Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991.
25
Suðurlandið, fyrsta skip Hf. Skallagríms, var í ferðum allt til 1935.
Upphaflega gerð Laxfoss. Skipinu var síðan breytt eftir strandið 1944.
Fyrra ekjuskipið, sem einnig hlaut nafnið Akraborg, kom til landsins 1974.
að svipast um eftir nýju skipi jafn-
framt því sem hlutafé var enn aukið
til þess að mæta kaupunum. Ekkert
varð af kaupum árið 1952 en reynt
var að halda uppi ferðum með leigu-
skipum. Það gekk upp og ofan enda
farkostirnir misjafnlega heppilegir.
Samningar tókust að endingu um
leigu á Eldborginni sem hélt uppi
ferðum frá 1952 til 1956.
Akraborgin
Mánuðir liðu, síðan ár og það var
ekki fyrr en í mars 1956 að nýtt skip
leysti Laxfoss af hólmi. Því var gefið
nafnið Akraborg. Það var smíðað í
Danmörku og kostaði 6 milljónir
króna. Skipið var 350 lestir að stærö,
hið stærsta sem sinnt hafði flóasigl-
ingum.
Farþegum fjölgaði stöðugt og fyrsta
árið flutti Akraborgin yfir 41 þúsund
farþega á milli Borgarness, Akraness
og Reykjavíkur. Rekstrarafgangur
varð fyrstu fjögur árin en næstu
fimm stóð reksturinn í jámum. Stór-
tjón varð á skipinu í desember 1963
er strandferðaskipið Skjaldbreið
sigldi á Akraborg, þar sem hún. lá
við bryggju í Reykjavík. Óhapp þetta
olli bæði óþægindum og fiárhags-
tjóni.
Samhliða bættum vegasamgöngum
dró úr flutningum Akraborgar þótt
farþegaflutningar á milli Akraness
og Reykjavíkur ykjust hins vegar
stöðugt. Á sama tíma var ferðum til
Borgamess fækkað í eina í viku og
síðan hætt með öllu í maí 1966.
Stjórn Hf. Skallagríms var enn far-
in að svipast um eftir heppilegra
skipi sem flutt gæti fleiri bíla. Ekkert
gerðist þó í þeim málum fyrr en leiö
á áttunda áratuginn. í ársbyrjun 1969
var útgerð Akraborgar flutt upp á
Akranes og eftirleiðis var fyrsta ferð
hvers dags farin þaðan.
Bílferja keypt
Vaxandi óánægju gætti á Akranesi
með gömlu Akraborgina sem þótti
ekki lengur fuUnægja þeim kröfum
sem gera þyrfti til feijuskips. Bæjar-
stjórn Arkaness fór þess einnig á leit
við stjóm Hf. Skallagríms aö hún
kannaði möguleika á kaupum á ferju
sem flutt gæti bifreiðar á lokuðu þil-
fari.
Málið kom fyrir aðalfund Hf.
Skallagríms í janúar 1973, þar sem
samþykkt var að undirbúa endurnýj-
un á skipakostinum. Síðar þaö sama
ár var gerður samningur um kaup á
norskri feiju fyrir 120 milljónir
króna. Þetta skip, sem hlaut einnig
nafnið Akraborg, kom til landsins
þann 23. júni 1974 og markaði þátta-
skil í sjglingum á Faxaflóa.
Skipið var 690 bróttólestir með
ganghraða upp á 16 sjómílur. Það gat
flutt 40-50 bíla í hverri ferð og var
þannig útbúið að aka mátti í það og
úr. Útbúið var ferjulægi á Akranesi
og flotbryggjur vom gerðar í báðum
höfnum. Geysileg aukning farþega
og bifreiða fylgdi nýja skipinu. Síð-
asta heila árið, sem gamla Akraborg-
in var notuð, 1973, ferðuðust 57.660
farþegar með henni og 2500 bílar.
Fyrsta heila árið sem nýja Akraborg-
in var í rekstri, var tala farþega
101.785 og bílar voru 19.543.
Erfiður rekstur
Þrátt fyrir stóraukna flutninga
varð rekstur ferjunnar æ erfiðari.
Annars vegar mátti kenna um tregðu
yfirvalda til þess að heimila far-
gjaldahækkun og hins vegar fiár-
magnskostnaði sem rauk upp úr öllu
valdi þar sem lán voru í erlendri
mynt sem styrkist stöðugt gagnvart
íslensku krónunni.
Áriö 1979 var svo komið að stjórn
Hf. Skallagríms taldi Akraborgina
skila orðið hámarksafköstum. Þús-
undir bílaeigenda yrðu frá að hverfa
þar sem ekki væri rúm fyrir þá um
borð. Þrátt fytír þetta væri stórtap á
rekstrinum. Gripið var til hagræð-
ingar af ýmsu tagi og ferðum fiölgað.
Þetta skilaði sér í auknum flutning-
um og mun betrí afkomu árið eftir.
Farþegar árið 1980 voru orðnir 223
þúsund og flutningar jukust í heild
um 32,5% frá árinu 1979.
Árið 1981 hófust umræður við
stjóm Hf. Skallagríms um þörf fyrir
enn stærra skip. Fyrir valinu varð
Núverandi Akraborg á siglingu.
ferja frá Kanaríeyjum í eigu norsks
útgerðarfyrirtækis sem rak dóttur-
fyrirtæki þar syðra. Ekki gengu
kaupin þó þrautalaust þvi eigendur
skipsins drógu tilboö sitt til baka eft-
ir að samningar hófust. Þeir skiptu
síðan um skoðun og gengið var frá
kaupum snemma árs 1982. Skipið
kom svo til Akraness 17. júní það
sama ár og hefur síðan verið í sigling-
um á milli Akraness og Reykjavíkur.
En hvernig hefur rekstur þess
gengið og hvernig eru framtíðarhorf-
um reglugundinna siglinga á milli
Akraness og Reykjavíkur? Helgi Ibs-
en, framkvæmdastjóri Hf. Skalla-
gríms, var inntur eftir þessu.
Þungur rekstur
„Reksturinn hefur í heildina verið
þungur og það er ekkert launungar-
mál að við höfum notið ríkisstyrks.
Farþegum fiölgaði jafnt og þétt með
nýju Akraborginni allt fram til árs-
ins 1987 er þeim tók að fækka aftur.
Toppurinn náðist 1986 er við fluttum
rúmlega 80 þúsund bíla og tæplega
275 þúsund farþega. Tvö síðustu ár
hafa verið svipuð, farþegar rúmlega
240 þúsund og bílar um 70 þúsund
talsins," sagði Helgi
Hvað varðaði framtíðarhorfur
reglubundinna siglinga á milh Akra-
ness og Reykjavíkur sagði Helgi þær
standa og falla með því hvort ráöist
yrði í vegtengingu yfir Hvalfiörð eða
ekki. „Ég veit ekki betur en það sé
bundið í lögum að komi vegtengingin
til verði reglubundnir flutningar á
sjó á milli Akraness og Reykjavíkur
lagðir af. Framtíð Akraborgar veltur
þvi á ákvörðun um vegtengingu um
Hvalfiörð."
f LAXVEIÐIMENN ^
Búðardalsá er til leigu næsta sumar eða
lengur. Þeir sem hefðu áhuga sendi tilboð
til Þorsteins Karlssonar, Búðardal, fyrir 20.
okt. Hann gefur nánari upplýsingar í síma
93-41435. Réttur áskilinn til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.
ULTRA LIFT
sjálfvirkir bílskúrsopnarar
frá Ameríku.
• Ameriskir hágæða opnarar
• 25 ára reynsla hérlendis
• Rekstraröryggi
• Þægileg fjarstýring
• Hljóðlátur rafmótor 1/2 ha
• Ljós í 51/2 mín. eftir opnun
• Eitt handtak og opnanleg með handafli
• Stálbraut (galv.) í heilu lagi með 20 mm. snigli.
• Fyrir allar bilskúrs- og iðnaðarhurðir
2 ~7.960. ~ m. vsk.
Bílskúrshurða
Þjónustan
Halldór Hjartarson sími 985-27285 og 651110
Tökum að okkur allt viðhald, endurnýjun, stillingar og uppsetningar á
hurðabúnaði. Föst tilboð.
Rýmingarsala
á sturtuklefum
Takmarkað magn
Sturtuklefar í úrvali
r
V VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966