Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1991. Panasonic VHS MOVIE VIDEOUPPTÖKUVÉL Sxzoojh 8X POWER ZOOM færir hlutina nær sem áður voru í fjarska DIGITAL Æ AF SJÁLFVIRKUR DIGITAL FOKUS ' sér til þess að allt sé í fókus LJOSNÆMNI 3 LUX jafnvel kertaljós duga sem lýsing 3lux I fyrir þessa frábæru vél LIGHTWEIGHT & COMPACT LETT OG MEÐFÆRANLEG ótrúlegt en satt - vegur aðeins 900 grömm JAPIS 3AUTARHOLTI2 OG KRINGLUNNI SÍMI625200 Utlönd Boris Jeltsin, forseti Rússlands, er væntanlegur til Bandaríkjanna í dag. Teikning Lurie Talsmaður Rússlandsforseta: Jeltsín ekki í bónarf ör Boris Jeltsín, nýkjörinn forseti Rússlands, sem í dag kemur í fjög- urra daga heimsókn til Bandaríkj- anna, er ekki í leit aö lánum eða aö- stoö eins og aörir sovéskir embættis- menn hafa nýlega verið. Þetta full- yrti talsmaöur Jeltsíns, Viktor Jugin, á fundi með fréttamönnum í gær. Sagði Jugin að rússneski forsetinn hefði áhuga á viðskiptatengslum sem gagnast myndu bæði Rússlandi og Bandaríkjunum. Jeltsín fer til Bandaríkjanna í boði bandarískra þingleiðtoga. Hann mun hitta Bush Bandaríkjaforseta að máli þann 20. júní. Jugin lagði á það áherslu að það væri ekki ætlun Jelts- íns að reyna að hafa neikvæð áhrif á tengsl Bandaríkjanna við sovésk yfirvöld. Reuter Sovétríkin: Harðlínumenn mótfalln- ir Harvard-áætluninni Harðlínumenn í sovéska kommún- istaflokknum hafa gert Mikhail Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, það ljóst að þeir séu andvígir rót- tækri áætlun um efnahagsumbætur í Sovétríkjunum. Valentin Pavlov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, sagði á þingi í gær að hann hefði enga trú á áætluninni sem hagfræð- ingurinn Javlinsky hefði gert í sam- vinnu við bandaríska hagfræðinga við Harvard-háskólann í Bandaríkj- unum. Áætlunin hefur nú verið kynnt Gorbatsjov og Boris Jeltsín Rúss- landsforseta. Tass-fréttastofan sov- éska greindi frá því að báðir hefðu þeir lýst yfir ánægju sinni með sjö ára áætlunina. Fyrri áfangi áætlun- arinnar, sem taka á tvö og hálft ár, miðar aö því aö gera rúbluna skipt- anlega, að draga úr fjárlagahalla og að heíja einkavæðingu í litlum mæh. Gert er ráð fyrir nýjum kosningum og sáttmála um tengsl milli yfirvalda í Kreml og sovésku lýðveldanna fimmtán. í öðrum áfanga yrði einka- væöing aukin, verðstýring afnumin og störfum á vegum hins opinbera fækkað. Gorbatsjov mætti einnig andstöðu í gærkvöldi á fundi meö leiðtogum níu sovéskra lýðvelda. Ýmsir fjöl- miðlar í Sovétríkjunum höfðu spáð þvi að leiðtogarnir myndu undirrita nýjan sambandsríkjasáttmála um framtíö Sovétríkjanna. Gorbatsjoy og hans menn vilja ná samkomulagi sem fyrst til að Vesturlönd hafi ekki áhyggjur af sundrungu innan Sovét- ríkjanna. Tass-fréttastofan greindi hins vegar frá því að ágreiningur hefði ríkt á fundinum. Ekki var nán- ar greint frá honum en vitað er að áður hefur verið deilt um skattamál. Leiðtogar Rússlands og Úkraínu, tveggja valdamestu lýðveldanna, segja að lýöveldin geti aðeins haldið sjálfstæði sínu ef þau hafi einkarétt á skattheimtu. Eru þeir mótfallnir miðstýröri skattheimtu sovéskra yf- irvalda. Reuter Færeyjar: Sovéskur sjómað- ur í varðhaldi Tuttugu og átta ára gamall sovésk- ur sjómaður, sem lögreglan í Færeyj- um sótti um borð í sovéskt skip á sunnudag, situr um stundarsakir í gæsluvarðhaldi en hefur ekki enn farið fram á hæh í Færeyjum. Maðurinn var færöur í land af því að hann skýrði lögreglunni frá því aö hann hefði reynt að flýja skip sitt þegar þaö lá viö Suöurey í síðustu viku tfi að leita hæhs í Færeyjum, að því er lögreglustjórinn segir. Sovéski sjómaðurinn reyndi að flýja um borð í varðskipið Tjald en skipstjóri þess leyfði skipsfélögum Sovétmannsins að sækja hann. En eftir að færeyska landstjómin hafði beðið utanríkisráðuneytið um mat á stöðunni fór lögreglan aftur um borð í sovéska skipið á fóstudag til að fá skýringar á atburðunum og til að fá á hreint hverjar óskir sjómannsins væru. Mogens Nepper-Christensen, lög- reglustjóri Færeyja, vifi ekki upplýsa hvaða skýringar hann fékk um borð í sovéska skipinu á atburðunum og ekki verða nein eftirmál gagnvart sovésku skipverjunum. Aldrei áður hefur verið farið fram á hæh í Fær- eyjum. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.