Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991. 63 Sviðsljós ElísabetTaylor gekk í hjónaband síðastliðinn laugardag: Ástin blómstrar hjá stórstjömunni Fáir eiga jafnviðburðaríka ævi að baki og stórstjarnan Elísabet Taylor sem verður sextug i febrúar. Hún er sú síðasta af stóru stjömun- um og er énn, tæpum fimmtíu árum eftir að hún byijaði að leika, súperstjama. Það er auðvitað eng- in önnur en Elísabet Taylor sem um er rætt. Það var áriö 1943 sem Elísabet lék í sinni fyrstu mynd um hundinn Lassie. Það var einnig árið 1943 sem blöð byrjuðu að fjalla um þessa sérstæðu stjörnu allra tíma. Fyrsta fréttin var um fótbrot henn- ar við upptöku. Ári seinna var hún aftur í sviðsljósinu er hún datt af baki í upptökum á myndinni Natio- nal Velvet. Hún skaðaði hrygginn og hefur aldrei náð sér eftir það fall. Elísabet Taylor er lunkin við að halda sér í sviðsljósinu og um- talið um hana er ekki alltaf upp á það besta. Hún hefur fengið ýmsa sjúkdóma, flensur, vírusa og fleira í þeim dúr og um allt það hefur verið fjallað samviksusamlega í heimspressunni. Drykkju- og offituvandamál Drykkju og pilluvandamál Elísa- betar vita allir um og einnig að hún er gjörn á að fitna úr hófi á stuttum tíma en verða aftur grönn og falleg á álíka stuttum tíma. Lýtalækning- ar Elísabetar hafa heldur ekki ver- ið leyndarmál né heldur ástarmál- in. Það er byggingameistarinn Larry Fortensky, 39 ára gamall, sem er sá heppni. Blöðin hafa komist á snoðir um að hann hafi setið í fang- elsi fjórum sinnum. Þrátt fyrir það segist Elísabet, sem verður sextug í febrúar nk., vera yfir sig ástfangin og hún hafi vitað í fjögur ár að með honum vildi hún eyða restinni af lífinu. Fyrrverandi eiginkona Fort- enskys er undrandi á aö þau skuli hafa getað verið svo lengi saman því hún segir að hann sé ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum frekar en öðru. Larry Fortensky var á Betty-Ford meðferðarstofn- uninni samtíða Elísabetu en það var einmitt þar sem þau kynntust. „Hann virkaði svo sorgmæddur og hjálparlaus að ég fékk sting í hjartaö," segir Elísabet um það þegar hún sá Larry fyrst. „Við sát- um saman í hópmeðferð og þá sá ég hvers konar maður hann er,“ segir hún. Sagt er að stuttu síðar hafi Larry flutt heim til Elísabetar í milla- hverfið í Beverly Hills þar sem næstu nágrannar eru Nancy og Ronald Reagan. Elísabet klæddi hann upp og gaf honum nýjan Pontiac Sunbird og lét hann þar að auki hafa mánaðarlaun. „Larry er fyrsti karlmaöurinn sem ég hef hitt um langan tíma sem umgengst mig sem KONU,“ útskýrir Elísabet. Móðirin bjó til stjömu Móðir Elísabetar, Sara Taylor, var allt frá því dóttirin fæddist ákveðin í að gera hana að sfjömu. Hún lét hana klæðast fallegum og dýrum kjólum, setti hana í dans og söngtíma. Elísabet átti að veröa stjarna eins og Shirley Temple. Draumurinn rættist og tólf ára gömul var Elísabet heimsfræg stjama. Hún hafði svo mikið að gera við upptökur á kvikmyndum að skólagangan fór fyrir bí. Og móðirin sat alltaf bakvið mynda- vélina og fylgdist með. Blöðin fylgdust með ævintýrinu en leist ekki á. Brátt mátti lesa um litlu heimsku stelpuna, sem var búið að eyðileggja með dekri, á forsíðum blaðanna. Þaö var móðirin sem ákvað að Elísabet ætti að gifta sig átján ára og það varð úr. Það var glaumgos- inn og hótelerfinginn Nicky Hilton sem var fyrsti eiginmaður stjöm- unnar. Ehsabet hélt að hún gæti breytt honum þegar þau væm gift. Þau fóra í brúðskaupsferð til Evr- ópu. Ekki leið langur tími þar til fréttir bárast um magasár Elísabet- ar og að brúðguminn héldi sig meira í spilavítum en hjá helsjúkri konu sinni. Hjónabandið var gjör- samlega misheppnað en við skiln- aöinn fékk Elísabet hvítan minkap- els, demantshring, Cadillac og fleira. Samt liðu einungis tuttugu dagar þar til Elísabet gekk aftur í hjónaband. Giftogskilin Hún hafði kynnst leikaranum, Michael Wilding, sem var tuttugu áram eldri, er hún kom til baka til Bandaríkjanna. Þau eignuðust tvö böm saman, synina Michael og Christopher. Báðir vora teknir með keisaraskurði en Elísabet var valin móðir ársins í Bandaríkjun- um. Þegar Elísabet hins vegar hitti í fyrsta skipti Michael Todd, sem stóð á bakvið myndina Umhverfis jörðina á 80 dögum, leið ekki langur tími þar til hún bað um skilnað. Þremur dögum eftir skilnaðinn var hún gengin í hjónaband með Mike Todd. Hún varð fljótlega ófrísk þrátt fyrir að læknar hefðu bannaö henni þaö vegna hryggjarskaðans. En Elísabet lét sér ekki segjast og lá mestan hluta af meðgöngunni. Dóttirin Liza kom í heiminn með keisaraskurði og varð mesta gleði foður síns. Elísabet og Mike vora hamingjusöm og þar sem þau höfðu gift sig á laugardegi fékk hún ávallt gjafir frá honum á þeim dög- um. Það voru demantsskartgripir, pelsar jafnvel Rolls Royce. Ári síð- ar fór Mike til New York til aö taka á móti verðlaunum sem „maður ársins" en Elísabet komst ekki meö vegna flensu. Mike fór með einka- flugvélinni „Heppna Liz“ sem hrapaði á leiðinni með þeim afleið- ingum að allir sem í henni vora létust. Öll heimsbyggðin fylgdist síðan með hinni syrgjandi ekkju, Elísabetu Taylor. Stakk undan Debbie Reynolds Hún fékk þó sína huggun hjá söngvaran Eddie Fisher sem síðar varð eiginmaður hennar. Hann og eiginkona hans, Debbie Reynolds, höfðu verið vinafólk Elísabetar og Mike. Reyndar höfðu Eddie og Debbie verið álitin hamingjusam- asta par í Hollywood og þess vegna urðu margir reiðir er hann tók sér Elísabetu fyrir konu og skildi við Debbie. Elísabet fékk marga alvarlega sjúkdóma á þessum árum og hún ávann sér á ný samúö heimsins. Þegar hún komst á fætur á nýjan leik kom annað hneyksli upp. El- ísabet fékk hlutverk í kvikmynd- inni Kleópötru sem er frægust fyrir aö vera dýrasta mynd sem gerð hefur verið og þar kynntist hún næstu ástinni, leikaranum Richard Burton. Lifað í lúxus Flestir muna eftir ástarævintýr- um Elísabetar og Richards en þau giftu sig tvisvar sinnum. Það má segja að hjónabönd þeirra séu þau frægustu í Hollywoodsögunni. El- ísabet og Richard þénuðu milljónir en allir þeirra peningar fóru í eyðslu á lúxusvarningi. Þau lifðu hærra en nokkurt kóngafólk og Richard gaf Elísabetu dýrasta de- mant í heimi sem frægt varð, Elísa- bet og Richard vora gift í fyrra skiptið í tíu ár og þrjá mánuði en aðeins níu mánuði í það síðara. Þetta'var þó ekki síöasta hjóna- band Elísabetar Taylor. Og í millit- íðinni bárust stöðugt nýjar fréttir af ástarsamböndum hennar við hina ýmsu frægu menn. Það var árið 1976 sem hún gekk í hjónaband með stjórnmálamanninum John Warner. Sumir töldu að það hjóna- band hefði einungis komið til vegna þess að Elísabet hélt að John Warn- er yrði forsetaefni Bandaríkjanna og hún þá komin í Hvíta húsið áður en langt um liði. Það gekk ekki eft- ir og árið 1982 skildu þau. Elísabet hefur á undanfornum árum helst verið í fréttum vegna drykkju- og offituvandamála. Sög- ur um ástarsambönd hafa þó alltaf skotið upp kolhnum. ‘fceeMMis MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900 EFST Á BAUGI: Al ÍS -J. f: XSIv RÆ :ði ORDAISOKIX Japan Opinb. heiti: Nippon Stjómarfar: þingbundin keisarastjgm Höfuðborg: Tókýó, 8,38 mljó.íb. Stærð: 377J0I km2 íbúafjöldig9 123 mljó. íbúadreif^ 325,8 íb./km1 Ævilikur karlar 75,9 ár, konur 82,1 ár Helstu trúílokkar: flestir Japanir aðhyllast bæði sintotrú (90%) og búddhatrú (76%) Tungumál: japanska (opinb.) Helstu útílv.: vélknúin (lutninga- og farar- tæki, rafeindatæki, vélar, jám, stál Helstu viðskiptal.: Bandar., V-Þýskal., Suður-Kórea VÞFáíb. S15 030 Gjaldmiðill: yen= 100 sen Veður I dag verður norðan- og norðaustankaldi í fyrstu austast á landinu en annars breytileg átt eða suðvestangola. Skúrir eða slydduél verða suðvestan- og vestanlands en austast á landinu verður rigning eða súld en léttir til fyrir noröan og austan. Hiti verður á bilinu 4-8 verður vægt frost. stig i dag en víða Veðrið kl. 6.00 i gærmorgun. Akureyri hálfskýjaö 3 Egilsstaðir rigning 2 Keflavikurflugvöllur hálfskýjað 3 Kirkjubæjarklaustur léttskýjaö 4 Raufarhöfn alskýjað 4 Reykjavík skýjaö 2 Vestmannaeyjar léttskýjað 5 Bergen alskýjað 8 Helsinki þoka 7 Kaupmannahöfn þoka 11 Úsló þoka 8 Þórshöfn hálfskýjað 9 Amsterdam léttskýjað 10 Chicago alskýjað 10 Frankfurt skýjað 15 Glasgow skýjað 11 London skýjað 15 Lúxemborg skýjað 13 Madrid léttskýjað 15 New York alskýjað 23 Nuuk rigning 10 Orlando léttskýjað 24 París þokumóða 17 Róm þokumóða 18 Valencia þokumóða 21 Vin léttskýjað 14 Gengið Gengisskráning nr. 194. -11. okt. 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar Pund Kan. dollar Dönsk kr. Norsk kr. Sænsk kr. Fi. mark Fra. franki Belg. franki Sviss. franki Holl. gyllini Þýskt mark It. líra Aust. sch. Port. escudo Spá. peseti Jap. yen Irskt pund SDR ECU 59,850 102,688 53,019 9,1661 9,0258 9,6954 14,4793 10.3708 1,7151 40.3587 31,3589 35,3306 0,04725 5,0210 0,4107 0,5589 0,46033 94,404 81,5121 72,3437 60,010 102,962 53,160 9,1906 9,0499 9,7214 14,5180 10,3985 1,7197 40,4666 31,4427 35,4250 0,04738 5,0344 0,4118 0,5603 0,46156 94,657 81.7300 72,5371 59,280 103,900 52,361 9,2459 9,1172 9,7749 14,6678 10,4675 1,7312 40,9392 31,6506 35,6732 0,04767 5,0686 0,4121 0,5633 0,44682 95,319 81,0873 72,9766 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 11. október seldust alls 11,444 tonn. Magn í Verö í krónum tonnum Meóal Lasgsta Hæsta Blandað 0,121 65,00 65,00 65,00 Gellur 0,019 315.00 315,00 315,00 Keila 0,357 43,83 35,00 54,00 Langa 1,037 77.37 67,00 79,00 Lúða 0,557 410,70 360,00 500,00 Lýsa 1,182 60,00 60,00 60,00 Skata 0,013 190,00 190,00 1 90,00 Skarkoli 0,024 20,00 20,00 20,00 Steinbítur 0,338 99,21 99,00 100,00 Þorskur, sl. 3,473 98,22 89,00 115,00 Þorskur, ósl. 0,079 96,00 96,00 96,00 Ufsi 0,202 69,00 69,00 69,00 Undirmál. 0,249 75,61 75,00 79,00 Ýsa.sl. 1,421 128,81 79,00 159,00 Ýsa, ósl. 2,398 111,98 100,00 137,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 11. október seldust alls 7,464 tonn. Ýsa.ósl. 4,539 113,42 108,00 117,00 Þorskur, ósl. 0,517 87,48 86,00 95,00 Lýsa, ósl. 1,008 40,00 40,00 40,00 Steinbltur 0.123 60,00 60,00 60,00 Koli 0.026 88,00 88,00 88,00 Ýsa 0.831 123,44 113,00 129,00 Þorskur 0,415 96,77 95,00 97,00 Fiskmarkaðurinn i Þorlákshöfn 11. október seldust alls 14,245 tonn. Blandað 0,020 50,00 50,00 50,00 Karfi 2,047 51,00 51,00 51,00 Keila 2,326 56,57 20,00 57,00 Langa 1,266 73,49 63,00 77,00 Lúöa 0,084 406,47 40,00 430,00 Skata 0,037 103,57 103,00 109,00 Skötuselur 0,025 387,20 285,00 650,00 ' Steinbitur 0,090 85,00 85,00 85,00 Þorskur, sl. 0,434 96,00 96,00 96,00 Þorskur, ósl. 0,113 96,00 96,00 96,00 Ufsi 0,506 59,00 59,00 59,00 Undirmálsf. 0,028 60,00 60,00 60,00 Ýsa, sl. 7.043 132,42 123,00 135,00 Ýsa, ósl. 0,227 123,00 123,00 123,00 Fiskmarkaður Isafjarðar 11. október seldust alls 2,939 tonn. Bland. 0,016 18,00 18,00 18,00 Hlýri 0,078 94,00 94,00 94,00 Lúða 0,196 459,72 310.00 595,00 Steinbítur 0,367 104,00 104,00 104,00 Tindaskata 0,047 20,00 20,00 20,00 Þorskur 0,665 96,27 87,00 99,00 Undirmál. 0,182 67,00 67,00 67,00 Ýsa 1,388 111,76 99,00 117,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 11 október seldust alls 89.305 tonn. Tindaskata Lýsa Undirmál Blandað Blálanga Lúða Langa Ýsa Langlúra Ufsi Þorskur Slld Keila 0,035 1,350 0,150 0,060 0,119 0,020 4,765 21,158 0,075 1,810 16,726 40,000 3,073 10,00 57,53 93,00 43,33 88,00 36,00 66,64 112,06 30,00 53,41 108,12 8.46 48,12 10,00 40,00 93,00 40,00 88.00 36,00 63,00 50,00 30,00 40,00 75,00 8,30 20,00 10,00 79,00 93.00 45,00 88,00 36.00 70,00 124,00 30,00 60,00 134,00 9,00 56,00 'iir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.