Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Qupperneq 32
14 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991. Helgaipopp Stjómin í gull á fyrstu vikunni Allt benti til þess að áður en búðir lokuðu síðdegis í gær væri nýja plat- an með stjórninni, Tvö líf, búin að ná gullplötumarkinu, þrjú þúsund eintökum frá útgefanda. Platan kom út á flmmtudaginn í síðustu viku og þegar á mánudag voru innkaupa- stjórar plötubúða farnir að biðja um viðbótareintök. Þá voru allar breið- skífur farnar. Geisladiskarnir komu Umsjón: Ásgeir Tómasson ekki fyrr en undir vikulokin en nóg var hins vegar til af kassettum. „Við höfum látið gera myndband við lagið Þessi augu,“ segir Pétur Kristjánsson, útgefandi plötunnar Tvö líf. „Stjórnin ætlar einnig að hljóðrita það lag meö enskum texta. Síðan á að kanna möguleikana á út- gáfu þess lags annars staðar á Norð- urlöndunum og í Beneluxlöndunum. Ómögulegt er að spá fyrirfram hvemig það muni ganga en þeir út- sendarar erlendra plötufyrirtækja, sem hafa heyrt í Stjórninni, fara um hana viðurkenningarorðum." Stjórnin fylgir útkomu nýju plöt- unnar eftir með dansleikjahaldi um allt land í sumar og fram á haust. Hljómsveitin fór einmitt víða síöasta met í félagsheimilum á landsbyggð- innar virðist sem hún sé jafnvel enn sumar og sló þá allnokkur aðsóknar- inni. Það sem af er ferð hljómsveitar- vinsælli nú en í fyrra. „Birtir af degi'': „Til efni á aðra plötu" - segir Friðrik Sturluson, einn þriggja útgefenda Það er íjölbreyttur hópur hljóö- færaleikara og söngvara sem kem- ur fram á plötunni Birtir af degi. Hún kom út á sumardaginn fyrsta en var ekki fyrr en í síðasta mán- uði dreift í verslanir alls staðar á landinu. Öll lögin á Birtir af degi eiga það sameiginlegt að textar þeirra eru eftir Björn Stefán Guðmundsson kennara frá Reynikeldu á Skarðs- strönd. Hann hefur undanfarna áratugi veriö helsti hagyröingur Dalamanna. „Síðastliðið hálft annað ár höfum við nokkrir rætt um að koma út plötu meö lögum við ljóðin og text- ana hans Bjöms. Við létum svo hugmyndina loksins verða að veruleika núna,“ segir Friðrik Sturluson sem ásamt þremur öðr- um gefur plötuna út. Friðrik er annars betur þekktur sem hljóð- færaleikari en útgefandi. Leikur á bassagítar með hljómsveitinni Sál- in hans Jóns míns. Tengsl Friðriks við kveðskap Björns em fyrst og fremst þau að Björn er gamall kennari hans. „Eftir aö ég byrjaði í poppinu skaut Bjöm öðru hverju að mér textum sem ég sá strax að voru vel gjaldgengir," segir Friðrik. „Síðan hafa ýmsir menn samiö við þá lög, þeirra á meðal Bjarni Hjartarson, Helgi, sonur Björns, Kjartan Egg- ertsson og fleiri. Raunar er komið svo mikið efni að það heföi nægt á tvær plötur. Við byrjum síðan að vinna hana í ársbyrjun i ár og gáf- um hana út á sumardaginn fyrsta er efnt var til jörvagleði í Dala- sýslu.“ Friðrik Sturluson segir að reynt hafi verið að hafa tónlistina á Birt- ir af degi sem fjölbreyttasta. Enda koma hljóðfæraleikararnir, sem taka þátt í gerð plötunnar, úr ýms- um áttum. Meðal söngvara eru Jó- hannes Eiðsson, Andri Örn Claus- en og Örvar Kristjánsson. Hann leikur einnig á harmóníku. Þar er og Atli Örvarsson, Björgvin Gísla- son, Friðrik, Guðmundur og Jens úr Sálinni, Þorgeir Ástvaldsson, Þorsteinn Magnússon og margir fleiri. Lögin á plötunni em ellefu og á geisladiski er aukalagið Vinur minn missti vitið sem kom út á plötu Bjama Hjartarsonar fyrir nokkrum árum. Björn Stefán Guð- mundsson er einmitt höfundur textans við það gamalkunna lag. Hljómsveitir vantar á Rykkrokk Hljómsveitin Infusoria, sigurvegarinn í Músíktilraunum ’91, verður meðal þeirra sem leika á Rykkrokki í ágúst. Undirbúningur hins árlega Rykk- rokks Fellahellis er nú að komast á skriö. Það verður að þessu sinni haldið laugardaginn 10. ágúst. Ráð- gert er að tólf hljómsveitir komi fram. Byijað er að skrá hljómsveitir í Fellahelli. „Viö reiknum með að sex hljóms- veitanna sem leika hafi náð að verða þekktar. Hinar sex mega vera með öllu ókunnar," segir Benóný Ægis- son, forstöðumaður Fellahelhs. „All- ir sem sækja um verða skráðir niður og síðan fer maður frá okkur að hlusta á hljómsveitirnar á hljómleik- um og í æfingaskúrum. Þegar því er lokið verður ákveðið hveijir komast að.“ Síðustu árin hefur það verið fastur liður að sigurhljómsveit Músíktil- rauna í Tónabæ komi fram á Rykk- rokki í Fellahelli. Benóný segir að svo verði einnig nú. Hljómsveitin Infusoria sem reyndar heitir nú Sor- ericide veröur því örugglega meðal þeirra tólf sem leika. Liðsmenn hljómsveita, sem hafa hug á að leika á Rykkrokkinu í ár, geta látið skrá sig og fengið nánari upplýsingar hjá starfsfólki Fellahell- is í síma 73550.' Michael Jackson og Madonna komu saman tll óskarsverð- launaafhendingarinnar i vetur. Þau vöktu að vonum óskipta at- hygli. f syngura næstu plötu Michaels Jacksons Dangerous er nafnið á nýju breiðskifunni með Micahel Jack- son. Hún á að koma út í sumar. Titillinn er í stíl við nöfnin á fyrri plötum Jacksons. Skemmst er að minnast Bad sem kom út árið 1987 og þá fer Thriller senn að verða tíu ára. Blaðamenn breska tímaritsins Q giska á að nafn þamæstu plötunnar verði Mad eða brjálæði. Ekki síst vegna ný- gerðs samnings við Sony útgáfu- deildina. Það þykir tíðindum sæta að Madonna mun syngja dúett með Jackson á nýju plötunni. Ólíkara par er vart hægt að hugsa sér. Þau eiga sér vart annað sameig- inlegt aö hafa sönginn að atvinnu og hafa náð góðum árangri í vinn- unni. Meðal annarra, sem nefndir hafa verið sem samstarfsmenn Michaels Jacksons á Dangerous, eru Bryan Loren, höfundur lags- ins Do The Bartman, og Slash, gítarleikari Guns’N’Roses. Síðan á Thriller hefur Jackson haft eina gitarhetju með á hverri plötu. Eddie Van Halen reið á vaðið og á Bad fékk Steve Stevens að láta gítarinn hljóma. Peningar, peningar Nú mun nokkurn veginn komið í ljós hvernig samning Jackson gerði viö Sony. Fyrir það eitt aö semja við þá fékk poppstjarnan fjórar milljónir dollara. Höfund- arlaunin verða 22 prósent af verði hverrar plötu og lágmarkstrygg- ing fyrir hvern titíl sem Sony gefur út verður fimm milljónir. Síðan kemur klásúla sem aldrei hefur áður sést í plötusamningi: Michael Jackson fær fimmtíu prósent af hagnaöi Sony af sölu platna hans. Þetta þýðir að Jack- son fær um þrjá dollara af sölu- verði hverrar plötu, kassettu og geisladisks. Til samanburðar fær Madonna til dæmis innan við tvo dollara. Michael Jackson ætti þvi ekki að tapa á viöskiptum sínum við útgáfudeild Sony hvaö hljómplöt- ur varðar. En hann samdi jafn- framt við japanska risaiyrirtækið um kvikmyndir, sjónvarpsmynd- ir og myndbönd þannig að hann sem fram til þessa hefur tæpast vitað aura sinna tal verður nú enn frekar í vanda staddur með talninguna í framtíðinni!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.