Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Side 22
22 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991. Sérstæð sákamál DV „Dreptu manninn minn og ég er þín" Fyrir nokkrum vikum fóru fram i New Hampshire í Bandaríkjunum réttarhöld í máli sem vakti slíka athygh aö frá þeim var sjónvarpað, ekki aðeins um sjálf Bandaríkin heldur til annarra landa. Málið er gjarnan kennt við Pamelu Smart kennara sem tók sér fyrir elskhuga einn af nemendum sínum. Nokkru eftir að ástir tókust með þeim fannst maður hennar skotinn til bana á heimili þeirra hjóna. Þá hófst rannsóknin, undanfari rétt- arhaldanna sem áttu eftir að verða svo mikið umíjöllunarefni. í stíl kvikmyndar Það var haustið 1989 sem Pamela Smart, þá tuttugu og tveggja ára, hitti Billy Flynn, þá fimmtán ára, í fyrsta sinn. Billy gekk í Winnac- unnetunglingaskólann í New Hampshire en Pamela var náms- ráðgjafi við skólann. Starf Pamelu leiddi til þess að kynni tókust með henni og Billy. Pamela var gift og hét maður henn- ar Geoffrey „Greg“ Smart. Hann var tuttugu og fjögurra ára og starfaði hjá tryggingafélagi. Höfðu þau hjón ekki verið gift lengi, að- eins í um hálft annað ár. Kvöld eitt, þegar Geoífrey var á ferðalagi, bauð Pamela Billy að koma með sér heim. Þegar þangað var komið tók hún fram kvikmynd- ina Níu og hálf vika á myndbandi og horfðu þau á hana saman. Myndin vakti á sínum tíma veru- lega athygli vegna djarfra atriða, þar á meðal dansatriðis með Kim Basinger. Þegar myndinni lauk bað Pamela Billy að koma með sér upp á efri hæðina. Þar sýndi hún hon- um fatafelludans í líkingu við þann sem Basinger sýndi í myndinni. Síðan hauð hún Billy að koma upp í rúm með sér. Þar með var sam- band þeirra komið á nýtt stig. / Blindaður afhrifningu Það er ekki á hverjum degi sem fimmtán ára gamall strákur fær að heyra að eldri konu lítist vel á hann. Billy fékk hins vegar að heyra þetta frá Pamelu og það hafði sín áhrif á hann. Á næstu vikum skiptust þau Pamela og Billy á eldheitum ástar- bréfum í skólanum og í bíl hennar áttu þau marga fundi. Ekki leið hins vegar á löngu þar til Pamela sagði við Billy að hún yrði að biðja hann um að ráða mann sinn af dögum. Sagði hún hjónaband þeirra slæmt og mis- þyrmdi hann henni líkamlega og væri henni andleg þrúgun. Þegar Billy leitaði svars við því hvers vegna hún sækti ekki um skilnað svaraði hún því til að gerði hún það fengi Goeffrey húsið sem þau byggju í, innbúið og hundinn, Halen, sem var nefndur eftir rokk- söngvara. En þungarokk var ein- mitt eitt sameiginlegra áhugamála Pamelu og Billys. „Baraviðtvö..." Þegar Billy sagði að sér litist ekki á að myrða Geoffrey Smart sagði Pamela að þaö yrði létt verk að ráða hann af dögum ef Billy fengi aðstoð einhverra skólabræðra sinna. Á eftir gætu þau tvö, hún og Billy, svo búið saman án þess að aðrir færu að skipta sér af því. Morðið mætti fremja þannig að það Pamela og Geoffrey Smart. Patrick Randall. liti út fyrir að innbrotsþjófur hefði verið á ferðinni. Billy féllst á röksemdir Pamelu og leitaði til tveggja skólabræðra sinna, Patricks Randall, sautján ára, og Raymonds Fowler, nítján ára. Þegar hann hafði lýst áætlun- inni fyrir þeim féllust þeir á hana. Þegar Pamelu varð ljóst að hug- mynd hennar um að ryðja Geoffrey úr vegi yrði nú að veruleika tók hún að skipuleggja morðið í ein- stökum atriðum. Þannig sagöi hún Billy að ekki mætti nota hníf til verknaðarins því þá færi blóð í húsgögnin. Sömuleiðis bað hún hann um að sjá til þess að hundur- inn yrði lokaður inni í kjallaranum meðan morðiö væri framið þannig að hann þyrfti ekki að horfa á „því það gæti orðið skelfileg reynsla fyr- ir hann.“ „Ekki taka hringinn" Aö kvöldi 1. maí 1990 komu Billy og Patrick saman að húsi Pamelu. Þeir höfðu búið sig vel undir það Pamela á mynd sem Billy segir að hún hafi gefið sér. sem þeir ætluðu að gera. Þeir höfðu vaflð límbandi um fingurna og voru þar að auki með hanska til þess að vera vissir um aö skilja ekki eftir sig nein fingraför. Þeir fóru inni í húsið um kjallara- dyrnar en gengu síðan upp á hæð- ina þar sem þeir settust og biðu þess að Geoffrey kæmi heim. Þegar klukkan var um níu heyrðist lykli stungið í skrána og nokkrum augnablikum síðar stóð Geoffrey Smart í anddyrinu. Þá stukku pilt- arnir tveir á hann. Patrick þreif í hár hans, slengdi honum upp aö vegg og neyddi hann síðan til að leggjast á hnén. Síðan skipaði hann honum að taka af sér hringinn sem hann var með á einum fingranna. Geoffrey neitaði hins vegar að gera það. Hann sagði það vera gift- ingarhringinn hans og tæki hann hann af sér yrði kona hans honum mjög reið. Meðan umræðan um hringinn fór fram tók Billy sér stööu með .38 hlaupvíddar skammbyssu fyrir aft- an Goffrey. Hana hafði hann fengið úr vopnasafni föður Vances Latt- ime. Pamela Smart. í nokkur augnablik stóð hann fyrir fyrir aftan Geoffrey. Svo sagði hann stundarhátt: „Guð fyrirgefi mér.“ Síðan tók hann í gikkinn. Falið segulbandstæki Moröið var fréttaefni daginn eftir og var til umræöu bæði í Winnac- unnetskólanum og á heimilum í nágrenninu. í fyrstu gaf rannsókn þess ekki neina sérstaka vísbend- ingu en þagnarheit þau sem ungu mennirnir þrír höfðu gefið héldu ekki. Þannig fékk faðir Vances fljótlega að heyra að skammbyssa úr safni hans væri morðvopnið. Hann fór því með hana til lögregl- unnar og jjegar gerður hafði verið samanburður á kúlunni sem fannst í líkinu og kúlu sem skotið var til samanhurðar úr byssunni kom í ljós að hún var morðvopnið. Rannsóknarlögreglan íhugaöi nú leiðir til að afla þeirra gagna sem dygðu til sakfellingar fyrir rétti. Hún komst að raun um að aðstoð- arstúlka Pamelu, Cecilia Pierce, sextán ára, vissi um þátt hennar. Því var leitað til Ceciliu og hún beðin að fela segulbandstæki innan klæða en ræða síðan málið við Pamelu. í samtalinu sem fór síðan fram tjáði Pamela sig um ýmis atriði málsins og varð ljóst þegar hlustað var á upptökuna að hún var ekki sú syrgjandi ekkja sem hún lést annars vera. Kom það reyndar ekki á óvart. Pamela viðurkenndi fyrir Ceciliu að hafa skipulagt morðið og ræddi einstök atriði þess og þegar Cecilia spurði hana hvað hún ætlaði að segja lögreglunni ef hún yði tekin til yfirheyrslu svaraði hún því til að hún yrði ekki í miklum vand- ræðum með að gefa skýringar sem dygðu. Cecilia spurði hana þá hvað hún myndi gera ef Vance Lattime viður- kenndi aðild sína að morðinu. Þá svaraði Pamela því til að auðvitað fylgdi þessu öllu sú áhætta að hún yrði handtekin en hafa yrði í huga að hún væri kennslukona og yrði henni því frekar trúað en nemanda. Tilfinningalaus Segulbandsupptakan varð til þess að málið komst á nýtt stig. Brátt lá fyrir játning þriggja af ungu mönnunum sem tekið höfðu þátt í að skipuleggja og fremja morðið. í fyrstu vissi Pamela ekki um það en auðvitað brá henni þeg- ar hún var handtekin og henni.gef- ið að sök að hafa átt hugmyndina að verknaðinum og fengið skóla- piltana þrjá til að framkvæma hann. Þegar réttarhöldin hófust var ljóst að óvenjulegt mál var á ferð- inni og dreif að blaða- og sjónvarps- menn. Var daglega sjónvarpað úr réttarsalnum. Pamela virtist hafa talsvert sjálfs- traust er réttarhöldin hófust. En brátt fór að halla undan fæti fyrir henni. Þegar hún var beðin að gefa skýringar á samtali sínu við Cecil- iu, því sem tekið.var upp á segul- band, sagði hún það aðeins hafa veriö lið í þeirri áætlun sinni að hefja eigin rannsókn á moröi manns síns. Þá varð það ekki til að vekja traust á Pamelu hjá kviðdómend- um, dómara og öðrum þegar hún lýsti því pr hún kom að líki manns síns. Þótti það bera vitni um óvenjulegt tilfinningaleysi hjá henni. Kviðdómendur voru í þrettán stundir að komast að niðurstöðu. Hún var á þá leið að Pamela væri sek og í framhaldi af því fékk hún ævilangan fangelsisdóm án mögu- leika á náðun. Þeir Billy Flynn og Patrick Rand- all fengu hvor um sig tuttugu og átta ára dóm með möguleika á náð- un. Vance Lattime fékk átján ára dóm og báru þremenningamir vitni gegn félaga sínum Raymond Fowler sem lýst hafði sig saklausan af þátttöku í morðinu. Eftir réttarhöldin ræddi talsmað- ur rannsóknarlögreglunnar, sá sem stjórnað hafði rannsókn máls- ins, við fréttamenn. Þar lýsti hann Pamelu Smart á þann veg að hún væri „kaldlynd, slungin, eigingjörn og beitti öðrum fyrir sig.“ Um dóminn yfir henni sagði hann: „Ævilangur dómur án möguleika á náðun er einmitt það sem hæfir þessari ungu konu.“ En hvað sagði Pamela sjálf um örlög sín? „Það er ótrúlegt að þetta skyldi koma fyrir mig.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.