Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Page 15
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMpER 1991. T í't I • 3 i- f 1 ) ' 1 T v „ ' '( "V- T V* 7 * 1 Endurmat eða stöðnun Niðurskuröur. Sparnaöur. Sér- tekjur. Skólagjöld. Sjúklingaskatt- ur. Þessi orö hafa ráðiö ríkjum i íjöl- miölum síöustu vikurnar. Ástæöan er einfóld. Stjórnarflokkarnir hafa verið aö glíma við heföbundiö verkefni sitt á þessum árstíma; aö koma saman frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár. Eins og venjulega hafa ráðuneyti og ríkisstofnanir sett fram ríflegar óskir um hlutdeild í skattpeningum almennings. Síðan leita ráðherrar einfóldustu leiöa til að skera óska- listann niður. Þegar ekki gengur nógu vel að skera eru tekjurnar auknar enn einu sinni. Meiri skatt- heimta hefur alltaf reynst iokaorð- ið, sama hvaöa ríkisstjórn fer meö völd, sama hverju stjórnarþing- menn lofa fyrir kósningar. Enda er niðurstaðan að því er virðist nú enn sú sama og fyrr; meiri skattheimta, stærra ríkis- bákn. Á upphafsreitnum Fjárlög hvers árs verða til með reglubundnum hætti. I upphafi þings er fjárlagafrum- varp, sem stjórnarflokkarnir hafa burðast við að búa til mánuðum saman, lagt fram. Það tekur síðan breytingum - í átt til enn aukinna ríkisútgjalda - í meðforum þingsins sem afgreiðir fjárlögin skömmu fyrir jól. Á fjárlagaárinu sjálfu bætast svo við enn frekari ríkisútgjöld. Þeim er komið fyrir í sérstökum fjáraukalögum sem afgreidd eru á haustþingi. Þá loks er nokkuð ljóst hver útgjöld, tekjur og halli ríkisins er á árinu. Núverandi ríkisstjórn er því á uþphafsreitnum. Hún er að leggja fram sitt fyrsta fjárlagafrumvarp. Ef meta á þann árangur í niður- skurði ríkisútgjalda sem náðst hef- ur við gerð frumvarpsins verður að bera það saman við fjárlaga- frumvarpið sem lagt var fram í fyrra. Enn hvílir slík leynd yfir efni fjárlagafrumvarpsins, þrátt fyrir miklar fjölmiðlafréttir, að ógerlegt er að gera slíkan samanburð í ein- stökum atriðum. Þó hafa niðurstöðutölurnar verið birtar. Þær gefa vísbendingar um árangurinn. Hækkun frá í fyrra Samkvæmt þeim fréttum eru heildarútgjöld frumvarpsins nú 108,1 milljaröur. í fyrra voru heildarútgjöld fjár- lagafrumvarpsins 103,2 milljarðar. Hækkun milli ára í krónum talið er því tæpir fimm milljarðar. Heildartekjur ríkisins sam- kvæmt því frumvarpi sem lagt verður fram í byrjun næsta-mánað- ar eru að sögn 104,3 milljarðar. í fyrra var sambærileg tala 99,5 milljarðar. Mismunurinn þar er því líka tæpir fimm milljarðar. í krónum talið - á verðlagi hvors árs fyrir sig - hafa tekjur og út- gjöld ríkisins samkvæmt frum- varpinu því hækkað þrátt fyrir allt tal um niöurskurð. Hvort einhver heildarsparnaður hefur náðst á fóstu verðlagi á eftir að koma í ljós en þá þarf meðal annars að taka tillit til þeirra ríflega þriggja millj- arða sem ætlunin er að innheimta í svokölluðum „sértekjum" ráðu- neyta og stofnana hins opinbera. Samanburður eför ráðimeytum og verkefnum verður einnig að bíða þess að frumvarpið verði lagt fram. Nýmál stjómarinnar Undirbúningur fjárlagafrum- varpsins hefur vakið meiri deilur nú en oft áður. DV-mynd GVA Ástæðan er rík tilhneiging stjórn- arflokkanna til að láta almenning greiða tvisvar fyrir sömu þjón- ustuna; fyrst með almennri skatt- heimtu eins og verið hefur en síðan aftur með sérstökum gjöldum - til dæmis í skólum, á sjúkrastofnun- um og víðar í hinu opinbera kerfi. Ráðherrar virtust standa í þeirri trú að með því að kalla nýju skatt- heimtuna „sértekjur" eða „þjón- ustugjöld" gætu þeir sannfært al- menning um að þeir væru ekki að hækka skatta. Þaö má sjá fyrir sér í anda slag- orðin þeirra á borðum þvert yfh bflamengaö Austurstrætið: Sérgjöld eru ekki skattar! Hækkun skólagjalda er lækkun! Mikið held ég að Orwell skildi vá þetta nýmál stjórnarinnar. Misskilningurinn er bara sá af þetta blekkir ekki nokkum mann. Þaö fær heldur engan til að gleyma því að þetta em mennirnir sem lofuðu kjósendum fyrir kosn- ingarnar í vor að lækka skatta. Ætli slík loforð flokkist ekki nú orðið til pólitísks „fortíöarvanda" eins og það heitir á nýmálinu. Engar heilagar kýr Annars hefur þessi umræða öll leitt í ljós að sumir virðast líta á veigamikla þætti opinbera kerfls- ins sem eins konar heilagar kýr sem ekki megi hrófla við. Ekki má breyta lyfsölukerfmu. Ekki má sameina sjúkrahús. Ekki má stokka upp óhagkvæman rekstur rekstri og sjálfvirkni í ríkisútgjöld- um. Hvorugt er forsvaranlegt. Einhæf umræða Endurskoðun og endurmat af því tagi sem hér hefur verið nefnt er þvi miður sjaldgæft. Endurskoðun á inntaki og starfs- háttum virðist til dæmis ekki dag- legur viðburður í íslenska skóla- kerflnu þótt það kosti almenning gífurlega fjármuni. Umræða um skólamál virðist nefnilega ekki snúast um gagnrýn- ið mat á því hvort það sem gert er í skólunum sé rétt. Hvort áherslur séu í samræmi við kröfur nútíðar og framtíðar. Eða hvort tilrauna- starfsemin endalausa sé nemend- um til góðs eða bara leiktæki fyrir skólamenn. Nei, þegar rætt er um skólamál á íslandi er aðeins fjallað um fáein viðfangsefni og alltaf þau sömu: Launamál kennara. Lánamál nemenda. Og slaka íslenskukunnáttu fram- haldsskólanema. Allt vafalaust hin merkustu mál út af fyrir sig. En þau segja okkur Utið um það hvort menntun barna ókkar og unglinga sé á réttri leið eöa ekki. Breyttar áherslur? Mun mikilvægara er hins vegar að endurmeta reglulega það sem gert er í skólunum sjálfum og hafa foreldrana með í því endurmati. Þá mætti spyrja: Hæfa skólarnir kröfum sam- tímans og hagsmunum þjóðarinn- ar? Gefa þeir unga fólkinu bestu möguleika til að fóta sig í upplýs- ingaþjóðfélagi framtíðarinnar? Skila skólarnir áfram þeim þjóð- lega arfi sem einn getur hindrað að æskan glati rótum sínum í al- þjóðaþorpinu? Þetta eru mikilvægar spurning- ar. Og ég er alls ekki viss um að svarið sé jákvætt. Hvernig í ósköpunum þjónar það til dæmis kröfum upplýsingaþjóð- félagsins að eyða jafnvel meiri tíma, orku og peningum í að kenna börnum og unglingum útkjálkamál Dana en enska tungu sem er og verður allsráðandi í samskiptum, upplýsingastreymi og viðskiptum milli þjóðanna? Hvernig í ósköpunum treystir það þjóðlegar rætur bama og ungl- inga að halda þeim meira og minna fávísum um ellefu alda sögu, menn- ingu og bókmenntir þjóðarinnar? Þjónar það virkilega hagsmunum æskunnar og þjóðarinnar að reyna kerfisbundið að gera langflesta ís- lendinga að langskólagengnu bók- námsfólki? Umræður ráðamanna, kennara, nemenda og foreldra ættu frekar að beinast að slíkum grundvallar- atriðum skólastarfsins en síendur- teknu karpi um launamál og lána- mál. Elías Snæland Jónsson Þegar rætt er um skólamál á Islandi er alltaf fjallað um sömu viðfangsefni: launamál, lánamál og slaka íslenskukunnattu. af því að það kemur illa við ein- hverja. Þetta er mjög varhugaverð af- staða sem þvi miður hefur stund- um ráðið ríkisstuðningi við heflar atvinnugreinar í landinu. Öll opinber starfsemi þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Engin Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri stofnun, hvorki sjúkrahús né skóli, á sjálfvirkan rétt á skattpeningum frá almenningi. Sífellt þarf að meta hvort hægt sé að veita viðunandi þjónustu á ódýrari hátt. Stöðugt þarf að endurskoða vinnubrögð og starfshætti. Annars blasir við stöðnun í ríkis-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.