Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991. Sérstæð sakamál Hvaö geröi hana að fjöldamorðingja? „Karlmenn eru vondir og þaö á aö senda þá þangað sem þeir eiga aö vera.“ Það sem Aileen Wuornos átti í raun við var aö þeir ættu að deyja. Og nokkrum dögum eftir aö hún gaf þessa yfirlýsingu viður- kenndi hún að hafa myrt sjö menn. Lögreglan telur hins vegar að þeir séu aö minnsta kosti tíu. Æska Aileen var hörmuleg. Ýmsir af þeim sem rannsakað hafa málið og feril hennar telja að þar kunni að vera aö leita orsakanna fyrir morð- unum. 13 mánaða leit Þegar fram kom hvernig æskuár Aileen höfðu verið tóku sálfræð- ingar að beina augum sínum að uppvaxtarárum hennar í leitinni að ástæðunni til fjöldamorðanna. Og sumir þeirra telja lítinn vafa á því leika að þegar hún var ung hafi hún tekið að leggja hatur á karlmenn og þá ekki síst fóður sinn enda kunni hún í raun að hafa ver- ið að hefna sín á honum í hvert sinn sem hún framdi morð. Aileen Wuomos er alræmdasti fjöldamorðingi í rööum kvenna í sögu Bandaríkjanna. Og nú situr hún í fangelsi á Flórída þar sem hún framdi morðin. Fáir þekktu hana og nánast enginn vel nema fyrrverandi ástkona hennar, Tyria Moore, tuttugu og átta ára, sem tókst að gera sér nokkuð heillega mynd af ævi þessarar þijátíu og fjögurra ára gömlu konu. Aileen var handtekin þrettán mánuðum eftir að fyrsta morðið var framið en þá hafði leitin að fjöldamorðingjanum staðið um allt Flórídaríki. Það hjálpaði rann- sóknarlögreglumönnunum við þessa erfiðu og löngu leit að Aileen fór alltaf eins að. í flestum tilvikum leiddi hún fómardýr sín í gildru úti á vegum þar sem hún reyndi að fá sér far „á puttanum“ eða þá að hún stóð við hliðina á bíl með opið vélarhús og þóttist þurfa á aðstoð að halda. Fórnardýrin tekin aflífi Allir mennirnir sem Aileen myrti voru hvítir og miðaldra. Þegar hún fékk gott færi á þeim tók hún fram skammbyssu og skaut þá mörgum skotum. Stundum skaut hún allt að niu skotum í þá. Þegar aftakan hafði farið fram dró hún líkin inn í bíla mannanna og ók á einhvem fáfarinn stað þar sem hún kastaði líkunum. Síðan hélt hún áfram og oftar en ekki eyöilagði hún síðan bílana með því að aka þeim á eitt- hvað. Játning Aileen Wuomos vakti óhug í Bandaríkjunum. í ljós kom aö hún og vinkona hennar, Tyria Moore, höfðu um lengri tíma leigt mótelherbergi fyrir utan Daytona. Þar gengu þær undir nöfnunum Lee og Ty og komu oft á krár í nágrenninu. Stúlka, sem nefnir sig Carole, var ein fastagestanna á mótelinu og ein fárra sem kynntust Tyriu og Ai- leen. Djúpstætthatur „Einhvem tíma á ævinni hlýtur einhver karlmaöur að hafa fariö afar illa með Aileen," segir Carole. „Ég get að minnsta kosti ekki fund- ið neina aðra skýringu á því hve mikið hatur hún lagöi á karlmenn. Oft notaöi hún orðið „sjálfur sat- an“ um þá.“ Eigandi mótelsins, Renny Miles, fiöratíu og eins árs, segir: „Mér fannst strax í upphafi að þaö væri eitthvað aö. Framkoma hennar var Charles Humphreys, Charles Carskaddon, Peter Siems og Dou- glas Giddens þannig að maður var á verði. Ég ræddi nokkrum sinnum við hana af því hún var með svo mikla há- reysti en slíkar aðfinnslur þoldi hún alls ekki.“ „í yfirheyrslum var Aileen op- inská um lesbískt samband sitt við Tyriu Moore en það stóð í sex ár,“ segir einn lögreglumannanna. „En það er hins vegar ekkert sem bend- ir til að Tyria hafi haft neina hug- mynd um morðin." Erfíð æska Það sem sumir telja að hafi gert Aileen að fiöldamorðingja festi hugsanlega rætur þegar hún var að alast upp. Sex ára vaf hún látin Aileen Wuornos. víkja af heimili foreldra sinna og send til fóðurömmu sinnar og afa. Skömmu síðar framdi faðir hennar sjálfsvig. Þá hafði hann verið stað- inn að kynferðislegu ofbeldi gegn sjö ára gömlu bami og lá undir grun um að hafa myrt annað bam. Þegar Aileen var þrettán ára varð hún ólétt. Hún fæddi bamið en það var síðan tekið frá henni því hún var þá, þrátt fyrir hve ung hún var, starfandi vændiskona. Fjórtán ára reyndi hún að fremja sjálfsvig eftir að henni hafði verið misþyrmt og nauðgað aö minnsta kosti sex sinnum. Tveimur árum eftir að faðir hennar framdi sjálfsvígið drakk amma hennar sig til dauða. Þar með kom það í hlut afa hennar að sjá um hana. Hann framdi svo sjálfsvíg árið 1976. Ég hata hann „Ég hata afa minn djúpt og mik- ið,“ sagði hún eitt sinn við eina skólasystur sína. Þá kom einnig fram að bæði Aileen og systir henn- ar, Keith, urðu mjög skapmiklar í uppvextinum. Systirin dó svo árið 1976 af krabbameini, en það var sama árið og afinn framdi sjálfsvíg- ið. „Þegar Aileen leitaði fómardýra sinna var hún í raun aö leita að föður sínum," segir opinber tals- maður á Flórída. „Allir þeir sem hún myrti vora á svipuðum aldri og hann hafði veriö." Cheryl Downs, sem starfar í dómsmálaráðuneytinu, komst þannig að orði: „Að hafa verið send að heiman í fóstur hjá öðrum sex ára gömul hlýtur að hafa komið illa við hana. Þegar það bættist svo við að faðirinn var fangelsaður fyr- ir að hafa kynferðislega misþyrmt bami og lá undir grun um að hafa myrt annað getur það hafa orðið of mikið fyrir hana. Hvaða sex ára gömul stúlka getur þolað slíkt án þess að bera þess merki það sem eftir er ævinnar? Og síðan varð hún að lifa jafn ömurlegu lífi og hún hefur gert.“ Fyrsta fómardýrið Ákæruvaldið hefur einnig komist að þeiri niðurstöðu að hatur á karl- mönnum sé eina ástæðan til morð- anna því engan mannanna, sem hún skaut til bana, þekkti hún fyr- ir. Skömmu eftir handtökuna við- urkenndi hún að hafa myrt sjö menn en lögreglan telur að hún hafi alls tíu mannslíf á samvisk- unni. Tvö líkanna era enn ófundin. Formlega hefur Aileen enn að- *■' _ y_ • K; eins verið ákærð fyrir eitt morð, mannsins sem hún réð fyrst bana. Sá hét Richard Mallory og var fimmtíu og eins árs rafvirki. Lík hans fannst skammt norðan við Daytona Beach 13. desember 1989. En unnið er að því að ákæra hana fyrir sex önnur morð. Aileen lýsti því við yfirheyrslu hvemig hún hefði drepið Richard Mallory. „Ég fékk far með honum og lét hann skilja á mér aö ég væri svöng. Hann var afar vingjamlegur og bauð mér á veitingahús. Síðan tókst mér að fá hann til að aka mér út í sveit en þegar þangað kom tók ég fram skammbyssuna og skaut fióram kúlum í hann. Þegar ég haíði svo tekið allt sem einhvers var virði og kastað líkinu út í skóg ók ég heim til vinkonu minnar, Tyriu Moore.“ Líkt og á færibandi Fjórum mánuðum síðar fannst líkið af Douglas Giddens, fiöratíu og sex ára, en Aileen hefur ekki viðurkennt að hafa myrt hann. Síð- an fannst hvert líkið á fætur öðra. Af David Spears fiörutíu og þriggja ára, Charles Carskaddon fiörutíu og fimm ára, Troy Burgess fimm- tugum, Charles Humphreys fimm- tíu og sex ára, og Gino Antonio, sextugum. t Aileen hefur einnig játað aö hafa myrt Peter Siems, sextíu og fimm ára, en lík hans hefur enn ekki fundist. Þar að auki telur lögreglan hana seka um morðið á Curtis Read en hún neitar að bera ábyrgð á dauöa hans. Fær líklega dauðarefsingu Þegar málið kemur fyrir rétt verður Tyria Moore eitt aðalvitna ákæravaldsins. „Mig var farið að grana að hún væri með eitthvað óhreint í poka- horninu," sagði hún við yfir- heyrslu. „Þess vegna batt ég enda á samband okkar sem staðið hafði í sex ár og fluttist langt í burtu.“ Saksóknarinn hefur þegar lýst yfir því að hann muni fara fram á dauðarefsingu en veijandinn segist aftur á móti ætla að bera við geð- veiki. Ein gamalla vinkvenna Aileen fékk bréf frá henni eftir að hún hafði játað á sig morðin og þar seg- ir: „Ég vona að Guð fyrirgefi mér.“ Þessi vinkona, Grody, segir: „Aileen var sérfræðingur í aö eign- ast óvini. Það fór líka svo að allir (f j Richard Mallory, Gino Antonio, Troy Burgess og David Spears. lögðu hatur á hana. í rauninni varð ég ekki svo hissa á að heyra aö hún var handtekinn, grunuð um fiölda- moröin á Flórída." „Ég hafði bara áhuga á því að fá greitt fyrir kynmök við menn,“ seg- ir Aileen sjálf. „Það var bara þegar viðskiptamennirnir fóra að gerast erfiðir að allt fór úr böndunum." Það var sú venja Aileen að stela verðmætum af líkum fómardýr- anna sem átti mikinn þátt að loks tókst að leysa gátuna. Munirnir og teikning, sem gerð var eftir lýsingu vitna sem talið var að hefðu séö morðingjann, urðu til þess að Ai- leen gekk í net lögreglunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.