Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Rítstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Slmi 27Ö22 Hannes Hafstein: Engin undir- skriftí næstu viku Jón G. Hauksson, DV, Lúxemborg: „Ef við fáum hreint nei á fundinum í dag um okkar aðalhagsmunamál, sjávarútveginn, sé ég ekki hvernig við höldum áfram í þessum viðræð- um. Vandamálið er að við höfum ekki fengið nein ný viðbrögð frá EB varðandi sjávarútvegsmáhn. Við vit- um að bandalagið vill fá veiðiheim- ildir og leyfi til að fjárfesta í íslensk- um sjávarútvegi en það kemur ekki til greina af okkar hálfu. Það vilja margir í EB ekki skilja," sagði Hann- es Hafstein, aðalsamningamaður ís- lands í viðræðum EFTA og Evrópu- bandalagsins um evrópskt efnahags- svæði, við DV í Lúxemborg í morgun. Samninganefnd íslands í dag verð- ur skipuð þeim Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra, Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráð- hera og Hannesi Hafstein. Hannes telur útilokað að skrifað verði undir smaninginn um evr- ópska efnahagssvæðið í Salsburg í næstu viku. Hann telur þó aö samn- ingnum verði lokið til áritunar fyrir 1. ágúst. Á óformlegum fundi EFTA-land- anna í gærkvöld fékkst engin niður- staða. Gottveður næstu daga „Ég á von á því að gott veður verði áfram næstu daga. Yfir landinu er hæðarhryggur sem heldur frá öllum lægðum en fyrr eða síðar fer að þykkna upp þótt ekki sé það sjáan- legt í augnablikinu. í dag verður ein- hvers konar blíðviðri á landinu öllu og hitinn verður 15-20 stig. í gær mældist hitinn mestur 21 stig á Hellu og það verður svipað veður á Suður- landinu í dag,“ sagði Einar Svein- björnsson veðurfræðingur í samtali við DV í morgun. -GRS ElduríGrímsnesi Um tvö hundruð fermetra land- spilda í einkaeign brann um kvöld- matarleytið í gær í Grímsnesi. Þrír menn ætluðu að grilla mat í laut á svæðinu. Ekki tókst betur til en svo að eldur varð laus og læsti sig í gróð- urinn en þarna er talsvert kjarr. Slökkvihðið á Selfossi var kvatt á staðinn en á meðan breiddist eldur- inn út. Slökkvihðsmönnum tókst síð- an að ráða niðurlögum eldsins. Ljóst er að um talsvert tjón er að ræða. -ÓTT LOKI Kúnnarnir hafa runnið ályktina! Földu innaanainn á bak við klæðaskáp Lögreglan stöðvaði mikla brugg- flestir hafa ítrekað komið við sögu líkja umferðinni við húsið og sér til um hvað fyrir innan fór fram starfsemi í kjallara flölbýlishúss í lögreglunnar vegna afbrotamála, ástandinu við fóstudagserilinn hjá vegna lyktarinnar. Reykjavík um þrjúleytið í nótt. voru handteknir vegna málsins. áfengisútsölum ríkisins. Bruggstarfsemin virðist hafa ver- Hald var lagt á fjölda bruggtækja Frumrannsókn málsins leiddi í ljós Bruggararnir höfðu afnot af ið tiltölulega nýbyrjuð. Hald var og hellt niður úr þremur fullum 100 að auk dreihngaraðila virðast tveir nokkurs konar skonsu í kjallaran- lagt á bókhald og um 35 þúsund lítra tunnum og þeirri hórðu sem þeirra hafa verið höfuðpaurarnir í um en þar var bæði heitt og kalt krónur í peningum. Tahð er að það slatti var í. í tunnunum var svo- bruggframleiðslunni og sölu á vatn. Til að komast inn i skonsuna sem selt var hafi verið landi. Rann- kahaður gambri, eða óeimað henni. , þurfti að fara inn um op á vcgg við sóknadeild lögreglunnar á þó eftir áfengi. Á staðnum voru fimm tóm- íbúar Qölbýlishússins urðu aðal- sameiginlegan gang íbúanna. Fyrir að kanna það mál betur. Frum- ar tunnur en tilbúnar i braggstarf- lega varir við bruggframleiðsluna opið settu bruggararnfr síðan rannsókn hefur leitt í ljós að lítrinn semina. Einnig var lagt hald á th- meðtvennumhætti.Fyrirutanþað klæðaskáp sem þeir ýttu til hliðar af landanum haíi verið seldm- á búinn vínanda sem settur hafði aö lyktin í kjallaranum var megn þegar þeir fóru inn. Enginn íbú- 1.000 krónur. verið á lítraflöskur, dreif einnig mikinn fjölda við- anna sá því bruggstarfsemina utan -ÓTT Fimra menn um tvítugt, sem skiptavina að húsinu. Var farið að frá en auöveldlega var hægt að geta ******,****»»»***«*,« .......... ........................ , »*«*****#*„*.Ö(M| '“**«•«........ Rebekka inni á lagernum í söluturninum. Þarna sat hún meðan annar ráns- mannanna stóð yfir henni og hinn tæmdi kassann. DV-mynd Brynjar Gauti Rán tveggja manna í sölutumi í Síðumúla: Sagðist mundu berja mig ef ég hreyfði mig - segir Rebekka Símonardóttir, 16 ára afgreiðslustúlka „Þetta voru tveir menn sem rændu 17 þúsund krónum úr peningakass- anum. Þeir byrjuðu á því að slíta sím- ann úr sambandi. Síðan stóð annar yfir mér meöan hinn rændi kassann. Sá fyrrnefndi sagðist mundu berja mig ef ég hreyfði mig,“ sagði Rebekka Símonardóttir, 16 ára afgreiðslu- stúlka, sem varð fyrir þessari hrika- legu lífsreynslu um hádegisbh á laugardg. Hún var við vinnu sína í söluturn- inum Toppnum í Síðumúla 8 þegar tveir menn komu inn og báðu um að fá að hringja. Þegar þeim var vísað á símann slitu þeir þegar snúruna úr tólinu. Síðan stukku þeir inn fyrir afgreiðsluborðiö. Vinkona Rebekku var hjá henni og sat inni á lager. Þangað ýtti annar maðurinn Rebekku meðan hinn hirti þá peninga sem í kassanum voru, samtals 17 þúsund krónur. „Sá sem ýtti mér inn á lagerinn sagði að þetta væri rán og að þá vant- aði 10-15 þúsund krónur. Hann stóð yfir okkur og sagðist mundu bcrja mig ef ég hreyfði mig. Mér virtist hann vera til alls búinn. Þetta tók ekki nema örfáar mínút- ur. Þegar hinn var búinn að hirða peningana stukku þeir út í rauðan Lödu-skutbíl og óku á brott. Lögregl- an sagði mér síðar að þessum bíh hefði verið stohð og lýst eftir hon- um.“ Rebekka kvaðst hafa séð mennina greinhega, einkum þó þann sem stóð yfir henni inni á lagernum. Hefðu þeir ekki verið með neitt til að hylja andht sín. „Þeir voru báðir um 25 ára gamlir. Sá sem stóð yfir mér var fremur lág- ur vexti, þrekinn og ljóshærður, í gallabuxum og bol. Hinn var hærri, fremur grannur og dökkhærður, í gallabuxum og leðurjakka. Þegar þeir voru farnir hljóp ég út th manna í næsta húsi sem voru að slá túnblettinn. Ég sagði þeim hvað komið hefði fyrir. Annar þeirra fór þegar í síma og hringdi í lögregluna. Ég gaf skýrslu og var þá meðal ann- ars látin skoða myndir ef ske kynni að ég kæmi auga á mennina." Rebekka sagðist hafa orðið mjög hrædd meðan á ráninu stóð. „í fyrstu áttaði ég mig ekkert á því sem var að gerast. Svo varð ég'ofsa- hrædd. En ég er búin að jafna mig að mestu og ætla að halda áfram að vinna eins og ekkert hafi ískorist." -JSS Veðrið á morgun: Sólskin og blíða Hægviðri verður víðast hvar á landinu og yfirleitt sólskin og blíða. Hiti verður 15 til 18 stig í innsveitum en 10 th 12 stig við sjávarsíðuna. ÞRDSTUR 68-50-60 VANIR MENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.