Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ1991. 13 X>v__________________________Fréttir Norðmennirnir kepptu við eigið fyrirtæki - segir Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þaö hefur alveg legið fyrir aö hveiju stefndi þannig að þetta þarf ekki aö koma neinum á óvart. Ég hef setið meö alla þræöi í höndunum og heföi ég verið aö vonast til að eitt- hvað gerðist, sem myndi breyta öllu til betri vegar, heföi það einungis verið óraunsæi," segir Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri fóð- urverksmiðjunnar ístess hf. á Akur- eyri. Málefni fyrirtækisins hafa verið í brennideph að undanfórnu og nú í vikunni ákváðu eigendur fyrirtækis- ins að hætta rekstri þess. Vitað hefur verið að staða fyrirtæk- isins væri erfið en það sem gerði út- slagið var að norska fyrirtækið Skretting, sem var stærsti hluthafmn í ístess, dæmdi reksturinn vonlausan og dró sig út úr honum. „Skretting- menn höfðu viðrað þessa hugmynd við okkur en það var í maí sem okk- ur barst bréf frá þeim þar sem okkur var tilkynnt um þessa ákvörðun. Þá lá það fyrir að ístess ætti ekki langra Ufdaga auðið því í samningi ístess og Skretting var tekið fram að ístess mætti ekki fara í samkeppni við Skretting. Norðmennirnir hófu hins vegar strax samkeppni við íst- ess á helsta markaði okkar sem er í Færeyjum," segir Guðmundur. En var það ekki séð að staða ístess væri orðin þannig að vonlaust væri að halda rekstrinum áfram? „Staðan var erfið en við sáum þó út úr henni. Við hefðum þurft að geta afskrifað talsvert af þeim kröf- um sem við eigum en að því loknu heíði allt slíkt verið búið. Vandræðin eru ekki að hlaðast. upp, þau eru til staðar í stórum stafla og eftir því sem sá stafli minnkar minnkar vandinn um leið. Daglegur rekstur okkar sl. tvö ár hefur gengið vel og borið sig. Hann er eitt mál og vandamálin ann- að mál.“ Skuldir ístess eru um 370 milljónir króna en eignir eru metnar á 420 milljónir. „Viö höfum því þarna 50 milljónir og það er borðleggjandi að hagnaður hefði orðið á rekstrinum á þessu ári. Þar við hefðu átt að bætast hlutafjár- greiðslur frá Skretting sem áttu að koma á þessu ári og við hefðum því haft af talsverðum sjóðum að taka í árslok til að afskrifa útistandandi skuldir. Eftir það hefði þetta fyrst og fremst verið spurning um að halda sjó og ég hefði ekki haft verulegar áhyggjur af því.“ Verulegan hluta af erfiðleikum íst- ess má rekja tO erfiðleika fiskeldis- fyrirtækja hér á landi sem ekki hafa getað staðið í skilum við ístess. Þar er um að ræða um 100 milljón króna skuld og ef sú leið verður farin að ístess verði lýst gjaldþrota er líklegt að gengið verði að fiskeldisfyrirtækj- unum. Á næstu dögum ræðst hver verður framtíð fóðurvöruframleiðslunnar á Akureyri en 19 starfsmönnum ístess hefur verið sagt upp störfum. For- svarsmenn ístess munu ganga á fund bæjarfógeta og leggja málið fyrir hann. Annaðhvort verður farið út í að lýsa fyrirtækið gjaldþrota eða aðr- ar leiðir farnar til að gera fyrirtækið upp. Líklegt er talið að stofnað verði nýtt félag sem mun fara fram á það að fá rekstur ístess leigðan og þá fengi um helmingur starfsmanna þar vinnu áfram við framleiðslu. „Það er verið að vinna að þessu og mörg- um spurningum hefur verið svarað í því sambandi. En stóra spurningin er auðvitað hvort þessir aðilar fá eignirnar leigðar og það liggur auð- vitað ekki fyrir," sagði Guðmundur. i Akureyril9.júní: Konur gróður- setja og grilla Herra Ólafur Skúlason biskup við messu í Barðskirkju DV-mynd ÖÞ Biskup í Barðskirkju Öm Þórarinsson, DV, Fljótum: Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, hefur undanfarið vísiterað Skagafjarðarprófastsdæmi. Biskup- inn kom í Fljót og skoðaði hina gömlu og snotru kirkju á Knappstöðum í Stíflu sem er elsta timburkirkja á landinu. í henni hefur verið messað einu sinni á ári síðan endurbótum lauk fyrir nokkrum árum. Að því loknu var fjölmenn messa í Barðskirkju, sóknarkirkju Fljóta- manna. Herra Ólafur prédikaði en sóknarpresturinn, séra Gísh Gunn- arsson, þjónaði fyrir altari. Þá ávarp- aði prófastur Skagfirðinga, séra Hjálmar Jónsson, kirkjugesti. Undir lok ræðu sinnar lýsti biskup ánægju sinni með kirkjurnar á Barði og Knappstöðum. Taldi hann útlit þeirra og umhirðu til fyrirmyndar. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Konur á Akureyri ætla að halda upp á alþjóðlega kvennadaginn 19. júní á sama hátt og þær gerðu á síð- asta ári, með því að hittast í Nausta- borgum ofan bæjarins og skemmta sér þar fram eftir kvöldi. Þær ætla að hittast þar kl. 18 og Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafiröi: Útkoma samræmdu prófanna í stærðfræði í Grunnskólanum á ísaflrði nú í vor reyndist betri en hér hefur áður þekkst. Meðaltal skólans var langt yfir landsmeðaltali og reyndar hærra en í öllum fræðslu- umdæmum utan Reykjavíkur. Þetta er óneitanlega töluverð ný- gróðursetja plöntur á svæðinu um leið og þær gefa formlega nafn trjá- lundi sem þær hafa verið að rækta þar. Klukkustund síðar kveikja þær síðan á grilhnu og við tekur hehmik- il grillveisla með söng og skemmtiat- riðum fram eftir kvöldi. Konurnar þurfa ekki að hafa með sér kol held- ur einungis matinn sem á að griha. lunda hér um slóðir. Um langan ald- ur hefur Vestfjarðaumdæmi verið frægt fyrir hæst hlutfah réttinda- lausra kennara og verstu útkomu í samræmdum prófum. Grunnskólinn á ísafirði er lang- stærsti skólinn á Vestfjörðum með nær 600 nemendur. Skólastjóri er Björg Baldursdóttir frá Vigur. ísaúörður: Góðútkoma i samræmdu prófunum SMÁAUGLÝSIISIGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 GRLÆNI SÍMINN -talandi dæmi um þ:<>nustu! DV DV SKÓVERSLUN KÓPAVOGS Hamraborg 3, sími 4 17 54 SKÖR GÆÐI-ENDING r Útileiktæki og^ husllaugar Róla og vegaróla, Róla, vegaróla, tvöfaldur stigi og kaðal- verð kr. 8.400, stgr. kr. 7.980. stigi, verð kr. 13.300, stgr. 12.650. Stór busllaug, 122x244 cm. Sterkur dúkur með botnlokum á stálgrind. Sæti og viðgerðarsett. Verð kr. 10.900, stgr. 10.355. Sendum i póskröfu. Kreditkort og grciðslusamningar. Varahlutir og viðgerðir. Verið vandlát og verslið í Markinu. 444R! Ármúla 40 Simar 35320 - 688860 KÆLI 06 rjoWt' so®' I • Rúmgóðir • Auðveldir iþrifum • Sparneytnir • Góð ending • Margra ára reynsla Við hjá Rönning bjóðum nú hina vinsælu ab Wú Snowcap kæli og frystiskápa á sérstöku vortilboði meðan birgðir endast. Notaðu þetta einstaka tækifærið og fáðu þér einn ískaldann Snowcap fyrir sumarið Söluaililar: KEA Akureyri, Póllinn ísafirði, Árvirkinn Selfossi, Neisti Vestm.eyjum W RONNING Sundaborg 15 Sími: 68 58 68 Ematámmtfam-árt'ifmmimsmsm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.