Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991. 15 Námsfólk og sláturlömb Skammt er stórra högga á milli. Ekki er langt síöan meirihluti stjórnar Lánasjóös íslenskra náms- manna ákvaö með gerræðislegum hætti aö hafna fjölda umsókna um lán til starfsnáms á þeirri forsendu aö tekjur umsækjenda væru of há- ar. Samkvæmt lögum um sjóöinn ber að taka tillit til fjölskyldustærö- ar og haföi stjómin það að engu í þessu tilviki. Þessi breyting kemur t.d. þannig út aö manneskja sem vill taka meistarapróf í hárskera- iön fær ekki námslán þrátt fyrir að hún sé meö þrjú börn á fram- færi sínu og innan við 50.000 krón- ur á mánuöi á sama tíma og ein- hleypur námsmaður í t.d. við- skiptafræði, sem vinnur meö námi fyrir 50.000 krónum á mánuði, fær í lán yfir 20.000 krónur á mánuði. Jafnframt var sú upphæö, sem duga á námsfólki til framfærslu, lækkuð um 16,7% og telst nú vera nálægt 48.000 krónum á mánuöi fyrir einstakhng utan foreldra- húsa. Af þeirri upphæð skal t.d. greiða húsaleigu. Meiri niðurskurður með nýjum lögum? Þetta var gert meö breytingum á úthlutunarreglum. Nú mun ætlun ríkisstjórnarinnar aö ráðast á lögin sem gerð var um „þjóðarsátt" á milli hreyfinga námsfólks og stjómvalda fyrir tæpum tíu árum. Þessi lög kveða á um tekjutengingu endurgreiðslna af námslánum en þó skal árleg lágmarksendur- greiðsla nema 26-27.000 krónum. Fólk greiðir hins vegar meira til baka fari tekjur fram úr 70.000 krónum á mánuði. Greiðslubyrði þessi nemur 3,75% af útsvarsstofni sem er töluverður viðbótar„skatt- ur“. Kjallarinn Ingólfur A. Jóhannesson uppeldisfræðingur og varaformaður SÍNE endurgreiðslna verði afnumin og endurgreiðslur fari í allt að tíu pró- sent af tekjum. Þá inyndu húsmæð- ur og forstjórar, kennarar og lög- fræðingar, meinatæknar og ráð- herrar hafa jafna greiðslubyrði án tillits til tekna viðkomandi. Arður menntunar er framtíð þjóðarinnar Núverandi kerfi gengur út frá þeirri forsendu að besti arður menntunar sé aukin hagsæld þjóð- arinnar. Kerfið gengur einnig út frá þeirri forsendu að hagsæld verði ekki endilega metin í Perlum, Ráðhúsum, Flugstöðvum eða öðru slíku sukki sem kostar jafnt og nám hundruða eða þúsunda ungs fólks. Núverandi fyrirkomulag námslána hefur öðru fremur stuðlað að því að konur, fólk utan af landi, fólk „í stuttu máli hefur núverandi kerfi námslána stuðlað að því að fólk hefur haft efni á því a velja sér námsleið með það fyrir augum að vinna hjá ríkinu og öðrum sem greiða ekki há laun að námi loknu.“ Þetta kerfi hefur reynst svo vel að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hamast gegn þvi alla tíð en aldrei haft þingmeirihluta til að breyta því fyrr en kannski núna. Nefnd á vegum menntamálaráð- herra leggur til að kollvarpa þessu kerfi og gangá gegn „þjóðarsátt- inni“. Nefndin leggur til að settir verði mörg prósent íjárfestinga- vextir á námslán til viðbótar verð- tryggingu. Alvarlegust er tillaga nefndarinnar um að tekjubinding með börn á framfæri og aðrir sem hvorki eiga mikla peninga sjálfir né í ættinni hafa getað aflað sér langskólamenntunar. í stuttu máli hefur núverandi kerfi námslána stuðlað að því að fólk hefur haft efni á því að velja sér námsleið með þaö fyrir augum að vinna hjá rik- inu og öðrum sem greiða ekki há laun aö námi loknu! Viðskipta- og lögfræðingar, sem gjarna sitja í nefndum ihaldsráð- herra og í núverandi stjórn Lána- „...þær munu auka á vanda sjúkrahúsanna og skóla út á landi við að ráða menntað starfstólk." sjóðsins, virðast ekki kunna að hugsa um annað en peninga og pappírinn sem þeir eru prentaðir á. Verðmætamatið sem notað er við að gera tillögur um fjárfestinga- vexti á námslán hlýtur að vera byggt á því aö nám sé unnt að nota meö svipuðum hætti og verðbréf eða fasteign. Á svo að selja hjúkr- unar- eða kennaranám upp í skuld- ir á verðbréfamarkaði ef viðkom- andi manneskja verður blönk? Fjárfestingavextir, ótekjutengdar endurgreiðslur og afnám lána til illa launaðs starfsnáms munu draga úr námi kvenna og annarra sem geta síður vænst hárra tekna að námi loknu og þar með úr hag- sæld þjóðarinnar. Slíkar breyting- ar eru einkum til þess fallnar að eyðileggja Lánasjóðinn sem jöfn- unartæki. Slíkar breytingar á námslánum eru lika til þess fallnar að stuðla að einstaklingshyggju í námsvali og þær munu auka á vanda sjúkrahúsanna og skóla úti á landi við að ráða menntað starfs- fólk. Slíkar breytingar þurfum við að leggjast á eitt um að kveða niður svo fari ekki fyrir námsfólki eins og sauðfénu: að fátt verði eftir að niðurskurði loknum. Vonandi eru þingmenn og -konur í stjórnarliö- inu sem geta komið vitinu fyrir þá sem ráða ferðinni. Ingólfur Á. Jóhannesson Heimsbikarmót í skák ... helstu skákmeistarar heims sækjast eftir að tefla á Íslandi." Heimbikarmót Flugleiða er ann- að heimsbikarmótiö í skák sem haldið er á íslandi. Hið fyrra er mönnum enn í fersku minni. Það var heimsbikarmót Stöðvar 2 sem haldiö var haustið 1988. Heimsbikarmót í skák er tiltölu- lega nýtt fyrirbæri. Stórmeistara- sambandið GMA stendur fyrir þessum mótum. Ekki eru nema rúm þrjú ár síðan stórmeistara- sambandið var stofnað í Brussel. Með stofnun þessa sambands hugð- ust stórmeistarar efla skákhstina í heiminum og móta, m.a. með slík- um skákmótaröðum sem heims- bikarmótin eru, betri aðstæður fyr- ir stórmeistara til þess að stunda íþrótt sína. Heimsbikarmót Flugleiða er þátt- ur í heimsbikarkeppninni 1991- 1993. Það er íslenskum skákmönn- um og skákunnendum mikið fagn- aðarefni að fá nú öðru sinni hingað skákmót. Það beinir ekki síst hug- anum að miklum og auknum hlut íslands í skáklífi heimsins. íslendingar, þessi litla þjóð, eru meðal fremstu skákþjóða veraldar- innar. Við eigum sex stórmeistara. Hér um bil jafnmarga og öll hin Norðurlöndin til samans. íslenskir skákmeistarar hafa vakið verð- skuldaða athygh víða um heim fyr- ir afrek sín. Útgáfa skákbóka og ágætt skáktímarit er undirstaða skákbókmennta hér og reyndar með miklum ágætum miðað við mörg helstu skáklönd. En jafn- framt eru íslendingar að hasla sér völl í vaxandi mæh sem skipuleggj- endur skákmóta. Svo rammt kveð- ur að að helstu skákmeistarar heims sækjast eftir að tefla á ís- landi. KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur Heimsmeistarar á íslandi . Flestir sterkustu skákmeistarar heims hafa teflt á íslandi. Frá því fyrst var farið að tala um heims- meistara í skák, hafa 13 meistarar náð þeim eftirsótta tith. Þ.e.a.s. ef Steinitz er talinn fyrsti heims- meistarinn. Átta heimsmeistarar í skák hafa teflt á íslandi. Aljekin kom til ís- lands 1931 og var þá á hátindi ferils sins. Aðrir heimsmeistarar sem á íslandi hafa teflt eru: Euwe, Smyslov, Tal, Spassky, Fischer, Kasparov og nú Karpov. Koma Karpovs hingað nú er því sérstakt ánægjuefni. Þeir sem ekki tefldu hér eru Steinitz, Lasker, Capablanca, Bot- vinnik og Petrosjan. Aöeins Bot- vinnik er á lífi af þessum meistur- um. Hugsanlega væri unnt að fylla í eyðu með því að bjóða Botvinnik hingað. Ekki til að tefla, heldur sem gesti á alþjóðlegt skákmót. En auðvitað er hér meö ekki öll sagan sögð. Hér hafa t.d. teflt þeir Bronstein og Kortsnoj sem báðir háðu einvígi um heimsmeistaratit- ilinn en tókst ekki að höndla þenn- an eftirsótta titil. Ef th vih eru hér nú að tefla menn sem eftir eiga að verða heimsmeist- arar. Meðal áhorfenda nú er Ind- veijinn Anand sem Karpov sigraði naumlega í áskorendaeinvígjunum. Indverjar hafa átt frábæra stærð- fræðinga. Anand, sem aðeins er 21 árs, er ótrúlega fljótur að hugsa og ótrúlega sterkur skákmaður. Það var áhorfendum mikil ánægja að sjá hann skýra skákir á Loftleiða- hótelinu. Áfram á þessari braut Stöð 2 hefur reynst skákáhuga- mönnum mikill aflvaki. Brotið var blað þegar Stöð 2 sjónvarpaði beint frá einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Kortsnojs í Saint John 1988. Og eins og fyrr segir reið Stöð 2 á vað- ið með heimsbikarmótið 1988 og fylgdi þessum afrekum eftir með beinni útsendingu frá einvígi Jó- hanns og Karpovs í Seattle. Flugleiðir hafa og á margvíslegan hátt stutt skákhreyfinguna en Uk- lega er þetta mótshald stærsta af- rek þeirra á þessu sviði. Nefna má hlut þeirra í alþjóðleg- um mótum og heimsmeistaraein- víginu 1972 og reyndar svo fjöl- margt annað. Það er vaxandi að stórfyrirtæki styðji skákmót og er það vel. Þá kemur í hug VISA ísland með hinn mikla skákáhugamann Einar S. Einarsson, sem framkvæmdastjóra og þannig mætti lengi telja. Gífurlega þýðingu hafa líka á undanförnum árum haft hin svo- nefndu helgarmót sem haldin hafa verið um land allt. Timaritið Skák á mikinn heiður skilinn í þeim efnum. Það er ekki langt síðan örðugt þótti að halda skákmót utan Reykjavíkur. Flestum þótti því langt seUst þegar tímaritið Skák hóf að skipuleggja alþjóðleg skák- mót víða um land í samvinnu við sveitarfélög og Skáksamband ís- lands. Öll aðstaða til skákiökana hér- lendis hefur stórlega batnað. Nú man enginn lengur eftir því þegar Friðrik Ólafsson sætti lagi að komast út með togurum, sem sigldu með afla sinn, til aö komast á skákmót erlendis og vann hvern stórsigur sinn á fætur öðrum. Nú eru nýir tímar í íslenskri skáklist og rétt að fylgja bylgjunni eftir. Guðmundur G. Þórarinsson „íslendingar, þessi litla þjóö, eru meðal fremstu skákþjóða veraldarinnar. Við eigum sex stórmeistara. Hér um bil jafnmarga og öll hin Norðurlöndin til samans.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.