Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Blaðsíða 32
48 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991. Bridge Bridgeheilræðakeppni BOLS: Ekki hlýða köllum makkers blindandi Einn af andstæðingum íslend- inga á Evrópumótinu í írlandi var hinn ungi og efnilegi bridgemeist- ari Hollendinga, Berry Westra. Reyndar spilaði hann hinn sögu- lega leik þegar ísland gersigraði Holland og komst þar með i heims- meistarakeppnina í Japan. Hollenska stórfyrirtækiö BOLS hefir fengið Westra til þess að gefa heilræði og eftirfarandi er framlag hans: „Staðsetning: Bridgekeppni ein- hvers staðar í heiminum! Hvenær: Stuttu eftir að geim hefur unnist vegna varnarmistaka. Hugsanlegt samtal: „Það er tilgangslaust að kalla með makker eins og þig! Ég kalla í hjarta og þú spilar laufi. Hver er tilgangurinn." Eða: „Mak- ker, af hverju spilaöir þú ekki laufi?" „En þú kallaðir í hjarta." Það þýðir ekki að þú verðir að spila hjarta! Af hverju hugsar þú ekki sjálfur við og við?“ Hvort samtalið er líklegra? Tíu á móti einum segja að fyrra samtalið sé líklegra. Ef makker hlýðir kall- inu og það mistekst, þá hefir þú samúð með honum. Þú tekur jafn- vel þátt í sökinni. Ef makker hins vegar hlýðir ekki kallinu og þú hafðir á réttu að standa, þá má hann biðja fyrir sér! Það er þvi skiljanlegt að margir spilarar skoða köll makkers sem skipun (hver vill láta skamma sig?) frekar en tiUögu. Þannig á ekki að nota köllin. Köllin eru þýðingar- mikil til þess aö leysa ýmis vanda- mál sem koma upp fyrir varnar- spilarana. Þau eiga hins vegar að vera hjálpartæki fyrir vamarspil- arana, en ekkert meira. Skoðum dæmi um þetta sem sýn- ir að kall makkers getur aldrei ver- ið algilt fyrir vörnina. Einfaldlega vegna þess að stundum veist þú meira um spilið en makker þinn. S/Allir Bridgeheilræði BOLS kemur í þetta sinn frá Hollendingnum Berry Westra. drottning er drepin með ás og í þetta sinn kastar austur tígultvisti, sem er frávísun. Áður en vestur tekur spaðaslaginn, þá staldrar hann við til þess að fara yfir stöð- una. Suður hefur sýnt átta punkta, spaðakóng og laufahjón. Þar eð hann sagði pass við tveimur grönd- um er hann líklega með 15 púnkta og ekkert meira. Þaö gæti verið hjartakóngur og kóngur-gosi í tígli, eða hjartaás og tígulkóngur. í fyrra tilfellinu er vörnin með sex bein- * D2 ¥ DG62 ♦ Á7 + 87642 Suöur Vestur Norður Austur lgrand pass 21auf pass 2 tíglar pass 2 grönd pass pass pass ♦ ♦ N V A S ♦ ♦ * 10864 V 1054 ♦ D103 + ÁG3 Vestur spilar út spaðafjarka, drottning, ás og fimma. Austur spilar spaðaþristi, nía og tía. Suður drepur þriðja spaðann með kóng, meðan makker lætur gosann og blindur hjarta. Sagnhafi spilar síð- an laufakóng, sem heldur slagnum og austur lætur fimmuna. Laufa- harða slagi og þvi skoðar vest'ur seinna tilfellið. Það virðist sem sagnhafi eigi allt- af átta slagi í seinna tilfelhnu (þrjá laufslagi, tvo hjartaslagi, tvo tígul- slagi og einn spaðaslag). En hlut- irnir eru ekki alltaf eins og þeir sýnast! Bridge Stefán Guðjohnsen Suður á K D 10 9 í laufi og litur- inn er því stíflaður. Geti vörnin náð tígulásnum úr blindum, áður en sagnhafi afstíflar lauflitinn, þá kemur hún í veg fyrir að sagnhafi fái átta slagi. Þess vegna spilar vestur tígh þrátt fyrir frávísun makkers. Vestur sér ennfremur að hann má ekki taka spaðaslaginn því að sagnhafi getur þá losað um stífluna með því að kasta laufi. Allt sphið var þannig : ♦ D2 V DG62 ♦ Á7 + 87642 * 10864 V 1054 ♦ D103 + ÁG3 ♦ K95 V Á73 ♦ K96 + KD109 ■!■ V K98 ♦ G8542 Vestur spilar því tígh í sjötta slag og aftur tígli, þegar hann kemst inn á laufgosann. Og austur hnykkti á þessari góðu vörn með því að leggja ekki hjartakónginn á drottning- una. Einn niður og hrós frá mak- ker. Bridgeheilræði mitt er því: Hættu ekki að hugsa þótt makker kalli. Farðu yfir stöðuna og hagaðu vörn- inni í samræmi við það með kall makkers í huga.“ Sviðsljós____________________________ Reynir að fá ræningja sonar síns látinn lausan ítalskur kaupsýslumaður er nú að reyna að fá lausan úr fangelsi manninn sem rændi tíu ára göml- um syni hans í fyrra. Kaupsýslu- maðurinn, Dino De Megni, veitir einnig fjölskyldu mannræningjans fjárhagslegan stuðning. Sonur De Megnis, Augusto, sem haldið var í helli í íjóra mánuði, tjáði fóður sínum að mannræning- inn, Antonio Staffa, hefði reynst honum afskaplega vel. Stuttu áður en lögreglan náði Staffa lofaði Aug- usto honum að hann myndi biðja fóður sinn um að veita honum og fjölskyldu hans aöstoð. Faðir Aug- ustos ætlar nú að verða viö beiðni sonar síns. Hann hefur farið fram á það við dómstóla að Staffa fái fri úr fangels- inu á daginn og ætlar De Megni að útvega honum vinnu í einni af verksmiðjum sínum. De Megni hef- ur einnig gefið eiginkonu Staffa peninga sem verja á til menntunar sonar þeirra hjóna. Það var í október í fyrrá sem Augusto litla var rænt. Mannræn- ingjarnir fóru fram á sem svarar 180 milljónum íslenskra króna í lausnargjald. Þaö var aðallega Staffa sem gætti Augustos. Staffa sagöi honum frá syni sínum og hvað hann saknaði hans mikið. Vegna afbrota hafði Staffa oft þurft að fara huldu höfði og vera langar stundir fjarri syni sínum. Augusto sagði fóður sínum að þegar kalt hefði ver- iö á nóttunni hefði Staffa látið hann fá sitt teppi. Einn daginn hefði hann tekið mikla áhættu er hann fór aö kaupa súkkulaði handa Augusto eftir að hann fékk að vita að það væri uppáhaldssælgæti drengsins. De Megni segir aö fyrst hafi hefndarhugur verið allsráðandi hjá sér en að nú hafi hann fyrirgefið Staffa. Mannræninginn Staffa. Augusto i faðmi föður síns. Mannræningjar héldu Augusto i helli í fjóra mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.