Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Blaðsíða 11
ÞRÍÐJUÐAGUR 15: OKTÓBKR 19»!. 1K Sviðsljós Tók Elvis manninn Fyrir Valerie Constable, 54 ára enska konu, þýðir rokkkóngur- inn Elvis Presley allt. Þegar hun varð að velja á milli hans og eig- inmannsins valdi hún Elvis. Va- Ierie kallar litla raðhúsið sitt í úthverfi London „Graccland" eins og Elvis kallaði sitt heimili. Hús Valerie er fullt af myndum og minjagripum um Elvis og hún segir að það sé bara spurning um Valerie Constable er með rokk- kónginn Elvis Presley á heilan- um. Hús hennar er fullt af minja- gripum um hann. tíma hvenær hann verði gerður að dýrlingi. Valerie segist hafa verið aðdá- andi EI vis eins lengi og hún muni. Eiginmanninum kynntist hún í bíó þar sem verið var að sýna mynd með Elvis. Valerie grét og lét öllum illum látum og þurfti miðasalhm George, sem síðar varð maðurinn hennar, að bera hana út. Hún grét þá enn meir þar sem hún missti af því sem eftir var af myndinni. Vaierie segist aldrei myndu hafa gifst George ef hann hefði ekki líka verið hrifinn af Elvis. Þegar rokkkóngurinn dó 1977 var Valerie óhuggandi og lá við að húnfengitaugaáfall. Eftirnokkra mánuði hafði George orð á því að heimili þeirra líktist kapellu. Að lokum gafst George upp og flutti að heiman. Nokkrum mán- uðum síöar sættust þau og Ge- orge flutti aftur heim. En þá var Valerie búin að þekja svefnher- bergisveggina með myndum af Elvis og það likaði George ekki. Hún haföi raeira segja límt risa- stóra mynd í loftið yfir rúminu. Það var meira en George þoldi. Kvöld eitt kom hann drukkinn heim og fór að rífa rúður Elvis- myndirnar. Valerie hringdi á lög- regluna og tók þá ákvörðun að hún vildi skilja. Tvisvar í viku fer Valerie í sér- staka verslun sem selur minja- gripi um Elvis. í versluninni er stór stytta af goðinu og leggur Vaierie blóm við fætur styttunn- F Látum bíla ekki vera í gangi að óþörfu Utblástur bitnar verst á börnunum Bókin 58 mínútur eftir Walter Wager var logö til grundvallar kvikmyndinni Die Hard 2: Die Harder, sem sýnd var í Bíóborginni undir nafn- inu Á tæpasta vaói. Flestum flugvöllum á austur- strönd Bandaríkjanna hefur veriö lokaó vegna snjókomu. Nítján flugvélar biöa þess að geta lent á Kennedyflugvelli í New York áður en hann lokast líka. Þá hringir ókunnur maður og allt í einu er veórió orðiö aukaatriói . . . þegar flugturn- inn myrkvast og slokknar á ratsjánni. Meðan klukkan tifar veröur Malone lögreglumaóur aö komast aó þvi hver ókunni maðurinn er og stöóva hann áður en flugvélin meö ungri dóttur lögreglumannsins hrapar til jaróar. . . eftir 58 mínútur. . . Þetta er úrvals spennusaga þar sem ekkert lát er á spennunm frá upphafi bókar fram á síö- ustu síóu. Úrvalsbækur eru sérstaklega vaidar handa þeim sem hafa yndi af aö lesa. Úrvalsbækur - ótrúlega ódýrar UUMFERÐAR RÁÐ A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.