Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991. Kvikmyndir Kvikmyndaframleiðendur í Rússlandi: Vonast eftir ásókn írá Vesturlöndum í stóru kvikmyndaverin í Moskvu - Back in theU.S.S.Rfyrsta vestræna kvikmyndin sem gerð er að öllu leyti í Moskvu Eftir að tók að losna um stjómar- taumana í Sovétríkjunum hefur kvikmyndagerð þar lifnað við og frá Rússlandi streyma nú kvik- myndir sem eru mjög í anda þess frelsis sem kvikmyndagerðarmenn þar búa við nú eftir áratuga eftirlit með öllum kvikmyndum þeirra. Þessi frjálslyndisstefna er eink- um til staðar í Moskvu en kvik- myndagerðarmennn þar á bæ líta vonaraugum til Vesturlanda í von um samstarf og liðveislu. Þegar hefur komist á samstarf við gerð nokkurra kvikmynda og svo hafa vestrænir kvikmyndagerðarmenn haldið til Moskvu til að kvikmynda atburði sem eiga að gerast þar. Fyrsta bandaríska kvikmyndin, sem tekin var í Moskvu í langan tíma, var The Russian House með þeim Sean Connery og Michele Pfeiffer í aðalhlutverkum. Fleiri hafa fylgt í kjölfarið, meðal annars kvikmynd sem bráðlega verður frumsýnd og' heitir Back in the U.S.S.R. Margt hefur komið Vestur- landabúum spánskt fyrir sjónir í kvikmyndaverum í Moskvu, enda virðast þau uppfull af gömlum og úr sér gengnum búnaði og vinnu- brögðin eru einnig ekki alveg í anda þess hraða sem viðgengst í Hollywoood. Þetta hefur framleið- andi Back in the U.S.S.R., Lou Stroller, fengið að kynnast og lýsir hann því að gera kvikmynd í Moskvu á þann veg að það sé blanda af óvæntum atburðum og miklum taugatitringi. „Breytingar á fyrirfram ákveðn- um verkum er daglegt brauð. Menn vakna upp við aö verð á öllum hlut- um hefur breyst og sofna á kvöldin með það efst í huga hvað muni breytast á morgun. Ekkert er auð- velt í Moskvu," segir Stroller en vill þó taka það fram að áætlun um Back in the U.S.S.R er fyrsta vestræna kvikmyndin sem gerð er að öllu leyti í Moskvu. Leikstjórinn, Deran Sarafian, er hér til hægri að ræða við kvikmyndatökumann sinn. kostnað hafi að mestu staðist. Back in the U.S.S.R. fjallar um bandarískan ferðamann sem óvilj- andi flækist í smygl á dýrmætum helgigrip úr landi. Frank Walley leikur ferðamanninn sem lendir í hremmingum í Moskvu. Natalya Negoda, sem gat sér frægö í Veru litlu, leikur stúlku sem hann kynn; ist og sjálfur Roman Polanski leik- ur rússneskan smyglara. Leikstjóri er Deran Sarafian og segir hann að margt hafi gerst sem skemmti- lega kom á óvart. „Eitt skiptið þeg- ar við voru að kvikmynda tilbúin mótmæh gegn vöruskorti fyrir framan Pizza Hut í Moskvu vissum við ekki fyrr en fólk, sem var á gangi, kom og tók sér stöðu í mann- Kvikmyndir Hilmar Karlsson fjöldanum eins og um raunveruleg mótmæli væri að ræða og Sarafian heldur áfram: „Þetta er skrítið land og ég vona að mér hafi tekist að koma til skila á filmu þessari und- arlegu tilfinningu sem ég hafði fyr- ir landinu." Back in the U.S.S.R er að öllu leyti gerö í Moskvu en í The Russian House voru það aðeins útiatriðin sem voru kvikmynduð þar. Er Back in the U.S.S.R. fyrsta myndin í fjögurra ára áætlun um að óháðir bandarískir kvikmyndaframleið- endur nýti sér hin stóru kvik- myndaver sem eru í Moskvu. Rúss- ar eru ákafir í að leigja út þessi kvikmyndaver sem eru geysistór og er ætlunin að leigan komi til með að auðvelda Rússum sjálfum gerð kvikmynda sinna. Bandarískt fyrirtæki sér um samninga Sömu menn hafa einnig lagt áherslu á að rússneskar kvik- myndir verði gerðar með stuðningi frá Vesturlöndum og er einmitt ein slík kvikmynd, Taxablús, sýnd á kvikmyndahátíð í Reykjavik um þessar mundir. Sú kvikmynd, sem gerð er í samvinnu við Frakka, sýnir vel hversu breytingar eru örar í sovéskri kvikmyndagerð um leið og hún sýnir hlið á Moskvu sem ekki hefur komið fyrir augu Vesturlandabúa fyrr. Hefur Taxablús vakið mikla athygli hér sem annars staöar á Vesturlönd- um. Á síðustu tólf mánuðum hefur Mosfilm gert fjörutíu og fjórar kvikmyndir og eru níu þeirra gerð- ar í samvinnu við aðila í Japan, Frakklandi, Englandi, Bandaríkj- unum og á Ítalíu. Tvær þessar kvikmynda, Aftaka keisarans og Anna Karamazova, hafa þegar ver- ið sýndar á kvikmyndahátíðum á Vesturlöndum. Þrátt fyrir þennan árangur Mos- film að fá aðrar þjóðir til samstarfs hafa forráðamenn fyrirtækisins orðið fyrir vonbrigðum með við- tökurnar í Hollywoood. Stóru fyrir- tækin þar hafa öll sýnt áhuga en ekkert gert í málinu enn sem kom- ið er og kemur þar til ótryggt ástand í landsmálum og hversu kvikmyndaverin í Moskvu eru orð- in úrelt. Mosfilm hefur þó ekki gefist upp og hefur ráðið í sína þágu stórt bandarískt fyrirtæki á sviði al- mannatengsla til að koma hlutun- um í lag svo að það sé samkeppnis- fært við önnur kvikmyndver vest- an hafs og til að sjá um að hagstæð- ir samningar séu gerðir. Einn frammámaður hjá Mosfilm segir að það sé kannski rétt að kvik- myndaver fyrirtækisins séu ekki jafnfullkomin og þau sem eru í Bandaríkjunum en á móti komi að þeir bjóði ódýrustu leiguna og ódýrasta vinnukraftinn og í landi eins og Bandaríkjunum, þar sem allt snýst um peninga, hljóti það að vega þungt. -HK Væntanleg kvikmynd: -The Doctor Læknir verður sjúklingur Einhvern tíma veröur læknir einnig sjúkhngur og það er einmitt þemað í nýjustu kvikmynd Randa Haines, The Doctor. Það er virtur og fær skurðlæknir, Jack MacKee (William Hurt), sem skyndilega verður að horfast í augu við sjúk- dóm sem gerir það að verkum að hann verður aðeins venjulegur sjúklingur á spítalanum þar sem hann vinnur. í fyrsta skipti verður læknirinn að reiöa sig á aðra lækna og ganga í gegnum allt sem sjúkl- ingar hans hafa þurft aö ganga í gegnum og hann ekki leitt hugann að, meðal annars endalausar rann- sóknir og yfirfull biðherbergi. Áður en MacKee varð veikur hafði hann haft litlar áhyggjur af sjúklingum sínum, unnið vélrænt með allan hugann við veraldleg gæði. í veikindum sínum gerir hann sér grein fyrir þessari stað- reynd og hugrekki ungrar stúlku, sem hann kynnist, gefur honum kraft til að standast eigin áföll og taka veikindum sínum af karl- mennsku um leið og hann gerir sér William Hurt leikur lækni sem snögglega þarf aö standa í sömu sporum og sjúklingar sínir. grein fyrir að læknirinn þarf fyrst að vita hvemig hjartað slær áður en það er skorið. The Doctor hefur fengið mjög góða dóma vestan hafs og hefur einnig verið vel sótt. Hún er ein af „litlu“ myndunum sem ekkert fer fyrir meðan verið er að gera þær en slá svo rækilega í gegn og verða mun vinsælli en margfalt dýrari myndir. Randa Haines Leikstjóri The Doctor er Randa Haines og er þetta önnur kvik- myndin sem hún leikstýrir. Fyrri mynd hennar var hin rómaða Chil- dren of a Lesser God og lék William Hurt einnig aöalhlutverkið í þeirri mynd ásamt Marlee Matlin. Sú mynd fékk fimm tilnefningar til óskarsverðlauna, meðal annars sem besta kvikmyndin. Randa Haines ólst upp í New York og nam leiklist hjá Lee Strass- berg. Eftir að hafa leikið í nokkrum leikritum tók hún til við nám í The School of Visual Arts og fékk fljótt meiri áhuga á að vinna á bak við myndavélina en fyrir framan hana. Henni gekk þó ifla að koma sér á framfæri og vann sem umsjónar- maður handrita í tíu ár. Fyrstu reynslu sína í leikstjóm fékk hún þegar hún gekk til liðs við Directing Workshop For Wo- man í Amerísku kvikmyndastofn- uninni. Þar leikstýrði hún mynd sem hét August/September. Haines skrifaði sjálf handritið sem hún byggði að hluta til á skáldsögu eftir Doris Lessing. Skömmu síðar fékk hún starf sem handritshöfundur við sjónvarpþættina Family. Hún leikstýrði tveimur heimildarkvik- myndum áður en hún fór að vinna við hina vinsælu sjónvarpsþætti, Hill Street Blues, þar sem hún skrifaði handrit og leikstýrði nokkrum þáttum. Eins og áður segir vakti hún mikla athygli með sinni fyrstu kvikmynd, Children of a Lesser God, sem gerð var 1986. Haines var ekkert að flýta sér að fylgja eftir velgengninni en hreifst loks af handriti leikritahöfundarins Ro- berts Caswell sem hann skrifaði eftir sjálfsævisögu læknisins Ed Rosembaum. Caswell er ástralskur og eina kvikmyndahandritið, sem hann hefur áður skrifað, var A Cry in the Dark þar sem Meryl Streep fór á kostum sem móðir sem ákærð er fyrir aö hafa drepið barn sitt. Annar virtur Ástrali var í lykil- stöðu við gerð myndarinnar, kvik- myndatökumaðurinn snjalli, John Seale, en meðal afreka hans eru Randa Haines, leikstjóri The Doct- or. Dead Poets Society, Mosquito Co- ast, Witness, Gorillas in the Mist, Children of a Lesser God og Rain Man. Það höfðu ekki margir trú á The Doctor fyrirfram en annað hefur sýnt sig og þegar síðast fréttist var hún búin að hala inn ijörutíu millj- ónir -dollara vestan hafs fyrir Touchstone-fyrirtækið og um leið skipar Randa Haines sér í hóp bestu kvenleikstjóra í Hollywood en aðeins Penny Marshall hefur gengið svo vel. The Doctor verður bráölega sýnd í Bíóborginni. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.