Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Blaðsíða 8
e 8 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991. ÚTBOÐ Tilboð óskast í smíði og fullnaðarfrágang viðbygg- ingar póst- og símahúss í Hafnarfirði. Stærð hússins er 432 m2 og 1500 m3. Byggingartími verðurfrá 15.10. 1991 til 15.09. 1992. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Umsýslusviðs, Landssímahúsinu í Reykjavík, gegn skilatryggingu, kr. 20.000,- Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. október nk. kl. 11 árdegis. Póst- og símamálastofnunin FULLTRÚASTAÐA í UTANRÍKIS- ÞJÓNUSTUNNI Staða háskólamenntaðs fulltrúa í utanríkisþjón- ustunni er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að starf hefjist í utanríkisráðuneytinu en starfinu fylgir flutningsskylda sem gerir ráð fyrir langdvölum við störf í sendiráðum og fastanefndum Islands erlendis. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík, fyrir 15. október nk. Utanríkisráðuneytið Tae kwon do Nú er að hefjast námskeið í Breiðholti, Fellahelli, og í Hafn- arfirði. Tae kwon do er sjálfsvarnaríþrótt Eykur sjálfstraust og sjálfsvirðingu Fyrir bæði kynin á öilum aldri Keppnisíþrótt Kynning fyrir heimspeki Dzen-búddisma Kcnnt veröur i Feliahelli þriðjud. ki. 19.00-21.00, fimmtud. kl. 19.00-21.00 og sunnud. kl. 14.00-16.00, i Hafnarfirði þriðjud. kl. 19.00-21.00 i Lækjarskila, miðvikud. og föstud. kl. 19.00-21.00 i íþróttahúsinu við Strandgötu og laugard. 9.00-11.00 í Lækjarskóla. Kennarar eru: Steven Leó Hall, 3. dan Ægir E. Sverrisson, 2. dan Innritun og upplýsingar í sima 610016 eftir kl. 18.00 daglega. Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst i um- ferðaróhöppum: Nissan Primera, 2,0, GLX 1990 Nissan Sunny 1989 Mazda 626, 2000 GLX 1988 SuzukiSwiftGTi 1988 MMCColt 1988 Mazda 323 1500 1987 Rover 213 S 1987 Ford Orion 1600 1987 Lada 1500, st. 1987 Lada 1 500, st. 1986 Toyota Corolla 1600 1985 Ford Thunderbird 1984 Subaru pickup4x4 1983 M.Benz230E 1983 Peugeot 505 1982 Lada Samara 1987 Lada 1500, st. 1987 Toyota Corolla 1987 VWJetta 1985 Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 23. september 1991 í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf., Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110. Einnig á Akureyri við Sunnuhlíð 12 frá kl. 10-16. MMC Pajerodísil, lengri 1988 Tilboðum óskast skilaö á skrifstofu Tryggingar hf., Sunnuhlíð 12, fyrir kl. 17 sama dag. VERNDGE6NVA TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI 621110 Matgæðingur vikunnar Tandoori-ýsa og kartöflusalat „Ég hef mjög gaman af að elda fisk og er eiginlega hrifnastur af léttum réttum, fiski og grænmeti. Þess vegna vel ég mér þetta hráefni í eldhúsinu," segir matgæðingur vikunnar, Tryggvi Húbner, tón- menntakennari í Garðaskóla í Garðabæ. Jón Ólafsson bassaleik- ari skoraði á Tryggva enda sagðist hann hafa fengið mjög gott að borða hjá honum. Tryggvi tók áskoruninni vel og ætlar að gefa þjóðinni uppskrift að uppáhalds- ýsuréttinum sínum. Reyndar segist hann hafa notað bæði karfa og aðr- ar tegundir í þennan rétt en ýsan bragðaðist alltaf best. Uppskriftin er þannig og er mið- uð við fjóra: Um 500 g af ýsuflaki sítrónusafi úr hálfri sítrónu salt eftir smekk 1 egg tandoori masala krydd paxo-raspur fersk steinselja Ýsan er roðflett og skorin í hæfi- lega bita. Sítrónusafi er kreistur yfir og saltað eftir smekk. Ein mat- skeið af tandoori kryddi er sett saman við eitt hrært egg. Ýsubitun- um er síðan velt upp úr egginu og síöan raspinum. Látið bíða í fimm mínútur áður en steikt er því þá verður raspurinn betri. Síðan er ýsan steikt í stuttan tíma, u.þ.b. tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið. Fiskurinn er skreyttur með ferskri steinselju. Með þessu hef ég einungis kart- öflusalat en auðvitað getur hver ráðiö því hvað hann vill hafa mikið með. Tryggvi Hiibner, tónmenntakennari og matgæðingur vikunnar. DV-mynd Brynjar Gauti Uppskriftin að kartöflusalatinu hijóðar svo: Tólf kaldar kartöflur, í litlum bit- um hálft epli og einn laukur, einnig skorið smátt. 2 msk. majónes hálf dós melónujógúrt 1 tsk. venjulegt sinnep nokkrir sítrónudropar Allt hrært saman og skreytt með graslauk. Tryggvi segir þetta vinsælan rétt og sinn eftirlætismat. „Þetta hefur aldrei klikkað,“ segir hann. „Mig langar að skora á Erik Mog- ensen tónskáld að vera matgæðing- ur næstu viku. Hann hefur boðið mér í mat sem er sérlega góöur. Erik er sérfræðingur í austur- lenskum réttum og má segja að maður hafi fengið sérstaka upplif- un í þeim efnum hjá honum. Hann er hreint frábær kokkur og ég myndi skora á hann að gefa upp- skrift að einhverjum indverskum rétti,“ sagði Tryggvi Húbner og áskoruninni er hér með komið á framfæri. -ELA Hinhliðin Skemmtilegast að þjálfa krakkana - segir bjargvættur Vikings Björn Bjartmarz, hjargvættur Vikings, eins og hann var kallaður eftir að hafa tryggt liði sínu ís- landsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu um síðustu helgi, sýnir á sér 'hina hiiðina að þessu sinni. Björn segir sumarið hafa verið erfitt, verkefnin hafi verið mörg og því hafi hann ekki getað einbeitt sér sem skyldi. Æfingar með liðinu voru fimm sinnum í viku. Björn þjálfaði einnig 5., 6. og 7. flokk Vík- ings í knattspyrnu í sumar og mætti hver flokkur þrisvar í viku á æfingar. Þetta var sannkallað fótbolta- sumar hjá Bimi og uppskeran í lokin var góð. Fullt nafn: Bjöm Bjartmarz. Fæðingardagur og ár: 23. apríl 1962. Maki: Ragna Lóa Stefánsdóttir. Börn: Ég tel að ég eigi pínulítið í Stefáni Kára, syni Rögnu. Bifreið: BMW ’81. Starf: Ég er nýráðinn fram- kvæmdastjóri Víkings. Laun: Agæt. Áhugamál: Ég hef gaman af öllum íþróttum en þó sérstaklega knatt- spyrnu. Ég vil einnig geta varið sem mestum tíma í faðmi fjölskyld- unnar. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur i lottóinu? Þijár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að þjálfa krakkana í Víkingi. Hvað finnst þér leiðinlegast að Björn Bjartmarz. gera? Að vaska upp. Uppáhaldsmatur: Steiktur fiskur með lauk, að hætti móður minnar. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Sigurður Einarsson spjótkastari. Uppáhaldstimarit: íþróttablaðiö. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Kim Basinger. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Bernskuvin minn, Jón Bjama Guðmundsson, sem er við nám í Bandaríkjunum. Uppáhaldsleikari: Jack Nicholson. Uppáhaldsleikkona: Kathieen Tumer. Uppáhaldssöngvari: Ólafur Árna- son í Víkingsliöinu. Hann syngur mikið fyrir okkur. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav- íð Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Homer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM. Uppáhaldsútvarpsmaður: Sigurður Pétur Harðarson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég horfi jafnmikið á stöðvamar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar Ragnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: L.A. Café. Uppáhaldsfélag í iþróttum? Víking- ur. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að vera sáttur við sjálfan mig. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fékk ekkert sumarfrí. -IBS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.