Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR. 18. JÚNÍ 1991. 5 Fréttir Héraðssýning Skagfírðinga á kynbótahrossum: Tveir þriðju komust í ættbók í Skagaf irði Skagfirðingar virðast nokkuð ánægðir með héraðssýningu Skag- flrðinga á kynbótahrossum sem var haldin á Vindheimamelum um og fyrir helgina 8. og 9. júní síðastliðinn. Að vísu komu færri hross í dóm en undanfarin vor og greinilegt að óánægja manna með dóma á síðasta vori hefur dregið dilk á eftir sér. Útkoma úr dómunum var sú að tveir þriðju náðu þeirri einkunn sem þarf til að komast í ættbók, 7,50 eða meira. Nokkur hross voru dæmd til 1. verðlauna. Melrós frá Miðsitju var ein um þann heiður af fimm vetra hryssún- um, hlaut 8,30 í aðaleinkunn. Af sex vetra hryssum voru fjórar dæmdar til 1. verðlauna. Perla frá Kríthóli var með hæstu einkunnina, 8,17, Katla frá Miðsitju dæmdist með 8,11, Ösp frá Syðstu-Grund var með 8,03 og Hugrún frá Höskuldsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu var með 8, 00 Einn fimm vetra stóðhestur dæmd- ist fyrstu verðlaunahross, Aðall frá Aðalbóli í Þingeyjasýslu með 8,03. Af byggingadæmdum ungfolum hlaut Glitnir frá Ögmundarstöðum einkunnina 8,05 Þórhallur Ásmundsson/EJ Hafórninn hf á Akranesi: Almenningshlutafélag ~—7—r—: —— hafa gerbreytt rekstrinum. Mun áður. Hráefnisskortur hefði verið gur emsson, , ea. meiri aíli kæmi nú til vinnslu en helsta vandamál fyrirtækisins. Perla frá Krithóli hlaut hæstu einkunn hryssnanna, 8,17. Knapi er Ingimar Ingimarsson. DV-mynd Þórhallur Framleiðsluverðmæti Hafarnarins hf. á Akranesi nam 150 milljónum króna fyrstu fimm mánuði ársins. Þetta er 40% meira en á sama tíma í fyrra er verðmætið nam 90 milljón- um króna. Þrettán milljón króna hagnaður varð af rekstri fyrirtækis- ins á síðasta ári eftir afskriftir og skatta. Árið 1989'varð 6,5 milljón króna tap á rekstrinum. Á aðalfundi fyrirtækisins fyrir skömmu var samþykkt samhljóða að afnema allar hömlur á sölu hlutafjár og gera fyrirtækið þannig aö opnu almenningshlutafélagi. Stjórn fyrir- tækisins hafði áður fengið heimild til þess að auka hlutafé í allt að 200 milljónir króna. Enn á eftir að selja hluti fyrir um 20 milljónir króna en búist er við að það gerist á haustmán- uðum. Guðmundur Pálmason, fram- kvæmdastjóri Hafarnarins hf., sagði í samtali við DV að afkoman fyrstu fimm mánuði ársins gæfi tilefni til nokkurrar bjartsýni. Hann sagði til- komu togarans Sæfara fyrr á árinu Samvinna um f lutning á pappir í endurvinnsiu Þórhailur Ásmundsson, DV, Sauðárkr: Bæjarstjórn Sauðárkróks hefur ákveðið að leita eftir samvinnu við önnúr sveitarfélög svipaðrar stærðar um könnun á hag- kvæmni flutnings notaðs pappírs til endurvinnslu syðra. Samkvæmt könnunum er pappír talinn vera um 20% af heimilissorpi. Flokkun sorps er á frumstigi hér á landi en talið er að slíkt muni aukast á næstu árum. í Reykjavík hefur verið tekið við símaskránni í endur- vinnslu en á landsbyggðinni er ekki sú þjónusta veitt að fólk geti lagt inn gömlu símaskrána um leið og það fær þá nýju. Þetta gæti breyst ef sveitafélög byrja að flytja pappír til endurvinnslu í Reykjavík. CAT 438 Sería n — Ný og betri traktorsgrafa Nú þegar CATERPILLAR hefur framleitt yfir 25.000 traktorsgröfur kynna þeir nýja og enn betri traktorsgröfu undir heitinu Seríall Reynslan af fyrri vélunum hefur verið sérstaklega góð en lengi má gott bæta og Sería n uppfyllir enn frekar þær kröfur sem gerðar eru til allra CAT véla. Á þeim árum sem CAT traktorsgröfur hafa verið fáanlegar hafa þær sýnt og sannað að fáar vélar státa af meira rekstraröryggi. Eigum fyrirliggfandi vélar til afgreiðslu strax 27% stærri eldsneytistankur, 106 I. Stærri rafgeymakassi, sem jafnframt er geymsluhólf fyrir verkfæri. Minni snúningsradíus, framhjól hafa25% meiri snúningsgetu. Auðveldari aðgangur að smurkoppum, allir slitfletir smurðir. Aukinn lokunarhraði á afturskóflu. Aukin hljóðeinangrun, hávaðamörk aðeins 83 dBA. Nákvæmari stjórnstangir. Aukið vélarafl. □ HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500 Helstu breytingar: PRISi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.