Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Blaðsíða 9
LAUGARDAGURíl, SEPTEMBER1,9S1,. 9 Fólkið í Forsælu í Sjónvarpinu: Þar sem engin leyndarmál eru til Þegar Simpson-fjölskyldan kvaddi íslenska áhorfendur á skjánum fyrir stuttutók önnur fjöl- skylda við skemmtuninni. Það er fjölskyldan sem býr í Forsælu sem hefur tekið völdin en þar er í farar- broddi sjálfur fjölskyldufaðirinn, Wood Newton, sem leikinn er af Burt Reynolds. Reyndar fékk leik- arinn sá Emmyverðlaunin eftir- sóttu fyrir stuttu fyrir leik sinn í þáttunum. Það er CBS sjónvarpsstöðin sem framleiðir þessa þætti sem nefnast á frummálinu Evening Shade en hafa fengið íslenska nafnið Fólkið í Forsælu. Þættir þessir voru frumsýndir í Bandaríkjunum fyrir ári. Þeir hafa notiö talsverðra vinsælda enda mikið lagt upp úr glensi og gríni. Sjónvarpsstöðin CBS kynnti reyndar þættina sem skemmtilega fjölskyldukómedíu sem fjallar um lífið og tilveruna, hamingjuna og að sama skapa vandamálin sem skapast í litlu þorpi. Burt Reynolds leikur fjölskyldu- fóðurinn en þetta er í fyrsta skipti sem hann leikur í grínsjónvarps- þáttaröð. Wood Newton er fyrrum ruðningshetja sem tekið hefur að sér að þjálfa skólalið í bænum með misjöfnum árangri. Marila Henn- er, sem þekktust er fyrir leik sinn í kvikmyndinni Taxi, leikur eigin- konuna Ava Evans en þau hjónin eiga þrjú börn, Will sem er fjögurra ára og nokkuð leikinn vasaþjófur, Molly, níu ára og algjör prófessor, og Taylor, fimmtán ára sem neitar að spila ruðning vegna áhættunnar á að slasast í andliti. Aðrir koma við sögu í þáttum þessum og er frægastur heimilis- vinurinn og læknir bæjarins Harl- an Eldridge en honum tókst ekki að framkvæma ófijósemisaðgerð á vini sínum Wood með þeim afleið- ingum að sjálfsögðu að eiginkonan á von á fjórða bami þeirra hjóna. Þar sem húsmóðirin var á leið í kosningar í bænum voru fleiri börn ekki fyrirhuguð í fjölskyldunni - eða eins og spurt er: Getur háólétt kona unnið kosningar? Faðir Ava Evans, Evan Evans, blaðeigandi bæjarins, leikur einnig stórt hlutverk í þáttunum en hann hefur ekki enn fyrirgefið tengda- syninum að hafa rænt dóttur hans. Þá koma við sögu aðrir bæjarbúar, Þrír leikarar úr Fólkinu í Forsælu, Charles Durning, Burt Reynolds og Michael Jeter við upptökur á þættinum nýverið. Ekki er vist að Islendingar berji þennan þátt augum fyrr en á næsta ári. Burt Reynolds fékk Emmyverðlaunin fyrir stuttu fyrir leik sinn í þáttunum. frænkan Freida sem leikin er af leikkonunni Elizabeth Ashley, frændar, barþjónninn og fleiri. Það versta er að í bænum eru engin leyndarmál. Bæjarbúar vita allt um alla og nánast áður en atburð- urinn á sér stað. Áhorfendur Sjónvarpsins nafa þegar séð tvo þætti af þeim sem keyptir hafa verið. Þættirnir eru ágætis afþreyingarefni og hafa fengið nokkuð góða dóma. CBS hafði nokkuð fyrir því að velja leikara í þætti þessa og eru allir þekktir úr kvikmyndum sem þarna koma fram. Frægastur er þó Burt Reynolds. Þótt hann hafi ekki áður leikið í grínmyndaþáttaröö í sjónvarpi hefur hann leikið í all- mörgum sjónvarpsmyndum og þáttum. Burt Reynolds þótti einn kynþokkafyllsti karlmaður Holly- wootí um langan tíma og sjálfsagt finnst einhverjum konum hann það ennþá. Burt er fæddur árið 1935 og hóf snemma að leika. Hann fæddist á Palm Beach, sonur lög- regluvarðstjóra. Burt var mikil fót- boltahetja en eftir bílslys lagöi hann íþróttir á hilluna og sneri sér að leiklistinni. Hann gerði marga rabbþætti fyrir sjónvarp og þótti takast vel tíl. Burt Reynolds hefur leikið í fjölda bíómynda og átt samstarf við flesta frægustu leikara i Holly- wood. Hann hefur leikið í nokkrum vestramyndum en meðal þekkt- ustu mynda hans eru Smokey and the bandit, Hustle, Hooper og áfram má lengi telja. -ELA Honig uppskriftasamkeppnin: Pastaréttir hafa slegið í gegn hér- umslagi, merktu: lendis og áreiðanlega margir sem Aðalstöðin - Honig uppskrift luma á góðri pastauppskrift. í Aðalstræti 16 . tengslum við sérstaka Honig daga 101 Reykjavík í verslunum dagana 23. september til 5. október næstkomandi verður Sendið uppskriftirnar vélritaöar efnt til sérstakrar uppskriftasam- eða í þaö minnsta greinilega skrif- keppni og eru veglegir ferðavinn- aðar. Hlutföll (mál og vog) verða ingar í boöi. Samstarfsaðilar eru að vera nákvæm í uppskriftunum. DV, Aðalstöðin og Ferðaskrifstofa Hver þátttakandi má senda inn Reykjavikur. Fyrstu verðlaun eru eins margar uppskriftir og hann ferð til Amsterdam fyrir tvo. Önn- vill. Frestur til að senda inn upp- ur verðlaun eru ferð til Glasgow skrift rennur út þann 10. október. fyrir tvo. Þar að auki verða veitt Munið að skrifa fullt nafh, heimil- aukaverðlaun fyrir 3.-10. sæti. isfang og síma. Sendið bestu pastauppskriftina í -JJ ÖLL AÐKEYRSLA AÐ AKRABORG FER UM LJÓSASTÝRÐ GATNA MÓT VIÐ SÆBRAUT SEÐLABANKI KOLAPORT ARNARHÖLL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.