Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Qupperneq 10
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991.
Upplausn ríkir 1 stjómmálum á Haítí:
Þingmennirnir eru
lagstir í f lensu
Raoul Cedras hershöfðingi á í mikl-
um erfiðleikum að festa leppstjórn
sina i sessi í Haíti.
Teikning Lurie
Nýr forseti á Haítí á í miklum erfið-
leikum með að koma saman nýrri
ríkistjóm fyrir landið þótt hann hafi
herinn að baki sér. Herinn hefur öll
ráð á Haití eftir valdaránið um síð-
ustu mánaðamót þegar Jean-Bretr-
and Aristide var hrakinn úr landi.
Joseph Nerette, sem herforingjam-
ir gerðu að forseta, reyndi í gær að
fá sinn mann samþykktan á þingi
sem forsætisráðhema en hafði ekki
erindi sem erfiöi. Ástæðan er sú að
þingið er að mestu flúið en það var
nánast í gíslingu hersins þegar for-
setinn var kjörinn. Þá vantaði nær
annan hvem þingmann en eftir það
hefur þeim stöðugt fjölgað sem ekki
sækja þingfundi.
Opinberlega heitir það svo að þing-
menn séu veikir og hafi fengið flensu.
Allir vita þó að þingmenn eru á móti
herforingjastjóminni og styðja Ar-
istide, sem kjörinn var lýðræðislegri
kosningu á síðasta ári, fyrstur for-
seta á Haítí.
Herinn reynir nú að uppræta alla
andstöðu við nýja forsetann. Þar á
meðal er mikil áhersla lögð á að ná
yfirmanni leyniþjónustu landsins í
tið Aristide. Hann á að hafa undir
höndum upplýsingar sem sanni að
herforingjamir tengist smygli á eit-
urlyfjum frá Kolombíu til Bandaríkj-
anna. Reuter
Skæruliði i Kashmír sýnir fréttamönnum þumal af einum gísla sinna.
Simamynd Reuter
Stórabeltisframkvæmdimar:
Göngin fylltust af vatni
Gizur Helgason, DV, Kaupmannahöfn:
Mesta slys í sögu danskra stór-
framkvæmda varð í gærmorgun í
göngum þeim sem verið er að bora
undir hluta Stórabeltis í Dan-
mörku.
Mikill og skyndilegur leki kom
að göngunum um 300 metra undan
smáeynni Sprogö og fylltust þau
af vatni. Menn, sem voru við vinnu
í göngunum, áttu fótum sínum fjör
að launa.
Tvær risavaxnar borvélar, að
verðmæti um 2,5 milljarðar króna,
urðu eftir í göngunum og talið er
að viðgerð á þeim muni kosta
hundruð milljóna króna.
Menn vita ekki ennþá hvað olli
lekanum en víst er að hann kemur
til meö að seinka framkvæmdum
um marga mánuði. Verkefnið er
nú þegar langt á eftir áætlun.
Unnið er að því sleitulaust að
þétta botninn þar sem lekinn virð-
ist eiga uppruna sinn. Göngin, sem
eru 8 metra há, eru full af vatni og
tekur langan tíma að tæma þau.
Það er með eindæmum hvað ól-
ánið hefur elt menn viö allar bor-
unarframkvæmdir við Stórabeltiö.
Borvélarnar fjórar, sem vinna áttu
verkið, hafa verið meira og minna
í lamasessi meirihluta þess tíma
sem liðinn er síðan borun með
þeim hófst.
Nú deila menn um hver beri
ábyrgö á óláni því sem átti sér stað
í gær en eitt er víst að gífurlegt tjón
hefur orðið.
Mannræningjar hóta að höggva gísl í spað:
Þumallinn kom í
fyrstu sendingu
íslamskir aðskilnaðarsinnar í
ijallahéruðum Kashmír á Norður-
Indlandi hafa höggvið þumal af gisl
sem þeir hafa í haldi. Tilgangurinn
er að undirstrika kröfu sína um að
félagar þeirra verði látnir lausir úr
indverskum fangelsum. Aðskilnað-
arsinnamir hóta að búta gíshnn nið-
ur smátt og smátt verði ekki oröiö
við kröfum þeirra.
Þumalinn var sendur til fréttastofu
á Indlandi og fylgdi með að hann
væri af Tassaduq nokkrum Dev. Sá
er mágur ráðherra þingmála á Ind-
landi. Ekki er vitað meö vissu hvort
umræddur gísl er enn á lífi því fleiri
líkamspartar hafa ekki borist til
byggða.
Nú eru ýmsir hópar aðskilnaðar-
sinna með sjö gísla í haldi í Kash-
mír. Þar á meðal er einn frænda ráð-
herrans, sem áður var getið, auk
mágsins fmgurlausa. Ríkisstjóm
Indlands neitar öllum samningum
við mannræningjana.
Skæmliðar hafa um árabil barist
fyrir sjálfstæði Kashmir en ekki orð-
ið ágengt gegn indverska hemum.
Mannrán eru tíð í héraðinu og er
skemmst að minnast að hópur Svía
var þar í haldi vikum saman fyrr á
árinu. Reuter
NAFN BRÚÐHJÓNA:
Þessar upplýsingar verða birtar í DV á fimmtudegi fyrir
brúðkaupið og þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudegi.
KENNITALA: HÚN 1 1 1 1 1 1 * 1 1 1 1 1 HANN 1 1 1 1 1 1 ~ 1 ■' 1 1 1
HEIMIUSFANG/ SÍMI__________________________________________________________
VÍGSLUSTAÐUR_____________
DAGUiyTÍMI______________
BOKGARALEG VÍGSLA/PRESTUR
NÖFN FORELDRA___________
SENDISTTIL
ÞVERHOLTI11, 105REYKJAVÍK.
I
Mannætufiskar
í göturæsum
Singapore
Yfirvöld í Singapore segja að
ekki sé hættulaust að ganga um
götur í borginni vegna þess að
litlir mannætufiskar hafast við í
göturæsunum. Fiskar þessir hafa
hárbeittar tennur og nærast helst
á kjöti.
Þetta kom á daginn þegar dýra-
læknir nokkur veiddi smáfiska í
ræsunum og hafði þá með sér
heim. Þar setti hann þá í búr með
öðmm fiskum en sá sér til undr-
unar að gestirnir átu fiskana sem
fyrir vora.
Við rannsókn málsins kom í
Ijós að um var að ræða mannætu-
fiska sem almennt eru kallaðir
rauðir píranar. Þeir geta verið
hættulegir mömium og hefur eldi
þeirra verið bannað um langt
árabil í Singapore. Áður vora
mannætufiskar vinsælir sem
gæludýr í Austurlöndum þótt
upphailega komi þeir frá Suður-
Ameriku.
Varað við sundi
íámíTævan
Það er ekki bara í Singapore
sem fólk hefur áhyggjur af mann-
ætufiskum. Á Tævan er nú sér-
staklega varað við aö synda í ám
á norðurhluta eyjunnar. Ástæð-
an er að stangaveiðimenn hafa
undanfarið horft sér til skelfingar
framan í mannætufiska þegar
þeir hafa átt sér einskis ills von.
Mannætufiskarnir eru eins og
þeir í Singapore komnir úr gull-
fiskabúrum. Fólk hefur fengið
nóg af þessum gæludýrum og
hent þeim í ámar. Líffræðingar
hafe af þessu nokkrar áliyggjur
vegna þess að nái mannætufisk-
arnir að tímgast i ánum geta þeir
útrýmtþar öllum öðram fiskum.
Látið matmn
gangafyrir
afborgunum
Jóhannes Páll páfi hefur skamm-
að Brasiliumenn í ferð sinni um
landið. Simamynd Reuter
„Þjóðir heims verða að vita
að erlendar skuldir geta aldrei
orðið svo miklar að þaö leiði
hungur yfir fólkið. Ríkistjómirn-
ar verða að láta mat handa fólk-
inu ganga fyrir afborgunum,“
sagði Jóhannes Páll páfi í boð-
skap sinum til Brasilíumanna.
Páfi er nú í annarri heimsókn
sinni til Brasihu, sem er eitt
skuldugasta ríki heims.
Páfi þótti harður í boöskap sín-
um til Brasilíumanna. Hann
skoraði á biskupa landsins að
snúast gegn sókn lúterskra bók-
stafstrúarmanna. Þeir hafa á
undanfómum áram heillað til sín
of marga kaþólikka aö mati páfa.
Þá varaði hann einníg við öðrum
öfgasinnuðum trúarhreyfingum.
Koma Jóhannesar Páls hefur
ekki vakiö þá hrifningu sem
kirkjan vonaðist eftir. T.d. komu
mun færri til messu páfa en gert
var ráð fyrir.
Reuter