Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991.
13
Sviðsljós
Óvenjuleg meðganga:
Amman gengur með barnabörnin
„Bráðum fæðast tvíburar okkar og
það er amman sem fæðir,“ segir
Christa Uchytil, 22ja ára stúlka sern
býr í Suður-Dakota í Bandaríkiun-
um, og er yfir sig ánægð með lífið.
Þegar Christa fæddist kom í ljós að
hún hafði ekkert móðurlíf. Strax
fjórtán ára fékk hún að vita að hún
gæti aldrei eignast barn. En tæknin
getur bjargað ótrúlegustu hlutum og
svo var einnig nú.
Egg úr Christu var frjóvgað í glasi
með sæði úr manni hennar, Ken, og
sett í móður Christu, Arlette
Schweitzer sem er 42ja ára gömul.
Aðgerðin tókst mjög vel og móðirin
varð ófrísk í fyrstu tilraun. Ekki bara
að einu barni heldur tveimur.
„Samtímis að vera leigumóðir og
gefa dóttur sinni það sem hún þráir
mest af öllu er yndisleg tilfinning.
Mér fannst sjálfsagt að hjálpa ungu
hjónunum með þetta,“ segir Arlette.
Um leið og sérfræðingar höföu at-
hugað að aðgerðin væri möguleg var
hafist handa. Fjögur egg voru tekin
úr Christu og frjóvguð með sæði úr
eiginmanni hennar á rannsóknar-
deild háskólans í Minnesota. Öll íjög-
ur eggin voru sett í Arlette í von um
að eitthvert þeirra héldi áfram að
þroskast. Nokkrum vikum seinna
kom í ljós að Arlette var orðin barns-
hafandi og ekki bara eitt barn á leið-
inni heldur tvö.
Meðgangan hefur gengið mjög vel
og í nóvember á Arlette að fæða
barnabörn sín. „Það hljómar
kannski furðulega en mér finnst eins
og ég sé ófrísk líka,“ segir Christa.
10 mismunandi
gerðir af
LUXOR
sjónvarpstækjum
Gervihnattamótfökubúnaður
þar sem styrkleikinn skiptir máli
Dæmi um verð: • 0127-80 festing
• 9782-05 diskur 1,2 m kr. 18.960 17.064 stgr.
kr. 39.990 35.991 stgr. Ath. Luxor sjónvarpstæki sýna
• 5522-50 Inb 1,0 db íslenska stafi í textavarpi.
í^' 22.752 stgr. versiunin .
Sænsk gæðavara
Opid laugardag kl. 1
Arlette er 42ja ára og á von á tvibur-
um sem eru barnabörn hennar.
I UK - 17 færbu penna
og skemmtilega dagbók
í skólann.
Komdu í klúbbinn!
/ takt vib nýja tíma!