Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ1991. 15 „Kosbiaðarmeðvitundarleysi" „Islendingar nota minni lyf en allar aðrar þjóðir í Evrópu samkvæmt opinberum tölum.“ í síðustu viku tilkynnti heilbrigð- isráðherra verulegar breytingar á þátttöku kostnaðar í lyfjakostnaöi hér á landi. í greinargerð trygg- ingaráðuneytisins um þessa breyt- ingu er mikið rætt um nauðsyn þess að auka kostnaðarmeðvitund almennings; staðreyndin er hins vegar sú að eitt allsheijar kostnað- armeðvitundarleysi virðist ein- kenna þessar ákvarðanir heilbrigð- isráðherra Alþýðuflokksins. Kostnaðurinn leggst allur á al- menning en ekkert á apótekarana. Hér er lyfjakerfið þannig að eftir því sem lyfin eru dýrari eftir þvi verða lyfsalamir ríkari. Eftir því sem heildsöluverðið á lyfi er hærra eftir því vænkast hagur apótekar- ans. Eftir því sem lyfið er dýrara í innflutningi vex hlutur apótekar- ans. Afleiðingin er sú að það er vísvitandi og markvisst reynt að hafa lyf sem dýrust hér á landi og þess vegna er lyfjakostnaður hér á landi hærri en annars staðar - hann er ekki hærri vegna þess að íslendingar noti meiri lyf en aðrir: íslendingar nota minni lyf en allar aðrar þjóðir í Evrópu, samkvæmt opinberum tölum. Stiglækkandi álagning? Sú staðreynd að lyfin eru dýrari hér en annars staðar kemur til dæmis glöggt fram í því að sam- heitalyf eru minna hlutfall af lyfja- markaðnum hér en annars staðar. Lyfin eru 20% af markaðnum hér en 50% af markaðnum í Dan- mörku. Alls staðar annars staðar en hér hefur verið komið upp breytilegri álagningu á lyf sem fer stiglækk- andi í hlutföllum eftir því sem verð- ið á lyfjunum er hærra í innflutn- KjaUarinn Svavar Gestsson fulltrúi Alþýðubandalagsins í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis ingi eða sinásölu. Með þessum að- gerðum hefur grannþjóðum okkar tekist að taka niður lyíjakostnað en það hefur ekki tekist sem skyldi hér á landi. Það hefur þó miðað í áttina í tíð síðustu ríkisstjórnar en þar var gengið allt of skammt og það sem verra er: Nú þegar ný rík- isstjórn tekur við er eingöngu ráð- ist á sjúklingana sem þurfa að nota lyfin en það er ekki hróflað við apótekurunum. Sjúklingaskattar 400 milljónir króna Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að leggja á sjúkhnga eftirfarandi skatta: 1 Lausasölulyf verða framvegis ekki greidd af almannatrygging- unum. Skattur á sjúklinga nem- ur samkvæmt tölum trygginga- ráðuneytisins 20-40 millj. kr. af þessari aðgerð. 2 Þá er ákveðið að hækka lyf. Skattur á almenning 34 millj. kr. 3 Hámarksskammtur lyfja lækk- aður úr 100 dögum í 60 daga. Upphæð óviss. 4) Almannatryggingar borga ekki lengur kostnað við svefnlyf, ró- andi lyf, neflyf og hóstalyf, háls- lyf, hægðalyf og almenn sýkinga- lyf. Sjúklingaskattur af þessari að- gerð samtals um 230 millj. kr. Sam- tals gæti hér verið um að ræða sparnað að mati heilbrigðisráðu- neytisins upp á 400 millj. kr. Þar mátti spara 700 millj. kr. Hér er hvergi hróflað við lyfsöl- unum. Hér er ekki snert við álagn- ingu þeirra. Þeir hafa þó komið sér upp sjálfvirku gróðakerfi sem væri hægt að breyta með tiltölulega ein- földum hætti. Ríkið borgar um 80% af lyfja- kostnaöi hér á landi. Lyfm eru of dýr. Því þarf að breyta. Meðalá- lagning á lyf hér á landi var 75%. Talan var í síðustu ríkisstjórn lækkuð í 58%. En hér er um að ræöa meöalálagningu, ekki hæstu álagningu. í nágrannalöndunum er álagningin að meðaltali talin vera um 30%. Hún er 28% hærri hér. Lyfjareikningur ríkisins'er talinn vera um 3.000 millj. kr. á ári. Það eru eins og áður sagði um 80%. Heildarveltan er þá væntanlega tæpir 4 milljarðar króna. Sé álagn- ingin að meðaltali um 58% nemur hún alls um 1,3 milljörðum króna. Lækkun álagningar niður í það sem gerist að jafnaði með grann- þjóðum okkar lækkar lyíjareikning almennings um 500-700 milljónir króna. Allt lagt á sjúklingana í síðustu ríkisstjórn var reynt að taka á þessum álagningarmálum, sem fyrr segir. Það tókst að þoka álagningunni niður. Nú stóð heil- brigðisráðherrann nýi frammi fyr- ir vanda. Hann átti þess kost að hækka skattana á sjúklingana til að spara samkvæmt fjárlögum. Hann átti þess kost að skerða álagningu apótekanna. Hann átti þess kost að fara báðar leiðirnar. Hann kaus að fara þá fyrstu; hann lagði allt á sjúklingana. í stað þess að lækka álagningu apótekaranna niður undir það sem gerist í grann- löndum okkar kaus hann að leggja á 400 millj. kr. sjúklingaskatt. Orðið „kostnaðarmeðvitundar- leysi“ er langt og ljótt. „Kostnaðar- meðvitund" er aðalorðið í greinar- gerðum heilbrigðisráðuneytisins nýja. Greinilegt er að heilbrigöis- ráðuneytið hefur fengið nýjan hús- bónda: Hann lítur ekki á það sem sitt hlutverk að stjórna heilbrigðis- málum á íslandi. Nema hnífnum. Svavar Gestsson „Hér er lyfjakerfið þannig að eftir því sem lyfin eru dýrari eftir því verða lyf- salarnir ríkari.“ III er hennar fyrsta ganga Verðbólga — Lánskjaravísitala og framfærsluvísitala — Fyrstu spor ríkisstjórnarinnar hafa þótt heldur ógeðfelld og spá varla góðu um framhaldið. Sam- kvæmt skoðanakönnunum lagði hún upp með minna fylgi en nokk- ur önnur ríkisstjórn hafði þurft að sætta sig við í allri sögu lýðveldis- ins, eða um 55%, en eftir tæplega tveggja mánaða stjórnarferil var hún komin niður fyrir 50% fylgi og hafði fylgi krata þá hrapað svo mjög að helst minnti á hrunið mikla eftir viðreisn hinna sælu minninga Jóns Baldvins. Heiðursmannasamkomulagið fellur sýnilega ekki vel í geð öllum þeim sem áður höfðu ímyndað sér að þeir hefðu ráðstafað atkvæðum sínum vel á kjördag með því að veita þessum flokkum brautar- gengi. En skaðinn er skeður og það er víst rökrétt að „þú tryggir ekki eftir á“. Vaxtaokur Fyrsta verk ríkisstjómarinnar var að hækka vexti svo mikið að aldrei hafa Vextir verðtryggðra lána verið jafnháir og nú. Fyrir kosningar létu þessir flokkar í veðri vaka, rétt eins og hinir flokk- amir, að nú væri komið að launa- fólki að fá sinn skerf af því sem áunnist háfði með þjóðarsáttinni. Ekki höfðu þó ráðherrar fyrr hreiðrað um sig í valdastólunum en þeir áttuðu sig á því að þessum fjármunum var miklu betur borgið hjá fjármagnseigendum. Þess vegna hækkuðu þeir líka vexti og hleyptu verðbólguskrúfunni í gang. Þess vegna hækkuðu þeir vexti af íbúðalánum afturvirkt til ársins 1984. Það skyldi þó aldrei vera að þessi sömu lán hafi fengið yfir sig afturvirka vexti á fyrra ári? En það er þó mesti munur að lík- lega sleppa þeir alveg við aftur- virka vexti sem fengu lán hjá þess- ari stofnun þó að þeir ættu sex eða KjaUarinn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður fleiri íbúðir og fengju alla fyrir- greiðslu til jafns við þá sem voru að eignast sína fyrstu íbúð og nutu sömu kjara að öllu leyti. Hvað er frelsi - hvað er mannúð? „Frelsi og mannúð" voru ein- kunnarorð Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttu og á landsfundi - og samkvæmt venju gaf flokkurinn fyrirheit um að efla kristindóminn. Þetta eru vissulega fögur fyrirheit og falleg orð. En með hliðsjón af hugmyndafræði nýfrjálshyggjunn- ar og starfsaðferðum flokksins er ekki auðvelt að átta sig á hvern skilning Sjálfstæðisflokkurinn leggur í þessi orð. Maður freistast jafnvel til að álykta að þarna sé um hugtaka- brengl eða hugtakafölsun að ræða. Frelsi til hvers? Og hvað er mann- úð? Gaman væri aö fá svör ný- fijálshyggjunnar við því. Er það frelsi hnefaréttarins? Frelsi auð- magnsins til að drottna yfir mann- gildinu? Og hvað er mannúð? Er það viðleitni til að leiða mammon til öndvegis, láta hann móta þjóðfé- lagið og stjórna lífi fólksins? Sé þetta ekki svo væri vel þegið að fá að vita ef annað sannara reynist. Er það slíkt þjóðfélag sem Islend- ingar vilja yfir sig kjósa? Góð sam- staða virðist ríkja hjá stjórnar- flokkunum um shkt þjóðfélag. Þá hafa kratar einnig gefið fyrirheit um að standa að eflingu kristin- dómsins. Gaman væri að vita hvaða aðferð þessir flokkar nota til þess. Hver er boðskapur kristin- dómsins? Er það kærleikur og mannúð? Eða er það tillitsleysi við náungann, miskunnarleysi hnefa- réttarins? Að sjálfsögðu þekkja þessir friðflytjendur boðskap Krists og kannast við orðin: Vei yður, falsspámenn og hræsnarar. Sjúklingaskattur I kosningabaráttunni má ég segja að núverandi stjómarflokkar minntust á að til greina kæmi að setja tvö skattþrep og skattleggja vaxtatekjur fjármagns. En varla hefur neinn tekið slíkt hátíðlega. Enda hefur kratinn í heilbrigðis- ráðuneytinu fundiö verðugri skatt- þegna þar sem eru sjúklingarnir. En þeim ætlar hann að miðla ein- um milljarði á ári í skatt. Ekki er óeðlilegt’að leiða hugann að því hvort ríkisstjórnin ætlar að halda dauðahaldi í lánskjaravísi- tölu og skattleysi vaxtatekna ef henni tekst að innlima ísland í EES og gera þar með „héraðið" sitt eina „héraðið" í Evrópuríkinu sem byði upp á slík fríðindi. Annars sögðu heiðursmennirnir að innganga í EB væri alls ekki á döfinni og krataforinginn kvartaði sáran undan því að Steingrímur Hermannsson skyldi leyfa sér að gefa í skyn að þeir myndu stíga fyrstu skrefin þangað inn ef flokkar þeirra næðu þvi að mynda ríkis- stjórn að loknum kosningum. Ég man ekki betur en Jón Baldvin teldi þetta jafngilda ásökun um landráð. Getur hugsast að utanríkisráð- herra sé eitthvað viðutan á ráð- herrafundunum í Brussel og viti ekki hvað er að gerast? Sagt er að þeir samningar, sem fyrir liggja hjá EB og EFTA, jafngildi 60% inn- göngu í EB ef samþykktir yrðu. Varla geta heiðursmennirnir hald- ið því fram að 60% innganga í EB sé ekki fyllilega fyrstu skrefin. Og fyrst Jóni Baldvini fannst slík um- sögn jafngilda ásökun um landráð fæ ég ekki betur séð en krataforing- inn hafi kveðið upp sinn eigin dóm ef hann undirritar slíkt plagg. Og þann dóm hlýtur þá þjóðin að stað- festa. Aðalheiður Jónsdóttir „Ekki höfðu þó ráðherrar fyrr hreiðrað um sig í valdastólunum en þeir áttuðu sig á því að þessum fjármunum var miklu betur borgið hjá fiármagnseig- endum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.