Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991.
Fréttir
Tveimur heimsmeist-
aranna boðið til Ítalíu
-16 heimsfrægum bridgepörum boðið
Sviss.
Þetta verður í 6. sinn sem þessi
keppni fer fram. Fyrst 1986 og þá
sigruðu Bocchi-Mosca, Ítalíu. Síðan
hafa sigurvegarar orðiö 1987 Eisen-
berg-Sontag, USA, en Sontag spilaði
í fyrstu sveit USA í Japan og Eisen-
berg, fyrrum heimsmeistari, var þar
útskýrandi á töflu, 1988 ítalarnir
Duboin-Ferrarro. 1989 Austurríkis-
mennimir kunnu, Erhard-Fucik, og
1990 Eisenberg-Lev, USA, en Lev spil-
aði með Zia á stórmóti Flugleiða í
vetur.
-hsím '
Italir hafa oftast allra þjóða orðið
heimsmeistarar í bridge eða 14 sinn-
um og í gær bárust Bridgesambandi
íslands heillaóskir frá forseta ítalska
bridgesambandsins, Gianarrigo
Rona, og jafnframt boð um að senda
tvo af heimsmeisturum íslands á
stórmót á Ítalíu.
Mótið nefnist Top 16 og til þess er
boðið 16 heimsfrægum bridgepörum,
10 erlendum og 6 ítölskum. Þetta er
tvímenningskeppni, sem haldin
verður dagana 22.-24. nóvember í
Campione, einum fegursta stað á
Norður-Ítalíu skammt frá Lugano í
Ólafsflörður:
Bátur skemmdist mikið
Helgi Jónsson, DV, ÓlafefirðL tVÖ 8öt komu á hann en dælur hÖfÖU
------------------------þo undan. Snarfari verður tekinn í
SnarfariÓF35tókniðriumhelgina fullnaðarviögerð í Slippstöðinni á
á grynningum í Kálfshamarsvík. Akureyri.
Botn skipsins skemmdist mikið og
Skoðað ofan í kerin hjá Atlantslaxi i gærdag. Þar blasti mjög horaður,
hálfdofinn og líklega sýktur fiskur við mönnum. Steinn Steinsson héraðs-
dýralæknir, annar frá hægri, sagðist aldrei hafa séð annað eins. Næst á
myndinni er Ársæll Sigurþórsson, umsjónarmaöur eldisstöðvarinnar.
DV-mynd Brynjar Gauti
Ljót aðkoma dýralæknis og lögreglu hjá Atlantslaxi í gær:
Laxinn horaður og
hálfdof inn af svelti
Lögregluþjónn setur einn laxanna í
fötu. DV-mynd Brynjar Gauti
regluna í Grindavík í gær hafði hún
ekki fengið ábendingar um laxinn í
stöðinni en hafði þegar samband við
héraðsdýralækni til að fá álit sér-
fróðs manns. Kom hann strax suður-
eftir.
Steinn sagðist senda lögreglunni í
Grindavík yfirlit yfir skoðun sína á
staðnum og umsögn. Þar með væri
þetta orðið lögreglumál. Sá hann
ekki annað fyrir sér en fiskinum yrði
slátrað, ekki síst ef tekið væri tillit
til stöðu fyrirtækisins.
Gjaldþrotabeióni í dag
Beiðni um gjaldþrot Atlantslax
liggur fyrir hjá bæjarfógeta í Kefla-
vík og verður málið tekið fyrir
klukkan 14 í dag. Að sögn skiptaráð-
anda í Keflavík eru Landsbankinn
og Framkvæmdasjóður stærstu
kröfuhafarnir.
Vegna mikilla rekstrarerfiðleika
fékk Atlantslax fimm mánaða
greiðslustöðvun undir lok ársins
1989 en hún rann út í lok mars 1990.
Síðan þá hefur fyrirtækið verið í
rekstri. í upphafi var áætlað að
byggja 24 þúsund rúmmetra laxeldis-
stöð en hún er nú 12 þúsund rúm-
metrar að stærð. í mars 1990 sagði
DV að uppbygging stöðvarinnar
hefði kostað 250 milljónir króna.
-hlh
í helmingi keranna var laxinn mjög horaður. DV-mynd Ægir Már
- aldrei komið að svona löguðu, sagði dýralæknirinn
„Þetta er mest ruslfiskur," sagöi
Steinn Steinsson héraðsdýralæknir
með þunga í röddinni þegar hann
hafði skoðaö lax í kerum laxeldisfyr-
irtækisins Atlantslax í gærdag.
Steinn fór ásamt lögreglunni í
Grindavík að eldiskvíum Atlantslax
úti á Reykjanesi seinnipartinn í gær.
Þar blasti við mönnum ófógur sjón.
í um helmingi keranna var mjög
horaður og að því er virtist sýktur
lax. Innan um voru reyndar stórir
boltar en þeir hafa haft betur í barátt-
unni um fóðrið - þegar fóðrun hefur
átt sér stað. Blaðamanni var tjáð að
fóðrun færi einungis fram um það
bil einu sinni í viku. Annar lax í ker-
unum var horaður og virtist hálfdof-
inn af svelti. Þannig gátu lögreglu-
menn nánast klappað fiskinum þar
sem hann leið um í vatninu í kerun-
um og hreinlega tekið hann upp með
berum höndum fyrirhafnarlaust. Þá
lá nokkuð af dauðum fiski á botni
keranna.
„Það mátti sjá að fiskurinn hefur
ekki fengið neina ærlega fóðrun. Þáö
var mikið af horuðum fiski en þó
einstaklingar innan um sem voru í
lagi. Fiskurinn virtist sýktur af kýla-
pest en rannsóknir mínar á sýnun-
um, sem ég tók með mér, munu leiða
það í ljós. Þetta leit alls ekki vel út,
var reglulega lélegt. Það er ekki gam-
an að koma að svona kerum. Ég hef
komið í fjölda fiskeldisfyrirtækja áð-
ur en aldrei komið að svona löguðu
fyrr en nú,“ sagöi Steinn.
DV fékk ábendingar í lok síðustu
viku þar sém fullyrt var að laxinn
hjá Atlantslaxi væri sveltur og hann
lægi dauður í kerunum. í samtali við
DV vísaði Sigurþór Þorkelsson fram-
kvæmdastjóri þeim fullyrðingum á
bug. Myndir, sem teknar voru í lax-
eldisstöðinní seint á fóstudag, bentu
til að ástandið væri allt annað en
gott. Þegar samband var haft við lög-
Sólarhrings eltingaleikur þegar færa átti kú til slátrunar á Blönduósi:
Kýrin rauk út úr
bænum og stökk
yf ir girðingar
- fór líka yfir skurði og synti út 1 vatn á flóttanum
„Ég fór með 3 kýr til slátrunar.
Þegar við vorum að setja þær inn
í sláturhúsréttimar á Blönduósi
varð ein alveg brjáluð. Hún hrein-
lega stökk í fangið á mér og fram-
hjá þar sem ég stóð í gættinni og
hljóp aö sjávarbakkanum. Við
reyndum að komast í veg fyrir
hana en það var ekki auövelt. Hún
fór síðan inn í tvo garða og við þrir
bændumir á eftir. Kýrin rauk svo
út úr Blönduósbæ, yfir allar girð-
ingar og hvað sem fyrir var - hún
var mjög létt á sér,“ sagði Valgarð-
ur Hilmarsson á bænum Fremsta-
Gili sem er skammt austan Blöndu-
óss.
Valgarður og fleiri bændur ásamt
mönnum úr sláturhúsinu á
Blönduósi eltust við kúna Von í um
einn sólarhring fyrir helgi eftir að
mikil styggð kom að skepnunni
þegar verið var að færa hana til
slátrunar.
„Hún var á góðum aldri, fimm
vetra, stór og þrekmikil og falleg
belja," sagði Valgarður.
„Þegar kýrin var komin út úr
bænum fór hún bara út í sveit og
um 2 kílómetra upp fyrir bæ. Við
kölluðum á skyttu og meiri mann-
skap og eltumst viö kúna yfir tún
og móa í Langadalnum. Við Grafar-
vatn hjá Breiðavaði lét kýrin sig
ekkert muna um að synda út í mitt
vatn en sneri til baka aftur. Þá
reyndum viö aö hafa skyttuna í
færi en kýrin hljóp hana af sér og
hélt niður að Blöndu. Þá hélt ég að
hún ætlaði heim að Fremsta-Gili.
Við fylgdum eftir en slátrararnir
fóru heim. En þá fór kýrin yfir
þjóðveginn, yfir skurð og girðingu
og upp í fiall við eyðibýlið Björn-
ólfsstaði og stoppaði þar hjá hross-
um. Ég fór þá heim og ætlaði að
láta þetta bíöa morguns.
Um miðnættið hringdi sveitungi
í mig. Hann hafði mætt kusu á leið
inn í Blönduósbæ. Þá leist mér ekk-
ert á þetta. Inni í bæ mætti kýrin
ungu fólki sem var að skemmta sér
og hamaðist í henni. Hún varð vita-
vitlaus og geystist aftur af stað og
upp úr bænum. Þar stoppaði hún
við girðingu. Við settum bílljósin á
og hún virtist róleg. Ég vakti þrjá
sveitunga mína upp sem komu
bráðlega. Þegar við ætluðum að
grípa kúna varð hún vitlaus aftur
og slapp út í myrkrið.
Morguninn eftir gekk illa aö
fmna kúna. Síðan sást til hennar á
túni í hrossahóp við Blöndubakka
norðan við Blönduós. Þar laumuð-
umst við að henni þar sem hún var
hin rólegasta og skutum hana. Þá
var hðinn sólarhringur frá því við
fórum af stað. Ég get ímyndað mér
aö kýrin hafi hlaupið um 30 kíló-
metra vegalengd um sveitirnar á
einum sólarhring," sagöi Valgarð-
ur.
-ÓTT