Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Blaðsíða 32
44 ÞRIÐJUDAGÚÍt 18. JÚNÍ1991. Menning___________________________ Kristján Hreinsson og hljómsveitin Skáld á nýjum skóm: Ort við tónlist Kristján Hreinsson er skáld sem hefur sent frá sér fimm ljóðabækur, skrifað eitt leikrit og fjöldann allan af textum við lög annarra. Hingað til hefur ekki farið mikið fyrir honum í plötubransanum en nú er orðin breyting á og Kristján hefur hafið raust sína á hljóm- plötu sem nefnist Skáld á nýjum skóm og hefur hún að geyma þrettán lög og texta sem Kristján hefur sam- ið á nokkuð löngum tíma eða síðustu tuttugu árum. Auk þess að sjá um sönginn leikur Kristján á munn- hörpu. Honum til aðstoðar við hljóðfæraleikinn eru Tryggvi Húbner, Pétur Hjaltested og Pálmi Gunnars- son. Pálmi og Magnúsi Þór Sigmundssyni radda í ein- staka lögum. Platan í heild er látlaus og útsetningar einfaldar og er ekki laust við að líf og starf trúbadorsins, sem syng- ur um lífsins böl og yndi og er fátt óviðkomandi, sé að finna í tónlist og ílutningi Kristjáns. Sínum lífsboð- skap kemur svo Kristján til skila á fyndinn og skemmtilegan máta í textum sínum. Tónsmíöar hans eru einfaldar melódíur og flest lögin láta vel í eyrum í fyrstu en ná aldrei að lifna við þó meira sé hlustað. Lögin eru samt betri en svo að hægt sé að segja að þau séu aðeins umbúðir utan um snjalla og vel orta texta. Kristjáni er fátt óviökomandi í textagerð sinni og kemur hann víða við og er oft heimspekilegur í kaldri gamanseminni sem er einkennandi í textasmíð hans. Ólíkt mörgum minni textasmiðum þá er í raun jafn- gaman að lesa textana sem fylgja með á umslagi eins og að hlusta á þá í tónlistarflutningi. Þegar hlustað er á Skáld á nýjum skóm er ekki laust Kristján Hreinsson, skáld og tónlistarmaður. Htjómplötur Hilmar Karlsson við að fyrstu plötur Bjartmars Guðlaugssonar komi upp í huga manns. Kristján og Bjartmar eiga margt sameiginlegt og þótt lög Bjartmars séu í heild betri þá kæmi mér ekki á óvart, ef Kristján heldur áfram að semja, aö lögin yrðu bitastæðari í framtíðinni. En eins og Skáld á nýjum skóm kemur fyrir vantar ein- hvern neista til að lögin grípi á jafnskemmtilegan máta og textarnir. Andlát Steinunn Hannesdóttir, Hofsvalla- götu 16, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund íostu- daginn 14. júní. Helga Ingólfsdóttir, Hringbraut 63, Reykjavík, áður til heimilis á Móa- barði 12, Hafnarflröi, andaðist í Landspítalanum 14. júní. Jarðarfarir Útfór Finnboga Þ. Þorbergssonar frá Efri-Miðvík, Hátúni 10, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. júní kl. 13.30. Ingjaldur ísaksson frá Fífuhvammi andaðist að morgni 14. júní sl. Jarð- arförin mun fara fram í kyrrþey. Björg Ragnhildur Einarsdóttir, Vfði- vangi 5, Hafnarfirði, lést í Landspít- alanum þann 12. júní sl. Jarðarfórin fer fram í dag, 18. júní, kl. 15 frá Víði- staðakirkju. Sigtryggur Stefánsson byggingafull- trúi, Norðurbyggð 20, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju miövikudaginn 19. júní kl. 13.30. Ingigerður Eggertsdóttir, Egilsgötu 16, Reykjavík, sem lést 8. júní sl., veröur jarðsungin frá Fossvogs- kirkju í dag, 18. júní, kl. 16.30. Kristín Guðbrandsdóttir, áður til heimilis á Hverfisgötu 84, sem andað- ist í Sjúkrahúsi Suðurlands 12. júní sl., veröur jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 20. júní kl. 13.30. Pétur Sigurðsson frá Görðum veröur jarðsunginn frá Neskirkju miðviku- daginn 19. þessa mánaðar kl. 13.30. Tilkyiniingar Starf sjálfboðaliða Rauða krossins Sjálfboðaliðar Rauöa krossins á íslandi unnu samanlagt 55.000 klukkustundir í fyrra. Það jafngildir um þrjátíu ársverk- um fólks í fullri vinnu. Nærri helmingur þessa vinnuframlags er til félagslegrar þjónustu af ýmsu tagi. Þessar upplýs- ingar komu fram á aðalfundi Rauða kross íslands sem haldinn var í Hafnarfirði nýlega. Yfirskrift fundarins var „Sjálf- boðin þjónusta - starf sjálfboðaliðans í þágu hugsjóna Rauða krossins". Kvenna- deild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins er stærsti einstaki sjálfboðaliðahópurinn innan hreyfingarinnar. í deildinni eru 700 konur og um 300 þeirra eru virkar og vinna reglulega, Samtals skila þær 23.000 klukkustundum á ári, sem eru nærri 13 ársverk. Næstum allt þetta starf er unnið í þágu sjúkra og aldraðra. 400 stundir voru unnar vegna flóttamanna sem komu til landsins og sjálfboðaliðar vörðu álíka tíma til neyðarvarna og skyldra verkefna, í aðra málaflokka, sem eru fjölmargir, fór minni tími. Tónlistarskólanum í Reykjavík slitið Tónhstarskólanum í Reykjavík var slitið í sextugasta og fyrsta sinn fimmtudaginn 30. maí sl. Athöfnin fór fram í Háteigs- kirkju aö viðstöddum kennurum, nem- endum og öðrum góðum gestum. Við at- höfnina lék Gunnar Kvaran seilóleikari kafla úr svítu eftir J.S. Bach. Skólastjór- G ” aT-fe SKEIFUNNI 5A, 91-8 47 88 ADJUSTABLE "E" er stillanlegur höggdeyfir með sverum stimpli. Hentar sérlega vel fyrir stóra jeppa og VAN-bíla. inn, Jón Nordal, flutti ræðu og afhenti burtfararprófsnemendum skírteini sín. Að þessu sinni var 21 nemandi braut- skráður. Þar af luku 10 einleikaraprófi, 2 píanókennaraprófi, 1 lauk fiðlukenn- araprófi, 1 blokkflautukennaraprófi, 1 blásarakennaraprófi, 1 söngkennaraprófi og 5 tónmenntakennaraprófi. Skólastarf var mjög blómlegt í vetur. Um 50 tónleik- ar voru haldnir innan skólans og utan og margir erlendir og innlendir gestir heimsóttu skólann og héldu tónleika og námskeið, nemendum og kennurum til gagns og ánægju. Skólastyrkir til islenskra námsmanna í Bretlandi Breska sendiráðinu í Reykjavík er mikið ánægjuefni að greina frá styrkveitingu breskra stjómvalda fyrir árið 1991-92. Styrkir þessir koma úr sjóði sem er í vörslu breska utanríkisráðuneytisins, Foreign and Commonwealth Office Scholarships and Awards Schemes. Heildarupphæð styrkjanna er um fimm milljónir íslenskra króna. Styrkimir em til greiðslu á skólagjöldum nemenda, ýmist hluta þeirra eða að fullu. Að auki fa sumir þeirra sem em í framhaldsnámi svonefndan ORS-rannsóknarstyrk frá Ráði breskra háskólarektora. Að venju em styrkimir veittir námsmönnum í mjög margvíslegum námsgreinum. Má þar til dæmis nefna fornleifafræði, lækn- isfræðirannsóknir, viðskiptafræði, bún- aðarfræði, félagsfræði og dýrafræði. Myndgáta -Mr -Vr ' —^ ^ M11 v, 1055 JVN. -tvv- ------ENÞOR.—N— Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Lausn gátu nr. 54: Átvagl. Hans Petersen opnar ------------------ tvær nýjar verslanir Málfræðirannsóknir Hans Petersen opnaði nú nýverið tvær nýjar ljósmyndavömverslanir í Reykja- vík, i Hólagarði, Breiðholti, og að Lauga- vegi 178. f nýju verslununum verður veitt alhliða ljósmyndaþjónusta eins og í öðr- um verslunum fyrirtækisins og boðin hraðframköllunarþjónusta. Verslanir Hans Petersen em nú orðnar 7 talsins. Sú fyrsta var opnuð í Bankastræti árið 1907, fyrir 84 árum, þar næst í Glæsibæ, Austurveri, Lynghálsi 1, Kringlunni og að Laugavegi 178. Bygging íþróttahúss fatlaðra á lokastigi Fimmtudaginn 20. júní nk. lýkur al- mennri fjársöfnun íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík en söfnunin er liður í lokaá- taki vegna byggingar íþróttahúss fatlaðra að Hátúni 14. Framkvæmdir við húsið hófust áriö 1982 og stóðu fram á næsta ár en lágu síöan niðri til ársins 1989 er hafist var handa við að steypa upp húsiö. Húsið var tilbúið undir tréverk í árslok 1989 og nú í sumar er unnið að kappi við að ljúka byggingunni og ganga frá lóð- inni svo hægt verði að taka húsið í fulla notkun þann 1. september nk. íþrótta- húsið að Hátúni 14 veröur eina sérhann- aða iþróttahús fatlaðra hér á landi og mun því valda straumhvörfum fyrir þjálfunar- og æfingaaðstööu fatlaðra ein- staklinga. Hin almenna fiársöfnun hefur gengið að óskum en á þremur og hálfum mánuði hafa safnast niu milljónir. Stefnt hefur verið að því að safna tiu milljónum áður en söfnuninni lýkur. iþróttafélag fatlaðra í Reykjavík þakkar þeim fjöl- mörgu einstaklingum sem lagt hafa þessu mikilvæga málefni lið. Jafnframt vonast forráðamenn söfnunarinnar til þess að þeir aðilar, sem leitaö verður til síðustu daga söfnunarinnar, taki þessu erindi vel. Málvísindastofnun Háskóla íslands hef- ur nýlega gefið'út 3. bindi í flokknum Málfræðirannsóknir. Það nefnist Spurn- arsetningar í máli tveggja íslenskra barna (118 bls) og er eftir Sigríði Sigur- jónsdóttur cand. mag. Meginefni ritsins er rannsókn á þróun spumarsetninga í máli tveggja íslenskra bama þegar þau em á aldrinum tveggja til þriggja og hálfs árs. Niðurstöður em fjölþættar en í þeim kemur meðal annars fram að fyrstu spurningar íslenskra barna byrja á orð- inu viltu og að þær gegna flestar hlut- verki beiðna. Ritið er fáanlegt í bókasölu stúdenta en einnig er hægt að panta það hjá Málvísindastofnun í síma 694408. Hjónaband Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni brúöhjónin Elísabet Þór- isdóttir og Alfreð Styrkársson. Heimili þeirra er að Holtsgötu 21, Reykjavík. Ljósm. Jóhanns Long.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.