Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNl 1991. Meiming DV Ráðstefna kvikmyndaeftirlitsmanna á Norðurlöndum: Vaxandi of beldi í kvikmyndum kallar á strangar reglur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Verk fyrir tvær flautur og segulband eftir Atla Hjónín Guörún Birgisdóttir og Martial Nardeau munu annað kvöld flytja í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar verk fyrir þverflautur og barokkflautur. Efnisskráin spannar verk eftir G. Ph. Teleman, Kuhlau og Migot og að auki verður frumflutt nýtt verk fyrir tvær flautur og segulband eftir Atla Heimi Sveinsson sem tónskáldið hefur samið fyrir þau Guðrúnu og Martial. Á undanförnum árum hafa Mart- ial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir hvort um sig komið víða fram og þau starfa bæði við leikhús og óperu, auk þess að sinna kennslu. Þau hófu samspil sitt á nárasárun- um í París og er þetta í annað sinn sem þau halda tónleika sem Flautuleikararnir og hjónin Martial Nardeau og Guðrún Birgisdöttir. flautudúett, Fyrra skiptiö, sem þau komu fram, var einnig á tónleikum íListasafniSigurjóns. -HK Á tveggja ára fresti koma kvik- myndaeftirlitsmenn á Norðurlönd- unum saman til að bera saman bæk- ur sínar og ræða það sem þeim er efst í huga hverju sinni. í síðustu viku var þessi ráðstefna haldin í Norræna húsinu. Voru rædd sameig- inleg áhyggjumál sem meðal annars felast í mikilli aukningu á ofbeldi í kvikmyndum fyrir börn. Kvikmyndaeftirlit er misjafnt á Noröurlöndúm og misstrangt og var vilji á ráðstefnunni til að samræma sjálfan „rammann", það er aldurs- mörkin, en um þau gilda mjög ólíkar reglur í löndunum. A ráðstefnunni voru meðal ann- arra Thorstein Storemyr frá Noregi og Birgit Bruun frá Danmörku. Blaðamaður ræddi við þau um ráð- stefnuna og eftirlit í heimalöndum þeirra. Einnig var tekin tali Auður Eydal, forstöðumaður Kvikmynda- eftirlits ríkisins. Strangar reglur gilda í Noregi Ólík lög um kvikmyndaeftirlit eru í Danmörku og Noregi. Birgit Bruun sagði að í Danmörku væru aídurs- takmörkin 7 ára, 12 ára og 16 ára. Þar er ekkert eftirlit með myndbönd- um og lítill áhugi hjá stjórnmála- mönnum að taka það upp. í Noregi er flokkunin ströngust. Thorstein Storemyr sagði að þar væru flokkaö- ar kvikmyndir í aldursmörkin 5 ára, 10 ára, 15 ára og 18 ára. Þau voru sammála um að nauðsyn- legt væri að hafa strangt eftirlit með kvikmyndum fyrir börn og væru mörg dæmi um að ofbeldismyndir hefðu alvarlegar afleiðingar á hegð- un barna og ef tækist að koma eftir- liti á Norðurlöndum í einhvern ramma yrði það mjög sterkt. Þá sögðu þau að allir sem hefðu setið ráðstefnuna væru sammála um að það bæri að hindra börn í að sjá mjög ofbeldisfullar kvikmyndir. um að nauðsynlegt sé að hafa skyn- samlegt eftirlit með þessum málum. Dæmin eru fyrir hendi, nú síðast strákarnir sem voru að leika sér í holræsum í Reykjavík án þess að gera sér grein fyrir þeirri hættu sem því fylgir." Fyrir tveimur árum var á sams konar ráðstefnu í Færeyjum gerð ákveðin samþykkt sem send var til Norðurlandaráðs um að unnið yrði að samræmingu á kvikmyndaeftirliti á Norðurlöndunum og er það enn helsta áhugamál norrænna kvik- myndaeftirlitsmanna. Á ráðstefn- unni í Norræna húsinu var sam- þykkt að standa saman að ályktun fyrir alþjóölega ráðstefnu sem verð- ur í London á næsta ári. Telur ráð- stefnan sterkara fyrir Norðurlöndin að standa saman sem ein heild og þrýsta þannig á um ákveðna hluti, til dæmis gervihnattasjónvarp, sem öllum stendur opið, og opnum Evr- ópu en þá flæðir myndefnið yfir án tollahindrana. Auður sagði mikið áhyggjuefni sú mikla íjölgun ofbeldismynda sem kvikmyndaeftirlitið fengi til umfjöll- unar. Sagði hún að gert hefði verið yfirlit um ofbeldismyndir þar sem teknar hefðu verið þær kvikmyndir sem hefðu fengið sérstakar athuga- semdir vegna yfirmáta ofbeldis og kom í ljós að þeim myndum fjölgar ört. -HK Auglýsingar ÞVERHOLTI 11 • SÍMI 27022 • PÓSTFAX 27079 AUKABLAÐ FERÐABLAÐ um innanlandsferðir Miðvikudaginn 26.júní nk. mun aukabiað um ferða- lög innanlands fylffla DV- Blaðið er hugsað sem nokkurs konar handbók fyrir ferðalanginn og þar verður Qailað um ýmisiegt tengt ferðalögum, t.d. hollráð varðandi veiðiferðir og gönguferðir, þ'öld o.fl. o.fl. Einnig verða þar kort með upplýsingum um ýmsa þjónustu. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í Ferðablaði, vinsamiegast hafí samband við augiýs- ingadeild DV hið fyrsta í síma 27022. ATH.i Skilafrestur auglýsinga er til 20. júní. Birgit Bruun, Danmörku, og Torstein Storemyr, Noregi, voru ekki ein um að hala áhyggjur af auknu ofbeldi t kvikmyndum fyrir börn. DV-myndir GVA Auður Eydal, forstöðumaður Kvikmyndaeftirlits ríkisins, er hér að ávarpa ráðstefnumenn í Norræna húsinu. Storemyr og Bruun voru bæði á því að það væru nær eingöngu banda- rískar ofbeldiskvikmyndir sem sköp- uðu vandamál sem sneri að börnum. Ráðstefnur á tveggja ára fresti Auður Eydal er formaður Kvik- myndaeftirlits ríkisins og var hún spurð hver væri tilgangur með ráð- stefnunni. Sagði hún megintilgang- inn að koma saman og bera saman bækur sínar. í byrjun hverrar ráð- stefnu, en hún er haldin á tveggja ára fresti, er gefið yfirlit um hvernig málin standa og hvaö sé nýjast. Tækniframfarir eru svo örar að það þarf alltaf að bregðast við nýjum við- horfum og þar sem kvikmyndir ber- ast nokkurn veginn á sama tíma til allra Norðurlandanna getur hvert eftirlit fyrir sig verið að fást við sama hlutinn. „Það er auðvitað alltaf einhver munur á niðurstöðum enda viöhorf hvérrar nefndar fyrir sig ekki eins. Norðmenn eru til dæmis viðkvæmir fyrir trúmálum og Svíar fyrir félags- málum. Hér heima fengi kvikmynda- eftirlitið helst gagnrýni fyrir að vera of vægt í dómum og miðað við önnur Norðurlönd erum við frekar frjáls- leg. Hins vegar eru íslendingar og Finnar einu Norðurlandaþjóðirnar sem eru með heildareftirlit, það er að segja, við skoðum einnig allt sem kemur út á myndbandamarkaðin- um.“ Um ofbeldi í kvikmyndum var mik- ið fjallað og sagði Auður að það hefði meðal annars verið rætt hvort sam- hengi væri milli vaxandi ofheldis í öllum myndmiðlum og breyttu og harðara ofbeldi hjá unglingum sem þegar hefur orðið vart við hér á landi. „Allir hljóta að vera sammála

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.