Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Blaðsíða 12
12 Spumingin ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991. Áttu von á hörðum vetri? Ásta Jónsdóttir: Já, ég reikna nú frekar meö aö hann verið haröur. Sigurður Steindórsson: Ég held að þetta veröi mildur vetur. Valgerður Ósk Ottósdóttir: Ég held að þessi vetur veröi góður eins og undanfamir vetur. Sindri Einarsson: Vona bara að þetta veröi góður vetur. Hrönn Antonsdóttir: Vona að hann verði góður eins og fyrra. Þórarinn Guðmundsson: Á von á að þetta verði mildur og góður vetur. Lesendur________________ Slysavarnafé- lag íslands - svar til Guðbrands Þorkels Guðbrandssonar „Slysavarnafélag íslands er þeirrar skoðunar að sameina eigi alla þessa björgunaraðila ...“ Örlygur Hálfdanarson, forseti SVFÍ, skrifar: Kæri Guðbrandur í bréfi, sem þú skrifaöir í lesenda- dálk DV 8. október sl. og ber heitið „Hvað nú SVFÍ?“, gætir talsverðra fullyrðinga og misskilnings hjá þér sem mér er skylt að reyna að leið- rétta. Fullyröingar þínar um að í Landsbjörg „sameini krafta sína flestar öílugustu björgunar- og hjálp- arsveitir landsins" ætla ég ekki að elta ólar við. Ég hef áður sagt og segi það enn að metingur um getu, stærð- ir og fjölda er slysavama- og björgun- arstarfinu ekki samboðinn og félagið mun ekki ótilneytt taka þátt í slíku. Ekki er mér ljóst hvernig þú kemst að þeirri niöurstöðu að þörfin sé brýnust á mestu þéttbýlisstöðunum, sú fullyrðing orkar tvímælis. Hins vegar sýnist mér þú horfa framhjá þeirri staðreynd að björgunarsveitir SVFÍ er einnig að finna á öllum þétt- býlisstöðum og fullkomlega í stakk búnar til þess að takast á við verk- efni þar. Sú fullyrðing þín að SVFÍ hafi kos- iö að standa utan við hin nýju sam- tök er á misskilningi byggð. Félaginu var aldrei boðið að vera þar með. Sú kenning þín aö þar sé um að kenna einvers konar sögulegri þrjósku fær því ekki staðist. Þótt þú sért ein- hverra hluta vegna sleginn blindu varðandi afstöðu félagsins til hinna svonefndu sameiningarmála þá ert þú sem betur fer heilskyggn þegar þú leggur mat á sjálft slysavama- starfið eða forvarnastarfið. Hins veg- ar finnst mér að það fari þér illa að vera með óbeinar hótanir fyrir hönd alls almennings í landinu. Þín vegna og allra þeirra sem lesið hafa bréf þitt í DV og lesa þetta svar mitt finnst mér rétt að það komi skýrt fram að sameiningarviðræður björgunaraðilanna þriggja, SVFÍ, LHS og LFBS, höíðu átt sér stað í á annað ár þegar þeim var slitið í jan- úar 1991 að ósk LHS en þá hafði LFBS þegar dregið sig út úr viðræðunum. Þegar í desember, áöur en til við- ræðuslitanna kom, höfðu fulltrúar LHS og LFBS hafið sameiningarvið- ræður án vitneskju SVFÍ og þær við- ræður leiddu svo til stofnunar Landsbjargar. Slysavamafélag íslands er þeirrar skoðunar að sameina eigi alla þessa björgunaraðila og sú skoðun var áréttuð á aðalfundi félagsins 18.-19. maí sl. Að þessum línum lesnum, kæri Guðbrandur, vænti ég þess að þér sé ljóst að það er á misskilningi byggt þegar þú ásakar SVFÍ í grein þinni um „tregðu" og „sögulega þrjósku". Þú verður að fara í önnur hús en til SVFÍ til þess að finna þeim réttan stað. Sjómannaafslátturinn Helgi Laxdal skrifar: Þrátt fyrir að ég sé orðinn nokkuð þreyttur á þessu tali um sjómannaaf- sláttinn get ég ekki látiö það vera að svara Ólafi Haukssyni í örstuttu máli en hann skrifaði kjallaragrein í DV 9. október sl. um þessi mál. Hann segir meðal annars að það sé verið að umbuna sjómönnum með skattaafslætti fyrir að vinna langan vinnudag og vegna þess að þeir séu langdvölum íjarri heimili. Þetta vil ég leiðrétta, skattaafslátturinn er engin umbun. Við fengum þennan afslátt í kjarasamningum sem kjara- bót. Útgerðarmenn gátu ekki hækk- að laun sjómanna, því hljóp ríkið undir bagga með útgerðarmönnum og bauð þennan skattaafslátt. Þessi skattaafsláttur var í upphafi hlut- fallslegur en þegar staðgreiðslan komst á var þessu breytt þannig að nú er afslátturinn jafn á alla. Ef skattaafslátturinn er skorinn niður þá samsvarar það kjararým- um hjá sjómönnum. Auk þess er nú talað um að aflabrestur verði á næsta ári og minnkun á afla verði um 17-20%. Ef það gengur eftir mun það þýöa um 10% tekjuskerðingu fyrir sjómenn. Líkamsárás og löggæsla Helgi skrifar: Fyrir stuttu skrifaði K.S., eldri borgari, grein í DV um líkamsárás. Þetta var góð grein en mig langar að bæta nokkrum atriðum við þetta mál. Örstutt frá Æsufelli, þar sem árásin var gerð, er lögreglustöö sem i er aðeins opin á daginn en ekki á næturnar. Eg er búsettur, í Fella- hverfi og I þau skipti sem ég hef þurft að hringja í lögreglu og óskað eftir aðstoð hafa lögregluþjóhamir ætíö Hringið í símá 27022 -eða skrifíð AXH.: Nafn og símanr. veröur aðfylgja bréfum Jy. - j -r - / % 1 -V „Löggæslu þarf að stórauka ...“ byrjað að þylja upp að þeir séu svo fáliðaðir. Þeir hafi aðeins 4-5 bíla til umráða og svæðið sem þeir þurfi að sinna nái frá Gróttu upp í Hvalfjörð. Þaö er mjög erfitt aö hringja í neyð- arsíma þeirra, 11166, því að þar svara yfirleitt mjög þreyttir og pirraðir menn og segjast athuga málið. Davið Oddsson lofaði að kippa þessu strax í liðinn þegar hann yrði forsætisráöherra en hann hefur sennilega gleymt því. Markús Örn Antonsson var byrjaður að ræða um löggæslumál en enginn veit hvað varð um það, ef til vill hefur það líka dottið upp fyrir. Þorsteinn Pálsson byrjaði líka mjög vel sem dómsmála- ráðherra en hann hefur án efa nóg að gera í öðmm málum. Ég tek undir orð K.S., auðvitað á tafarlaust að birta myndir af þessum mönnum. En það er því miöur rétt að hættan er að aukast í bænum vegna þess að þessir menn fá alltof vægar refsingar, nánast engar. Lög- reglan á vissuiega ekki sök á þessu, hún stjórnar ekki dómskerfinu. Hún hirðir upp þennan lýð en þaö em dómararnir sem hleypa þeim jafn- harðan út úr fangelsunum aftur og klappa þeim á bakið. Ég skora á Al- þingi aö fara að breyta hegningarlög- unum svo aö þessir óþokkar fái sann- gjarna dóma, einnig er nauðsynlegt að störf dóniára verði endurskoðuð. Löggæslu þarf að stórauka sem allra fyrst. J3V LeiðakerfiSVR Elín hringdi: Mig langar að koma þvi á fram- færi við stjóm Strætisvagna Reykjavíkur að leiðbeiningar um leiðakerfi vagnanna em mjög ófullnægjandi og óskýrar, sér- staklega fyrir erlenda ferðamenn. í sumar vom staddir erlendir gestir hjá mér. Þeir ætluðu að ferðast með strætisvagni en þeg- ar þeir fóru að kanna leiðakerfið skildu þeir ekki orð af því sem þar stóð. Á þessum leiðarvísum em bara gefin upp götuheitin þar sem strætisvagnar stoppa og tímaáætlanir. Erlendir ferða- menn þekkja ekki hvar hver gata er í borginni og vita því ekki hvort t.d. Hagamelur, Laugarás- vegur eða Breiðholtsbraut eru í austur-, vestur- eða miðbænum. Það er nauðsynlegt að sýna leiða- kerfið myndrænt svo að erlendir ferðamenn geti notað strætis- vagnakerfið. Það er hægðarleik- ur að hafa mynd af borginni og merkja inn strætisvagnaleiðirnar og áætlunartima þeirra. Þjóðslnnitil sóma Sigrún hringdi: Eg er orðin gömul kona og hef lifað alla þá menn sem hafa gegnt embætti forseta íslands á undan núverandi forseta, Vigdísi Finn- bogadóttur. Ekki er ætlun mín að halla á nokkum þegar ég segi að ég hafi alla tíð verið mjög ánægð með frammistöðu hennar sem forseta. En ég hef sjaldan verið eins stolt af frammistöðu hennar og nú í ferð hennar til Bandarikjanna. Framkoma hennar og skemmtileg tilsvör hafa hvarvetna vakið athygli og hefur hún sem fyrr verið landi sínu og þjóð til mikils sóma. Hún er áreiðanlega sú besta land- kynning sem þjóðin hefur átt. Ég sendi henni mínar bestu kveðjur. Sjónvarp Stefnuræðafor- sætísráðherra Finuur hrrngdi: Ég hef aldrei skiliö þá stefnu ríkissjónvarpsins að sjónvarpa steíhuræðu forsætisráðherra. Þeir sem hafa áhuga á aö hlusta á þessar ræður geta alveg eins hlustað á þær í útvarpi. Mér finnst þetta það leiðinlegasta sjónvarpsefni sem ég veit um. Foreldrar minir sitja yfir þessu af eintómri skyldurækni en ef við hefðum Stöö 2 þá er ég viss um að horft yrði á hana þetta kvöld en ekki ríkissjónvarpið. Hvernig væri að DV kannaði í skoðana- könnun, um alltland, hvað raun- verulega margir horfa á stefnu- ræðu forsætisráðherra og hinar almennu umræður sem fylgja í kjölfariö. Ég er viss um að það er aðeíns örlítið brot af þjóðinni sem nennir aö horfa á þetta heilt kvöld. Bílasímar sfór- hættulegir F.H., faðir, hringdi: Ég er nú ekki vanur að kvarta en nú get ég ekki orða bundist. Ég var aö fylgja ungum syni min- um í skólann í gær. Við stoppuö- um við gangbraut á Lönguhlið- inni og biðum þess að komast yfir. Rétt þegar við erum að stiga út á götuna kemur bíll og munaði engu að hann æki okkur niður. Maðurinn var svo upptekinn við vart eftir okkur. Ég var að sýna syni minu bestu og öruggustu leiðina í skólann. En maður verð- ur ráöaiaus gagnvart svona mönnum sem brjóta allar reglur og eru stórhættulegir í umferð- inni. Það ætti að skylda menn til að stöðva bíla sína þegar þeir eru að tala í bílasíma undir stýri. ..' '' ....."' ",M. '""'V.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.