Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1991. ATVINNUTÆKIFÆRI FYRIR FÓLK MEÐ METNAÐ Ýmis fyrirtæki hafa beðið okkur um að útvega sér starfsfólk til ýmissa framtíðarstarfa. SÝNISHORN AF BEIÐNUM Rltari nr. 604 Lögfraeðiskrifstofa vill ráöa starfsmann í stöðu ritara. Leitað er að einstaklingi sem hefur góða leikni í ritvinnslu, meöhöndlun skuldabréfa og öðrum almennum skrif- stofustörfum. Sölu- og afgreiðslumaöur nr. 620 Sérhæfð verslun, sem flytur inn og selur flísar, vill ráða kraftmikinn og góðan sölu- og afgreiðslumann til starfa. Leitað er að aðila sem hefur góða sölu- og þjónustu- hæfileika. Herrafataverslun nr. 633 Herrafataverslun í Reykjavík vill ráða til starfa góðan sölu- og afgreiðslumann. Leitað er að starfsmanni sem hefur fágaða og góða framkomu, söluhæfileika og er tilbúinn áð veita góða þjónustu. Sölustjóri nr. 577 Innflutningsfyrirtæki vill ráða öflugan starfsmann í stöðu sölustjóra. Viðkomandi þarf að sjá um inn- og útflutning, umsjón með sölu og dreifingu á ýmsum vörum, ásamt ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum tengdum starfinu. Leitað er að sjálfstæð- um einstaklingi sem getur unnið skipu- lega og sjálfstætt, haft frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi. Bankastarf nr. 591 Bankastofnun vill ráða til sín starfsfólk til starfa við almenn bankastörf. Leitað er að einstaklingum sem hafa einhverja starfs- reynslu af almennum skrifstofustörfum og eru á aldrinum 25-35 ára. Framkvæmdastjóri nr. 630 Innflutningsfyrirtæki á sviði raflagnaefna og annarra rafmagnsvara vill ráða til starfa einstakling í stöðu framkvæmdastjóra. Starfssvið viðkomandi er að sjá um allan almennan rekstur fyrirtækisins, þ.m.t. umsjón með innflutningi og sölu á afurð- um fyrirtækisins. Leitað er að aðila með hagnýta menntun, starfsreynslu úr svip- uðu starfi og umfram allt metnað, kraft og vilja til að starfa í umhverfi sem er krefjandi og þar sem mikil samkeppni er til staðar. Afgreiöslustarf 'A d., e.h. Öflugt fyrirtæki, sem rekur smásöluversl- un í Kópavogi, vill ráða góðan starfsmann til afgreiðslustarfa frá kl. 12.30 til 19.00. Kynníngarstarf nr. 635 Framleiöslufyrirtæki á matvælasviðinu vill ráða starfsfólk til kynningarstarfa, m.a. í stórmörkuðum og matvöruverslunum. Starfið er þrjá daga í viku hverri e.h. Leit- að er að aðilum sem hafa einhverja reynslu af kynningarstörfum. Sölustjóri tölvud. fyrirt. nr. 637 Stórt og öflugt innflutningsfyrirtæki vill ráða mjög hæfan starfsmann í stööu sölu- stjóra í tölvudeild fyrirtækisins. Leitað er að einstaklingi sem hefur menntun og starfsreynslu af sölu vél- og hugbúnaðar. Viðkomandi þarf að geta mótað og staðið fyrir miklu söluátaki sem fyrirhugað er að framkvæma ásamt því að hafa góða yfir- sýn á sölumöguleikum á vörum fyrirtækis- ins. i boði er krefjandi og spennandi stjórnunarstarf hjá góðu fyrirtæki ásamt ágætum launum fyrir réttan aðila. Feröaskrifstofa nr. 638 Ferðaskrifstofa leitar að góðum starfs- manni til sölustarfa ásamt öðrum tilfall- andi störfum. Leitað er aö einstaklingi sem hefur haldgóöa menntun, þ.m.t. góða enskukunnáttu, ásamt þekkingu og reynslu af farseölaútgáfu. Gestamóttaka/hótel nr. 639 Hótel leitar að starfsmanni til starfa við gestamóttöku. Leitað er aö aðila sem hef- ur góða tungumálakunnáttu, góða fram- komu, góða þjónustulund, ásamt því að vera á aldrinum 23-35 ára. Prentsmj. alm. starf nr. 640 Prenfsmiðja leitar að góðum starfsmanni til starfa við stjórnun á sérstakri vélasam- stæðu. Viðkomandi þarf að vera laghentur og útsjónarsamur við starf sitt. Um er að ræða þrifalegt og gott starf hjá góðu og traustu fyrirtæki. Afgreiöslustarf nr. 642 Hannyrðaverslun miðsvæðis í Reykjavík vill ráða til starfa góðan starfsmann til afgreiðslustarfa. Helst er leitað að starfs- manneskju allan daginn, þó kemur til greina starf hluta úr degi. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja þekkingu á prjónaskap. Húsasmiöir nr. 643 Byggingarfyrirtæki á Vestfjörðum vill ráða til starfa nokkra húsasmiði. Mikil vinna og ágætur aðbúnaður. Einnig vil ég komast í samband viö alla þá sem eru að leita sér að nýju starfi, hvort heldur um er aö ræða vel menntaða einstaklinga, aðila sem sækjast eftir stjórnunar- starfi, sérhæföu skrifstofustarfi, afgreiðslustarfi eða öðrum ótilgreindum störfum. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar um störf þessi eru veittar á skrifstofu minni. Teitur Lárusson STARFSMANNAÞJÓNUSTA hf. HAFNARSTRÆTI20, VIÐ LÆKJARTORG, 101 REYKJAVÍK, SÍMI624550. ÁSKRIFTARSÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: -6270 Fréttir . x.„ ■ . :: Börn í borginni Olongapo á Filippseyjum leika sér viö bíla þakta ösku úr Pinartuboeldfjalli. Símamynd Reuter Pinatuboeldflall: Á annað hundr- að manns fór- ust um helgina talandi dæmi um þjónustu Bandarísk herskip fluttu þúsundir fjölskyldna á brott frá Subicflota- stöðinni í dag sem voru á flótta und- an gosinu í Pinatubofjalli á Fibpps- eyjum. Að minnsta kostl 166 manns fórust í miklum goshrinum á föstu- dag og laugardag, þar á meðal níu ára gömul bandarísk telpa. Heldur hefur dregiö úr eldvirkni í fjailinu en vísindamenn segja að hættan sé ekki liðin hjá. Grjóti og ösku frá eldfjallinu rigndi yfir Clarkflugstöðina og ilotastöðina í Subicflóa, stærstu herstöðvar Bandaríkjamanna í Asíu, og eyði- lögðu byggingar og kaffærðu flug- brautir í þykkri leðju. „Þetta er eins og í helvíti," sagði talsmaður Subicflotastöðvarinnar sem varð vitni að eyðileggingunni. Nærri 250 þúsund Filippseyingar leituðu hælis í kirkjum, skólum og íþróttahúsum eða hjá ættingjum eftir að hafa flúið eldgosið í strætisvögn- um eða fótgangandi. Þá er óttast að fjöldi fólks hafi grafist undir þykkum aurskriðum sem eldgosið olli. Emb- ættismenn ríkisstjórnarinnar áætl- uöu að eyðilegging á uppskeru og eignum næmi nærri 200 milljónum dollara. Corazon Aquino, forseti Filippseyja, fór fram á mat og önnur hjálpargögn fyrir fórnarlömbin sem koma í stríðum straumum til Manila í leit að aðstoð. Bandaríska flugmóðurskipið Abra- ham Lincoln náði í fimm þúsund manns til flotastöðvarinnar í Subic- flóa um helgina og annað flugmóður- skip er á leiö til Filippseyja frá Japan til að taka þátt í björgunaraðgerðun- um. Talsmaður bandaríska hersins sagði að alls yrðu tuttugu þúsund manns flutt á brott. í borginni Olongapo, sem er við flotastöðina, eru allir sem vettlingi geta valdið komnir upp á þök húsa sinna til aö moka ofan af þeim ösk- unni og reyna þannig aö koma í veg fyrir að þau hrynji. Þrjú af hverjum fjórum húsum í þessari 300 þúsúnd manna borg hafa þegar gefiö sig und- an þunga öskunnar sem nær mönn- um í hné. Á kortinu sést afstaðan milli Pinatuboeldíjalls á Filippseyjum, sem nú gýs af miklum móö, og Unz- enfjalls í Japan sem vaknaði af dvala fyrr í mánuðinum. Reuter HYUNDAI MÓTÖLD 1200 og 2400 baud, bæði frístandandi og innbyggð í tölvur. 2400 baud gerðin fæst með gagnaþjöppu og villueftirliti með MNP 5 staðli. Verð frá aðeins kr. 16.497.00 ánVSK. Miðstöð tölvuviðskiptanna b STÆKNIVAL SKEIFUNNI 17 • 108 R • S. 681665 Noröur-írland: Friðarviðræður haf nar Önnur umferð friðarviðræðnanna milli stríöandi fylkinga á Norður- írlandi verður að öllum líkindum ekki haldin fyrr en í september, aö því er Sir Ninian Stephen, sem stýrir viðræðunum, sagði í viðtali við ástr- alska útvarpiö í dag. Stephen, sem er fyrrum landstjóri í Ástralíu, sagði aö ekki væri enn búið að ákveða hvenær viðræðurnar hæfust að nýju en það yrði ekki í júlí eða ágúst. Fyrsti fundur leiðtoga kaþólikka pg mótmælenda um framtíð Norður- írlands í sautján ár fór fram í Belfast í gær en enn eitt ofbeldisverkið varp- aði skugga á hann. Nokkrum klukkustundum áður en viðræðum- ar hófust var hermaður í hlutastarfi skotinn til bana þegar hann var á leið til vinnu sinnar í hjólbarða- geymslu. Tahð er að írski lýöveldis- herinn IRA hafl staðið að morðinu. Nærri þrjú þúsund manns hafa látið lífið í ofbeldisaðgerðum á Norður- írlandi frá 1969. Peter Brooke, ráðherra málefna Norður-írlands í bresku ríkisstjórn- inni, er að reyna að koma á sjálf- stjórn í héraðinu eftir 17 ára beina stjórn frá London. Sinn Fein, stjórnmálaarmur IRA, hefur verið útilokaður frá friðarvið- ræðunum. Flokkurinn nýtur stuðn- ings fimmta hvers kaþólikka á Norð- ur-írlandi og leiðtogi hans segir að viðræður án hans séu á við að sýna Hamlet án söguhetjunnar sjálfrar. Fundurinn í gær hófst meö einnar mínútu þögn til minningar um fórn- arlömb ofbeldis í landinu og honum var síðan frestað átján mínútum síð- ar. En þetta var sögulegur fundur og á Norður-írlandi er hann talinn bésta von manna um frið í 70 ár. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.