Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 28
40 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ1991. Fréttir För vikingaskipsins Gaiu lýkur á Spáni árið 1992: Hnattsigling framundan Ómai Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; Víkingaskipið Gaia, sem kom til Vestmannaeyja í byrjun víkunnar eftir langa siglingu frá Noregi - en þaðan fór skipið þann 17. maí síðast liðinn - á heilmikið ferðalag fyrir höndum. í gær kom skipið til Reykjavíkur en þaðan verður haldið til Græn- lands. Frá Grænlandi liggur leiðin til Nýfundnalands sem í einn dag verð- ur látið heita Vínland til heiðurs hetjunum fornu en ferðin er einmitt farin til að heiðra minningu Leifs Eiríkssonar. Frá Nýfundnalandi verður haldið suður með Bandaríkj- unum en þar með er siglingunni ekki lokið því ákveðið hefur verið að halda í hnattsiglingu. Farið verður í gegnum Panamaskurðinn, yfir Kyrraliafið i átt að Persaflóa og í gegnum Súesskurðinn. Ætlunin er að koma til Spánar á næsta ári og tengja komuna þangað heimssýning- unni. Blaðmanni var á fimmtudaginn boðið í siglingu með víkingaskipinu. Veður var eins gott og hugsast getur, glaðasólskin, sléttur sjór og hægur vindur, sem var einmitt það sem fór í taugarnar á skipstjóranum, Gunn- ari Marel Eggertssyni. Hann vildi fá meiri vind í seglið til að skipið fengi að njóta sín. Skipið, sem er nákvæm eftirlíking Gauksstaðaskipsins, er mikil lista- smíð og hvergi hefur verið sparað við gerð þess og reynt er að gera tíu manna áhöfn lífið eins þægilegt og mögulegt er. Hver einasti þverþuml- ungur er nýttur til hins ýtrasta en ekki er plássið mikið eins og gefur að skilja en þröngt mega sáttir sitja. Um borð eru nýjustu gerðir siglinga- tækja sem forfeðurnir urðu að vera án en að öðru leyti er áhöfn Gaiu háð sömu lögmálum og þeir - lögmálum hafsins og vinda sem um það þjóta. Seglið er hift upp með handafli og kostar það marga svitadropana. Öll meðferð seglsins er á höndum einum saman - engin spil sem hægt er grípa til í neyð. Þegar komið var austur fyrir Eyjar var seglið híft upp. Gekk það greið- Þat mælti mín móðir... Það er Gunnar Marel Eggertsson sem hér stendur í stafni og stýrir dýrum knerri. Siglt seglum þöndum með tígulega Heimaeyna í baksýn. lega og tók skeiðin skriðinn hægt en örugglega og lét vel að stjórn. Gunn- ar hrósaði skipinu, sagði það hafa reynst vel í alla staði og sighng á opnu úthafi væri því engin ofraun. Hann sagði að besta leiöið væri fimm til sex vindstig á hlið. Þá hreyfist skipið ekki en á lensi er öllu meiri hreyfing. Beitivindur er ekkert vandamál en þá þarf að haga segli eftir vindi í þess orðs fyllstu merk- ingu. Það var ljúft að líða um Eyjasund í góða veðrinu. Það fer þó ekki hjá því að manni verði hugsað til þess mikla ferðalags sem fram undan er hjá skipinu. Þaö á langa leið fyrir höndum en áhöfnin á Gaiu er ekki kvíðin. Hún lítur á þetta sem erfitt verkefni sem þarf að leysa og er ákveðin í að gera það með glæsibrag í anda víkinganna fornu. Nokkrir úr áhöfn skipsins skála í miði og fagna komunni til íslands. DV-myndir Ómar Garðarsson Sendiherrar á Þingvöllum: Gróðursettu birki- plöntur í Vinaskógi - alls á að gróðursetja 10 þúsund plöntur á staðnum Sendiherrar og starfsfólk er- lendra sendiráða hér á landi, um 30 manna hópur, gróðursettu nokkur hundruð birkiplöntur í Vinaskógi á Þingvöllum á sunnu- dag. Hópurinn gekk fyrst á Lögberg í fylgd séra Heimis Steinssonar þjóð- garðsvarðar og síöan lá leiðin út í Vinaskóg. Halldór Blöndal land- búnaðarráðherra tók þar á móti hópnum og var hafist handa viö að gróðursetja plönturnar. Sendiherrarnir gróðursettu einn- ig á Þingvöllum í fyrra í tilefni af landgræðsluskógaátaki 1990. Höfðu sendiherrarnir þá forgöngu um að þjóðir þeirra styrktu átakið með fjárframlögum til trjáakaupa. Þá voru gróðursettar 300 birkip- löntur og settu menn sér það mark að gróðursetja alls 10 þúsund plönt- ur á staðnum. -hlh Sovéski sendiherrann gróðursetur birkiplöntu í Vinaskógi á sunnudag. DV-mynd Brynjar Gauti Af selspiki og signum f iski Regíita Thorarenaen, DV, Gjögri: Þaö er skemmtilegt aö vera kom- in á Strandir þrátt fyrir að hér sé ansi kalt. Hér er noröanátt og iskuldi en samt er þurrviöri. í gærkvöldi borðuðum við hjónin uppáhaldsmatinn okkar sem er sig- in fiskur og selspik. Það var fyrsta merkja má á þvi hvort selspikið er grænt í gegn. Þegar ég kom fyrst í Árneshrepp 1942 bauð mér við selspiki og siginni grásleppu enda hafði ég aldrei smakkað þarrn mat fyrr. Nú er þetta hátíðarmatur hjá okkur hjónunum. Einn f anganna enn ófundinn Einn strokufanganna sex, sem struku úr fangageymslunum viö Skólavörðustíg á laugardagskvöldið, er enn ófundinn. Tveir fanganna náðust strax á sunnudagsmorgun. Hinir þrír voru siðan handteknir á Reykjavíkurflugvelli i gærmorgun. Það var skömmu fyrir miðnætti á laugardagskvöldið að föngunum tókst á skömmum tíma að brjóta sér leið út úr einum fangaklefanum í viðbyggingu Hegningarhússins. Það- an var farið upp á þak. Losuðu þeir rimla sem voru fyrir þakglugga og skriðu síðan út um hann. Strax morguninn eftir tókst lögreglunni að hafa hendur í hári tveggja í Kópa- vogi og óku um á bifreið sem þeir höíðu stolið í Reykjavík. Mennirnir eru 20-30 ára og sátu inni fyrir auðg- unar- og fíkniefnabrot. í gærmorgun handtók lögreglan svo þrjá strokufanga til viðbótar á Reykjavíkurílugvelli. Að sögn Rann- sóknarlögreglu ríkisins var ekki vit- að hvað fangarnir hygðust fyrir, hvort þeir voru staddi'r þarna fyrir tilviljun eða hvort þeir ætluðu að freista þess að komast flugleiðis frá Reykjavík. Að sögn rannsóknarlögreglunnar teljast mennirnir ekki hættulegir. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.