Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Blaðsíða 26
LAÍJGÁRDÁGURr21. íSEFEEMBER' 1991. Helgarskák Farandriddar- ar í Reykj aví k - heimsbikarmót Flugleiða hefst á mánudag Hátíð íslenskra skákunnenda gengur í garð eftir helgina og stend- ur til 13. október. Þessa daga munu margir mestu skáksnillingar heims etja kappi á Hótel Loftleiðum á heimsbikarmóti Flugleiða - fyrsta mótinu í hrinu fimm, sem haldin verða víðs vegar um heim á næstu tveimur árum. í heimsbikarkeppninni taka 26 stórmeistarar þátt og teflir hver þeirra í þremur 16 manna mótum. Fyrsta mótið er sem fyrr segir að hefjast á Hótel Loftleiðum en síðan verður teflt í Brussel í júlí á næsta ári og Wellington á Nýja-Sjálandi í nóvember. Fjórða mótið verður haldið í Barcelona á Spáni í apríl 1993 og loks verður aftur teflt í Brussel í júlí sama ár. Þetta er í annað sinn sem heims- bikarmót í skák er haldið hér á landi. Mörgum er enn í fersku minni heimsbikarmót Stöðvar 2 1988, er haldið var í Borgarleikhús- inu. Erlendu keppendurnir luku upp einum rómi um að það mót hefði staðið upp úr hvað glæsileik snerti. Þeir launuðu fyrir sig með bráðskemmtilegri taflmennsku. Sjálfur heimsmeistarinn, Garrí Kasparov, sem sigraði á mótinu og varð fyrsti heimsbikarmeistarinn, var eftirlæti áhorfenda - að Skák Jón L. Árnason ógleymdum Mikhail Tal, sem töfr- aði fram nokkrar af sínum frægu leikfléttum. Þá átti Jóhann Hjart- arson margar flóknar og fjörugar skákir og magnaði upp spennu meðal áhorfenda sem jafnan voru fjölmargir. Skáksambandi íslands er vandi á höndum að endurtaka glæsilegt mótshald Stöðyar 2 manna fyrir þremur árum. Áætlaður kostnaður þess er um flmm milljónir króna, þrátt fyrir að SWIFT fyrirtækiö í Brussel greiði verðlaun óg að Flug- leiðir sjái um ferðir og uppihald erlendu keppendanna. Fjárhagur Skáksambandsins er þröngur en vonandi tekst þó að búa svo um hnúta að keppendur og áhorfendur fái notið þess besta. Gamlir kunningjar Sjö erlendu keppendanna á mót- inu á Hótel Loftleiðum eru gamhr kunningjar úr Borgarleikhúsinu fyrir þremur árum. Þar er fyrst að nefna íslandsvininn Jan Timman- sem nýverið bar sigurorð af Kortsnoj í áskorendaeinvígi þeirra í Brussel og mætir Júsupov í næstu lotu. Ulf Andersson,hinn sænski, mætir til leiks með sinn fágaða endataflsstíl; sovéski stórmeistar- inn Alexander Beljavsky, sem kom nálægt sigri 1988 en varð að bíta í það súra epli að tapa í síðustu umferð fyrir Spassky, teflir nú aft- ur á íslenskri grund. Einnig Eist- lendingurinn Jaan Ehlvest, ný- frelsaður undan oki Sovétmanna; enski stórmeistarinn Jonathan Speelman, sem á það til að lenda í árekstri við pálmatré og lætur sím- senda til sín krossgátuna úr „The Times"; ungverski vinnuhesturinn og söngvarinnLajos Portisch og Jóhann Hjartarson ber'st einn fyrir föðurlandið gegn erlendum „ofurstórmeisturum" á heims- bikarmóti Flugleiða á Hótel Loftleiðum. Anatoly Karpov er sigurstranglegur á heims- bikarmótinu. Hann teflir nú í fyrsta sinn á ís- landi. „Krónprinsinn" Vassily Ivantsjúk er fallinn úr áskorendaeinvígjunum en gæti hæglega orðið heimsbikarmeistari í staðinn. Júgóslavinn Predrag Nikohc, sem vonandi getur einbeitt sér að tafl- inu þrátt fyrir ástandið á heima- slóðum. Karpov á íslandi Aðrir keppendur eru góðkunn- ingjar íslendinga úr Reykjavíkur- skákmótunum eða öðrum skyldum skákviðburðum. Má þar nefna bandaríska stórmeistarann Yasser Seirawan, Englendinginn Murray Chandler, Júgóslavann sókndjarfa Ljubomir Ljubojevic, sem galt hér mikið afhroð á IBM-mótinu 1987 og hugsar eflaust til hefnda; sjáhan „krónprinsinn” Vassily Ivantsjúk og Valery Salov. Einungis tveir stórmeistaranna hafa ekki teflt hér á landi fyrr. Sov- éski stórmeistarinn Alexander Khalifmann, sem búsettur er í Þýskalandi og síöast en ekki síst sjálfur Anatoly Karpov, fyrrver- andi heimsmeistari og einn mesti mótaskákmaður ailra tíma. Karpov er að sjálfsögðu sigur- stranglegastur en fær áreiðanlega harða keppni. Ég tel Ivantsjúk og Salov, sem ásamt Short varð ný- verið fyrir ofan Karpov og Kasp- arov á móti í Amsterdam, líkleg- asta til að blanda sér í baráttuna um sigurlaunin. Nokkurn skugga setur á móts- haldiö að aðeins einn íslendingur fær að spreyta sig gegn erlendu stórmeisturunum. Heimavarnar- liðið var þó skipað tveimur mönn- um í Borgarleikhúsinu og þótti ekki mikið. Þá fannst mörgum of miklu til kostað að standa að stór- móti án þess að fleiri af fremstu skákmönnum þjóðarinnar fengju tækifæri th að sýna hvað í þeim býr. Reyndar kom á daginn að heimsókn „farandriddaranna" eins og keppendur heimsbikarmótsins voru stundum nefndir, skUdi eftir sig sár sem greru seint og eru kannski enn ekki að fullu gróin. Það var eins og íslendingum fynd- ist önnur mót ekki nógu „fín“ eftir þetta - aðsókn að skákmótum snarminnkaði. Lokaæfing Jóhanns Það kemur í hlut Jóhanns Hjart- arsonar að verjast ásókn farand- riddara en hann teflir sem gestur á mótinu. Jóhann er alvanur að fást við þessa erlendu kappa og virðist nú í góðu formi þótt ekki hefði hann sloppið við „slys“ á ís- landsmótinu í Garöabæ á dögun- um. Lokaæfmg Jóhanns fyrir mótið var um síöustu helgi er hann tefldi með þýska félaginu Bayem Munchen við Porz í Köln, í Evrópu- keppni félagsliða. Jóhann tefldi þar á þriðja borði og mætti sovéska stórmeistaranum Vaganjan í tveimur skákum. Er skemmst frá að segja að illa leit út fyrir Bæjurum eftir fyrri umferð. Hubner tapaði á fyrsta borði fyrir Christiansen og Jóhann tapaði fyrir Vaganjan - staðan 4-2 í „hálfleik" Porz í vil. En seinni daginn snerist dæmið við. Húbner vann Christiansen og Jóhann náði einnig að leggja Vag- anjan. Jóhann og félagar unnu 4,5-1,5 og komust því áfram í þriðju umferð keppninnar. Seinni skák Jóhanns og Vaganj- ans var býsna skemmtileg. Jóhann komst í þrot með góða áætlun en í stað þess að leggjast í vöm, tók hann fremur þann kostinn að fóma riddara fyrir óljósar báetur. Þetta kom Vaganjan í opna skjöldu, sem tefldi vörnina veikt og Jóhann náði vinningsstöðu með „skemmtilega rólegum" leik. Vonandi er þetta forsmekkurinn að því sem koma skal á heimsbik- armóti Flugleiða. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Rafael Vaganjan Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 b6 5. Dg4 Bf8 6. Bg5 Dd7 7. (MM) Re7!? 8. Bxe7 h5! Hvorki gengur 8. - Dxe7? 9. Rxd5!, né 8. - Bxe7 9. Dxg7 en með þessum millileik tekst Vaganjan að verjast áfollum. Sjöundi leikur hans er lík- lega nýr af nálinni og virðist gefa svörtum vel teflandi stöðu. 9. Dh3 Bxe7 10. f4 Bb7 11. Rf3 Rc6 12. Rg5 Hér kemur 12. g4!? sterklega til greina. 12. - g6 13. Be2 Ra5 14. Kbl a6 15. g4 h4 16. Hhfl Er hugsanlegt að þessi eðliiegi leikur sé undirrótin að erfiðleikum hvíts? Mögulegt er 16. De3!? b5 17. Bd3 Rc4 18. Dcl og nú er f4—f5 á næstu grösum. 16. - b5 17. Bd3 Rc4 18. Re2 Dráp á c4 ásamt De3 er hér hugs- anlegt. 18. - Dc6! 19. Kal a5 Ljóst er að svartur er að undirbúa stórsókn á drottningarvæng en á hinn bóginn er erfltt aö koma auga á skynsamlega áætlun fyrir hvítan. Vitaskuld stefnir hann að því að bijótast fram á kóngsvæng með f4-f5 en nú er hægara sagt en gert að koma því í kring. í staö þess að leggjast í vöm og vona hið besta, tekur Jóhann djarf- mannlega ákvörðim. 8 I # 1 7 ii i- 1 • s m k i s i i i A 4 % & SAi 3 3l W 2 & & & Z) & /fe g S abcdefgh 20. Rxf7?!! Þegar Tal lét menn sína vaða í opinn dauðann á sínum yngri ámm var gjaman sagt (eftir á!) að fómim- ar stæðust ekki. Riddarafóm Jó- hanns stenst heldur ekki ströngustu kröfur en með henni slær hann Vaganjan rækilega út af laginu. 20. - Kxf7 21. f5 gxf5? Eftir 21. - g5! tekur svartur mikil- vægan reit af riddaranum og þó svo hvítur hafi ákveðin færi eftir 22. fxe6 + Ke8 23. Hf7 er allsendis óvíst aö þau séu nægjanleg. 22. gxf5 Hag8 23. Rf4 Hh6? Yfirsést fimasterkt svar hvíts. Betra er 23. - exf5 með tvíeggjaðri stöðu. 24. Hgl! Hgh8 Jafngildir uppgjöf. Ef hins vegar 24. - Hxgl 25. Hxgl eru hótanir hvíts, s.s. tvöföldun á g-línu, f5-f6 og f5xe6 of margar. 25. f6 BxfB 26. exfB HxfB 27. Rg6! Hg8 28. Dxh4 í þessari stöðu gafst Vaganjan upp enda fátt um fína drætti. Hann vildi t.d. ekki fá að sjá 28. - H8xg6 29. Hxg6! Hxg6 30. Bxg6+ Kxg6 31. Hgl+ og mát í fáum leikjum, eða 28. - Hg7 29. DxfB+! KxfB 30. Hfl mát!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.