Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 33
LAUGA'RDÁGUR 12. OKTÖÉÉR íá9Í. ■45 DV BRÚÐAR gjofin ■ Valdís og Gunngeir Valdís og Gunngeir eru 23 ára gömul og hafa verið saman í rúm 3 ár. Þau kynntust í Menntaskólanum við Sund rétt fyrir stúdentspróf vorið 1988. Giftingin var alltaf á dagskrá og brúð- kaupsdagurinn 12. október hafði lengi verið ákveðinn því það er brúðkaups- dagur ömmu og afa Gunngeirs. Þegar DV auglýsti eftir pari í giftingarhugleið- ingum slógu þau til ,,í gríni“, segir Gunngeir. DV gaf þeim kvartmilljón, 250.000 krónur, til að auðvelda þeim að byggja upp framtíðarheimili sitt og notuðu þau peningana til að kaupa hluti í gegnum smáauglýsingar DV. Þau fengu aldeilis mikið fyrir lítið því þau þrefölduðu upphæðina sem þau höfðu til ráðstöfunar. Þau keyptu 4 króm- og leðurstóla, Funai myndbandstæki, 22" Grundig iitsjón- varp, tvískiptan Blomberg ísskáp* sófa- borð með glerplötu og krómfótum, svartan, tvífættan standlampa með gler- plötu, tvo 2ja sæta sófa og stól með tauáklæði, Eumenia þvottavél með inn- byggðum þurrkara og stóran, þrískipt- an fataskáp. Einnig fengu þau stóra frystikistu að gjöf frá ókunnugum manni og Slippfé- lagið gaf þeim alla málningu sem þau þurftu á íbúðina. „Við erum alveg hissa á því hvað við höfum fengið nýja og fina hluti á lágu verði. Standlampinn er t.d. ársgamall, myndbandstækið er ekki ársgamalt, enn í fullri ábyrgð, þvottavélin er aðeins mánaðargömul og að sjálfsögðu enn i ábyrgð, og það sér ekki á neinum hlut,“ segir Valdís. „Maður hélt að fólk væri almennt að selja gamalt dót í gegnum smáauglýsingar en það er öðru nær. tJ Vinkonur mínar hafa fylgst spenntar með kaupunum og eru undrandi á því að allt er sem nýtt og fullkomlega að okkar smekk.“ ■ Brúökaupiö En nú er hinn langþráði dagur loks runninn upp. Valdís og Gunrigeir gifta sig í dag kl. 16 í Fríkirkjunni og það er sr. Valgeir Ástráðsson sem gefur þau saman. Brúðkaupsferðin hefst svo 25. október en Flugleiðir bjóða þeim í rómantíska brúðkaupsferð til Amster- dam og munu þau gista á Krasnapolsky hótelinu í hjarta borgarinnar. Við óskum þeim innilega til hamingju, góðrar ferðar og gæfu og gengis í fram- tíðinni! Smáauglýsingar Þverholti 11 - ioj Rvík Siml 91-27022 Fax 91-27079 Grsnl símlnn 99-6272 TIL HAMINGJII MED DAGINN! VALDÍS 06 6UNN6EIR 6IFTA $16 Í DA6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.