Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1991. IJtlönd Aðskilnaðarstefna Suður-Afríku: Síðasta hornsteininum velt F.W. de Klerk, forseti Suður-Afr- íku, hefur hvatt til þess að haldin verði íjölilokkaráðstefna til að und- irbúa nýja stjómarskrá fyrir landið, nú þegar búið er að afnema síðasta hornstein aöskilnaðarstefnunnar. Þing landsins ákvað á fundi í gær að fella úr gildi lög sem kveða á um að íbúarnir séu skráðir samkvæmt kyn- þætti. „Besta leiðin til að tryggja skjótan árangur er að taka næsta mikilvæga skrefið á samningaleiðinni,“ sagði forsetinn þegar þingheimur hafði ákveðið með 103 atkvæðum gegn 38 að afnema lögin um skráningu sem voru sett árið 1950. George Bush Bandaríkjaforseti og aörir bandarískir leiðtogar fognuöu ákvörðun suður-afríska þingsins í gær og sögðu að fjórum af fimm skil- yrðum sem Bandaríkin settu fyrir afnámi viðskiptaþvingana hefði ver- ið fullnægt. Fimmta skilyrðið er að allir póli- tískir fangar verði látnir lausir og er það viðkvæmt mál. Ríkisstjóm Suð- ur-Afríku segir að aOir slíkir fangar hafi þegar verið leystir úr haldi en Afríska þjóðarráðið ber brigður á þá fullyrðingu. Háttsettur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu sagði í gær að takast ætti að leysa þennan ágreining þegar í næsta mán- uði. Ef fjölflokkaráðstefnan fer fram gæti komið til árekstra milli ríkis- stjómarinnar og Afríska þjóðarráðs- ins, stærstu samtaka blökkumanna í Suður-Afríku. Afríska þjóðarráðið og bandamenn þess hafa sagt að þeir muni ekki gera neinar tilslakanir í kröfum sínum um stjórnlagaþing og bráðabirgðastjóm. Ríkisstjórnin hef- ur hins vegar sagt að hún muni ekki leggja niður völd. Reuter lýsti yfir þvi í gær að hann hefði afnumið siðasta hornstein aðskiln- aðarstefnu rikisstjórnar landsins. Símamynd Reuter írakar sleppa breskum fanga írösk yfirvöld létu í gær lausan breska verkfræðinginn Douglas Brand sem dæmdur hafði verið í lífstíðarfangelsi vegna meintra njósna. Brand var látinn laus eftir leynilegar viðræður Saddams Hus- sein íraksforseta og Edwards Heath, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Til að firra bresku stjómina vand- ræðum var ekki haft samband við John Major forsætisráðherra fyrr en Heath hafði fengið tilkynningu frá Bagdad. Major skrifaði til öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir tveimur vikum til að biðja fulltrúa þess að íhuga mál Brands áður en viðskiptaþvinganir gegn írak yrðu endurskoðaðar. Brand var handtekinn í september síðastliðnum er hann reyndi að flýja frá írak. Það var um það leyti sem írakar héldu útlendingum í gíslingu. Reuter Eyöniráöstefnan í Flórens: Nýtt bóluefni gef ur von Nýtt bóluefni, sem franskur vis- indamaður hefur þróað, hefur gefiö fórnarlömbum eyðniveirunnar.von- arglætu. En spár um dreifingu sjúk- dómsins, sem kynntar voru á sjö- undu alþjóðlegu ráðstefnunni um eyðni, sem haldinpr í Flórens á ítal- íu, eru heldur ófögur lesning fyrir þróunarlöndin. Franski vísindamaðurinn Daniel Zagury sagði að fyrstu niðurstöður sýndu að bóluefnið gæfi líkamanum að hluta til aftur hæfileikann til að beijast við eyðni. Rannsókn hans náði aftur á móti aðeins til sex smit- aðra sjúklinga. Zagury lagði áherslu á að gera þyrfti frekari tilraunir með bóluefn- ið. Vísindamenn sannfærast sífellt meira um það að bóluefni gegn eyðniveirunni verði árangursríkara í að hægja á útbreiðslu sjúkdómsins í líkamanum eftir sýkingu fremur en fyrirbyggjandi aðgerðir. Embættismaður hjá Alþjóöa heil- brigðismálastofnuninni sagði á ráð- stefnunni að ungt fólk og börn í fá- tækustu löndum heimsins verði helst fyrir barðinu á eyðni á þessum ára- tug. Hann sagði að ekki léki vafi á því að eyðni yrði helsta banamein ungs fólks á besta aldri. Eyðni yrði einnig helsta orsök barnadauða á mörgum svæðum. Alþjóða heilbrigöismálastofnunin spáir því að árið 2000 muni tíu millj- ónir fullorðinna hafa fengið eyðni. Meira en 90 prósent sýktra verða í þróunarlöndunum, um helmingur í Afríku, meira en fjóröungur í Asíu og tíu prósent í Rómönsku Ameríku. * í verði á IKEA eldhúsinnréttingu eru hlutir eins og vaskur, blöndunartæki, eldavél og heimilistæki ekki innifalið í verði. „VERSAL" eldhúsinnréttingin er fjölhæf og vönduð innrétting sem framleidd er undir ströngu gæðaeftirliti I# möbeltfakta |. Til þess að hljóta „MÖBELFAKTA" gæðastimpilinn þarf viðkomandi framleiðsla að gangast undir röð af prófum þar sem rannsakaðir eru þættir eins og ending, handbragð, efni og margt fleira. „VÉRSAL" eldhúsinnréttingin kostar aðeins kr. 96.000,-* og fæst til afgreiðslu strax í dag eða hvenær sem er. KRINGLUNNI 7 • SIMI 91-686650

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.