Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991. Útlönd Mededlu í nærbuxunum Bandaríkjamaður hefur verið ákærður í Astralíu fyrir aö reyna að smygla eðlu úr landi í nærbux- unum. I réttarhaldi yfir mannin- um í gær kom fram að hann hefði verið með eðluna í poka í nærfót- unum. Tveir aörir Bandaríkjamenn komu einnig fyrir réttinn í gær og voru ákærðir fyrir að reyna aö smygla 36 kakadúaeggjum úr landi í sérstökum vestum. Mennirnir þrir voru handtekn- ir á flugvellinum í Sidney þann 16. september þegar þeir voru að fara um borö í flugvél á leið til Los Angeles. Þeir hafa verið ákæröir fyrir samsæri um að flytja ástralskar villidýrategunrlir úr landi, fyrir að vera með verndaðar dýrateg- undir undir höndum og fyrir að reyna að flytja dýr í útrýmingar- hættu úr landi. Þeir eiga yfir höföi sér tíu ára fangelsi ef þeir veröa fundnir sekir. Frönsklögregla særirungling Franskur lögregluþjónn skaut og særði táning sem var í bófa- hasar meö vatnsbyssu eina að vopni í borginni Strasbourg í austurhluta Frakklands. Regis Degrave sagði að hann heíði verið að leika sér með þrem- ur vinum sínum í neðanjarðar- bílageymslu á laugardag þegar lögregluþjónninn skaut hann í öxlina. Yfirvöld sögðu að íbúar í ná- grenninu heföu haldið aö piltam- ir væru alvöru ræníngjar og því hefðu þeir hringt á lögregluna. Mál lögregluþjónsins er í rann- sókn. Dómarinn lætur kynlífsspóluna ekkifrásér Airæmd myndbandsspóla sem sýnir skötuhjú nokkur í Tampa i Ftórída i ástaleikjum í baðher- berginu sínu verður ekki sýnd í sjónvarpí vestra, að minnsta kosti ekki fyrr en hjónin hafa komið fyrir dómara. Nágranni skötuhjúanna var svo hneykslaður á aðfórum þeirra fyrir allra augum aö hann myndaði hvílubrögðin. Hann fór fram á það við dómarann að hann fengi spóluna aftur svo að hann gæti selt hana áhugasömum sjón- varpsstöðvum. Cynthia Holloway dómari kvað hins vegar upp þann úrskurð að myndbandið yrði í vörslu lögregl- unnar þar til skötuhjúin Alfred Stevens og Janet Paddock kæmu fyrir rétt í desember. Skötuhjúin, sem tilkynntu ný- lega aö þau hefðu í hyggju aö ganga í hjónaband í sjónvarps- þætti, eiga yfir höfði sér ákæru fyrir ósæmilega hegðun. Túlkarstöðva vinnu ráðherra Túlkar Evrópubandalagsins komu í veg fyrir það í gær aö ráöherrar gætu rætt saman um vinnutíma innan bandalagsríkj- anna með því að neita að vinna yfirvinnu. „Það var illgemingur aö ræða um vinnutíma vegna vinnutíma túlkanna," sagði Bert De Vries, atvinnumálaráðherra Hollands, viö fréttamenn eftir að fundinum sem hann stjómaöi var frestaö. Starfsmenn Evrópubandalags- ins eiga í deilu við aöildarríkin um laun og önnur kjaramál. Vinnutími starfsmannanna er orðinn að miklu hitamáli innan bandalagsins og verður það rætt á aukafundi í nóvember. DV Sögur um kynferðislega áreitni bomar undir atkvæði í öldungadeildinni í dag: Thomas dómaraef ni á nauman meirihluta - Bush forseti styður sinn mann og neitar að vikja frá tilnefningu hans Anita Hill lagaprófessor er orðin þjóðfræg kona i Bandaríkjunum eftir að hafa ásakað Clarence Thomas, kandi- dat Bush forseta í embætti hæstaréttardómara, um að hafa áreitt sig kynferðislega fyrir tíu árum. Símamynd Reuter Eftir því sem fjölmiðlar í Banda- ríkjunum komast næst þá á Clarence Thomas, væntanlegur hæstaréttar- dómari, aðeins stuðning fjögurra öld- ungadeildarþingmanna umfram andstæðinga þegar gengið verður til atkvæöa um filnefningu hans í emb- ættí. Kosið verður um tilnefninguna í dómarembættíð í öldungadeildinni í dag. Mál Clarence Thomas er orðið eitt hið frægasta í síðari tíma sögu Bandaríkjanna. Aldrei áður hefur tilnefnings eins manns í embættí vakið aðra eins andstöðu og er allt notað til að koma höggi á dómaraefn- ið. Á mánudaginn í síðustu viku áttí að kjósa um tilnefninguna en þá kom fram nýtt vitni gegn Thomas. Sú er Anita Hill lagaprófessor. Hún hleypti máhnu upp með því að segja að Thomas hefði áreitt sig kynferðislega fyrir tíu árum. Eftir aö ásakanir Hill komu fram hafa Bandaríkjamenn vart um annaö hugsað en hvort Thomas sé í raun afbrigðilegur kynferðislega eða hvort um ofsóknir gegn honum sé að ræða. Margir eru á móti honum vegna þess að hann þykir íhaldssam- ur. Einkum eru róttækir menn úr hópi blökkumanna dómaraefninu andsnúnir en Thomas er einmitt blökkumaður. Skoðanakannánir sýna að meðal almennings hafa fleiri trú á þvi að Thomas sé með hreinan skjöld og að Hill sé að ljúga upp sögum tíl að koma höggi á hann. Thomas hefur alltaf neitað öllum áburði og George Bush forseti segist ekki efast um að hann segi satt. For- setinn, sem tilnefnir menn í æðstu dómarastööur, stendur því með sín- um manni og segist ekki ætla að hvika frá tilnefningu síns manns í embættí. Andstæðingar forsetans á þingi reyna að gera með mest úr málinu enda væri það verulegt áfah fyrir Bush að þurfa að tílnefna nýjan mann í dómaraembættið eftir svo haröa baráttu. Reuter Bílalest EB hörfaði frá Vukovar: Bosnía-Hersegóvína í sjálfstæðisham Þingmenn lýðveldisins Bosníu- Hersegóvínu samþykktu snemma í morgun að vinna að sjálfstæði þess frá Júgóslavíu og færöu sambands- ríkið enn einu skrefinu nær algeru hruni. Það voru króatískir og íslamskir þingmenn sem stóðu að samþykkt- inni en þingmenn af serbnesku bergi brotnir gengu af fundi þar sem þeir vilja áfram tilheyra sambandsríkinu. Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, staðfesti það seint í gær- kvöldi að hann mundi eiga fund með forsetum Króatíu og Serbíu í Moskvu í dag. Þá hefur Evrópubandalagið boðað til fundar með Júgóslavíufor- seta og leiðtogum lýðveldanna sex í Haag í Hollandi á fóstudag. Bardagar héldu áfram í Króatíu í gærkvöldi og fyrr um daginn hætti bílalest Evrópubandalagsins tilraun- um sínum tíl að koma vistum til borgarinnar Vukovar sem er í rúst eftír margra vikna bardaga. Þrátt fyrir það neituðu eftirhtsmenn EB að hætta tilraunum sínum til að koma á vopnahléi í Króatíu, því átt- unda í röðinni. Útvarpið í Króatíu sagði að harðar árásir hefðu verið gerðar á borgina Óbreyttir Króatar burðast með aleigu sína eftir aö hafa yfirgefið heimili sín í Karlovac þar sem harðir bardagar urðu i gær. Simamynd Reuter Osijek í austinrhluta Króatíu og Tanj- ug-fréttastofan hafði það eftír tals- mönnum sambandshersins aö bar- dagar hefðu brotist út að nýju vestar í lýðveldinu, við Nova Gradiska. Utanríkisráöherrar júgóslavnesku lýðveldanna sátu friðarráðstefnu Evrópubandalagsins í Haag í gær og eftír þann fund sagði Carrington lá- varöur, forseti ráðstefnunnar, að fundur forsetanna væri vænlegri til að ná póhtísku samkomulagi um að styrkja vopnahléiö. Reuter JamesBaker: Hvetur Pal- estínumenn til þátttöku James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur hvatt Palestínumenn til að grípa nú tækifærið og vera með í friðar- ráðstefnu um Mið-Austurlönd. Sú stund nálgast nú óðfluga að Palestínumenn veröa að taka erf- iða ákvörðun um hvort þeir eigi að ganga aö ströngum skilyrðum ísraelsmanna um þátttöku. „Lestin fer ekki hjá aftur og Palestínumenn eiga meira undir friðarráðstefnunni en nokkrir aðrir og þeir tapa líka mestu á aö vera fjarverandi," sagði Baker á sameiginlegum fréttamanna- fundi hans og Hússeins Jórdaníu- konungs í Amman. Baker er nú í áttundu friðarferð sinni til Mið-Austurlanda og hann virtíst staðráðinn í að bjóða til ráðstefnunnar fyrir helgi og kalla hana saman í lok mánaðar- ins. En Palestínumenn frá herteknu svæðunum hafa ekki enn sagt hvort þeir muni tilnefna fuhtrúa. Fáir trúa því að ráðstefnan verði haldin án þátttöku þeirra. Mörg- um Palestínumönnum finnst skilyrði ísraelsmanna niðurlægj- andi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.