Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1991. Spumingin Lesendur Eva Sævarsdóttir húsmóðir: Nei, ekki enn en ég geri það örugglega. Anna Lóa Ólafsdóttir flugfreyja: Nei, en þaö getur vel veriö aö ég kaupi einhver fót ef ég sé eitthvað fallegt. Fleira en sjúkraþjálfun Súsanna Vilhjálmsdóttir skrifar: í DV frá fimmtud. 5. júní sl. sá ég grein undir fyrirsögninni „Um eitt þúsund manns eru á biölista". í þess- ari grein tjáir Matthías Halldórsson sig um náttúrulækningahælið í Hverageröi. Af þessum svörum Matt- híasar mætti skiija sem svo að á heilsuhælinu í Hverageröi fari ekk- ert annað fram en sjúkraþjáifun. Þaö er nú öðru nær. - Það vill nefnilega svo til aö á hælinu er starfrækt sjúkranudd og baðlækningar. Þessar deildir eru afkastamestu meðferöardeildir heilsuhæhsins og hafa verið það sl. 30 ár. Þar starfa 13 þrælduglegir starfsmenn. Til að gera ykkur grein fyrir starfsemi þessara deilda leyfi ég mér að birta hér upptalningu á daglegri starfsemi deildanna: 30 pláss í leirböðum - 25 í leir fyrir hendur og fætur - 24 í víxlböðum fyrir fætur - 42 í vatns- nuddi þrisvar í viku - 52 í heilsuböð- um tvisvar í viku'- 54 í stuttbylgjum - 36 í háfjallasól, þar sem fólk mætir annan hvem dag, og 84 í sjúkranuddi þar sem einnig er gefið sogæðanudd. 176 rúm eru á heilsuhælinu og duga meðferðarplássin ekki til að anna þessum fjölda fólks. Aðeins tveir sjúkraþjálfarar hafa verið á hæhnu öll þessi ár og einnig hefur starfað íþróttakennari undanfarin þrjú ár sem sér um tækjasal og hópæfingar. Af þessu má ljóst vera að þaö fer ýmislegt fleira fram á heilsuhælinu en sjúkraþjálfun og vil ég hér með benda á þessar staðreyndir svo að öllum megi ljóst vera hversu fjöl- breytt starfsemi fer fram hér á heilsuhælinu í Hveragerði. ,Til hvers var þá veriö að setja upp húsdýragarð á vegum borgarinnar?" Er þetta húsdýragarðurinn? Vigdís Jónsdóttir skrifar: Eg var að fara með tvo unga krakka í húsdýragarðinn í Laugardal fyrir stuttu. Þetta var áður en deilan um síðasta „móhikanann“ í Laugardaln- um kom upp á yfirborðið enn eina ferðina, þ.e. Stefni bónda, sem neitar að hætta búskap þar að venju. - Ég tók á mig krók til aö líta á búskapar- háttu Stefnis. Krakkarnir spurðu strax og þeir sáu „búgarðinn" „Er þetta húsdýragarðurinn?" Og var það nema von. - Hver á von á öðru sýnishomi af húsdýrahaldi á þessum stað? Ég verð nú að segja hreinskilnis- lega að þótt ég sé öll af vilja gerð til að friðþægja hinum aldna bónda og taka upp málstað hans er mér það lífsins ómögulegt. - Þetta býli og starfsemin þama inni í miðri höfuð- borginni er engan veginn sæmandi, hvorki hinum aldna bónda, né nein- um öðram, og þá allra síst borgaryf- irvöldum. Satt að segja er þama svo mikill sóðaskapur á einum bletti aö það eitt er ærin ástæða til að hreinsa þar til af eðlilegum heilbrigðisástæðum. - Ég get ekki tekið undir orð eins þeirra sem stóð að mótmælunum gegn brottflutningi bústofnsins að þetta sauðfé sem þarna er hefði upp- eldislegt gildi fyrir æsku Reykjavík- ur. - Til hvers var þá verið að setja upp húsdýragarð á vegum borgar- innar? Þeir búskaparhættir sem þama viðgangast eru vægast sagt verulegt lýti á borginni og því fyrr sem þetta verður fjarlægt þeim mun fyrr verð- ur andÚtslyfting Laugardalsins og umhverfis hans fullkomnuð. - Burt með búskapinn úr höfuðborginni! Vertíðarvikur á Benidorm Jón Guðmundsson kennari: Ég hef fengið gefins sumarfot svo ég hef ekki þurft að kaupa á mig en ég er búinn aö kaupa sumarföt á börnin. Guðbjörg Pétursdóttir, starfsmaður hjá íslandsbanka: Nei, ég ætla að nota þau sem ég á. Guðbjörg Jakobsdóttir húsmóðir: Já, ég er búin að kaupa eitt dress, jakka og stuttbuxur. Arnheiður Bjamadóttir nemi: Já, ég er búin að kaupa buxur og skó. Hefur þú keypt þér sumar- föt í sumar? Margrét S. Sölvadóttir skrifar: Ég skrifa héðan frá Benidorm sem ég líki mest við vertíðarbæ á borð við Siglufjörð hér forðum. Þótt ekki sé framleidd síld í tunnur er iðandi mannlífið ekki ósvipað og síld í tunnu. Hér er nefnilega vertíð fyrir ferðamenn. En líkt og á Siglufirði virðist vertíðin ár hvert fara minnk- andi og kenna menn um ástandinu í heiminum. Margt hefur breyst hér og eitt er víst að varla þekkir maður bæinn fyrir sama bæ er gengiö er um Benid- orm í dag. Svo margir barir og veit- ingahús hafa skipt um nafn og eig- endur. Það virðist svo sem ítalskir pitsustaðir gangi best, a.m.k. eru það þeir sem oftast taka við af gömlu spönsku stöðunum sem fara á haus- inn. Víst er að fólkið hrærist mikið í verðlaginu og eyðir ekki peningum eins og áður. En þótt fólki finnist verðlagið hafa hækkað hér er merki- legt hvað Spánverjar hafa getað hald- ið því lengi niðri miðað við slæma afkomu síöustu vertíða. Ég er samt hrædd um að við á íslandi værum búin að hækka verðlagið gott betur. En allt er afstætt. íslendingum hér finnst dýrt að greiða 575 peseta (ca 300 kr.) fyrir ‘vínblöndu á veitinga- - stöðum sem bjóða upp á lifandi tón- hst og taka auk þess engan aðgangs- eyri. En þeir kvarta ekki yfir 800-100 Af mannlífi á Benidorm á Spáni kr. aðgangseyri á skemmtistöðum heima og um 500 kr. fyrir hvern drykk! Skyldi ekki erlendum ferða- mönnum finnast það dýrt? Rútur fullar af íslendingum streyma hingað til hótelanna í viku hverri. Skemmtanir eru haldnar fyr- ir fólkið í görðunum á kvöldin svo að auðvitað er ekki nein nauðsyn á að fara neitt nema þá í skoðunarferð um umhverfið. - Af þessu tilefni skaut þeirri hugmynd upp hjá mér hvort ekki væri ráð hjá íslensku rík- isstjóminni að byggja stórit hvolfþak, líkt og á Perlunni en þó mun stærra, og rækta þar suðræna aldingarða og reisa þar stórt hótel með sundlaug í miðjum garðinum og líflegum bar, góðum veitingahúsum og suðrænni tónlist. Selja mætti fólki inn á sólar- landaverði en fyrir íslenska peninga. Nú býr ríkisstjórnin svo vel að hafa í forsæti mann með reynslu af perlu- byggingu og ég er þess fullviss að þess konar perla myndi ekki síður verða til að borga sig en sú fyrri. Eitthvað til að hugsa um. Tónlistaraðdáandi skrifar: Mig langar til að beína þeirri fyrirspurn til sjónvarpsstöðv- anna hvort ekki væri hægt að sýna gömul, íslensk myndbönd milii dagskrárliða? Einnig mætti hugsa sér að hafa sérþátt með gömlum, íslenskum myndbönd- um ef enginn sérstakur dag- skrárliður hefur verið ákveðinn. Þegar ég er að tala um gömul, íslensk myndbönd þá á ég við upptökur eins og þær sem til eru með Vormönnum íslands, Karli Örvarssyni og fleiri. Einuig mætti vel sjást myndband það sem Nýdönsk hefur gert. Einnig væri mjög gaman að fá að fylgjast með því sem er að ge- rast í tónlistarheiminum í dag, til dæmis með viðtölum við íslensk- ar hljómsveitir sem ætti vel heima í ríkissjónvarpinu. Það hefur gert ýmsa góða hluti í þess- um efnum, svo sem þátt um Todmobiie og söngkeppni fram- haldsskólanema. Einnig má nefha tónleikana sem Stöð 2 tók upp á Púlsinum. Meira af svo góöu. Gefið stefnuljós HJ skrifar: Oft dettur manni í hug aö íslensk- ir ökumenn hafl ekki hugmynd um hvernig eigi að gefa stefnu- ljós. Það er alltof algengt að þeir snarbeygi á gatnamótum án þess að gefa merki um hvertþeir ætla. Sumir hverjir hegða sér eins og þeir séu einir í heiminum. Þeir aka hægt, flandra á mílli akreina og beygja svo þegar þess er sist von. Svona umferðarmenning er gjörsamlega óþolandi. Og ekki nóg með það. Þessi leikur getur verið beinlínis hættulegur. Sá sem á eftir ökumanninum tillits- lausa kemur á sér nefnilega einskis ills von. Hann getur sem hægast ekið aftan á þann stefnu- ljósalausa. Og þá situr sakleys- inginn í súpunni. Ökumenn, tökum okkur á og breytum þessu. Tillitssemin kost- ar ekkert. Vagnsfjóra þakkað Amma hringdi: í þessu þjóöfélagi, sem byggist orðið upp á hraða og streitu, mega fæstir vera að þvi að sinna öðrum. Þó eru á þessu undan- tekningar. Égvar á ferð um borgina ásamt þrem ungum barnabörnum. Þurfti ég þá að taka vagn upp í Háaleitishverfi. Þegar ég kom að biðstöðinni á Hlemmi var vagn- inn að renna af stað. Vagnstjór- inn hefur séð á látbragði mínu að ég ætlaði með. Hann stansaði vagninn þegar og beið þohnmóð- ur meðan ég var aö koma öllum börnunum upp í hann. Það'var enginn asi, engin læti, bara alúðlegt bros og kurteisleg orð. Ég er handviss um að okkar þjóðfélag væri öðruvísi ef fleiri temdu sér slíkan hugsunarhátt sem þessi ungi vagnstjóri. Hvarfást músagildrur? Inga hringdi: Ég er í hálfgerðum vandræðum. Það kemur fyrir að ég rekst á óboðna gesti í geymslunni hjá mér. Þetta eru litlar húsamýs sem gera sig heimakomnar. Ég vil ekki eitra fyrir þær en þykír sýnu skárra að setja upp gildra. Getur nú einhver orðið mér að iiði og sagt mér hvar hægt er að kaupa músagildru? Ég hef kíkt eftir þeim á líklegum stöðum og spurst fyrir en engar fundið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.