Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SiMI (91 )27022 - FAX: (91 >27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Útflutningsfrelsi
Bann viö útflutningi á ferskum fiski yrði mjög óhag-
kvæmt fyrir þjóðarbúið. Þvert á móti ber að efla frelsi
í útflutningi. Staðreyndin er, að jafnt þjóðarheildin sem
útgerðin hagnast á því,. að ferskur fiskur sé stór hluti
útflutningsins.
Samtök fiskvinnslustöðva vilja banna þennan út-
flutning til að tryggja atvinnu í landi. Útflutningur á
ferskum fiski hefur verið undir stjórn. Aflamiðlun var
stofnsett fyrir rúmu ári til að setja hömlur á útflutning-
inn. Ennfremur hefur verið sett álag á kvóta, ef fiskur
er fluttur beint út. Verð á erlendum fiskmörkuðum
hefur verið 50-70 prósent hærra en á íslenzkum fisk-
mörkuðum. Verð hefur alltaf verið hærra á ferskum
fiski erlendis en verð á frystum fiski. Um fjórðungur
af tekjum útgerðarinnar hefur verið af sölu á ferskum
fiski erlendis. Þetta er hátt hlutfall, sem kemur til af
hagkvæmni. En jafnframt því sem útgerðin hagnast á
þessum útflutningi græðir þjóðarbúið einnig.
Fráleitt væri að banna svo æskilegan útflutning, þvert
á móti ætti að auka frelsið og leggja Aflamiðlun niður.
Vissulega má ætla, að of mikill hluti mannafla sé bund-
inn við fiskvinnslu. Aflasamdráttur næstu ára leiðir til
fækkunar húsa. En úr því að ekki er þjóðhagslega hag-
kvæmt, að allt þetta fólk starfi að fiskvinnslu, segir sig
sjálft, að fmna verður aðra vinnu fyrir hluta mann-
aflans. Margir útlendingar vinna hér við fiskvinnslu.
Vonandi berum við gæfu til að yinda ofan af stefnu
óhagkvæmra banna og einokunar. Útflutning á ferskum
fiski á að gefa frjálsan. Lengra á að ganga í frjálsræðis-
átt. Það á að afnema einokun Sölusambands íslenzkra
fiskframleiðenda á útflutningi saltfisks og einokun Síld-
arútvegsnefndar á saltsíldarútflutningi. Afnema ætti
útflutningsleyfakerfi ríkisins. Hafi einhvern tíma verið
þörf fyrir einokun af þessu tagi, er sá tími nú liðinn.
Treysta verður einstökum útflytjendum til að átta sig
á, hvað gefst bezt í útflutningi, og nýta hæfileika ís-
lenzkra kaupsýslumanna á því sviði, sem ekki er raun-
in nú.
íslendingar vilja samkeppni og leggja meira upp úr
henni en aðrar Norðurlandaþjóðir samkvæmt könnun
Félagsvísindastofnunar á hfsskoðunum íslendinga.
Þetta er skynsamlegt mat. Stjórnvöld hér á iandi eiga
því að fylgja fram stefnu frelsis og samkeppni. íslending-
um hefur skihzt, að viðskiptafrelsi er allra hagur, þegar
til lengdar lætur.
Hörmulegt er, hversu sterkar raddir einokunar og
bannstefnu eru enn. Bannmennirnir grípa allt, sem til
greina kemur, til að tryggja framgang sinna sjónarmiða
að hætti forhertra stjórnmálamanna. Nú á það að vera
tillitssemi við fólkið, sem starfar að fiskvinnslunni. En
tímarnir breytast, og við verðum að tileinka okkur
breytingarnar. Aflasamdráttur næstu ára veldur því
hvort eð er, að fólk færist úr sjávarútvegi 1 aðrar grein-
ar. Krafan verður þá sú, að stjórvöld búi í haginn fyrir
þessar breytingar, sem bezt verður gert með sem mestu
fijálsræði. Markaðurinn verði síðan látinn ráða. Hann
mun sjá um sitt og útkoman verða, að hag fólksins verði
vel borgið, þótt margir færist yfir í ný störf.
Steintröll allra flokka eru í vegi framfaranna. Menn
ríkisforsjár, boða og banna í viðskiptum eru jafnt í
stjómarflokkunum sem öðmm flokkum. Því reynist svo
örðugt að hrinda breytingum í framkvæmd. En við höf-
um ekki efni á öðm.
Haukur Helgason
LAUGARDÁGUR 2Í. SEPTEMBER 1991.
Carrington lávarður, sáttasemjari EB, situr milli Slobodans Milosevic Serbiuforseta og Franjos Tudjman Kró-
atíuforseta eftir undirritun vopnahléssamkomulags i laglo í Svartfjallalandi. Símamynd Reuter
Púðurtunnan
á Balkanskaga
er enn virk
þorp. Er nú svo komið að Tudjman
viðurkennir sjálfur að þriðjungur
Króatíu sé á valdi Serba.
Enginn efast um að Milosevic
Serbíuforseti er aðalskipuleggjandi
hernaðarins gegn Króatíu. Hann
fer þar í far serbneskra útþenslu-
sinna fyrr á öldinni sem gerðu tíl-
kall til allra byggða Króatíu sem
Serbar byggja að ráði en alls er
talið að þeir séu 600.000 af 4.500.000
íbúum lýðveldisins. Eftir aö Tudj-
man reyndi að setja búðir sam-
bandshersins í Króatíu í herkví og
láta sína menn taka vopnabúr
hersins á sitt vald svaraði her-
stjórnin með því að stefna flotanum
til árása á borgir á Dalmatíuströnd-
inni við Adríahaf.
Auk þjóðvarðbðs Króatíu, Sétn-
ikasveita Serba og sambandshers-
ins, hctfa skotið upp kollinum á
báða bóga einkaherir herskárra ill-
virkja. Undir yfirskini þjóðemis-
baráttu stunda þeir hreina glæpa-
starfsemi, iðka rán úr yfirgefnum
húsum á bardagasvæöum og eru
taldir eiga sök á flestum ef ekki
öllum þeim hryðjuverkum sem
spumir hafa borist af og bera vott
ótrúlegum hrottaskap. Tilvera
þessara „Rambó-sveita,“ eins og
fréttamenn kalla þær, gera að sjálf-
sögðu margfalt flóknara en ella að
gera samkomulag um vopnahlé
virkt.
Það sem menn binda nú helst
vonir við um friðargerð er að for-
ustumenn á báða bóga séu teknir
að gera sér grein fyrir að sé haldið
áfram á sömu braut hljótí átökin
að stigmagnast og af hljótast sann-
kallaö blóðbað með ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum. Hætta á að átökin
breiðist út til Bosníu-Hersegovínu
er þegar yfirvofandi.
Tudjman Króatíuforseti varð of
seinn til að bjóða sambandshem-
um birginn þannig að áhrif hefði á
átökin í þeim hluta Króatíu sem
Serbar ásælast mest. Milosevic
Serbíuforsetí hefur á hinn bóginn
náð þeim árangri í landvinningum
að hann getur ætlað sig eiga sterka
stöðu við samningaborð að átökum
afstöðnum. í Serbíu ríkir efnahags-
kreppa og fram til þessa hafa Slóv-
enía og Króatía borið meginþung-
ann af kostnaði við sambandsher-
inn. Takmörk eru því fyrir því af
fjárhagsástæðum hve lengi Serbíu-
stjóm getur haldið áfram hernaði
gegn nágrannalýðveldum.
Magnús T. Ólafsson
Forleikur hörmungasögu Evr-
ópu á hnígandi öld fór fram á Balk-
anskaga. I Balkanstríðinu 1912 var
tekist á um reytur Tyrkjaveldis í
Evrópu. Af þjóðemishræringum,
sem þar blossuðu upp, spratt svo
morðið á Franz Ferdinand, erki-
hertoga og ríkisarfa austurríska
keisaradæmisins, á götu í Sarajevo,
höfuðborg Bosníu-Hersegovínu,
sem varð tilefni heimsstyijaldar-
innar fyrri. Hún hafði svo í fór með
sér valdatöku bols'évíka í Rússa-
veldi og leiddi með tíð og tíma til
heimsstyijaldarinnar síðari með
öllum sínum eftirköstum.
Upplausnarástandið, sem ríkt
hefur í Júgóslavíu frá miðju sumri,
leiðir í ljós að púðurtunnan á Balk-
anskaga er síður en svo tæmd.
Hernaö Serba á hendur Króötum
hefur borið hæst en hræringa gæt-
ir víðar. Serbneskir minnihluta-
hópar í Bosníu em teknir að lýsa
yfir sjálfstjóm í trássi við stjómina
í Sarajevo. Makedóniumenn hafa
samþykkt sjálfstæðisyfirlýsingu
með þjóðaratkvæði og þingið í
Skopje fæst við að koma henni í
lagabúning. Albanir í Kosovo, allt
að níu tíundu íbúanna, bíða færis
að rísa gegn hernámsokinu sem
Serbar lögðu á þá 1989.
Yfirvofandi upplausn Júgóslavíu
hefur þegar haft áhrif út fyrir
landamæri ríkisins. Rúmeníu-
stjóm stendur með Serbum. Báðar
þjóðir teljast til rétttrúnaðarkirkj-
unnar og stjómimar í Búkarest og
Belgrad sitja báðar yfir hlut ung-
verskra þjóðernisminnihluta,
Rúmenar í Transylvaníu og Serhar
í Vojvodínu.
Gríska stjómin tók á mótí höf-
uðpaur serbnesku útþenslustefn-
unnar, Slobodan Milosevic, eins og
þjóðhöfðingja þegar hann heim-
sótti Aþenu síðsumars. Bandalag
stjóma Serbíu og Grikklands bein-
ist jöfnum höndum gegn Makedón-
íumönnum og Albönum.
Austurríki og Ungveijaland
standa eftir föngum með Slóvenum
og Króötum, rómversk-kaþólskum
þjóðum sem um aldaraðir töldust
tfl austurrísk-ungverska tvíveldis-
ins, og var Króatía löngum helsti
útvörður þess gegn Tyrkjum.
Ekki er því nema von að Evrópu-
bandalagið, sem öll þessi ríki eiga
mikið undir, leitist við aö beita
áhrifum sínum til að stilla til friðar
í Júgóslavíu áður en emi verra
hlýst af. Þegar þetta er ritað er
ekki að fullu ljóst hvemig vopna-
hléi því reiðir af sem sáttasemjari
bandalagsins, Carrington lávarð-
ur, fékk forseta Serbíu og Króatíu
og landvarnaráðherra Júgóslavíu-
stjórnar til að undirrita en horfur
þykja ekki vænlegar. Utanríkisráð-
herrar EB-ríkja sitja enn einn
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
skyndifundinn í Haag til að ræða
frekari aðgerðir.
Þróun mála í Króatíu hefur orðið
öll önnur en atburðarásin í Slóven-
íu fyrr í sumar eftir að bæði þessi
lýðveldi lýstu yfir þeim ásetningi
að segja skihð við Júgóslavíu. í
Slóveniu urðu stutt en snögg átök
sem lauk með því að sveitir sam-
bandshersins létu undan síga og
hafa síðan haldið sér í skefjum.
Slóvenar fóru eftir markvissri
hemaðaráætlun. Hún fól í sér að
heimavarnasveitir gerðu skrið-
drekasveitir sambandshersins
óvirkar með vegatálmum og skyn-
diáhlaupum. Síðan hefur allt verið
með kyrrum kjörum í Slóveníu.
í Króatíu er allt annað uppi á ten-
ingnum. Franjo Tudjman forsetí
komst í þá stöðu með þjóðernis-
sinnuðu lýðskrumi en eftir að á
reyndi hefur hann sýnt skort á fyr-
irhyggju og reynst reikull í ráði. Á
þremur mánuðum hefur fjórum
sinnum verið skipt um landvama-
ráðherra Króatíu. í stað þess að
bjóða út heimavarnarliði, sem fyrir
var, hefur Tudjman lagt megin-
áherslu á að vopna þjóðvarölið,
skipað sínum eigin stuðnings-
mönnum,.sem ekki hefur staðist
þungvopnuðum sveitum Serba né
sambandshemum snúning í stöðu-
hernaði um einstakar borgir og