Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991. 15 muuíZ 'rr-r. T Er þetta kúvending? Er ríkisstjómin að skemma þjóð- félagið? Þess spurðu menn í um- ræðunum um stefnuræðu forsætis- ráðherra í fyrrakvöld. Þorri lands- manna fylgdist að einhverju leyti með umræöunum. Flestir hefðu fremur viljað gera eitthvað annað. Kvennalistakona sagði, að stefna stjómarinnar þýddi mestu kúvend- ingu aldarinnar. Margir stjómar- andstæðingar héldu því fram, að stjómin væri að brjóta niður vel- ferðarkerfið. Á sama tíma var rík- isstjómin að gefa út hvíta bók, sem sagt var, aö væri um stefnu stjórn- arinnar. Bókin heitir „Velferð á varanlegum grunni“. Martröð? Hvaða velferð ætli það sé? Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, sagði, að ríkisstjórnin réðist á vel- ferðina. Nema hvað hún réðist ekki á velferð gróðastéttanna, ekki á velferð valdafjölskyldnanna fjórt- án i landinu, kolkrabbans. En stjórnin væri að fara illa með gam- alt fólk og bammargar fjölskyldur með sjúklingasköttum og skóla- gjöldum. Aðrir sögðu, að ríkis- stjómin þættist hafa séð „breiðu bökin“, bök hinna fátæku. Sumum fannst þessi atlaga þó enn vera að mestu „draumur Davíðs". Kvenna- listakonan Kristín Ástgeirsdóttir sagði, að stöðva þyrfti þessa ríkis- stjóm, áður en „draumur Davíðs og félaga breyttist í martröð þjóðar- innar“. Það var eins og mönnum fyndist sem aðeins lítilræði af „árás stjómarinnar á velferðarkerfíð“ væri komið fram. Sighvatur Björgvinsson heO- brigðisráðherra hefur aðra skoðun á, hvert stefnir um velferðarkerfið, og Jón Baldvin sagði, að velferðin hefði að miklu byggzt á erlendum lánum. Það gengi auðvitað ekki. Því þyrfti að fara að byggja velferð á „varanlegum gmnni“. Hækkun þjónustugjaldanna kostaði meðal- manninn lítið, rúmar 800 krónur á mánuði fyrir 4ra manna fjölskyldu. Þetta virðist vera rétt hjá Jóni. Hér er fremur um spumingu um „prinsipp" að ræða. Annað mátti skilja á stjómarandstæðingum, að brátt gætu aðeins hinir ríku menntað böm sín og fátækt fólk fengi miklu minni læknishjálp en ríkt fólk. Þessi hækkun þjónustu- gjalda er bölvuð og kemur niður á þeim, sem sízt skyldi. En það er ekki hægt að taka undir þá kenn- ingu, hversu oft sem hún er þulin, að búið sé að kúvenda í velferðar- málum. Stjórnin hefur þó verið á rangri braut. Auðvitað átti hún að skera niður ríkisútgjöld í stórum stíl, svo sem til landbúnaðar. Gall- inn er, að stjórnin sker sáralítið niður heldur hækkar skatta, að meðtöldum hækkunum þjónustu- gjaldanna. Taka íslendingar „sönsum"? Hvað er velferð? spurði Sighvat- ur. Hann sagði, að velferð væri ekki, að allir fengju allt fyrir ekki neitt. Hann minnti á mikinn vanda í efnahagsmálum. Þetta er að verða lengsta samdráttarskeið í sögu ís- lenzka lýðveldisins. Aðrar ríkis- stjórnir hefðu ýtt svipuöum vanda frá sér. Stjóm Davíðs ætlaði að tak- ast á við vandann, og hún gerði það svona. Sighvatur taldi, að velferð væri að tryggja öllum öryggi án til- lits til efnahags. Það væri velferð að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og að sjúklingar fengju næga aðhlynningu. Þetta er mikið til rétt hjá hinum umdeilda heil- brigðisráðherra. En fólk hefur haft miklar áhyggjur af því, að Sighvat- ur sé að gera einhveiju vitleysu. Hann sé að fara illa með fátækt fólk, gamalt fólk og sjúklinga. Þessi ráðherra ætti að beita áhrifum sín- um til þess að fá aðra ráðherra til þess að takast á við vandann - með niðurskurði ríkisbáknsins í alvöra. Ráðherrann vitnaði í Halldór Laxness, sem hafði gagnrýnt sitt- hvað neikvætt í fari þjóðarinnar. Taka íslendingar „sönsum"? Heil- brigðisráðherra haföi áhyggur af því, að slíkt gerðu landamir ekki. Hann hefur orðið fyrir árásum síð- ustu mánuði. Flestallir, sem hefur heyrzt í um málið, hafa sagt eitt- hvað ljótt um Sighvat. Er ríkisstjórninni illa við gamal- menni og bamafólk? RáðheiTar era vafalaust beztu menn, góðir fjöl- skyldufeður, eins og sagt er um mafíuforingja í Chicago. Þeir vita þó af vandanum, en gera ekki hið góða, sem þeir vilja. Jón Baldvin sagði til dæmis, að á íslandi væri hæsta matvælaverð í heimi. Samt hefði sem svarar öllum tekjuskatti einstaklinga farið í landbúnaöinn, meðal annars niðurgreiðslurnar, ár eftir ár. En hvað gerðu kratar við búvörasamninginn? Þeir hleyptu honum í gegn í fyrri ríkis- stjórn, og þeir hleypa honum enn í gegn nú. Landbúnaðarráðherr- arnir Steingrímur J. Sigfússon í Laugardags- pistillinn Haukur Helgason aðstoðarritstjóri fyrrverandi stjórn og Halldór Blöndal nú vilja ekkert sem nafni má gefa vera að krukka í búvöra- samninginn. Steingrímur sá til þess, að undirskriftir ráðherra á samningnum nægðu til að gera hann fullgildan. Menn gera grín að krötum, sem láta ólíkindalega í landbúnaðarmálum, en heykjast alltaf. Sú stefna kratanna verður ekki tekin alvarlega. Það er hins vegar unnt í stjóminni að fá sam- stöðu um aö leggja þjónustugjöld á þá, sem sízt skyldi. Eins og deyfilyf Hvaða voða vandi er þetta, sem knýr ríkisstjórnina til að minnka velferöina? Auðvitaö hafa allir heyrt um aflasamdráttinn, sem veldur tekjutapi í sjávarútvegi upp á 7-10 milljarða. Fimm ára stöðn- unarskeið leikur okkur grátt. Halli er á ríkissjóði og halli á viðskiptum við útlönd. í umræðunum voru menn að tala um hið mikla tap á millifærslusjóðunum, sem vinstri stjórnin tók upp, þegar tap var í sjávarútvegi 1988. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsæt- isráöherra, taldi þó, að við heföum farið miklu verr út úr dæminu, hefðu sjóðirnir ekki verið stofnaðir til aö ausa fjármunum í fyrirtæki, sem illa stóðu. Hann, Páll Péturs- son og fleiri stjómarandstæðingar átelja, að ríkisstjómin ætli ekki að leika sama leik nú. Sumir kalla þetta „kemur-mér-ekki-við-stefnu“ núverandi ríkisstjórnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra átaldi hins vegar sóun fyrri stjórnar á almannafé. Atvinnustefna fyrri stjórnar hefði valdið gjaldþrota- stefnu og „fátækrastefnu". Fjár- munir hefðu verið notaðir til að halda þeim á floti, sem nutu vel- vildar stjórnarherranna. Þeir hefðu verið eins og „deyfilyf' og þá væntanlega ekki læknað sjúk- dóminn. Betur hefði farið, hefði þetta ekki verið gert. Pálmi Jóns- son rakti, hvemig þjóðarheildin hefur tapað hálfum milljarði á þessum sjóðum, vegna gjaldþrota, og tapar jafnvel aUt að tveimur múljörðum í viðbót á næsta ári, ofan á allan annan vanda þjóðar- innar. Þá heföi ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar verið svo forhert, að látið hafi veriö líta út eins og staða sjóðanna væri 4500 miUjón krónum betri en hún var í reynd. Ómerkileg bók Ríkisstjórnin hefur gefið út hvita bók um stefnu sína. Boðar hún grandvaUarbreytingar, jafnvel kú- vendingu? Svarið er: nei. Þessi stefnuyfirlýsing ríkis- stjórnarinnar hlýtur að teljast býsna ómerkileg og innihaldslaus. Stjómin boðar ekki neinar stór- vægilegar breytingar. Það er mjög ofsagt, aö þetta sé kúvending, hvað þá „kúvending aldarinnar". Ríkis- stjórnin er í öllum aðalatriðum að hjakka í sama farinu og fyrri stjórnir, þótt annað sé látið í veðri vaka. Hún er nú að auka skattbyrð- ina og slá met vinstri stjórnar í því. Hún heldur áram að ausa fé skattgreiðenda í landbúnað. Hún sker ekkert niður, sem heitið get- ur, af óráðsíueyðslu ríkisins. Fólk verður að gæta sín á að gleypa ekki hráar fullyrðingar stjórnarandstöðunnar um, að öllu sé verið að breyta. Þvert á móU verður Uest í landsstjóminni eins og áöur. Þessi stjóm er því miklu ómerkari en viðreisnarstjómin á sjöunda áratugnum, sem í rauninni breytti rikjandi stefnu í grandvall- aratriðum. Hjá núverandi stjóm er talið um breytingar mest orðagjálfur - að minnsta kosti enn sem komið er. Bók ríkisstjómarinnar vekur að minnsta kosti engar nýjar vonir um, að ísland sé að verða alvöra- ríki. Flokkamir era enn sem fyrr í grandvallaratriðum fyrir- greiðsluflokkar. Það er þetta, sem kostar landsmenn mest í töpuðum lífskjörum. Hefðum við haft dug- meiri stjórnendur, hefðum við get- að stórlega bætt kjör okkar jafnvel nú hin síöustu ár. Hin svarthvíta söguskoðun um góðu stjórnina og vondu stjómina er röng. Hitt er rétt, að Sjálfstæðis- flokkurinn ber eins og hinir ábyrgð á allri miðstýringunni og óráðsí- unni. Enda hefur flokkurinn verið í ríkisstjóm tvo þriðju tímans frá lýðveldisstofnun. Hann hefur flekkaðar hendur í þessum efnum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur eins og hinir verið að framfylgja öfugsnún- um sósíalisma allt þetta skeiö. Eig- um við að hafa það af að komast út úr þessum sósíalisma, þarf miklu meira að gerast en þaö lítil- ræði, sem ríkisstjómin er að boða í síðustu hvitu bókinni. Sigríður Anna Þórðardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti í umræðunum á, að lífið væri ekki „tómur gleðileikur" og koma þyrfti íslenzku þjóðfélagi á réttan kjöl eftir eyðslu „síðustu missera“. Hið rétta er, að koma þarf þjóðfé- laginu upp úr feninu eftir áratuga óstjómir, stjórnir þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur iðulega haft forystu. Þetta er nefnilega engin kúvend- ing. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.