Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Page 52
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
■ ■ ■ - : ' '■ :: ■■■ ■ ■"■" ■■■ "'■ . - ■
Ný reglugerð:
Stórhækkun
lyfjakostnað-
ar sjúklinga
Heilbrigðisráðuneytið kynnti lyfja-
fræðingum í gær nýja reglugerð um
greiðslu almannatrygginga á lyfjum.
Reglugerðin á að spara ríkinu hundr-
uð milljóna árlega. Ráðherra verður
væntanlega búinn að undirrita hana
þegar þetta birtist.
í 5. grein reglugerðarinnar segir:
„Tryggingastofnun tekur EKKI þátt
í kostnaði við eftirtalin lyf.“ Þar eru
m.a. talin upp hægðalyf, neflyf, bólu-
efni, hálslyf, hósta- og kveílyf, öll
sýklalyf, t.d. penslín, róandi lyf og
svefnlyf og öll lyf sem fáanleg eru í
lausasölu. Þessi breyting mun hafa
mikinn kostnaðarauka í for með sér
fyrir sjúklinga.
Það skal þó bent á að í 4. grein seg-
ir: „í alveg sérstökum tilfellum er
Tryggingastofnun heimilt að greiða
að fullu lyf, sem sjúkratryggðum er
nauðsynlegt aö nota að staðaldri.“
Til þess þarf þó að fara í gegnum
langt ferli þar sem þarf vottorð lækn-
is, læknir að senda það inn til Trygg-
ingastofnunar og hún að gefa út sérs-
takt lyfjaskírteini fyrir- viðkomandi.
Lyf, sem áður voru greidd að fullu
vegna astma, berkla, skjaldkirtils-
sjúkdóma og sumra hjartasjúkdóma,
verða nú aðeins greidd ef sjúklingi
er brýn nauðsyn að nota þau að stað-
aldri. Þá verður að fá sérstakt lyfja-
skírteini og það fá aðeins þeir sem
hafa haft sjúkdóminn í 6 mánuði eða
lengur. Ungbarn með astma fellur
t.d. ekki undir þessa skilgreiningu.
Kostnaður við afgreiöslu breytist
til hækkunar á dýrari lyfjum og
lækkunar á ódýrari lyfjum. Hins veg-
ar miðast nú hver afgreiðsla við 60
daga en ekki 100 daga eins og áður
var. Þetta þýðir 67% kostnaöarauka
fyrir þá sem nota lyf að staðaldri,
nema allir verði settir á undanþágur
með lyfjaskírteinum. -pj
Hámark á lán
til skólagjalda
Ólafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra hefur staðfest tillögur
stjórnar Lánasjóðs íslenskra náms-
manna um nýjar úthlutunarreglur
sem miða að því spara 650 milljóna
króna á þessu ári.
Flöt 16,7 prósent skerðing kemur á
öll námslán. Framfærslustuðull
námsmanna, sem búa í foreldrahús-
um, hækkar úr 50 prósent af fram-
færslu einstaklings í leiguhúsnæði í
75 prósent. Tekjutillit lána á að
lækka úr 75 prósentum í 50 prósent.
Sett var hámark á námslán til
greiðslu skólagjalda, 27.000 dollarar.
Hámarkslánstími til fyrrihlutaprófs
verðurfimmárístað7. J.Mar
Það átti að f á sam-
þfkki Alþingis
- segir Jón Magnússon lögmaöur um ákvæöi í lögum um síldarverksmiðjurnar
„Lagagreinin er markleysa ef Gunnlaugur Claessen ríkislög- Seyðisfirði. Við töldum þá að vegna framkvæmdanna?
ekki hefði átt að leggja fram- maðurvildiekkitjásigummálið. stjórnin yrði að ákveða það, enda „Það er allavega Ijóst að jrar yrði
kvæmdir Síldarverksmiðja ríkisins „Ég held að það sé erfitt að halda kosin af Alþingi, og hún yrði þá að um deilumál að ræða og trúlega
fyrir Alþingi og fá samþykki þess. þvi fram að endurbyggingarfram- meta það sjálf hvernig að málinu dómstólamál og menn yrðu þá að
Eg sé ekki annaö en í venjulegum kvæmdir SR hafi verið ólöglegar. yrðí staðið. gera það upp við sig hvort rétt
ríkjum, þar sem menn virða ákveð- Stjórn Síldarverksmiðja rikisins er Hítt er svo annað mál að SR eiga væri fyrir rikisvaldið að standa í
in prinsipp og lög, myndi ráðherra kosin af Alþingi og stjórnin kýs sér miklar eignir og það er svo með slíkum málaferlum jafnvel árum
teljast hafa bakað sér ábyrgð fyrir sjálfformann.Þegai’loðnubrestur- eignir sem þessar að erfitt er aö saman.Þaðtelégmjögvarasamt.“
þetta. Samþykki hans myndi vænt- ' inn varð fyrir rúmum tveimur meta þær því verðmæti þeirra Matthías Bjarnason, alþingis-
anlega fría þá sem stjórna fyrir- árum leist okkur i sjávarútvegs- ræðst af tekjmnöguleikum í fram- maður og formaður sjávarútvegs-
tækinu. Eg tel ekkert vafamál að ráðuneytinu þunglega á að verk- tíðinni. Ég er þeirrar skoðunar að nefndar, vildi litið tjá sig um málið
ráðherra hafi borið að leggja málið smiöjurnar réðust í miklar fjárfest- iatvinnugreinsemþessarieigifiár- en sagði þegar hann var spurður
fyrir Alþingi," segir Jón Magnús- ingar,“ sagði Halldór Ásgrímsson, festingar að fara fram fyrir hvort ekki hefði verið eðlilegra að
son lögmaður er hann var spurður alþingismaður og fyrrverandi sjáv- áhættufé. Það sé illmögulegt að leggja málið fyrir þingið: „Jú, það
hvort brotin hefðu verið lög um SR arútvegsráðherra. fara út í miklar framkvæmdir er alltaf eðlilegra að gera slikt “
en í þeim kemur fram aö verksmið- „Stjóm SR var þá ritað bréf þar nema hafa til þess hlutafé." -j.Mar
justjórn er óheimilt að leggja út í sem þessar skoðanir komu fram en - Gæti ríkið skotið sér undan
miklar framkvæmdir án þess að hún varáöðrumáliogtaldiaðþað ábyrgð í þessu máli þar sem ekki _ ció einnig bls 2
leita samþykkis Alþingis. væri rétt að fara í framkvæmdir á var leitað eftir samþykkt Alþingis
Margir hafa lagt leið sína niður í fjöru undanfarna daga til að njóta sólarlagsins og upplifa kvöldstemningu þar
sem blóðrauð sólin, fjöll í bláma, kyrr hafflöturinn og einstaka fley leika saman á strengi tilfinninganna. Hjá ófáum
blossar rómantikin í bílsætunum meðan aðrir horfa sem dáleiddir á þessa angurværu hlið sköpunarverksins og
dásama tilveruna með hástemmdum lýsingarorðum. DV-mynd Brynjar Gauti
Heilsuhælið:
Ný rekstrar-
stjórn skipuð
Ný rekstrarstjórn hefur tekið við á
heilsuhælinu í Hveragerði. í henni
sitja Pétur Jónsson, framkvæmda-
stjóri stjórnunarsviðs Ríkisspítal-
anna, Matthías Halldórsson aðstoð-
arlandlæknir og Gunnlaugur Kr.
Jónsson, varaformaður fyrrverandi
rekstrarstjórnar. þessi ákvörðun var
tekin á fundi deiluaðila í gær.
Hallgrímur Guðmundsson, bæjar-
stjóri í Hveragerði, sem hefur átt
frumkvæði að sáttafundum deiluað-
ila, segir að með skipan nýju stjórn-
arinnar sé deiían komin á nýtt stig
og nú verði hægt að fara í viðræður
um framtíðarstöðu hælisins, innra
skipulag þess og athugasemdir Ríkis-
endurskoðunar.
„Málið er því komið í vissan far-
veg. Þessi nýja rekstrarstjórn nýtur
trausts allra deiluaðila og viðræður
hennar og heilbrigðisráðuneytisins
fara væntanlega af stað sem fyrst.
Meðal þeirra atriða, sem þarft er að
ræða, eru málefni læknanna á hæl-
inu í tengslum við Læknafélag ís-
lands. Nýja rekstrarstjórnin mun
reka smiðshöggið á þær viðræður,"
segirHallgrímur. -ns
LOKI
Sannkallað
blóðrauttsólarlag!
Veðrið á sunnudag
ogmánudag:
Kólnar í
veðrium
allt land
Á sunnudag og mánudag eru lík-
ur á norðaustlægri átt. Rigning
verður suðaustan- og austanlands
og víöa við norðurströndina, víðast
þurrt vestanlands. Fremur kalt
verður í veðri, hlýjast þó suðvest-
anlands.
ÞRDSTUR
68-50-60
r