Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991. Viðskipti Stórfundur EFTA og EB1 Lúxemborg næsta mánudag: Allt kapp lagt á vangann í staðinn fyrir tangóinn Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í stórfund ráðherra EFTA og Evr- ópubandalagsins í Lúxemborg er allt kapp lagt á að ná samkomulagi á fundinum. Líkja má viöræðunum til þessa við tangódans; skref til hliðar, fram og aftur. Fundurinn í Lúxem- borg er hins vegar lokadansinn í við- ræðunum, sjálfur vangadansinn. Þrátt fyrir að framkvæmdastjórn Efnahagsbandalagsins hafi gert sam- komulag um helgina um vöruflutn- inga um Alpana, EFTA-ríkin Sviss og Austurríki, gæti það mál blossaö upp aftur í Lúxemborg á mánudag- inn. Alparnireiga eftir að koma við sögu Staðreyndin er sú að þótt einn arm- ur bandalagsins sé búinn að sam- þykkja þýöir það ekki að allt banda- lagið sé búið að gefa samþykki sitt. Þannig munar miklu á samkomulagi framkvæmdastjómar Evrópubanda- lagsins um helgina og kröfum ein- stakra ríkja innan bandalagsins um flutninga. Dæmi eru um að nokkur ríki innan Evrópubandalagsins hafi gert kröfu um 1000 flutningabíla, þyngri en 28 tonn, á dag á meðan Svisslendingar hafa nefnt töluna 50 og fram- kvæmdastjórn Evrópubandalagsins 150 bíla. Framkvæmdastjórnin var því hugsanlega með meiri samnings- vilja um helgina en sum aðildarríkin eru tilbúin að sætta sig við. Það skýr- ist raunar betur næstkomandi mánudag. Nú eru aðeins sex dagar í ráðherra- tundinn i Lúxemborg. Þar mun mikið mæða á Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra. DV-mynd Brynjar Gauti Annaðhvort allur pakkinn eða ekki Viðræðumar um evrópska efna- hagssvæðiö á milli EFTA og Evrópu- bandalagsins snúast um pakka- samning. Annaðhvort samþykkja ríkin pakkann eða ekki. Megin- markmið viðræðnanna eru markað- ur fyrir markað. Að EFTA fái toll- frjálsan aðgang að mörkuðum Evr- ópubandalagsins gegn því að banda- lagið fái tollfrjálsan aðgang að EFTA-ríkjunum. Helstu deilumálin í viðræðunum hafa verið þrjú; fríverslun með fisk, framlag EFTA-ríkja í þróunarsjóði bandalagsins og loks umferð vöru- flutningabíla um Alpana. Svo virðist sem sjóðirnir og Alpa- umferðin hafi fengiö lausn þannig að helsti ásteytingarsteinninn núna sé fiskurinn. Þar brotnar á bandalag- inu. Það virðist borin von að banda- lagið setji fisktegundir eins og lax, makríl og síld inn í pakkann um frí- verslun á fiski frá EFTA til Evrópu- bandalagsins. Ekki allur fiskur Hins vegar hefur Evrópubandalag- ið lýst því yfir að það sé tilbúið í frek- Fréttaljós Jón G. Hauksson ari viðræður um tollfrelsi á fiski sem ekki kemst inn í pakkann í Lúxem- borg á mánudaginn. Viðræðurnar um evrópskt efna- hagssvæði snúast líka um meira en hrein viðskipti með vörur. Þær snú- ast líka um atvinnumál og skólamál. Erfittaðfá vinnu ytra ef ekki semst Standi íslendingar utan við evr- ópskt efnahagssvæði getur það þýtt aö mjög erfitt verði fyrir okkur að fá atvinnu í Evrópu. Innan svæðisins eigum við greiðari leið svo framar- lega sem faglegum kröfum til starfs- Víkingasveitin mun þjálf a f orstjóra Víkingasveit lögreglunnar, sem flestir þekkja sem vopnuðu grímu- klæddu mennina, mun þjálfa for- stjóra jslenskra fyrirtækja á nýju námskeiði hjá Stjórnunarfélaginu. Námskeiðið heitir einfaldlega Vík- ingastjórnun. I fréttatilkynningu frá Stjórnunar- félaginu segir: „Víkingamír voru áhættustjómendur. Þeir sigldu til ókunnra landa í leit að ónýttum möguleikum. Þeir nýttu sér byrinn vel þegar hann gafst en reru af kappi þegar þess þurfti. Nú hafa afkomend- ur víkinganna tækifæri til aö íhuga hið markverða í starfsháttum þeirra og færa það inn í nútíma fyrirtækja- umhverfi." Þá segir að til að stjórnandi hafi fullt vald á verkefnum sínum í fyrir- tækjaumhverfi nútímans þurfi hann að hafa þekkingu og reynslu, andleg- an styrk og líkamlega hreysti. Varðandi þekkingu og. reynslu verður á námskeiðinu kennt efni úr stjómunarbókum og sýnd þekkt myndbönd. Þá verður lögð áhersla á að kynna stjómendum nýjar víddir til að efla andlegan styrk. Þegar kemur að því að efla líkam- lega hreysti sijórnandans kemur að þætti víkingasveitar lögreglunnar. Fyrst munu stjómendur fara í lík- amsrækt í líkamsræktarstöðinni Mætti í um einn mánuð. Síöan sér víkingasveitin um að skipuleggja verkefni utan Reykjavíkur sem mið- ar að því að efla þolgæði og þraut- seiguþátttakenda. -JGH Sérþjálfaðir lögreglumenn úr vikingasveitinni þjálfa forstjóra og yfirmenn á nýju námskeiði í stjórnun. DV-mynd S ins er fullnægt. Þetta stafar af því að eftir að innri markaður Evrópubandalagsins tek- ur til starfa mun heimurinn skiptast í Evrópu og ekki Evrópu. Utan við evrópskt efnahagssvæði þýðir litið að segja við vinnuveitendur ytra að við séum Evrópubúar. Þegar náð verður í listann mun einfaldlega verða sagt: ísland er ekki á listanum. Evrópska efnahagssvæðiö er því efnahagslega leið EFTA-ríkjanna inn án þess að taka á sig þungar skyldur á öðrum sviöum sem þjóðir Evrópu- bandalagsins verða hins vegar að taka. Erfitt verður að fá skólavist semjist ekki Um skólamálin er svipaða sögu að segja og um atvinnumálin. Utan við evrópskt efnahagssvæði getur orðið erfitt fyrir nemendur í EFTA-ríkjum að fá inni í háskólum ef um biðlista- nemenda er að ræða. Innan við svæð- ið standa þeir jafnfætis um inngöngu en hins vegar liggur jafnrétti í skóla- gjöldum enn ekki fyrir. Þar mun að öllum líkindum alltaf veröa einhver munur á. Allt skýrist þetta betur í vanga- dansinum á mánudaginn í Lúxem- borg. Peiungamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLANOVERÐTRYQGÐ Sparisjóðsbækur óbundnar 4-7 Landsbanki Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 5,5-6,5 Sparisjóðirnir 6 mánaða uppsögn 6,5-7,5 Sparisjóðirnir Tékkareikningar, almennir 1 Allir Sértékkareikningar 4-7 Landsbanki VISITÖLUBUNDNIR REIKNINGAR 6 mánaða uppsögn 3-3,75 Sparisjóðirnir 1 5-24 mánaða 7-7,75 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisbundnir reikningar í SDR 6,5-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsbanki ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Búnaðarbanki Överðtryggð kjör, hreyfðir 8-11 Landsbanki SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innantlmabiis) Vísitölubundnir reikningar 4-8 Landsbanki Gengisbundir reikningar 4-8 Landsbanki BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki Óverðtryggð kjör 15-16 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 3,75-4,1 Sparisjóðirnir Sterlingspund 8,25-8,8 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-7,8 Sparisjóðirnir Danskar krónur 7,75-8 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLAN ÖVERÐTRYGGÐ Almennir víxlar (forvextir) 17,5-21 Sparisjóðirnir Viðskiptavixlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf 18-22 Sparisjóðirnir Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 21-24 Sparisjóðirnir ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ Skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki AFURÐALÁN 1 7,5-21,25 Sparisjóðirnir SDR 9-9,5 Islandsbanki, Landsbanki Bandaríkjadalir 7,25-8,0 Sparisjóðirnir Sterlingspund 1 2-1 2,75 Landsbanki Þýsk mörk 11 Allir Húsneeölslán 4.9 LifeYrissióöslán 5 9 Dráttarvextir 30.0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf september 21,6 Verðtryggð lán september 10,0 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala október 31 94 stig Lánskjaravísitala september 3185stig Byggingavísitala október 598stig Byggingavísitala október 1 87 stig Framfærsluvísitala september 1 58,1 stig Húsaleiguvísitala 1,9% hækkun 1. október VERÐBRÉFASJÓÐIR HLUTABRÉF Gengi bréfa veröbréfasjóða Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 5,955 Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Einingabréf 2 3,180 Ármannsfell hf. 2,33 2,45 Einingabréf 3 3,910 Eimskip 5,70 5,95 Skammtímabréf 1,986 Flugleiðir 2,05 2,25 Kjarabréf 5,579 Hampiðjan 1,80 1,90 Markbréf 2,992 Haraldur Böðvarsson 2,95 3,10 Tekjubréf 2,116 Hlutabréfasjóður VlB 1,01 1,06 Skyndibréf 1,734 Hlutabréfasjóðurinn 1,64 1.72 Sjóösbréf 1 2,853 íslandsbanki hf. 1,66 1.74 Sjóðsbréf 2 1,932 Eignfél. Alþýðub. 1,68 1,76 Sjóðsbréf 3 1,973 Eignfél. Iðnaðarb. 2,45 2,55 Sjóösbréf 4 1,729 Eignfél. Verslb. 1,75 1,83 Sjóðsbréf 5 1,179 Grandi hf. 2,75 2,85 Vaxtarbréf 2,0106 Olíufélagið hf. 5,10 5,40 Valbréf 1,8849 Olís 2,05 2,15 Islandsbréf 1,244 Skeljungur hf. 5,65 5,95 Fjórðungsbréf 1,129 Skagstrendingur hf. 4,80 5,05 Þingbréf 1,241 Sæplast 7,33 7,65 öndvegisbréf 1,223 Tollvörugeymslan hf. 1,04 1,09 Sýslubréf 1,261 Útgerðarfélag Ak. 4,70 4,90 Reiðubréf 1,209 Fjárfestingarfélagiö 1,35 1,42 Almenni hlutabréfasj. 1,12 1,17 Auðlindarbréf 1,03 1,08 Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Sildarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40 1 Við kaup á viðskiptavixlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.