áhuga á þeim og þegar per-
sónur eru svo lifandi á breiðtjaldi er
ekki laust við að áhorfandann langi
að snerta þær.
í myndinni deyr Daddy snöggt í
lokin og örlögin höguðu því þannig
að um sama leyti og verið var að
Caroline ásamt móður sinni sem leikin er af Odette Laure.
Eftir að bandarískar kvikmyndir
hafa unnið Gullpálmann í Cannes
þrjú ár i röð er engum blöðum um
það að iletta að þróunin í kvik-
myndagerð er mest í Bandaríkjunum
þótt lágkúran sé einnig mest þar. Um
leið er evrópsk kvikmyndagerð í
mikilli vörn gagnvart bandarískum
kvikmyndum. Þetta eiga evrópskir
kvikmyndagerðarmenn erfitt með að
sætta sig við og því voru það mikil
vonbrigði fyrir evrópskan kvik-
myndaiðnað þegar kvikmynd þeirra
Cohenbræðra, Barton Fink, fékk
gullpálmann í Cannes fyrir stuttu.
Þetta gerir það líka að verkum að
Dirk Bogarde hefur
enn aðdráttarafl
Miðað við þá litlu umíjöllun sem
evrópskar kvikmyndir fá í banda-
rísku pressunni var mikið íjallað um
Daddy Nostalgie og þá sérstaklega
vegna þess aö aðalhlutverkið leikur
Dirk Bogarde sem ekki hefur leikið
í kvikmynd í rúm tuttugu ár. Bog-
arde var áður einn af virtustu leikur-
um í evrópskri kvikmyndagerð og
eftirsóttur beggja vegna Atlantshafs-
ins. Hann lék undir stjóm margra
stórmenna í kvikmyndalistinni, má
verið virkilega vel skrifað. Einnig
sagðist hann hafa mikið álit á Ta-
vernier. Ástæðan fyrir því að hann
hætti að leika í kvikmyndum var lé-
leg handrit og slæm reynsla sem
hann hefði haföi af síðustu kvik-
myndunum sem hann lék í.
Daddy Nostalgie fjallar um virðu-
legan enskan herramann sem kallað-
ur er Daddy. Hann hefur eytt flestum
ámm lífs síns í ferðalög og kvöld-
verðarboð. Daddy á franska eigin-
konu, Miche, sem eitt sinn var mjög
falleg. Þau eiga tvær dætur sem eru
gjörólíkar. Önnur hefur aldrei verið
þeim til vandræða og hefur aðlagast
ljúka tökum á myndinni dó faðir
Taverniers, Rene Tavernier. Þannig
getur raunveruleikinn komið í stað-
inn fyrir skáldskapinn.
Daddy Nostalgie hefur fengiö al-
deilis frábæra dóma og styrkt stöðu
Taverniers í franskri og um leið evr-
ópskri kvikmyndagerð. Þá er mynd-
inn ekki síður sigur fyrir Dirk Bog-
arde sem sýnir stórfenglegan leik í
titilhlutverkinu. Aðrir leikarar í
stórum hlutverkum, sem einnig eru
mjög góðir, em Jane Birkin, sem
leikur dótturina Caroline, og Odette
Laure sem leikur móður hennar.
-HK
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991.
Handritfyrir
metupphæð
Joe Esterhas er nokkuö snjall
handritshöfundur, þaö sýndi
hann meðal annars með handriti
sínu að Jagged Edge. Hann er þó
sjálfsagt þekktari fyrir að hafa
farið í blöðin með deilur sínar við
umboðskónginn í Hollywood
Michael Ovitz, en hann er af
mörgum talinn valdamesti mað-
urinn þar í borg. Þetta var stríð
Daviðs við Golíat og vakti Ester-
haz aðdáun margra og sjálfsagt
er það ein ástæðan að Esterhas
er hæst launaði handritshöfund-
ur í dag eftir aö hann fékk greidd-
ar þijár milijónir dollara fyrir
handrit að Basic Instict sem
fmmsýnd veröur síðar á árinu. í
myndinni leikur Michael Dou-
glas lögreglumann sem er að
rannsaka seriumorð. Það er eitt
að kaupa handrit fyrir metupp-
hæð en að ráða strax annan
handritshöfund til að endur-
skrifa það getur aðeins skeð í
Hollywood. Þegar Tri Star fékk
handritið í hendur var það fyrsta
verkið að ráöa Gary Goldman til
að endurskrifa þaö. Er þaö nema
von að menn hristi hausinn yfir
sumum ákvörðunum í glingur-
borginni.
WarrenBeatty
leikur
BugsySiegel
Bugsy Siegel var mafiuforingi
sem var mikiö í fréttum á fimmta
áratugnum og var á hátindi ferils
síns drepínn af félögum sínum.
Siegel haföi mikið saman að
sælda við fólk í kvikmyndabrans-
anum og sást oft í fylgd með
þekktum leikkonum. Siegel átti
einnig mikinn þátt í að gera Las
Vegas aö þeirri glamur- og spOa-
vítisborg sem hún er í dag. Nú
er verið að gera kvikmynd eftir
ævi hans sem heitir einfaldlega
Bugsy Siegel. Það er Warren Be-
atty sem leikur Siegel, en leik-
stjóri er Barry Levenson, sem
leikstýrði Rain Man og Avalon
sem sýnd er í Stjörnubíói um
þessar mundir.
SeanPenn
leikstýrir
Sean Penn hefur nú farið að
fordæmi margra félaga sinna í
leikarastéttinni og sest að baki
kvikmyndavélarinnar. Er hann
þessa dagana að leikstýra The
Indian Runner sem fjallar um tvo
bræður sem ekki líta sömu aug-
um á hlutina og eiga í erfiðleikum
meö að sætta sig viö ákvaröanir
hvor annars. Penn leikur sjálfur
ekki 1 myndinni. Bræöurnar tvo
leika David Morse og Viggo Mort-
enson. í öðrum hlutverkum eru
mun þekktari leikarar, má nefna
Dennis Hopper, Charles Bronson,
Sandy Dennis, Cathy Moriarty og
Valeria Golino. Gert er ráð fyrir
,aö( The Indian Runner verði
frumsýnd í desember.
\
GlennCloseleikur
-Kirisyngur
Meeting Venus heitir nýjasta
kvikmynd Istvan Szbo sem er í
vinnslu. í henni leikur Glenn
Close fræga óperustjömu. Þetta
er gamansöm mynd um vonlaust
verkefni ópemstjómanda við að
reyna að koma upp sýningu á
ópem í París þar sem hver hönd-
in er uppi á móti annarri. Ekki
hefur söngrödd Close heyrst mik-
ið hingað til enda kemur hún
ekki til með að syngja heldur aö-
eins hreyfa varimar. 'Þaö er hin
fræga óperusöngkona Kiri Te
Kanawa sem syngur fyrir Close
þar sem það á Við. Meöal annarra
er leika í Meeting Venus er
sænski leikarinn Erland Josep-
son.