Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1991. Fréttir Víkingaskipið Gaia kom til Reykjavíkur í gær: Erf iðasti hlutinn er eftir Mörg þúsund manns stóöu á hafn- arbökkunum í kringum Grófar- bryggju þegar víkingaskipið Gaia lagði að bryggju rétt fyrir klukkan fimm eins og áætlað var. Tugir báta, skútur og vélbátar fylgdu Gaiu síð- asta spölinn frá Akurey og inn á Reykjavíkurhöfn. í fór með Gaiu er skipið Havella sem flytur vistir en er fyrst og fremst ætlað að gæta ör- yggis skipverja á víkingaskipinu. Við hátíölega móttöku við Grófar- bryggju bauð forseti borgarstjórnar, Magnús L. Sveinsson, skipveija vel- komna til Reykjavíkur. Hann gerði tilgang fararinnar að umræðuefni en hún er öðrum þræði farin til að minnast farar Leifs heppna Eiríks- sonar og fundar Vínlands en megin- tilgangur er að vekja fólk til umhugs- unar um umhverfisvernd. Að lokinni ræðu Magnúsar tók skipakóngurinn Knut Utstein Klost- er til máls. Kloster er upphafsmaður að þessari fór Gaiu og hefur aö miklu leyti fjármagnað smíði skipsins. Hann talaði á íslensku og hóf ræðu sína á því að óska íslendingum til hamingju með þjóðhátíðardaginn. - segir Gunnar Marel Eggertsson stýrimaður Hann taldi að þessi ferð Gaiu myndi styrkja bönd milli íslands og Noregs. Skipið siglir undir fánum beggja landa og áhöfnin er íslensk og norsk. í ræðu sinni tilkynnti Knut Kloster að skipið hefði fram að þessu verið skrásett í Noregi, með norska fánann á stjórnborða. I Reykjavík yrði þessu snúið við og framvegis myndi Gaia sigla með íslenska fánann á stjórn- boröa. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, gerði nafniö Gaia, sem er gríska og þýðir móðir jörð, að um- ræðuefni. Hún sagðist vona að Gaia yrði til heilla og hamingju fyrir mannkynið allt. Að ræðunni lokinni gaf hún víkingaskipinu nafn og jós það blöndu af norsku jökulvatni og íslensku bergvatni. , Menningarmálaráðherra Noregs, Ása Kleveland, tók því næst til máls og að ræðu hennar lokinni söng ís- lenskur barnakór ásamt norska söngvaranum Gustav Lorentzen. Norskur harðangursfiðlukvartett lék norsk þjóðlög og hljómsveitin Is- landica flutti íslensk þjóðlög. Islenski fáninn á stjórnborða Réttum hálftíma eftir að Gaia lagð- ist að bryggju drógu tveir skipveijar íslensku og norsku þjóðfánana niður og drógu síðan þann norska upp á bakborða en þann íslenska á stjóm- borða. Skipstjóri Gaiu er Norðmaðurinn Ragnar Torseth en hann er marg- reyndur sighngakappi. Stýrimaður er íslendingurinn Gunnar Marel Eggertsson og sagði hann í samtali við DV að ferðin hefði fram að þessu gengið framar öllum vonum. Erfið- asti leggur ferðarinnar hefði fram að þessu verið milli Færeyja og Vest- mannaeyja en á leið meðfram íslandi hefði veður verið mjög gott. „Skipið hefur reynst alveg sérstak- lega vel og ahar hreyfingar þess góö- ar og mjúkar," sagði Gunnar. Þegar hann var spurður hvort hon- um ætti eftir að líða betur með ís- lenska fánann á stjórnborða sagðist hann ekki reikna með því. „Okkur hefur hðið svo vel saman að það breytist ekki úr þessu og hvorum megin fánamir eru hefur minnst að segja." Mikill mannfjöldi fagnaði Gaiu í Reykjavík í gær. DV myndir S Héðém verður haldið th Grænlands og þaðan til Nýfundnalands. „Við vitum það fyrirfram að erfið- asti hlutinn er eftir en það er leiðin til Grænlands og þaðan til Nýfundna- lands. Eftir það ætti björninn að vera unninn og siglingin suður með Norð- ur-Ameríku ágæt,“ sagði Gunnar. Hallargarðurinn var troðfullur af fólki í þjóðhátíðarskapi í gær. Veðrið lék við borgarbúa og er áætlað að alit að fimmtíu þúsund manns hafi verið í miðbænum sem iðaði af lífi og fjöri. DV-mynd Brynjar Gauti 17. júm hatiðarhöld í bhðskaparveðri í Reykjavík: Tugir þúsunda í miðbænum Allt að fimmtíu þúsund manns tóku þátt í 17. júní hátíöarhöldunum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Veður var hið besta, heiðskírt og hlýtt í skjóh fyrir vindi. Aö sögn lögregl- unnar fóru hátíðarhöld dagsins vel fram þrátt fyrir mikla mannmergð í miðbænum. Lítið bar á ölvun og eng- in vandræði hlutust af. Veðurblíðan lék ekki aðeins við Reykvíkinga á þjóðhátíðardaginn heldur vel flesta landsmenn. Sótti fjölmenni því hátíðardagskrár sem haldnar voru víða um land. Dagskrá var með hefðbundnum hætti fram eftir degi í höfuðborg- inni. Hófst hátíðin rétt fyrir klukkan tíu að morgni með samhljómi klukkna í Reykjavík og því næst lagði forseti borgarstjórnar, Magnús L. Sveinsson, blómsveig frá Reykvík- ingum á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Formaður þjóðhátíðarnefndar, Júl- íus Hafstein borgarfuhtrúi, setti há- tiðina við Austurvöh og forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jór.s Sigurðssonar. Tvær skrúðgöngur fóru um bæinn, ein frá Hlemmi og önnur frá Haga- torgi. Skemmtidagskrá var í Hallar- garði, Hljómskálagarði, Lækjargötu og á Lækjartorgi. Margt var til skemmtunar og nutu borgarbúar veðurblíðunnar í miðbænum fram til kvölds. Kvölddagskrá var í Lækjargötu þar sem fram komu helstu popparar landsins. Gömlu dansarnir voru stignir á Þórshamarsplani fram und- irmiðnætti. -jj í dag mælir Dagfari_________________ Símtal frá Svíþjóð Hahó, halló, þetta er Svíþjóð sem kahar. Ingvar Carlsson á línunni. Er þetta Davíð? Það er samtal við Davíö Oddsson forsætisráðherra. Ekki Davíð borgarstjóra og ekki Davíð, formann Sjálfstæðisflokks- ins, heldur Davíð forsætisráðherra. Það er Ingvar Carlsson á línunni, forsætisráðherra Svíþjóðar. Hann þarf áríðandi að tala við Davíð for- sætis. Jú, jú, þetta er Davíð sem talar, Davíð Oddsson hér. God dag, herr Carlsson. Hvordan gaar det? Sæh Davið, Ingvar hér. Það er út af Evrópubandalaginu sem ég þarf aö segja þér dálítið leyndar- mál, Davíð minn. Viö hér í Svíþjóö erum nefnilega að sækja um aöild að Evrópubandalaginu. Ég vona að þú verðir ekki vondur út af því, Davíð minn, þótt við sækjum um aðild aö Evrópubandalginu á und- an ykkur. Við neyðumst jú til að sækja um þessa aðhd, annars töp- um við fylgi og töpum business. Ég vona að þú skiljir þetta, Davíð minn, enda er ég mikið búinn að hugsa til þín aö undanfórnu. Við hugsum mikið til ykkar þama uppi á íslandi hér í Svíþjóö. Jæja, Ingvar minn, svo þið ætlið að sækja um aðild og svíkjast aftan að okkur. Hvað með EFTA og evr- ópska efnahagssvæðið og hvað með okkur íslendinga? Ætluöum við ekki að hafa samflot? Hvað á ég að segja Jóni Baldvini og Þorsteini sem era úti í Lúxemborg og halda að þeir séu að semja um efnahags- svæðið? Ég lofa því, Davíð minn, að við verðum áfram með ykkur í EFTA og við höldum áfram að vera með ykkur í samningum um evrópska efnahagssvæðið, jafnvel þótt það verði hvort tveggja í plati. Við skul- um standa með ykkur, Davíð minn, en ég get bara ekki beðið lengur með að komast í Evrópubandalag- ið. Ég lofa því, Davíö minn, að við skulum vera góðir við ykkur enda erum við alltaf að hugsa um það hér í Svíþjóð hvað við séum miklir vinir og nágrannar. Það er einmitt þess vegna sem ég hringi í þig, Davíð minn. Ég lá einmitt andvaka og var að hugsa um þig, Davíð' minn. Já, en Ingvar minn. Það er þjóð- hátíöardagur íslendinga eftir helg- ina og íslendingar vilja ekki gerast aðhar að Evrópubandalaginu og þó ég sé sjálfur með þvi að gerast að- ih get ég ekki talað öðru vísi en á móti því og hvað á ég nú aö segja íslendingum þegar Svíar eru búnir að sækja um aðhd. Þið hafið alltaf verið svo hlutlausir, Ingvar minn. Af hveiju eruð þið ekki lengur hlutlausir? Og svo eru þið frændur okkar og nágrannar, nordisk sam- arbejde, you know. Ég verö að segja þjóðinni minni frá þessu símtali, min kære Ingvar. Það er það eina sem ég get gert til að láta hana vita hvað þið eruð miklir vinir okkar. Du forstaar at jeg forstaar, Ingvar? Ja, ja, Davíð, jeg forstaar. Men du maa forstaa at jeg forstaar at du forstaar og nú erum viö ekki lengur hlutlausir og nú getum við ekki lengur hugsað um aðra en sjálfa okkur og þess vegna er aðild að bandalaginu óhjákvæmheg fyrir okkur Svía. Annars erum við búnir að vera? Ja, nú er det svart, maður. En kære Ingvar, þakka þér samt fyrir að hringja, það eru ekki margir sem hringja í mig lengur og gott að þú skulir hafa munað eftir mér pg ætlir að vera góður viö okkur íslendinga og standa með okkur. Ég mun segja íslensku þjóðinni frá því að þú hafir hringt og hvað þú sért góður maður og ég hringi strax til Lux og segi Jóni og Þorsteini frá því að Svíar muni standa með okk- ur í EFTA_og evrópska efnahags- svæðinu þótt þeir séu að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Svíar hafa alltaf verið vinir okkar og nágrannar og ég mun segja íslend- ingum frá því hvað þeir eru miklir vinir okkar og nágrannar enda ekki á hverjum degi sem forsætis- ráðherra Svíþjóðar hringir í for- sætisráðherra íslands. Það sýnir hvað ég er orðinn áhrifamikhl í útlöndum og ég ætla að segja ís- lendingum frá því. Já, já, Davíð minn, halt þú þína ræðu og segðu frá þessu telefon- samtali. Ég hringi svo í þig aftur þegar við erum komnir í Evrópu- bandalagið og segi þér hvernig eigi að fara að því að ganga úr EFTA. Við vinimir og nágrannamir verð- um að standa saman í Evrópu- bandalaginu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.