Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1991. 11 Utlönd Aðskilnaðarsinnar síkha í Punjab myrtu sjötiu og sex lestarfarþega á laugar- daginn. Eru sikhar sagðir hafa verið að reyna hræða almenning til að halda sig heima á kjördag en kosningar í Punjab fara ekki fram fyrr en 22. júni. Símamynd Reuter Indland: Kongressflokk- winn fær óvænt- an stuðning Margir af smærri trúarflokkunum á Indlandi létu í morgun óvænt af andstöðu gegn því aö Kongressflokk- urinn myndi stjórn að loknum þing- kosningum. Kváðust þeir myndu styðja flokkinn í einstökum málum. Þessi stefnubreyting litlu flokkanna er túlkuð sem tilraun til að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Bhar- atiya Janata, flokkur hindúa, komist til valda, að því er kom fram í frétt frá frönsku fréttastofunni AFP. Nú, þegar búið er að telja þrjá fjórðu atkvæða, þykir víst að Kongr- essflokkurinn myndi næstu stjórn án þáttöku annarra flokka en með samkomulagi við þá um stuðning í vissum málefnum. Á indverska þing- inu eru 371 sæti og hefur Kongress- flokkurinn hlotið 183, Bharatiya Jan- ata 77 og Janata Dal 27. Kongress- flokkinn mun vanta á milli 10 og 20 sæti til að fá meirihluta í neðri deild þingsins. í gær var rætt um þann möguleika að félagar í Janata Dal gengju til liðs við Kongressflokkinn. Sá möguleiki var einnig nefndur að Chandra Shekhar, fyrrum forsætis- ráðherra, sem tilheyrir klofnings- armi Janata Dal flokksins, tæki þátt í stjórn Kongressflokksins. Janata Dal'flokkurinn beið mikinn ósigur í kosningunum en flokkurinn leiddi samsteypustjórn þar til í nóv- ember í fyrra. Tilraun V.P. Singhs, fyrrum forsætisráðherra, til að smala atkvæðum hjá lægri stéttun- um meö því að lofa þeim fleiri störf- um hjá hinu opinbera mistókst. Lof- orð Singhs um herferð gegn spillingu báru heldur ekki árangur en honum tókst að koma Kongressflokknum frá völdum 1989, meðal annars vegna Bofors-málsins svokallaða. Það sner- ist um meintar mútugreiðslur sænsks vopnafyrirtækis til indver- skra embættismanna. Kosningar í Punjabhéraði fara ekki fram fyrr en 22. júní. Aðskilnaðar- sinna síkha reyndu enn í morgun að koma í veg fyrir kosningarnar og lést einn frambjóðandi í sprengjuá- rás. Alls hafa nú yfir tuttugu fram- bjóðendur verið myrtir í kosninga- baráttunni. Á laugardagskvöld réð- ust aðskilnaðarsinnar á tvær far- þegalestir og myrtu sjötíu og sex manns, flesta hindúa. Er fullyrt að árásin hafi verið liður í tilraun að- skilnaðarsinna að hræða almenning svo að hann haldi sig heima á kjör- dag. Ritzau, Reuter Dauðadómamir í Kúveit: Mitterrand beðinn um aðstoð Alþjóöleg samtök sem gæta hags- muna fréttamanna hafa hvatt Mitt- errand Frakklandsforseta til að að- stoöa við björgun sex starfsmanna dagblaða sem dæmdir hafa verið til dauða í Kúveit. Var hinum dæmdu gefið að sök að hafa starfað fyrir ír- aka meðan á hemámi þeirra í Kú- veit stóð. Jórdönsk yfirvöld hvöttu í gær til íhlutunar erlendis frá vegna dauða- dóma yfir Jórdönum í Kúveit. Að minnsta kosti fjórir af þeim þrettán, sem nú hafa veriö dæmdir til dauða í Kúveit, eru Jórdanir. Ekki er vitaö um þjóðemi þeirra þriggja sem dæmdir vom til dauða á sunnudag- inn en margir þeirra tvö hundruð, sem eru í haldi vegna meints sam- starfs við íraka, eru Jórdanir af pa- lestínskum uppmna. Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna réttarhaldanna í Kúveit. Mannréttindasamtökin Am- nesty International og önnur mann- réttindasamtök segja ákærumar byggðar á svo veikum gmnni að þær geti átt við næstum hvern sem er. Yfirvöld í Kúveit halda því fram að réttarhöldin séu réttlát en hafa skip- að nefnd sem á að endurskoða dóms- úrskurði. Þykir víst að þaö hafi verið gert til að lækka gagnrýnisraddir. Enn hefur engum dauðadómi verið fullnægt. Jórdönsk yflrvöld hafa margsinnis lýst yfir áhyggjum sínum en geta lít- ið aðhafst þar sem yflrvöld í Kúveit hafa neitað þeim um leyfi til að opna sendiráð þar á ný. Sendiherra Kú- veits í Jórdaníu var kallaður heim eftir að Kúveit var frelsað. Hann hefur ekki snúið aftur til Jórdaníu. Jórdönsk yfirvöld voru opinberlega hlutlaus í Persaflóastríðinu en flestir Jórdanir studdu íraka. Um helming- ur þeirra íjögur hundruð þúsund Palestínumanna, sem bjuggu í Kú- veit, voru um kyrrt eftir innrás ír- aka. Flestir Palestínumannanna eru með jórdönsk vegabréf. Reuter fílTúMTl AKIÐ A GOODfYEAR 0 HEKIA LAUGAVEG1174 * 695560 & 674363 GOODfÝEAU 60 ÁR Á ÍSLANDI Á eyjunum átján bíður þín ógleymanlegt sumarfrí. Þú kynnist stórbrotinni náttúrufegurð, sérstæðu mannlífi og einstakri gestristni nágrannaþjóðar sem nær hámarki á Ólafsvöku. Allir vegir eru malbikaðir, brýr og jarðgöng liggja á milli byggðarlaga og ferjuferðir eru tíðar. Gististaðir eru í Þórshöfn og í flestum stærri bæjum. Upplýsingar í síma 690300 (alla 7 daga vikunnar) á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum. *Stgr. á manninn m.v. 4 í bíl í a-flokki (2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára) .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.