Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991. 19 i»v Sviðsljós Madonnu boðin „lúsarlaun" Stórstjarnan Madonna segist hafa mikinn áhuga á boði Fred- erico Fellinis leikstjóra um að leika hlutverkið sem Anita Ek- berg lék á sínum tíma í kvik- myndinni Hið ljúfa líf. Fellini hefur nú í hyggju að gera nýja útgáfu af þessari mynd. Það var í henni sem Anita Ek- berg baðaði sig í hinum fræga Fontana di Trevi gosbrunni og varð fræg fyrir. Eina vandamálið fyrir Ma- donnu er launin. Fellini býður henni aöeins sem samsvarar sex milljónum íslenskra króna og það eru smáaurar fyrir stjórstjörn- una. Hún segist þó geta sætt sig við þessi lúsarlaun ef hún fær að vera meðframleiðandi og fær hlut af tekjunum sem koma inn af sýningum. Madonna. Trudeau 71 árs pabbi áný Pierre Trudeau, fyrrum forsæt- isráðherra Kanada, sem er orð- inn 71 árs, eignaðist dóttur á dög- unum. Móðirin er 36 ára lögfræð- ingur, Deborah Coyne. Hún vill hvorki giftast barnsföður sínum né búa með honum. Dóttirin, Sarah Ehsabeth, fæddist reyndar í maí en það er ekki fyrr en nú nýlega sem upp komst hver væri faðirinn. Pierre er alltaf sagður hafa ht- ið konur hýru auga og er sagt að hann hafi verið með „hálfri Hollywood" að minnsta kosti. Pierre Trudeau. / / SUMARIÐ 1992 ODYRA LEIGdFLdGIÐ 0KKAR OPNAR M PERAFTQR OTAL FERÐAMOOQLHKA. LONDON KR. 18.900 Alla þriðjudaga og föstudaga frá 1. maí til 24. september. GLASGOW KR. 14.700 Alla miðvikudaga frá 20. maí til 30. september. KAUPMANNAHQ KR. 19.700 Alla mánudaga og föstudaga frá 1. maí til 30. sept. Alla miðvikudaga frá 24. júní til 30. sept AMSTERDAM KR. 19.700 Alla sunnudaga frá 3. maí til 27. september. 3 o 4 Frjálst val um gististaði eftir efnum og ástæðum, allt frá svefnpokaplássi upp í Hilton Hótel. Bílaleigur og hótel á ótrúlega hagstæðu samningsverði með allt að 50% afslætti. Framhaldsferðir með dönskum og enskum ferðaskrifstofum. Islenskt starfsfólk okkar er til þjónustu á öllum áfangastöðum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, pantið strax, því að á þessu ári áttum við ekki pláss fyrir alla þá sem vildu notfæra sér ódýra leiguflugið okkar.Ódýru flugferðirnar okkar eru kærkomin kjarabót á tímum lífskjararýrnunar og gefa mörgum möguleika til utanlandsferða, sem annars ættu þess ekki kost. Ofangreindar leiguflugsferðir eru skipulagðar, framkvæmdar og seldar samkvæmt reglugerð samgönguráðuneytisins um leiguflug, nr. 21 frá 7. janúar 1985, ásamt ákvörðun sama ráðuneytis í bréfi frá 18. október 1990 - og með leyfi og í samvinnu við flugmálayfirvöld í Danmörku og Bretlandi. = FLUGFERÐIR = SaLHRFLUC Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 Öll verð eru staðgrei&sluverð án flugvallaskatta og forfailatryggingar og miðast við gengi 1. okt. 1991.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.