Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991. Veiðivon Maðkurinn fraus hjá veiðimanninum Þaö verður ekki á allt kosið í veið- inni þessa dagana þó svo hún hafl verið góð í mörgum veiðiám núna undir lokin. Veiðimaður einn var fyrir fáum dögum vestur í Dölum og var þar við veiðar. Hvað var hann annað að gera þar? Veiðin hafi gengið ágætlega og nokk- ir laxár fengist og hellingur af sil- ungi, vel vænum, þann daginn. Um kvöldið þegar var komið heim í veiðihús, gleymdist að setja maðk- inn inn fyrir og þess vegna fraus hann allur um nóttina. Þetta var fyrsta frostnóttin á þessu hausti. Veiðimaðurinn stóð því uppi maðk- laus næsta dag og veiddi þá bara á fluguna. Og viti menn, hann veiddi fyrsta flugulaxinn á sumrinu. Þetta var kannski lán í óláni eftir allt sam- an. Maðkarnir voru sem betur fer fáir í maðkafótunni hjá veiðimannin- um. Með gleraugunum sást alltaflax Ungu veiðimennirnir, sem renna víða í vötn og ár þessa lands, koma oft með skemmtilegt innlegg í veið- ina. Fyrir skömmu voru tveir ungir vinir við veiöar í Andakílsá í Borgar- firði. Yngri veiðimaðurinn var rétt 9 ára og hafði fengið lánuð veiðigler- augun sem maður sá víst allt með. Veiddi hann vígalegur í einum hyln- um og með þessi forlátar gleraugu á nefinu. Líður nú og bíður en allt í einu segir ungi veiðimaðurinn: „ég sé stóran lax þarna í straumnum.“ „Jæja,“ segir sá eldri og rýnir í hyl- inn og bætir við: „ég sé bara alls ekki neitt.“ „Nei það er ekki von,“ segir ungi veiðimaðurinn, „þú ert ekki meö nein gleraugu, maður sér allaf lax með þeim, ég skal bara lána þér gleraugun." Þrátt fyrir að eldri veiðimaðurinn væri kominn með gleraugun sást ekki neitt enda var það ekki aðalmál- ið. Góðir kokkar í veióihúsunum Veiðimenn eru sammála um það að mjög góðir kokkar hafi verið í veiðihúsunum þetta sumarið. Mætti þar nefna til margar veiðiár en við sleppum því í bili. Einn veiðimaður sem við ræddum við fyrir skömmu sagði að fæðið í veiðhúsinu heíði bjargað öllu. Því ekki var veiöin mikil, en maturinn var frábær og hann var alveg sáttur við það. Samt var konan hans ekki hress með að hann kom fisklaus heim og „aðeins" þyngri en hann fór af staö. Þjóðar- spaug DV Hún hafði nú... Prestur einn í Reykjavík var einu sinni sem oftar að flytja L£k- ræðu. Sú sem jarðsungin var í það sinn var kona sem dáið hafði háöldruð, ógift og bamlaus. í lok ræðu sinnar flutti prestur hinni látnu kveðjur frá börnum, tengdabörnum og barnabörnum og hrukku þá margir kirkjugesta við. Eftir jarðaríorina kom einn af ættíngjum hinnar látnu að máli við prestinn og sagði: „M fluttir hér kveðjur frá af- komendum en gamla konan var bæði ógift og barnlaus.“ „Líkræðurnar hljóta að hafa ruglast á skrifborðinu hjá mér,“ svaraði klerkur en bætti síðan við: „En hún hafði nú svo sem aldurinn til þess að eignast böm, blessunin." Frekar í helvíti Kona á vegum Hjálpræðishers- ins hélt eitt sinn þrumandi reiði- lestur yfir fjölda áheyrenda og taldi öll tormerki á því að þeir kæmust með henni í himnaríki. Einn áheyrendanna rétti predik- ai-anum í ræðulok bréf með neö- angreindrí vísu: í félagi við flær og lýs feginn heldur ég lifa kýs í Helvítí viö Mta og ís, en að hokra með þér í Paradís. Gömlu íbúamir Úr eldgamalli mannkynssögu- ritgerð menntskælings: „íbúar Mns forna Egyptalands voru kallaðir múmíur.“ Séra Hallgrímur Stúdentsefni við Menntaskól- ann á Akureyri máttu einhverju srnni velja um íjögur ritgeröar- efm á prófi. Efnrn sem boðið var upp á vom: Líkamsrækt, Hall- grimur Pétursson, Fiskurinn og Gróðurmold. Nemendurmr áttu aðeins að velja eitt af áðurnefnd- um ritgerðarefnum en þó af- greiddi einn nemandi málið á eft- irfarandi hátt: „Líkamsrækt Hallgríms Pét- urssonar var aldrei upp á marga fiska enda er hann löngu orðinn að gróðurmold." -G.Bender Laxar og bieikjur komin á land í Hörðudalsá fyrir skömmu. Það er betra að passa maðkana sína vel þegar fer að frysta. Finnur þú fimm breytingar? 121 Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. 2. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. Bækurnar sem er í verðlaun heita: Á elleftu stundu, Flugan á veggnum, í helgreipum hat- urs, Lygi þagnarinnar og Leikreglur. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðl- un. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytirigar? 121 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað og tuttugustu getraun reynd- ust vera: 1. Harpa Björk Birgisdóttir Akurgerði 5 C 600 Akureyri 2. Steinunn Jónsdóttir Blómsturvöllum 42 740 Nes- kaupstað VinmngarMr verða sendir heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.