Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991. Fréttir Kratar óánægðir með vinnubrögðin í ríkisstjórnarsamstarfinu: Flokksstjórnar að fjalla um stjórnarsáttmálann - segir Guðmundur Árni Stefánsson ..I’að or okkort launungannál að í þingflokknum lysti óg þeim fyrir- vara að og liofði fjölmargt við þossa hvitu bók að athuga. Hvorki flokks- stjórn nó aðrar stofnanir flokksins hafa tjallað um hana og það er mjög ankannalegt i ljósi þess að hér er um igildi stjórnarsáttmála að ræða. Samkvæmt lögum flokksins ber flokksstjórn að taka afstöðu til stjornarsattmala. samþykkja liann eða hafna. Þaö er sittlivað i þessari bók sem við í Alþyöuflokknum hliótum að þurfa að skoöa betur. Þá er vmislegt ekki í bókinni sem menn vildu gjarnan hafa á 'prenti." segir Guðmundur Árni Stefánsson. hæjarstjóri í Hafnarfirði. Hann sit- ur nú á þingi sem varamaður Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra. Mikillar óánægju gætir nú meðal krata mcð þau vinnubrögð sem ráðherrar Álþvðuflokksins hafa viðhaft við gerð fjárlagafrumvarps- ins og þess stjórnarsáttmála sem kynntur var á Alþingi í formi hvítr- ar bókar i síðustu viku. Finnst mörgum sem flokkurinn hafi fórn- að öllum helstu stefnumálum sín- um i stjórnarsamstarfmu. til dæm- is á sviði landbúnaðarmála og sjáv- arútvegsmála. Ekki er minnst oröi á auðlindagjald oða kvótaleigu í sáttmálanum og búvörusamnings- drög Stoingríms J. Sigfússonar eru sögð óbreytanleg. „Ég fæ ekki sóð að ríkisstjórnin hafi nokkurn hug á aö koma til móts við stefnu Alþýðuflokksins í atvinnumálum. Uppstokkunin í landbúnaöinum og veiðilevfagjald- ið virðist ekki á dagskrá en þess í stað er spjótunum beint að velferð- arkerfmu. Og svo kallar formaður- inn okkur kommúnista sem levfum okkur að vera með efasemdir. Svona lagað hlýtur aö kalia á við- brögð." sagði ungur alþýðuflokks- maöttr í samtali við l)V. Að sögn Ólínu Þorvaröardóttur. borgarfulltrúa í Reykjavik. kom það berlega í ljós í umneöunum á Alþingi um stefnuræöu forsætis- ráðherra aö Alþýöuflokkurinn er tvískiptur til einstakra atriöa í tjár- lagafrumvarpinu. „Sá afstöðumun- ur er raunverulegur og það verður ekki gert lítið úr honum. Menn veröa ekki skammaöir til hlýðni," segir Ólína. Guðmundur Árni segir mikil- vægt að ríkisstjórnin átti sig á því að fara verði með gát þegar velferö- arkerfiö er endurskoðað. Sífellt endurmat er |ió af hinu góða só hvert skref vel ígrundað. „Það hefur vantaö dulítið upp á það í mörgum þeim tillögum sem komiö hafa fram í tjárlagagerðinni. Skarpasta dæmiö um þaö liversu menn geta farið villir vegar í til- raunurn til sparnaðar og niður- skurðar, í nafni hagræðingar, er mál St. Jósefsspítalans í Hafnar- fírði. í leit að arfa fara menn í rósa- garðinn sjálfan og rífa upp rósir. Það kann ekki góðri lukku að stýra." -kaa „Pólsku konurnar eru prýðisgóðir starfskraftar. Þær mæta vel enda komnar til að vinna og eru ánægðar með kjörin," sagði Ari Þorsteinsson, verkstjóri í Fiskvinnslu KASK á Höfn í Hornafirði, en þar er nú 21 pólsk kona við störf. Margar þessara kvenna, sem hér sjást fyrir utan fiskiðjuna, eru vel menntaðar, tannlæknar, verkfræðingar, fatahönnuðir, svo eitthvað sé nefnt og ein meira að segja bílaverkfræðingur. Þær hafa 80-90 þúsund krónur í kaup á mánuði í dagvinnu og auk þess verulega aukavinnu. DV-mynd Júlia Imsland ÓlafsQöröur: Bærinn býður Leiftri samn- ing um byggingu íþróttahúss Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það sem bæjaryfirvöld hafa verið að gera er að bjóða Leiftri sams kon- ar samning og gerður var á milli Akureyrarbæjar og KA eða á milli Reykjavíkurborgar og Víkings," seg- ir Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði, en þar í bæ er nú allt að verða til reiðu við að hefja útboð á byggingu nýs íþróttahúss. „Það er áformað að bæjarráð og Leiftursmenn ræði saman í næstu viku. Af hálfu bæjarins er málið þannig að stefnt var að útboði 15. október og í raun og veru er búið að hanna húsið. Það er því ekki nema dagaspursmál þangað til það verður tilbúið til útboðs. Ef viðræður við Leiftur leiddu til þess að félagið tæki aö sér byggingar- stjórn á svipuðum nótum og KA er með á sínu húsi á Akureyri þá láta þeir vinna þessi lokagögn og koma e.t.v. fram með einhverjar nýjar áherslur," sagði Bjarni. Hann sagði að nýja húsið væri yfir þeim mörkum sem bærinn þyrfti fyr- ir íþróttakennslu þannig að sveitar- félagið þyrfti ekki að byggja svo stórt hús. Því hefði verið rætt um að Leift- ur kæmi inn í hluta af þeirri um- framþörf sem um er að ræða. Nýja húsið verður mjög vegleg bygging og t.d. verður sjálfur íþrótta- salurinn 44x25 metrar aö grunnfleti. Húsiö verður byggt á milli sundlaug- arinnar og bamaskólans og mun tengja þessi mannvirki saman. í dag mælir Dagfari Keppnisbann Af mörgu snjöllu sem liðsstjóri ís- lensku bridgesveitarinnar tók upp á við undirbúning liðsins var það snjallast að leyfa spilurunum ekki að spila. Liðstjórinn setti keppend- urna í keppnisbann. Bannaði þeim að spila í tvo mánuði áður en heimsmeistarkeppnin hófst. Að vísu var það snjallt hjá honum að byggja þá upp líkamlega með því að láta þá ganga á Esjuna og hlaupa í skemmtiskokkinu. Bridgespilarar eru ekki vanir slíkri hreyfingu og í rauninni má ráða af þessum frétt- um aö bridgemenn hreyfi sig alls ekki neitt. Var sannarlega tími til þess kominn og ef munurinn á ís- lensku spilurunum annars vegar og erlendu mótherjum þeirra hins vegar er sá að íslendingarnir hreyfa sig á milli spila en hinir ekki þá er Dagfari ekki hissa á því þótt þeir síðamefndu hafi borið sig- ur úr býtum. Já, það var afar mikil hugmynda- auögi á bak viö þetta trikk að láta spilarana hreyfa sig. Liðsstjórinn veit greinilega sínu viti. En snjall- ast var þó að leyfa þeim ekki aö spila. Spilaramir vom svo þyrstir í spilamennskuna, þá loksins þeir fengu aö taka í slag, að andstæðing- amir stóöust þeim ekki snúning í Japan og allt gekk upp. Dagfari er þeirrar skoðunar aö þessa taktik eigi að taka upp í fleiri íþróttagreinum. Og sem víðast í þjóðfélaginu. Hugsið ykkur til dæmis stjórnmálamennina og hvað það væri mikill léttir fyrir þá ef þeir væru settir í keppnisbann og mættu ekki tala um pólitík í tvo mánuði á ári. Árangurinn yrði áreiðanlega sá að þeir gætu farið að hugsa um eitthvað annaö og uppgötva heiminn út frá öðrum sjónarhóli en sjónarhóli stjóm- málamannsins. Þá mundi margt breytast í viðhorfum þeirra og allt eins líklegt að þeir leggðu pólitík- ina á hilluna. Það væri nú aldeilis léttir aö losna viö þá af því að þeir hættu af fúsum og fijálsum vilja að skipa sér af pólitík. Svo aö ekki sé nú talað um þann létti sem það væri fyrir fólkiö í landinu að losna við pólitíska af- skiptasemi og umræður daginn út og daginn inn. Ef pólitíkusar yrðu settir í þagnarbindindi og mættu ekki opna munninn um pólitík i allan þann tíma væri þungu fargi létt af íslendingum og þá væri kannske von til þess að stjórnmála- ástandið mundi hriðbatna. Aö minnsta kosti getur það ekki orðið verra. Um íþróttafólk er það að segja að árangur þess fer jafnan versnandi eftir því sem það keppir oftar. Mað- ur til dæmis tekur eftir því að landsliðin okkar vinna sjaldnast tvo leiki í röð. Spjótkastararnir em oftast nær í öldudal þegar stórmót eru haldin, sem er auðvitað því að kenna að þeir eru búnir að kasta of lengi og of mikið rétt áöur en stórmótin fara fram. Er nú ekki ráð að fara að fordæmi þeirra bridge- mannanna og setja keppnisbann á þetta keppnisfólk í tvo mánuði eða svo fyrir hverja leika og láta á það reyna hvernig gengur þegar þeir fara loks að kasta og hlaupa upp á nýtt? Ekki getur árangurinn orðið verri. Scmnleikurinn er sá að íslenskt íþróttafólk kvartar jafnan undan þreytu og álagi og hefur það sér helst til afsökunar þegar leikir tap- ast að hafa æft of mikið. Ef árangur bridgemanna er kannaður kemur í ljós að þeir tóku upp breytta lífshætti. Þeir hættu að sitja yfir sþilunum en hófu að hreyfa sig. Þeir gerðu sem sagt allt annað en þeir voru vanir. Þetta eiga aðrir þjóöfélagshópar að taka til eftirbreytni. Þeir eiga að ganga á Esjuna og fara í göngutúra sem aldrei hafa hreyft sig spönn frá rassi og þeir hinir, sem æfa stööugt íþrótt sína, eiga að hafa sem hæg- ast um sig og koma ekki nálægt því sem þeir eru vanir að keppa í. Þá mun árangur nást. Þá munum við verða heimsmeistarar í miklu fleiri íþróttagreinum. Með því að setja þjóöina í keppn- isbann munu glæstir sigrar vinnast og það sem meira er. Reykjavíkur- borg og opinberir aðilar munu samstundis lýsa yflr þvi að allar skuldir verðandi heimsmeistara munu felldar niður. Það er þvi að miklu að keppa fyrir skulduga þjóð. Þarna er leiðin út úr ógöngunum. Setja sem flesta í keppnisbann og verða heimsmeistarar og bingó: skuldimar eru horfnar! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.