Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Qupperneq 14
14
ÞRIÐJUDÁGUR 15. OKTÓBER 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Verkin hræða
Verk stjórnarinnar í fjármálum ríkisins hraéða kjós-
endur frá því að taka hátíðlega loforðarulluna í hvítu
bók ríkisstjórnarinnar. Reynslan er ólygnust. Ríkis-
stjórnin hjakkar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu í sama
farinu og ríkisstjórnir hafa verið fastar í síðustu árin.
En ekki skortir loforðin í hvítu bókina.
Þar segir, að ríkisstjórnin leggi áherzlu á þann ásetn-
ing sinn að gerbreyta fjármálastjórn hins opinbera.
Dregið verði úr umsvifum ríkisins og þannig búið í
haginn fyrir hóflega skattheimtu í framtíðinni. Þessar
fyrirætlanir séu forsenda þess, að viðreisn efnahagslífs-
ins takist. Versnandi viðskiptakjör, aflasamdráttur og
horfur á minnkandi landsframleiðslu undirstriki, hve
brýnt þetta sé. Þá segir í bókinni, að um leið og dregið
verði úr hallarekstri ríkissjóðs árið 1992 með því að
stöðva þau vaxandi ríkisumsvif, sem viðgengizt hafi
undanfarin ár, verði undirbúin næstu skref til uppbygg-
ingar og kerfisbreytinga í ríkisrekstrinum. Stefnt sé að
því, að fjármál ríkisins verði komin í jafnvægi í „árslok
1993“, en með því skapist svigrúm fyrir aukna verð-
mætasköpun í atvinnulífmu.
Lýsingin á því, hvert þurfi að stefna í ríkisíjármálum,
lítur vel út á pappírnum. En það sem máli skiptir er,
hvort eitthvað sé að marka þessi orð. Það er hárrétt,
að forsenda viðreisnar efnahagslífsins er „gerbreyting
á fjármálastjórn hins opinbera“. En stjórnin er ekki
trúverðug. Álit fróðustu manna er, að ríkisstjórnin hafi
hingað til ekki sýnt nein merki þessa. Hvað hefur verið
gert? Jú, ríkisstjórn Davíðs Oddssonar slær skattamet
vinstri stjórnar Steingríms Hermannssonar. Menn
fmnast vart lengur utan þingsala, sem andmæla því,
að núverandi stjórn hefur bitið höfuðið af skömminni
í þessum efnum. Skattbyrðin vex, þegar tekið er tillit
til hækkunar þjónustugjalda, og hún vex jafnvel, án
þess að þjónustugjöldin séu talin með. Ríkisútgjöldin
vaxa í reynd, þegar dæmið er reiknað á sambærilegum
grunni við fyrri ár. Og þessi metastjórn setur í hvítu
bókina „ásetning“ um að gera einhverja gerbreytingu,
stjórnin, sem er landsmönnum jafnvel dýrari en vinstri
stjórn.
Ríkisstjórnin leggur fram fjárlagafrumvarp með um
fjögurra milljarða rekstrarhalla ríkisins, halla sem að
öllum líkindum mun vaxa í meðförum þingsins og síðan
reynast enn meiri, þegar öll kurl eru komin til grafar.
En þrátt fyrir allt þetta vandræðast stjórnin í hvítu
bókinni yfir ríkishallanum og segir sem er, að hann sé
óhóflegur. í bókinni segir: „Ríkissjóður hefur verið rek-
inn með halla um langt árabil. Auk skattahækkana
hefur verið gripið til óhóflegrar lántöku. Nú er svo kom-
ið, að vextir og afborganir af lánum ríkisins nema um
sautján prósentum af áætluðum heildartekjum ríkis-
sjóðs á árinu 1992... Æ erfiðara er að réttlæta þær byrð-
ar, sem skattgreiðendum framtíðarinnar eru lagðar á
herðar.“
Nefnt er, að heildarútgjöld ríkissjóðs í ár nemi um
30 prósentum af framleiðslu í landinu. Það hlutfall hef-
ur stöðugt farið hækkandi. Núverandi ríkisstjórn hefur
ekki breytt neinu þar um. Hún lætur líta svo út sem
hún ætli sér það, kannski „í árslok 1993“? Þannig geta
menn séð svart á hvítu, að stjórninni hefur ekki tekizt
það, sem hún segist ætla sér í fjármálum ríkisins. Og
hversu ginnkeyptir eiga menn þá að vera fyrir loforða-
rullunni?
Haukur Helgason
„í borgarstjórn fullyrti Davíð Oddsson að kostnaður við byggingu ráðhússins yrði 750 millj. með byggingu
bílastæðakjallara sem er á framreiknuðu verði í dag 1,5 milljarðar."
„Einn flokk til
ábyrgðar"
- einn mann til ábyrgðar
Sjálfstæðisflokkurinn hefur í
kosningum til Alþingis og sveitar-
stjórna notað slagorðið „Einn flokk
til ábyrgðar" í þeim tilgangi að fá
fólk til að trúa því að það geti verið
til heilla fyrir þjóðina að einn
stjórnmálaflokkur fari með alræ^-
isvald. Máli sínu til stuðnings hafa
sjálfstæðismenn oft bent á Reykja-
víkurborg sem fyrirmynd góðra
stjórnunarhátta.
Marga setti hljóða
Nú á sama tíma og það er að
slökkna í glæðum kommúnismans
í Austur-Evrópu, þar sem spilling
og óráðsía hafa verið allsráðandi í
stjórnkerfmu, þá verða borgar-
stjóraskipti í Reykjavík. Nýr borg-
arstjóri vildi auðvitað vita viö
hvaða búi hann tæki, því lét hann
fara fram könnun á kostnaði við
byggingu eins af þeim minnis-
merkjum sem fyrrverandi borgar-
stjóri hafði látið reisa sér til dýrð-
ar. Þegar niöurstaða þeirrar könn-
unar lá fyrir kom í ljós að bygging-
arkostnaður var 100% meiri en
áætlað hafði verið. Þegar fréttist
hvernig staðið hafði verið að öllum
ákvöröunum um val á hönnuðum,
framkvæmdum og eftirhti við
bygginguna setti marga hljóða. Þar
höfðu hagsmunir flokksgæðing-
anna í Sjálfstæðisflokknum verið
teknir fram yfir hagsmuni reyk-
vískra skattgreiðenda. Það minnir
óneitanlega á vinnubrögðin í lönd-
um Austur-Evrópu þar sem einn
flokkur fer meö alræðisvald, þar
sem einn maður er einráður. Reyk-
víkingar sem og aðrir landsmenn
eru nú að upplifa þaö að það er
ekki bara í Austur-Evrópu sem get-
ur verið hættulegt að hafa einn
flokk einráðan. Það getur líka verið
í Reykjavík.
Eins og þegar
Berlínarmúrinn hrundi
Það hefur örugglega ekki verið
ætlun hins nýja borgarstjóra að
klekkja á fyrirrennara sínum.
Hann hefur tráað því að sú glans-
mynd sem við blasti væri áreiðan-
leg. Hann hefur ekki vitað um þann
þagnarmúr sem fyrrverandi borg-
arstjóri hafði byggt í kringum sig
í skjóli einræðis. Nú er hann hrun-
inn og þá gýs óþefurinn af spilling-
unni upp eins og þegar Berlínar-
múrinn hrundi.
En það er ekki bara Perlan á
sérstakan skatt á námsmenn. Sá
maður sem boðar auknar álögur á
sjúklinga. Þetta segir sá maður sem
nú krefst sparnaðar og ráðdeildar-
semi af almenningi til að draga úr
útgjöldum ríkissjóðs. Getur þessi
maður ætlast til þess af þjóðinni
að hún taki tillit til þessara krafna
þegar fortíð hans er skoðuð. Ég
hygg að þessar óskir láti illa í eyr-
um margra þegar það er haft í huga
að á þessum tveimur byggingum
hefur núverandi forsætisráðherra
eytt umfram það sem hann hafði
heimild til sem nemur andvirði
25.000.000 kafíipakka, svo að notuð
sé mælieining sem forsætisráð-
herra skilur best. Það lýsir hugar-
fari forsætisráðherra best að hann
skuli telja sig þess umkominn að
vera boðberi ábyrgra stjórnar-
hátta, ráðdeildar og sparnaðar.
„Upplýst er af einum embættismanni
borgarinnar að fyrrverandi borgar-
stjóri hafi vitað að þær áætlanir sem
hann kynnti fyrir borgarfulltrúum og
lagðar voru til grundvallar við ákvarð-
anatöku um byggingu ráðhússins voru
ekki réttar.“
KjaHarmn
Finnur Ingólfsson
alþingismaður Framsóknar-
flokksins í Reykjavík
Öskjuhlíðinni. Það er líka ráðhúsið
í Tjörninni. Þar er óráðsían engu
minni, ef ekki miklu meiri. Vitað
er að kostnaður við byggingu ráð-
hússins verður 100% meiri en fyrr-
verandi borgarstjóri fullyrti að
hann yrði þegar hann var að draga
borgarfulltrúa til fylgis við bygg-
ingu ráðhússins. í borgarstjórn
fullyrti Davíð Oddsson að kostnaö-
ur við byggingu ráðhússins yrði 750
millj. með byggingu bílastæðakjall-
ara sem er á framreiknuðu verði í
dag 1,5 milliarðar. Nú segir fyrr-
verandi borgarstjóri að þetta hafi
verið skot út í loftið og kostnaður-
inn skipti ekki máli, ráðhúsið hefði
verið byggt hvort sem það hefði
kostað 1,5 milljarða eða 3 milljarða.
25.000.000 kaffipakkar
Þetta segir nú sá maður sem leið-
ir og ber ábyrgð á ríkisstjóm sem
hefur lagt sérstakan lyfjaskatt á
sjúklinga, öryrkja og barnmargar
fjölskyldur. Sá maður sem boðar
Upplýst er af einum embættis-
manni borgarinnar að fyrrverandi
borgarstjóri hafi vitað að þær áætl-
anir sem hann kynnti fyrir borgar-
fulltrúum og lagðar voru til grund-
vallar við ákvarðanatöku um bygg-
ingu ráðhússins voru ekki réttar.
Það setur því hroll að mönnum
þegar borgarstjórinn fyrrverandi
er kominn út fyrir borgarhliðiö og
gæti tekiö til við að skjóta út í loft-
ið ef hann er þá ekki byrjaður á því.
Völd og ábyrgð
Reykvíkingar hafa falið Sjálf-
stæðisflokknum í borgarstjórn
Reykjavíkur mikil völd en þeir
krefjast líka ábyrgðar af flokknum.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðis-
flokksins fól Davíð Oddssyni mikil
völd með því að treysta honum til
að gegna embætti borgarstjóra.
Hann hlýtur líka að krefja hann
ábyrgðar þó svo hann sé horfinn
af vettvangi.
Finnur Ingólfsson