Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 46
'58
Afmæli
LAUGAEÐAGUR 12. OKT0RER:1991.
33 V
Þórarinn Þór
Þórarinn Þór, fyrrv. prófastur, nú
til heimilis aö Borgarheiði 13,
Hverageröi, verður sjötugur á
morgun.
Starfsferill
Þórarinn fæddist á Akureyri og
ólst þar upp og í Kelduhverfi. Hann
lauk stúdentsprófi frá MA1943 og
> embættisprófiíguðfræöifráHÍ 1948.
Þórarinn var prestur á Reykhól-
um 1948-69, á Patreksfirði 1969-87
og aftur frá apríl og fram í septemb-
er 1989. Hann var prófastur í Barða-
strandarprófastsdæmi 1960-87. Á
förutíu ára prestsskaparárum sín-
um þjónaði hann við allar fjórtán
kirkjur prófastsdæmisins í lengri
eða skemmri tíma, gegndi auka-
þjónustu í Flateyjarprestakalli í
fjórtán ár, í Brjánslækjarprestakalli
í tuttugu ár, í Sauðlauksdalspresta-
kalli í átján ár og í Bíldudalspresta-
kalli í fimm ár.
Þórarinn var kennari á unglinga-
stigi í tuttugu ár og skólastjóri Ungh
ingaskólans á Reykhólum 1959-69
. ; sem þá var oftast haldinn á heimili
prestsins. Hann var kennari við fðn-
skólann á Patreksflrði í tólf ár og
skólastjóri hans 1969-76. Þá var
hann formaður fræðslunefndar
Austur-Barðastrandarsýslu 1958-69
og sát í skólanefnd á sama tíma.
Hann sat í sáttanefhd í fjörutíu ár,
sat í stjórn Eyrasparisjóðs 1970-87
og var kosinn stjórnarformaður
hans 1987.
Fjölskylda
Þórarinn kvæntist 16.3.1946 Ingi-
björgu Jónsdóttur Þór, f. 21.1.1927,
d. 29.10.1978, hárgreiðslumeistara.
Hún var dóttir Jóns Gíslasonar,
múrara í Reykjavík, af Jötuætt, og
Guðrúnar Jónsdóttur húsmóður,
frá Hafþórsstöðum í Norðurárdal.
Börn Þórarins og Ingibjargar eru
Vilhelmína Þór, f. 6.8.1946, ritari í
Reykjavík, var gift Magnúsi Sig-
urðssyni rafvirkja sem lést 10.7.1973
og eignuðust þau þrjú börn en seinni
maður Vilhelmínu er Bjarni Jóns-
son, löggiltur endurskoðandi frá
Selfossi; Jónas Þór, f. 6.10.1948, raf-
virki á Patreksfirði, kvæntur Onnu
S. Einarsdóttur og eiga þau tvö börn;
MargrétÞór, f. 11.10.1953, verslun-
arstjóri á Patreksfirði, var gift Reyni
Finnbogasyni, útvegsmanni á-Pat-
reksfirði, og eignuðust þau tvær
dætur en Margrét er nú gift Sigurði
Pálssyni, kennara á Patreksfirði, og
eigaþautvo syni.
Albróðir Þórarins var Arnaldur
Þór, f. 23.2.1918, d. 22.10.1988, garð-
yrkjubóndi á Blómvangi í Mosfells-
sveit, var kvæntur Kristínu Jens-
dóttur og eignuðust þau þrjú börn.
Alsystur Þórarins; Guðrún Ólöf
Þór, f. 19.4.1919, var gift Herði Þór-
hallssyni, viðskiptafræðingi í
Reykjavík, sem lést 1959 og eignuð-
ust þau fimm börn; Guðlaug Kristín
Þór, f. 19.9.1924, hjúkrunarfræðing-
ur í Reykjavík, og á hún eina dóttur.
Hálfbróðir Þórarins, samfeðra:
Jónas Þórir Björnsson, f. 4.12.1909,
lengi vélmeistari á Gefjun, nú í
Hveragerði, kvæntur Huldu Stef-
ánsdóttur frá Akureyri og eiga þau
fjóra syni. Foreldrar Þórarins voru
Jónas Þór, f. 8.9.1881, d. 6.11.1951,
verksmiðjustjóri á Gefjun á Akur-
eyri, og Helga Kristinsdóttir Þór, f.
29.6.1889, d. 18.1.1928, húsmóðir.
Ætt
Jónas var sonur Þórarins Jónasar,
b. að Brekku í Svarfaðardal, Jónas-
sonar, kenndur við Sigluvík, Jóns-
sonar, b. á Tjörn, Þórarinssonar,
prests á Tjörn, Sigfússonar, prests á
Felli í Sléttuhlíð, Sigurðssonar,
prests á Barði í Fljótum, Einarsson-
ar, prófasts og skálds í Heydölum,
Sigurössonar. Móðir Þórarins í
Brekku var Margrét Þórarinsdóttir
frá Vígastöðum.
Móðir Jónasar Þór var Ólöf
Margrét Þorsteinsdóttir Thorlacius,
hreppstjóra á Öxnafelli, bróður
Hallgríms, langafa Davíðs ólafsson-
ar, fyrrv. seðlabankastjóra. Þor-
steinn var einnig bróöir Jóns, afa
Kristjáns, fyrrv. formanns BSRB,
og Birgis, fyrrv. ráðuneytisstjóra,
Thorlacius. Þorsteinn var sonur
Einars Thorlacius, prests að
Saurbæ í Eyjafirði, og Elínar Háll-
grímsdóttur Thorlacius, sýslu-
manns í Suður-Múlaþingi, Jónsson-
ar, sýslumanns í Berufirði, bróður
Þórðar, biskups í Skálholti. Jón var
sonur Þorláks, biskups á Hólum,
ættfööur Thorlaciusættarinnar,
Þórarinn Þór.
Skúlasonar. Móðir Þorláks var
Steinunn Guðbrandsdóttir, biskups
á Hólum, Þorlákssonar. Móðir Ein-
ars, prests í Saurbæ, var Ólöf, systir
Þorsteins, afa Jónasar Hallgríms-
sonar skálds og Snjólaugar, ömmu
Jóhanns Sigurjónssonar skálds.
Móðir Þorsteins var Margrét, systir
Álfheiðar, móður Helga Hálfdánar-
sonar lektors, föður Jóns biskups.
Helga var dóttir Kristins, b. á
Krónustöðum, Jósefssonar, b. þar
Sigurðssonar, b. í Suður-Tjarnar-
koti, Flóventssonar. Móðir Helgu
var Guðlaug Stefanía Benjamíns-
dóttir frá Stekkjarflötum.
Þórarinn tekur á móti gestum á
heimili dóttur sinnar í Dalseh 7,
Seljahverfi, á afmæhsdaginn kl.
17.00.
Ríkharöur Jónsson
Ríkharður Jónsson fiskmatsihaður,
Ólafsbraut 38, Ólafsvík, verður sex-
tugurámorgun.
Starfsferill
Ríkharður fæddist í Færeyjum og
ólst þar upp. Hann lauk almennu
barna- og unglinganámi í Færeyj-
um, lærði síðan skipstjórnarfræði
hér á landi og er með skipstjórnar-
réttindi á þrjátíu tonna báta. Þá
stundaði hann nám við Fiskvinnslu
skólann og er með réttindi í skreið-
ar-, saltfisks- og ferskfisksmati, auk
þess sem hann er með meirapróf
bifreiða.
Ríkharöur stundaði sjómennsku í
Færeyjum 1946-54. Hann flutti til
íslands 1954 og hefur búið í Ólafsvík
síðan. Hann stundaði sjómennsku
hér til 1956 en stundaði síðan ýmis
störf í landi til 1966. Þá fór hann
aftur th sjós og var jafnframt um
skeið útgerðarmaður en kom aftur
í land 1978 og hefur síðan stundaö
ýmis störf í landi. Hin síöari ár hef-
ur hann einkum stundað fiskmat í
Ólafsvík og viðar á Snæfellsnesinu.
Ríkharður hefur setið i Sjómanna-
dagsráði Ólafsvíkur í mörg ár, hefur
starfað mikiö í Framsóknarfélagi
Ólafsvíkur og sótt fundi og ráðstefn-
ur á vegum flokksins. Hann er fé-
lagi í Fiskmatsmannafélagi íslands
og varamaður í deild Verkstjórnar-
félagsins á Snæfellsnesi. Þá situr
hann í Umferðarnefnd Ólafsvíkur-
kaupstaðar.
Fjölskylda
Ríkharður kvæntist 1962 Ingveldi
Magnúsdóttur, f. 21.12.1930, hús-
móður. Hún er dóttir Magnúsar
Kristjánssonar, trésmiðs í Ólafsvík,
og Katrínar Eyjólfsdóttur húsmóð-
ur.
Dóttir Ríkharðs og Ingveldar er
Katrín Ríkharðsdóttir, f. 17.1.1956,
húsmóðir í Ólafsvík, gift Stefáni R.
Egilssyni, f. 3.10.1954, vélstjóra, og
er dóttir þeirra Hafdís Stefánsdóttir,
f. 10.7.1977.
Systkini Ríkharðs hafa öll veriö
búsett í Færeyjum. Þau eru Hugo,
Ríkharður Jónsson.
f. 1928, nú látinn; Albin, f. 1933; Jó-
hannes, f. 1935; María Margurita, f.
1937.
Foreldrar Ríkharðs voru Jón Jó-
hannesson, f. 1898, d. 1973, sjómaöur
í Sakum í Færeyjum, og Samulína
Poulsen, d. 1965, húsmóðir.
Símon Maggi Ágústsson.
Símon Maggi
Ágústsson
Símon Maggi Ágústsson vélfræö-
ingur, Bakkatúni 16, Akranesi,
verður sjötugur á morgun.
Símon Maggi fæddist í Reykjavík
og ólst upp á Akranesi. Hann lærði
vélvirkjun, stundaði nám við Iðn-
skólann á Akranesi og við Vélskól-
ann í Reykjavík.
Símon Maggi var til sjós á ungl-
ingsárunum. Hann starfaði síðan
við Hvalstöðina í Hvalfirði í tuttugu
ár og í tuttugu og fimm ár við Sem-
entsverksmiðju ríkisihs.
Símon Maggi kvæntist 11.10.1947
Anneyju Bylgju Þorfinnsdóttur, f.
27.3.1927, húsmóður og starfsstúlku
við Sjúkrahús Akraness. Hún er
dóttir Þorfinns Hanssonar og Svan-
hildar Kristjánsdóttur.
Símon er sonur Ágústs Einarsson-
ar, verslunarmanns í Reykjavík, og
konu hans, Margrétar Ólafsdóttur
frá Deild.
151!
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI
Óskað er eftir skrifstofuhúsnæði í miðbæ Reykjavíkur
eða næsta nágrenni til leigu eða kaups. Stærð 1000-
3000 m2. Tilboð berist.skrifstofu vorri að Borgartúni
7, Reykjavík, fyrir föstudaginn 18.10.91.
ll\ll\IKAUPASTOFI\IUI\l RIKISIIMS
BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK
FIMMTI
GÍR í ÞÉTTBÝLI!
UUMFERÐAR
RÁÐ
Til hamingju með afmælið 12. október
75 ára Þverási 16, Reykjavík.
Friðfínnur Kristj ánsson, Hvammi, Húsavík. Lauritz Karlsson, Steinhojtsvegi 5, Eskifirði. Pálmi Ólafsson, Holti 1, Torfalækjarhreppi. Guðný Pálsdóttir, Skjaldbreið 1, Hofshreppi. 40 ára
Guðmundur R. Sighvatsson, Kópavogsbraut 47, Kópavogi, Snæbjörn Reynisson, Austurgötull, Hofshreppi. Margrét S. Traustadóttir, Borgarheiði 6h, Hveragerðis- hreppi. Gísli Viðar Steindórsson, Tungusíðu 18, Akureyri.
70ára
Klara Olsen Árnadóttir, Faxabraut 6, Keflavik. Þórdís Kristinsdóttir, Granaskjóli 28, Reykjavík. Sigrún Þórarinsdóttir,
60 ára Hliðarvegi 44, Kópavogi. Loftur Sigvaldason, Kóngsbakka9, Reykjavík. Karin M. Sveinbjörnsdóttir, Melasíðu 8m, Akureyri. Stanko Jerman, Frakkastíg 12a, Reykjavík, Sævar Þór Finnbogason, Löngumýri21, Garðabæ. Ingunn Guðmundsdóttir, Jórutúni 8, Selfossi. Edda Hjörleifsdóttir, Sólvöllum 1, Stokkseyrí. Einar Sæberg Helgason, Hvammi, Hólshreppi.
Kristín Elísdóttir, Ástúni2,Kópavogi. Stefanía Stefánsdóttir, Digranesvegi 89, Kópavogi.
50ára
ÞóraBjörnsson, Tunguvegi 17, Reykjavík. Gísli Þorvaldsson, Kambaseli 39, Reykjavík. Elin Sigurðardóttir, Safamýri 33, Reykjavík.
Til hamingju með afmælið 13. október
90 ára 50 ára
Anna Guðmundsdóttir, Borgarbraut 25a, Borgameshreppi. Guðríður Jónsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavik. Ingólfur Hjaltalín, Þrándarseli 2, Reykjavík. Jóhanna Þorkelsdóttir, Lækjarseli 9, Reykjavík. Edda Imsland,
85 ára Bröndukvísl 6, Reykjavík. Baldur Matthíasson,
Gunnlaugur Gunnlaugsson, Lambhaga 2, Selfossi. Vallargötu23, Sandgerði. Baldur tekur á móti gestum í Slysa- varnahúsinu í Sandgerði á milli kl.
75 ára 18 og 21 á afmælisdaginn.
40 ára
Helga Magnúsdóttir,
Hjaltabakka 26, Reykjavik. Fritz M. Bjarnason,
70 ára Mýrarseli 2, Reykjavik. Helgi Eiríksson, Bæjargili 11, Garðabæ. ViIbergKarlsson, Noröurgaröi 10, Keflavík. Ellert Stcindórsson, Granaskjóli 56, Reykjavík.
Sigurður Þorvarða rson, Bakka, Kjalarneshreppi. Bragi Þorsteinsson, Freyjugötu 30, Reykjavík.
60 ára Geithömrum 3, Reykjavík. Gunnar Hannesson, Tröð, Grímseyjarhreppi.
Björg Sigríður Kristjánsdóttir, Breiövangi 22, Hafnarfirði.