Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Síða 32
Beðið um fyrirfram greiðslu örorkubóta Tveir af Mnum svokölluöu Tæ- landsmönnunum dvelja enn í Bangkok á ódýru hóteli. Ræöis- maöur íslands, Jörgen Hage, sagði við DV að hann væri orðinn mjög langeygur eftir því að lausn fyndist á vandamálum þeirra, að minnsta kosti því sem snýr að dvöl þeirra i Bangkok. „Mennirnir geta komist til Kaup- mannahafnar fyrir rúmar 20 þús- und íslenskar krónur hvor. En það vantar peninga eins og fyrri dag- inn,“ sagði Hage við DV. „Ég er búinn að senda telefax til íslands þar sem óskað er eftir því að Tryggingastofnun ríkisins greiði út örorkubætur fyrir annan mannanna tvo mánuði fram í tíin- ann. Ef það verður gert geta menn- irnir borgað reikningmn fyrir hót- elinu sem þeir eru á núna og farið fyrir báða tvo til Kaupmannahafn- ar. Síðan verða þeir sjálfir að koma sér heim þaðan," sagði Hage. Ræðismaðurinn sagðist jafn- framt bíða eftir peningasendingu frá Sigurði Þórðarsyni, þeim manni sem lögreglan handtók í síð- ustu viku er hann kom til íslands frá Bangkok. Félagsmálastofnun Akureyrar hljóp undir bagga með aðstandendum þess manns og lán- aði þeim fyrir farinu fyrir Sigurð frá Bangkok. Aðstandendur Mnna mannanna tveggja hafa hins vegar ekki boðið fram aðstoð til að fá þá heim til íslands. Eins og fram kom í DV í síðustu viku falsaði annar mannanna nöfn bróður síns og mágs sem ábyrgðamanna fyrir 2,4 milljón krória skuldábréfum án þeirra vitundar. „Sigurður sagði mér áður en hann fór heim að hann myndi senda peninga sem hann ætti en ég hef ekkert heyrt frá honum enn- þá," sagði ræðismaðurinn. Hage hefur sjálfur lagt fram rúmar 40 þúsund krónur úr eigin vasa til að greiða hótelreikmnga fyrir þá tvo semenneruíBangkok. -ÓTT ÖRUGGIR-ALVÖRU PENIN6ASKAPAR VARI - ÖRYGGISVÖRUR ® 91-29399 Allan sólarhringinn Öryqq isþiónusta síðan 1 9Ó9 Veðriðámorgun: Hvöss norðanátt Á morgun verður norðanátt, víða nokkuð hvöss, einkum um vestanvert landið. Snjókoma eða éljagangur á Vestíjörðum og vest- antil á Noröurlandi en minrn háttar él á annesjum norðaustan- og austaMands. Léttir til syöst á landinu. Fremur kalt verður, kaidast á Vestjörðum en hlýjast verður á Suðausturlandi þar sem Mtinn verður um það bil þrjú stig. Þverholtsmaðurinn frjáls: Fékk afdrep fyrir úti- gangsmenn Maðurinn sem réðst á stúlku í Þverholti fyrir rúmum tíu árum var fluttur úr fangelsinu á Litla-Hrauni til Reykjavíkur í gær. Hann er því frjáls ferða sinna eftir tíu ára fangels- isafplánun. Maðurinn hefur ekki sjálfsforræði og er ekki talinn heill á geðsmunum. Maðurinn hefur fengið afdrep á daginn í húsnæði sem Reykjavíkur- borg rekur fyrir drykkju- og afbrota- fólk. Samkvæmt upplýsingum DV var maðurinn á öðrum stað í borg- inni í nótt þar sem útigangsmenn hafa fengið að dveljast á nóttunm. Gengið hefur verið frá því að maður- inn fái takmarkaða umönnun á göngudeild geðdeildar Landsspítal- ans. Sú umönnun er nánast undir manmnum sjálfum komin að því leyti að honum er í sjálfsvald sett hvort hann mætir þangað. Umræddur maður var sviptur sjálfræði áður en hann framdi ódæð- isverkið í Þverholti. Oft hafði verið varað við honum áður en sá atburður átti sér stað. Við sjálfræðissvipting- una var umsjónarmaður fenginn. Sá aðili hefur ekki gefið sig fram. -ÓTT Loönuleitarskipin: Hafa lóðað á mikiðmagn „Ef dæma má eftir lóðningum þeirra veiðiskipa sem voru í loðnu- leitinm virðist vera allmikið af loðnu á svæðinu norður af Vestfjöröum og austur fyrir Kolbeinsey. Einnig fannst loðna nokkru norðar. Skipin höfðu ekki veiðarfæri þannig að ekki er vitað hvort hér er um hrygningar- loðnu eða smáloðnu að ræða,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing- ur í samtali við DV í morgun. Rannsóknarskipið Árni Friðriks- son hefur verið við mælingar vestur af Vestíjörðum og mælt þar á tveim- ur svæðum. Hjálmar fer sjálfur með rannsóknaskipinu Bjarna Sæ- mundssyni til loðnumælinga í kvöld. Harin sagði að það myndi taka eina til tvær vikur að ljúka loðnumæling- unum. Þau fjögur veiðiskip, sem ver- ið hafa við loðnuleit, eru nú hætt en Hjálmar sagðist eiga von á að önnur skip kæmu í þeirra stað. Það er því kominn allur sá.kraftur Tveir karlmenn voru færðir í fangageymslur lögreglunnar I gærkvöldi eftir að hafa lagf fram stolinn lyfseðil I sem Hafrannsóknastofnun hefur yfir Garðsapóteki. Annar mannanna kom um klukkan átta og lagði lyfseðilinn inn en félagi hans kom síðar til að vitja að ráða í loðnuleitina. lyfjanna, skömmu fyrir lokun klukkan tíu. Eftir því sem DV kemst næst voru þau lyf, sem ávísað hafði verið, gjarn- -S.dór an notuð af vímuefnaneytendum. Myndin er tekin þegar annar mannanna var handtekinn. DV-mynd S Alþingi: Kosið í útvarps- ráðánátaka í gær tókst á Alþingi, án átaka, að kjósa tvo aðalmenn og tvo varamenn Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráð. Þau sem kosin voru sem aðalmenn í ráðið voru Halldóra Rafnar og séra Hjálmar Jónsson. Varamenn voru kjörin Dögg Pálsdóttir og Pétur Rafnsson. Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í upphafl þingfundar að þar sem stjórnarandstaðan hefði verið sannfærð um að ekki ríkti trúnaðar- brestur milli menntamálaráðherra og þeirra sem kjósa ætti í ráðið hreyfði hann ekki mótmælum við kjörinu. -S.dór St. Jósefsspítali: 10.200 haf a skrifað undir Um 10.200 manns í Hafnarflrði, Garðabæ og Bessastaðahreppi hafa. nú skrifað á undirskriftalista til að mótmæla áformum um að leggja St. Jósefsspítala niður sem deildaskipt sjúkrahús. Undirskriftahstinn verð- ur afhentur Sighvati Björgvinssym heilbrigðisráðherra í Alþingishúsinu klukkan 13.15 í dag. Þá hefur Guð- mundur Árm Stefánsson bæjarstjóri, sem nú situr á þingi sem varamaður, óskað eftir utandagskrárumræðum ummáliðídag. -hlh Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Fnalst,ohaö dagblað ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991. LOKI Verður aðalfundur Presta- félagsins haldinn í út- varpshúsinu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.