Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991. 21 Bridge HM í Yokohama: Bermudaskálin til íslands Eins og kunnugt er af fréttum vann íslenska bridgelandsliðið það stór- kostlega afrek að sigra í heims- meistarakeppninni í bridge sem stað- ið hefir yfir í Yokohama í Japan und- anfamar tvær vikur. Hinir nýju heimsmeistarar eru Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldurs- son, Guðmundur Páll Arnarson, Þor- lákur Jónsson, Guðlaugur R. Jó- hannsson, Örn Arnþórsson og ekki síst fyrirliðinn, Björn Eysteinsson. Undanfari þessa var hin frækilega frammistaða landsliðsins á Evrópu- mótinu í Killarney á írlandi, þegar sveitin tryggði sér fjórða sætið og þar með þátttökurétt í heimsmeistara- mótinu ásamt 15 öðrum þjóðum. Á heimsmeistaramótinu sjálfu kom strax í ljós að íslenska landsliðið ætlaði sér stóran hlut. Sveitin vann sinn riðil með yfirburðum og sam- kvæmt reglum mótsins þýddi það að sveitin fékk léttari andstæðing í fjóröungsúrslitum en hinar, ef hægt er að komast svo að orði um landslið Bandaríkjamanna. Enda fór svo að sveitin sigraði Bandaríkjamennina létt og var þár með komin í undanúr- slit. Heldur þyngdist róðurinn og nú voru andstæðingarnir Svíar sem eiga á að skipa einu besta bridgelandsliði heimsins. Þessi leikur var jafn og harður og úrslitin réðust ekki fyrr en í -síðustu spilunum þegar þeir sænsku reyndu slemmu sem tapaðist en íslendingarnir létu sér nægja geimið. Meðan þetta var að gerast hafði pólska landshðiö náð að leggja Evr- ópumeistara Englendinga að velli í Þessi mynd er tekin er íslendingar sigruðu Svia i undanúrslitum. Þorlákur Jóhannsson er til hægri á myndinni en meðspilari hans er Guömundur Arnarson sem situr hinum megin við „múrinn". Símamynd Reuter. forystu og héldu henni óslitið til leiksloka. Höfðu reyndar 80 impa for- ystu þegar 32 spil voru eftir og heims- meistaratitillinn var þá nokkuð ör- uggur þótt Pólverjar næðu að minnka muninn í síðustu lotunni með örvæntingarfullri spilamensku. Lokastaðan var 415-374. Það er ljóst að fram undan er gós- entíð íslenskra bridgedálkahöfunda, því að íslenska sveitin spilaði um 500 spil í heimsmeistarakeppninni og voru mörg hvert öðru betra. Sér- fræðingar vilja halda því fram að sagntækni íslendinganna hafi öðru fremur átt þátt í velgengninni og þá bæði sóknar- og varnarsagnir. Við skulum skoða gott dæmi um hve truflandi góðar varnarsagnir geta reynst. N/0 * 107654 ¥ Á6 ♦ ÁKG94 + G ♦ Á93 ¥ 104 ♦ 852 + K10963 ♦ G8 ¥ K98732 ♦ D106 + 75 Bridge Stefán Guðjohnsen fjórðungsúrslitum og síðan heims- meistara Brasilíu í undanúrslitum. Með þeim glæsilega árangri tryggðu Pólverjarnir sér sæti í úrslitum um heimsmeistaratitilinn og andstæð- ingarnir virtust ekki ósigrandi þar sem litla ísland var. En þeir áttu eft- ir að verða fyrir vonbrigðum! En eins og alþjóð veit einokuðu ís- lendingar úrslitaleikinn, tóku strax ♦ KD2 ¥ DG5 ♦ 73 + ÁD842 í lokaða salnum sátu n-s Jón og Aðalsteinn en Pólverjarnir í a-v. Sagnirnar voru ósköp blátt áfram: Norður Austur Suður Vestur lspaði pass 21auf pass 2tíglar pass 4spaðar pass pass pass Austur spilaði út laufafimmi og Jón fékk auðveldlega 10 slagi. Eins og spilið liggur er raunar hægt að fá 11 slagi en sú leið er engan vegin auð- veld. Við hitt borðið sátu Pólverjarnir með passkerfið n-s en Þorlákur og Guðmundur Páll a-v. Sagnirnar koma hinum almenna bridgespilara sjálfsagt spánskt fyrir sjónir: Norður Austur Suður Vestur pass! 2 tíglar!! dobl 2hjörtu 2spaðar pass 3lauf pass 3tíglar pass 3hjörtu pass 3 grönd pass 4 spaðar pass 5tíglar pass 5hjörtu pass 5 spaöar pass pass pass Það kom sama útspil og spila- skýrslurnar sýna að Pólverjinn fékk aðeins 10 slagi og tapaði 50. Það er ávallt áfah þegar spilarar reyna við slemmu og fara upp í fimm og verða einn niður. Líklegt er að Pólverjinn hafi svínað fyrir tíguldrottningu og þannig tapað spilinu en glöggir les- endur sjá að með því að taka tvo hæstu í tígli og trompa þann þriðja, þá er hægt að fá 11 slagi. Meira um hinn glæsta sigur íslands næst. Stefán Guðjohnsen AMERICA FOR YOU! Þú getur líka orðið íbúi í Bandaríkjunum. Á hverju ári gerast 700.000 erlendir ríkisborgarar Bandaríkjamenn og fyrir- tæki okkar býður alhliða þjónustu fyrir innflytjendur, þ.á m. „Green Card Immigration Program". Þú gætir orðið meðal þeirra 40.000 manna sem ge- rast Bandaríkjamenn samkvæmt „Immigration Act" (innflytjendalöggjöfinni) 101-649 frá árinu 1990. Vegabréfsáritanir fyrir jnnflytjendur, án tímatakmarkana, verða veittar árlega þeim sem til þess veljast, í fyrsta skipti 14. október og svo næstu þrjú ár. Borgarar í 33 löndum koma til greina við þessa úthlutun (sjá lista). Til að auka líkur þínar á að koma til greina, þá fylltu út umsókn, skrifaðu undir samkomulagið og sendu það með símbréfi(faxi) á símanúmer sem gefið er upp hér á eftir. Þú getur greitt með American Express-korti, ávísun, ferðatékka eða Visa og Master Card (kreditkortum og látið kortnúmer og gildistíma fylgja með) á bankareikning okkar: American Universal Unlimited, Inc. Barnett Bank of South West Florida. Transfer Nr. ABA-063109058 ACCT Nr. 1622145131 240 So. Pineapple Avenue, Sarasota, Florida 34236 USA. Við gefum bráðlega út bók sem verður bráðnauðsynleg fyrir þá sem vilja frekari upplýsingar um það að gerast innflytjendur til Bandaríkjanna. Flún heitir „America For You" (Bandaríkin fyrir þig) og hún hefur að geyma fjöl- margar upplýsingar frá þeim sem reynslu hafa í þessum efnum. Tilboð Flokkur verið í $ umsóknarblöð (fjöldi) 1 50 2 2 100 10 3 500 A AAA 50 4 1 UUU lOU 5 2000 1000 6 4000 3000 Beri umsóknir ekki árangur fyrsta árið, gildir greiðsla þín ... $ fyrir önnur 3000 umsóknarblöð á ári, sem send verða næstu tvö árin án frekari kostnað- ar. Fáir þú jákvætt svar gerum við þér atvinnutilboð, til þess að þú getir feng- ið innflytjendaleyfi. íbúar eftirtaldra landa geta sótt um: Alslr, Argentinu, Austurrikis, Belgiu, Bermúdaeyja, Bretlands og N.irl., Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakk- lands, Gfbraltar, Gvadalupa, Hollands, Indonesíu, irlands, íslands, italiu, Japans, Lettlands, Lichensteins, Litháen, Luxemborgar, Monakos, Noregs, Nýju Kaledoniu, Póllands, Sanmarions, Sviss, Sviþjóöar, Tékkóslóvakiu, Túnis, Ungverjalands, Þýskalands. P.S. Dótturfyrirtæki okkar, „American Auto and Yachts," óskar eftir samstarfsfólki og dreifingaraðilum með innflutning og útflutning i huga. Vinsamlega hafið samband við okkur til að afla nánari upplýsinga. Fax (813) 379-9791 Simi (813) 378-0992 Sími/Fax (813) 378-3183 Landsnúmer: Flokkur: Umsókn (vinsaml. vélritið) Föðurnafn (ættarnafn) _______________________ Skírnarnafn _____!_____________________:_____ Fæðingardagur________________Fæðingarstaður. Utanáskrift í USA: American Universal Unlimited Inc. 4509 Bee Ridge Rd. Suite E Sarasota, Florida 34233 USA Utanáskrift þín og símanúmer ___________________________ Utanáskrift næsta sendiráðs Bandaríkjanna Flokkur Þáttökugjald (í $) sendu staðfestingu greiðslu í símabréfi (faxi) ásamt umsókn en greiðsluna með flugpósti. Samkomulag: Ég undirritaður fel „American Universal Unlimited, Inc." að koma á framfæri umsóknum mínum við „US Immigration Department (Inn- flytjendaskrifstofu Bandaríkjanna), skrá og útbúa umsókn mína sam- kvæmt Immigration Act I (Innflytjendalögum) frá 1990. Ég sam- þykki einnig að greiða óafturkræft framlag samkvæmt meðfylgjandi gjaldskrá. Undirskrift S.M. Marchone. varaframkvæmdastjóri „American Universal Unlimited, Inc."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.