Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 52
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
.' ' . : ' l m : ...
Kaupskipaflotinn:
Undirmenn
- boða til
verkfalls
Undirmenn á kaupskipum hafa
boðað til verkfalls frá og með föstu-
deginum 18. október til föstudagsins
25. október. Tveim vikum síðar skell-
ur verkfall aftur á í eina viku náist
samningar ekki fyrir þann tíma. í
gildi er ytirvinnubann og mun það
gilda áfram þá daga sem verkfallsað-
gerðir standa ekki yfir.
Að sögn Jónasar Garðarssonar,
framkvæmdastjóra Sjómannafélags
Reykjavíkur, er tilgangurinn með
þessum aðgerðum að þvinga við-
,r ^ semjendur sjómanna til hreyfings.
Krafa undirmanna er nýr kjara-
samningur sem gildi til áramóta og
feb í sér grunnkaupshækkun upp á
tvö prósent. Þá vilja þeir 0,96 prósent
hækkun vegna samruna taxta og 7,5
prósent hækkun á kaupauka vegna
ákvæðisvinnu við uppskipun og
löndun. Alls felur kaupkrafa undir-
manna í sér launahækkun upp á tæp
þrjú prósent.
Jónas segir að þegar í upphafi verk-
fallsaðgerða megi búast við að 10 til
12 farskip stöðvist, svo fremi sem
ferðaáætlun þeirra verði ekki brey tt.
„Vinnuveitendur eru ósáttir við
þessar boðuðu aðgerðir sjómanna.
Deilurnar standa að hluta um lög
sem sett voru á laun. Lögunum var
fyrst og fremst beint gegn háskóla-
mönnum en þau bitnuðu einnig á
sjómönnum. Hvað þau mál varðar
höfum verið tilbúnir að skjóta
ágreiningnum í úrskurð. Okkur er
hins vegar enginn kostur að fallast á
einhveijar launahækkanir miðað við
þær aðstæður sem nú ríkja. Þar að
auki er tilgangslaust að ræða um
samning núna til tveggja mánaða,"
sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, þegar DV innti
hann eftir viðbrögðum.
« Þórarinn segir það mikil vonbrigði
"*v að sjómenn skub hafa ákveðið að
fara í verkfallsaðgerðir. Samninga-
viðræður hafi staðið yfir og ekki hafi
verið útséð um að þær skbuðu ár-
angri. Hann segir vinnuveitendur
ætla sér að hitta sjómenn að máb
eftirhelgi. -kaa
Síldveiði stöðvuð
Hafrannsóknastofnun stöðvaði
sbdveiðar þær sem hófust á Homa-
fjarðardjúpi í fyrrakvöld. Um tíu bát-
ar voru á miðunum í fyrrinótt og
fengu fimm þeirra afla. Mikið af sbd-
inni þótti vera of smátt. Um kvöld-
7 > matarleytið í gær var því ákveðið að
loka þessum miðum um óákveðinn
tíma. -hlh
LOKI
Blöndurafmagnið er dýrt
og Blöndudropinn líka!
Eiginkona og symr Jons Baldurssonar, nýbakaðs heimsmeistara í bridge, bíða heimkomu hans með óþreyju.
Þeir bræður, Jón Bjarni, 6 ára, og Magni Rafn, 4 ára, sögðu í gær að pabbi kæmi heim með stóran bikar og
geisluðu af ánægju. Móðir þeirra, Elín Bjarnadóttir, er framkvæmdastjóri Bridgesambandsins. Hún var ánægð
en mjög þreytt þar sem hún hefur borið hitann og þungann af opnu húsi í félagsheimili sambandsins undan-
farnar bridgenætur. Myndin var tekin af þeim mæðginum í félagshéimili Bridgesambandsins í gær. Sjá viðtal við
bræðurna á bls. 2 DV-mynd Brynjar Gauti
Veðriö á sunnudag
ogmánudag:
Austan-
ognorð-
austanátt
Á sunnudag og mánudag eru
horfur á austan- og norðaustan-
átt, allhvassri vestan til á landinu
en mun hægari í öörum lands-
hlutum. Noröan- og vestanlands
verða smáskúrir eða slydduél en
annars staðar úrkomubtið. Hiti
verður á bibnu 1-5 stig.
Þrotabú íslax hf. viö Ísaíjaröardjúp:
Um40tonn
af þriggja ára
laxi sluppu
- tjónið er metið á um 10-12 milljónir króna
Mikið tjón varð í fiskeldiskvíum ar skemmst með þeim afieiðingum járnkvíar með plasttlotholtum sem
íslax hf. við ísaijarðardjúp í lok aðfiskurinnhefðisloppiðúrtveim- um er að ræða. Þær brotnuðu
síðustu viku þegar óveður, sem ur þeirra. Nýlega hefði verið búið þannig að járnið kubbaðist í sund-
gekk yfir Vestfirði, feykti þeira um að slátra 12-15 tonnum og hefðí ur og rúllaðist upp. Það er vafa-
koll. Um40tonnafþriggjaáraeld- staðið fyrir dyrum að slátra af- laust hægt að gera við kvíarnar en
íslaxi sluppu úr kvíunum. Er tjónið ganginum innan tíðar. Nú væru það kostar vinnu og íjármuni."
metið á 10-12 mbljónir króna. fösk- eftir um 25-30 tonn þannig að um Fiskeldisfyrirtækið íslax hf. hef-
urinn svo og mannvirkin, sem það bil helmingur heföi sloppið. ur sem kunnugt er verið tekið til
skemmdust, voru ótryggð. „Við fengum ekki rönd við reist gjaldþrotaskipta. Nema lýstar kröf-
Benedbít Eggertsson, starfsmað- því veðurofsinn var óskaplegur og ur í það um 170 milljónum króna.
ur fyrirtækisins, sagði að atvikið þaövarkomiösvartamyrkur.Þetta Eigendur fyrirtækisins stofnuöu
hefði átt sér stað aðfaranótt föstu- var með alverstu veðrum sem ge- nýtt fyrirtæki, Ból sf., sem keypti
dagsins síðastbðins. Hefðu kvíarn- rast,“ sagði Benedikt. „Þetta eru síðanfiskinnafþrotabúinu. -JSS
Blönduvirkjun:
2,7 milljónir :
íveisluhöld
Veisluhöld vegna langingar horn-
steins að Blönduvirkjun og svo gagn-
setningar fyrstu aflvélar virkjunar-
innar kostuðu samtals hátt í þrjár
milljónir króna.
Landsvirkjun greiddi 197 þúsund
krónur fyrir leigu á rútu sem flutti
stjórnarmenn og yfirmenn fyrirtæk-
isins norður að Blönduvirkjun um
síðustu helgi. Þá var fyrsta aflvél
virkjunarinnar gangsett við hátíð-
lega athöfn þar sem viðstaddir voru
stjómarmenn og yfirmenn Lands-
virkjunar auk starfsmanna og fleiri
aðila á staðnum. Rútan flutti einnig
karlakórinn Fóstbræður norður.
Opið hús var í stöðvarhúsinu milb
klukkan 17 og 19 þar sem boðið var
upp á vín og pinnamat. Kostnaður
vegna áfengis reyndist vera 373 þús-
und. Að sögn Þorsteins Hilmarsson-
ar, upplýsingafulltrúa Landsvirkj-
unar, er kostnaður vegna pinnamat-
arins og málsverðar í mötuneyti
Blönduvirkjunar, sem fór fram eftir
móttökuna í stöðvarhúsinu, óljós en
þó óverulegur. DV gefur sér að
kostnaður vegna hátíðarmatseðils,
sem venjulega er ekki í boði í mötu-
neyti Blönduvirkjunar, og 25 auka
matargesta geti numið allt að 100
þúsund krónum og þykir þá varlega
reiknað.
Samtals nemur kostnaðurinn
vegna gangsetningar aflvélarinnar
því um 700 þúsund krónum.
Veisluhöld og ferðalög vegna lagn-
ingar hornsteins Blönduvirkjunar í
júlí í fyrra kostaði 2 mbljónir. Var
haldið upp á 25 ára afmæb Lands-
virkj unar þann sama dag. -hlh
Tveir enn
í Bangkok
Maöurinn, sem kom heim frá Tæ-
landi í fyrradag eftir að hafa verið
þar í haldi ásamt tveimur félögum
sínum vegna hótelskulda, var látinn
laus úr gæsluvarðhaldi í gær.
Ferð þremenninganna var greidd
með falsaðri ávísun. Ógilti flugfélag-
ið SAS-farseðla þeirra áður en þeir
komust þaðan aftur. Miðarnir áttu
að gilda til 15. desember.
Félagar mannins eru enn í Bang-
kok. Annar þeirra fékk senda pen-
inga að heiman til að greiða sinn
hluta hótelskuldarinar. Tveir þriðju
hlutar skuldarinnar hafa verið
greiddir og hafa forráðamenn hótels-
ins hætt við að leggja fram kæru
vegna hennar. Mennimir búa nú á
ódýru hóteb í Bangkok og eru frjáls-
ir ferða sin + na.
íslensk stjórnvöld standa við þá
ákvörðun að aðstoða þá ekki við að
komst heim. -hlh
ÖRUGGIR-AiyÖRU
PENIHGASKAPAR
VARI - ÖRYGGISVÖRUR
VARI
0 91-29399
Allan sólarhringinn
Oryggisþjónusta
síðan 1 969
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
TVÖFALDUR1. vinningur