Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991. 43 Trimm Sólbaðsstofa Reykjavíkur í GYM 80: Meirihluti stílar upp á grenningu og vöðvaþjálfun rafmagnsnudd einn kosturinn í líkamsræktinni „Tækin eru afskaplega einíold og straumurinn gerir það sem nuddari gerir annars með fingrunum, það er mergur málsins. Málið er að tengja tækiö á rétta staði og hafa tilfinningu fyrir þvi og hvaða kraft á að gefa og annað. Nuddari þarf auðvitað að kunna aö beita fingrunum og straumurinn í rauninni leysir það af hólmi varðandi vöðvabólguna. Straumurinn fer sem sagt inn í vöðv- ana og máhð er að kunna að raða því upp. Það eru til staðlaðar myndir fyrir stöðluð prógrömm og menn þurfa náttúrlega að læra það. Þ.e. aö vita hvað straumurinn gerir en þegar menn eru búnir að vinna við þetta er hægt aö spila eftir eyranu," sagði Garðar Vilhjálmsson í samtaU við DV. í GYM 80 við Suðurlandsbraut 6 er Garðar VUhjálmsson með aðstöðu fyrir svokallað Trimform eða raf- magnsnudd en það er tæki sem er hægt aö nota til grenningar og vöðva- þjálfunar auk annarra möguleika. Garðar, sem er reyndar eigandi Sól- baðsstofu Reykjavíkur sem leigir Straumurinn sem slíkur getur ekki skaðað því hann er það lítill, segir Garðar. DV-myndir Brynjar Gauti aðstöðu hjá GYM 80 undir starfsem- ina, er með tvær vélar í takinu og fyrirhugað er að bæta við enda er eftirspurnin mikil. Stakur tími kost- ar 1000 kr. en 10 tíma kort fæst á kr. 6500. Hver tími tekur hálftíma auk þess sem einhverjar mínútur fara í aö setja blöðkurnar á og taka þær af. Líkamsræktartæki stjórnað með straumi „Kúnnar okkar eru flestir í vöðva- þjálfun og grenningu og tækið er í rauninni eins og hvert annað æfinga- tæki. Þetta er eins og líkamsræktar- tæki sem er þá stjórnað með straumi. Þú sendir straum inn í vöðvana sem skipar þeim að kreppa sem er nokk- uð sem taugakerfið gerir þegar þú ert að æfa en þannig byggirðu upp vöðvana," segir Garðar þegar hann útlistar fyrir blaðamanni út á hvað þetta gangi. Sá sem mætir í tíma fær settar á sig 24 blöðkur en straumur- inn sem er geflnn er þó ekki eins og úr innstungu, ef einhver skyldi hafa staðið í þeirri meiningu. „Þú færð straum og þetta er svona hægt vaxandi. Ef fólk fmnur eitthvað annaö en þennan þrýsting frá tækinu þarf auðvitað að láta vita og það brýnum við fyrir fólki enda verður að hlýða líkamanum. Straumurinn sem slíkur getur ekki skaðað því hann er það lítill. Þetta er t.d. ekki hættulegra en að fara út að hlaupa.“ Ábekk með blöðkur í rafmagnsnuddinu gerir viðkom- andi hlutina oftar heldur en t.d. í tækjasal þvi hann þarf ekki að hafa fyrir því að gera æfinguna en á móti þjálfast ekki hjarta eða lungu. Tíminn sem sagt felst í því að liggja á bekk með blöðkurnar á sér og tæk- ið sér síðan um að senda strauminn sem á að gera allan þennan gæfu- mun. Garðar sagði einnig að hver tími hjá honum væri á við 6-8 stunda þrekþjálfun og því augljóst að hér er eitthvað á ferð fyrir annasama ís- lendinga sem vilja halda sér í formi. Garðar við rafmagnsnuddtækið og með blöðkurnar í hendinni. 24 slikar eru settar á þann sem mætir í timann en eftir 10 slika á viðkomandi að geta notað 1-2 númerum minna i fatastærð. Þetta hljómar þægilega en vekur jafnframt upp þá spumingu hvort harðsperrur séu út úr myndinni. „Það tekur mánuð að koma vöðvun- um í start og þó fólk fái harðsperrur í tækinu fer það af í næsta tíma og á síðan að heyra sögunni til. Það má hka benda á það að við erum með fullt af fólki sem kann ekki við að fara í þolfími eða líkamsrækt, kannski vegna feimni eða af öðrum orsökum. T.d. þeir sem hafa fengið hjartaáfall en tækið reynir ekkert á það líffæri." Púls ákveður straumboðin Garðar telur upp fleiri hópa og bendir á að þolfimin henti ekki öllum til aö grennast og þjálfa vöðvana og það er greinilegt á öllu að hann er ekki hrifmn af öllum kennurum á þeim bæjum. „Það eru margir sem geta ekki haldið í við aðra í þessum tímum enda vill brenna við aö kennslu sé ábótavant fyrir byrjendur í þolfimisölum borgarinnar." Hann lætur sér þetta nægja um þolfimina enda búið að varpa fram spumingu um upphitunina. „Allt sem heitir hreyfmg og teygjur er æskilegt og það er auðvitað gott aö hita upp. A tækinu hjá okkur er púls sem ákveður hversu ört straum- boðin fara í þig. Það getur verið frá 0,5-2 sek. en upphitunin er í rauninni inni í tækinu. Þessi vöðvaþjálfun er þannig að viðkomandi stífnar ekki upp í tækinu en þaö er að sjálfsögðu sniðugt að teygja vel á eftir því þetta eru töluverð vöðvaátök." Aðsóknin sannar árangurinn Meirihluti þeirra sem nýta sér raf- magnsnuddið er að stíla upp á grenn- ingu og vöðvaþjálfun og í húsakynn- unum er auglýsing þar sem segir að árangur mælist m.a. í því að viðkom- andi minnki um 1-2 fatanúmer á 10 tímum. Sjálfsagt þykir einhveijum það hæpiö en Garðar fullyrðir að svo sé og bendir á að aðsóknin sé besta dæmið um það að rafmagnsnuddið skili árangri. Aörir hópar leita einnig 1 þetta. T.d. þeir sem eru meö vöðva- bólgu og eins þeir sem hafa lent í óhöppum. íþróttamennirnir hafa ennfremur nýtt sér þetta og má nefna Einar Vilhjálmsson og Bjarna Frið- riksson í því sambandi. „Það er alls konar fólk sem kemur hingað. Frá aldrinum 14-15 og sú elsta er held ég 83 ára. Konurnar eru reyndar í meirihluta en körlunum virðist alltaf líða vel, alveg sama hvemig þeir líta út,“ segir Garðar aðspurður um þann hóp sem nýtn^ sér þessi tæki og bætir við að heil- brigðisyfirvöld hafl ekkert við þau að athuga og til marks um það eru sjúkraþjálfarar og aðrir famir að nota þetta töluvert. -GRS Trimmsíðan fylgist með rafmagnsnuddinu: Ekki sárten svolítið óþægilegt - segir Nanna Dröfn Sigurdórsdóttir í næstu viku verður sagt frá útkomunni eftir þessa 10 tíma sem Nanna kemur til með að fara í. DV-mynd Hanna „Stúlka sem ég þekki hefur farið í þetta og hún fór aö tala um hvað þetta heföi borið góöan árangur. Hún sagðist hafa fundið mikinn mun á sér og þá langaði mig til að prófa þetta," sagði Nanna Dröfn Sigurdórsdóttir í samtali við DV en hún er nú í „með- ferð“ hjá Garðari Vilhjálmssyni í rafmagnsnuddinu og hefur' gefið Trimmsíðunni góðfúslegt leyfi til aö fylgjast með útkomunni. „Þegar ég kom í fyrsta tímann byij- aöi Garðar á því að mæla mig og síð- an var ákveðið hvar ætti að taka af og styrkja mig til að fá betri vööva. Síðan voru settar á mig breiðar teygj- ur þar sem blöðkurnar komu og þá lagðist ég á bekk og straumurinn var settur á.“ Nanna leggur áherslu á lærin og mjaðmirnar líkt og flestar konur en hvernig tilfinning er þaö þegar straumurinn er settur á? „Það var voða skrítin tilfmning. Það var eins og mig kitlaði, nokkurs konar seiðingur. Eg hélt að þetta væri bara svona þægilegt en þá setti Garðar meiri straum á þangað til hann var ánægður með þetta.“ Þegar talað er um rafmagn og straum dettur væntanleg einhveij- um sársauki í hug en hvað fannst Nönnu? „Þetta er ekki sárt en svolítið óþægilegt en þetta venst. Þetta er skrítið því ég sá vöðvana vinna und- ir blöðkunum. Þetta er ekki stans- laus straumur en þegar þetta fer af stað sér maður vöðvana vinna. Fæt- urnir voru uppi á púöa og þeir kippt- ust aðeins til og eftir þennan fyrsta tíma fékk ég dúndrandi harðsperrur enda var hreyft við vöðvum sem hafa kannski verið óhreyfðir nokkuð lengi." Svo mörg voru þau orð um þennan fyrsta tíma sem Nanna fór í. Þegar þetta blað kemur út verður hún rúm- lega hálfnuð í þessari 10 tima „með- ferð“ en á næstu Trimmsíðu eftir viku heyrum viö hljóðið í henni að afloknu prógramminu. Þá kemur væntanlega í ljós hvort þetta hefur skilað Nönnu tijætluðum árangri eða ekki. -GRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.