Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991. 5 Fréttir Harðar deilur í fulltrúaráði kanínubænda: Hótað að kæra sölu Fínullar hf. til ríkissaksóknara „Hafi ekki verið skipt um Mltrúa Byggðastofnunar í stjórn Fínullar hf. í lok vikunnar mun ég kæra máls- meðferð alla varðandi sölu fyrirtæk- isins til ríkissaksóknara," sagði Guð- björn Jónsson, endurskoðandi Fín- ullar hf., við DV. Harðar deilur eru komnar upp í fulltrúaráði Landssambands kan- ínubænda vegna yfirtöku Borgnes- inga á Fínull hf. Fyrirtækið hefur rambað á barmi gjaldþrots um skeið. Þá var gripið til þess ráðs að Borgar- nesbær tæki þaö yfir. Felldar voru niður skuldir þess við Byggðastofn- un að upphæð um 100 milljónir. Einnig voru gerðir óformlegir nauðasamningar við flestalia kröfu- hafa um að þeir felldu niður 60 pró- sent af sínum kröfum. Loks var hlutafé fyrirtækisins afskrifað niður í 7 prósent. Borgarnesbær lagði 15 milljónir í hlutafé fyrirtækisins og á þar með meirihlutann í því. Tveir stjórnarmanna Fínullar hf. stóðu að þessari ráðstöfun. Þeir eiga jafnframt sæti í fulltrúaráði LASK. Þriðji fulltrúi ráðsins hefur lýst yfir hlutleysi í máhnu en fjórir fulltrúar þess standa harðlega gegn fram- kvæmdinni í því formi sem hún er. Gagnrýna þeir mjög vinnubrögð stjórnarformanns og framkvæmda- stjóra fyrirtækisins og meðferð hins fyrrnefnda á hlutafé fyrirtækisins. Telja þeir að við yfirtökuna hafl ver- ið tekin einhliða ákvörðun um niður- skurð á skuldum Fínullar hf. við LASK. Á fundi sem fulltrúaráðið hélt um helgina var tekist harkalega á um þetta mál. Einnig var deilt um hver væri formaður fulltrúaráðsins. Sá sem hafði gegnt því starfi um skeið og jafnframt setið í stjórn sambands- ins sagði af sér öllum trúnaðarstörf- um í þágu ráðsins vegna ágreinings við aðra stjórnarmenn LASK um Fínull hf. Hann hefur nú dregið af- sögn sína til baka. Lítur meirihluti fulltrúaráðs svo á að hann gegni stöðu formanns ráðsins áfram. Minnihlutinn lítur svo á að varamað- ur í stjórn hafi tekið viö stjórninni þegar hinn sagði af sér. Guðbjörn Jónsson sendi í gær for- stjóra Buggðastofnunar bréf þar sem hann krefst þess að fulltrúum sjóða ríkisins í þessu máli, þ.e. stjórnar- formanni, verði vikið frá. Verði aðrir menn fengnir til þess starfa meðan unnið verði að endurskipulagi fjár- mála Fínullar hf. Ella verði máhð kært til ríkissaksóknara. -JSS Jón Eiríksson, Vorsabæ: Fínull verður gjaldþrota - veröi samþykktum stjómar hnekkt „Deilurnar í Landssambandi kan- ínubænda standa um það hvort sú samþykkt, sem meirihluti stjórnar Landssambands kanínubænda gerði á síðasta aðalfundi, sé lögleg. Meiri- hluti fulltrúaráðsins heldur því fram að þurft hefði samþykkt ráðsins eftir á,“ sagði Jón Eiríksson, stjórnarmað- ur í LASK, við DV. Jón var annar stjómarmanna sem stóð að sam- þykkt um breytingar á eignarhlut sambandsins í Fínull hf. Jón sagði að á umræddum fuhtrúa- ráðsfundi hefði komið fram mikhl ágreiningur um réttmæti gjörða stjómarinnar á síðasta aðalfundi. Færi svo að þeim yrði hnekkt myndu Borgnesingar draga sig út úr Fínull hf. sem þýddi að fyrirtækið yrði gjaldþrota. Niðurstaða fundarins heíði orðið sú að samþykkt hefði verið tillaga þess efnis að fuhtrúaráðið biði átekta þar til verðlagsnefnd hefði lokið störfum og reynt hefði verið að tryggja hagsmuni kanínubænda í Fínull hf. Þá yrði kahaður saman nýr fundur. Einnig var á fundinum hart deilt um hver væri formaður í fulltrúa- ráðinu. „Við höldum því fram að það hafl orðið formannaskipti í fulltrúaráð- inu. Fráfarandi formaður sagði af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir Lands- samband kanínubænda. Það var því sjálfgert að kjósa annan formann sem nú hefur tekið við stjórnartaum- unum,“ sagði Jón. -JSS Sammngur um sölu raðsmíðaskipsins: Þungu fargi er af okkur létt - segir forstjóri Slippstöðvarinnar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Það er þungu fargi af okkur létt ef þetta gengur eftir og skipið selst loksins," sagði Sigurður G. Ringsted, forstjóri Shppstöðvarinnar á Akur- eyri, eftir að samningur um sölu á raðsmíðaskipi stöðvarinnar hafði verið undirritaður um helgina. Kaupandinn er Matthías Óskarsson, skipstjóri í Vestmannaeyjum, og er söluverð skipsins 310,7 milljónir króna. Þetta er fjórði sölusamningur skipsins, sem er undirritaður, en hinir fyrri gengu til baka þar sem viðunandi fyrirgreiðsla sjóða fékkst ekki tU kaupanna. „Þessi samningur er undirritaður með fyrirvara, það þarf samþykki Fiskveiðasjóðs og einnig samþykki sjávarútvegsráð- herra fyrir úreldingu eldra skips út- gerðarinnar, veiðiheimUdir og þess háttar, en ég er mjög bjartsýnn á að það gangi eftir,“ sagði Sigurður G. Ringsted. Matthías Oskarsson hefur gert út skipið Bylgjuna VE sem skemmdist í eldi í vor og er tahð ónýtt. Skipið, sem er 37 metra langt og um 260 tonn, verður útbúið sem frystiskip og verður aflinn flakaður og frystur um borð. Shppstöðin telur sig þurfa um fjóra mánuði tU að ganga frá skipinu, en panta þarf í það þau tæki sem þar eiga að vera og setja þau niður. Skipið sem um ræðir hefur verið mikið í fréttum undanfarin misseri. Það var sjósett í maí á síðasta ári og sem fyrr sagði hafa þrír sölusamn- ingar gengið tU baka vegna þess að fyrirgreiðsla fékkst ekki. Ekkert hef- ur verið unnið við skipið síðan það var sjósett, enda átti að vinna að lokafrágangi þess í samráði við kaup- anda. „Þetta munar talsverðu fyrir okkur hvað varðar vinnu í stöðinni í vetur en fyrst og fremst erum við ánægðir með að nú hillir undir að við losnum við þann bagga sem skip- ið hefur verið á okkur,“ sagði Sigurð- ur G. Ringsted, en skipið hefur hlað- ið á sig fjármagnskostnaði þann tíma sem það hefur legið óselt viö bryggju hjá Slippstöðinni. Síldarsöltun hjá Pólarsild á Fáskrúðsfirði. síðustu viku. Keflvíkingur kom með fyrstu sildina á vertíðinni og var affanum landað DV-mynd Ægir Fáskrúðsfi örður: Síldarsöltun hjá Pólarsfld Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: Barðinn landaði fyrir helgi tæplega 10 tonnum af góðri og fallegri síld hjá Pólarsíld hér á Fáskrúðsfirði og var síldin söltuð. Hún fékkst í Beru- fjarðarál. Skipstjóri á Barðanum er Ingvi Rafn. A miðvikudag landaði Keflvíking- ur KE 60 tonnum af shd hjá Pólar- síld, sem fékkst í Lónsdýpi, og var sú síld einnig söltuð. Hjá Pólarsíld verður síld einnig fryst og ætlunin er að flaka síld fljótlega. Guðmundur Kristinn SU hefur ver- ið á netum að undanförnu og fiskað ágætlega en báturinn fer á síldveið- ar, sennilega eftir áramót. Skipstjóri á Guðmundi er Ástþór Gunnarsson. Folda M. á Akureyri: Miðum við að geta verið óháðir Rússlandsmarkaðnum - segir Baldvin Valdimarsson framkvæmdastjóri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er ekki hægt að segja annað þegar á heildina er htið en að það gangi aht samkvæmt áætlunum hjá okkur en það eru auðvitað mörg mál að fást vlö,“ segir Baldvin Valdimars- son, framkvæmdastjóri Foldu hf. á Akureyri, fyrirtækisins sem stofnað var á rústum Álafoss þar í bænum. Baldvin sagði að framleiðsla fyrir- tækisins væri í fuhum gangi og verk- efnastaðan væri góð fram að áramót- um. „Það er reyndar dálitil óvissa eftir það, en það er ekki nein ný staða því það hefur alltaf verið meira að gera síðari hluta ársins. En annars er allt í fullum gangi við hönnim og slíkt fyrir næsta ár og sú vinna er langt komin." Baldvin sagði að nú væri m.a. verið að framleiða upp í samninga fyrir Rússlandsmarkað. Varðandi fram- hald á þeim viðskiptum ríkti nokkur óvissa vegna ástandsins þar. „En við höfum miðað okkar áæfianir við að geta verið án Rússlandsviðskiptanna þótt við reynum auðvitað að ná við- skiptum þar og gerum okkur vonir um að það takist." Baldvin sagði að helstu markaðir Foldu yrðu á Vesturlöndum og í Jap- an. Stærstu viðskiptaaðhar í Evrópu yrðu í Skandinavíu og Þýskalandi og úthtið væri gott á þessum mörkuð- um. „Við verðum einnig með við- skipti í öðrum löndum Evrópu eins og Austurríki, Hollandi, ftalíu og Belgíu og þeir markaðir eru að koma sterkari inn.“ Nú starfa um 130 manns hjá Foldu en ekki eru allir í fuhu starfi. Bald- vin sagðist eiga von á því að sá fjöldi starfsmanna yrði áfram hjá fyrir- tækinu og allar áætlanir væru miö- aðar við það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.