Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991.
9
Líbanskur faðir fagnar syni sínum sem var einn fimmtán fanga sem ísraelsmenn leystu úr haldi í gær. Það var liður
i lausn gísladeilunnar í Líbanon. Simamynd Reuter
Jesse Tumer laus úr haldi mannræningja í Líbanon:
Hittir 4 ára dóttur
sína í fyrsta sinn
Leigubílsfjóri
missirfótinn
Leigubílstjóri í Belfast á Norð-
ur-lrlandi míssti annan fótinn i
sprengjuárás í gærmorgun, að-
eins nokkrum klukkustundum
eftir að vopnaðir menn réðust inn
á heimili fyrrum borgarstjóra,
með það í huga að drepa hann.
Leigubílstjórar eru orðnir
uppáhaldsskotmörk öfgahóp-
anna á Norður-írlandi og það sem
af er árinu hafa sex þeirra látið
lífið.
Lögreglan sagði að nýjasta
fómarlambið heíöi verið að aka
inn í miðbæ Belfast þegar
sprengjan sprakk. Bílstjórinn
slasaðíst alvarlega en farþegi í bíl
hans slapp með minni háttar
meiðsli.
Á sunnudagskvöld mddust
tveir menn inn til Fred Cobain,
fyrram borgarstjóra Belfast, en
hann var ekki heima. Mennirnir
biðu nokkrar mínútur áður en
þeir lögðu á flótta.
Vöggudauði
tengdurvatns-
viðbrögðum
Vöggudauði, sem verður þús-
undum ungbama að aldurtila á
hverju ári án þess að nokkur
kunni á því skýringu, kann að
orsakast af framstæðum við-
brögðum sem fá ungbörn til að
hætta að anda þegar þau fara á
kaf 1 vatn.
Don Lobban, sérfræðingur í
neðansjávarköfun, sem eyddi
tveímur árum í að rannsaka
vöggudauða, komst að þeirri nið-
urstöðu að sofandi barn kynni
hugsanlega ekki að gera greinar-
mun á vatni og hlýjum rúmfót-
um.
Lobban bírti niðurstöður sínar
í ástralska læknahlaðinu sem
kom út í gær. Þar segir að ef börn
sofi á maganum kunni það að
vekja upp köfunarviðbragðið og
þau hætti að anda.
Læknar í Evrópu og Ástralíu
hafa þegar varað foreldra við því
að láta ungabörn sín sofa á mag-
anum. Herferðir þess efnis í Ástr-
alíu, Nýja-Sjálandi og Hollandi
hafa leitt til mikillar fækkunar á
vöggudauðatilfelium.
Bandaríkin
skerahermenn
Bandaríkiamenn hafa tilkynnt
stjórnvöldum í Suður-Kóreu að
þeir ætli að fækka í hersveitum
sínum í landinu úr rúmlega 40
þúsund í 30 þúsund fyrir 1995.
Talsmaður suðurkóreska varn-
armálaráðuneytisins sagði í gær
að þegar væri byrjað að fækka
hermönnunum eins og tilkynnt
var um í fyrra.
Ferðamönnum
fjöigar mikið
Ferðamannaiðnaðurinn í Nor-
egi er í miklum blóma um þessar
mundir. Ferðamönnum hefur
Qölgað mikið á þessu ári og er svo
komið að hvergi í Vestur-Evrópu
hefúr fjölgunin orðið jafnmikil.
Að sögn norska feröamálastjór-
ans ijölgaði erlendum ferða-
mönnum til Noregs um tíu pró-
sent fyrstu sex mánuði ársins.
Ferðamönnum frá Þýskalandi,
Frakklandi, Hollandi, Spáni og
Ítalíu fjölgaði mest og má rekja
það til mikilla auglýsingaher-
ferða og markvissrar vinnu allra
sem hlut eiga að máli.
Svíþjóð og Finnland hafa ekki
notið jafnmikiliar hylli erlendra
ferðamanna og Noregur. Ferða-
mönnum til Svíþjóöar fækkaði
um tíu prósent. Finnar fengu níu
prósent færri og skiptir þar miklu
fækkun sovéskra ferðamanna
sem heímsækja þá alla jafna.
Reuter og NTB
Bandaríski gíslinn Jesse Turner
sem líbanskir mannræningjar létu
lausan á miðnætti í gærkvöldi kom
til Damaskus a Sýrlandi í morgun
þar sem hann var afhentur banda-
ríska sendiherranum.
Turner, sem er 44 ára tölvufræði-
kennari við háskólann í Beirút, var
rænt 24. janúar 1987, ásamt banda-
ríska starfsbróður sínum Alann Ste-
en.
Nokkur óvissa ríkti um það í allt
gærkvöld og fram á nótt hvort Turn-
er hefði yfirleitt verið látinn laus,
Franski rithöfundurinn Jean d’Or-
messon lagði nýlega til í blaðagrein
að leiðtogar Evrópu vörpuðu sér í
fallhlíf inn í miðaldaborgina
Dubrovnik á Adríahafsströnd Króa-
tíu til að bjarga henni frá eyðilegg-
ingu.
Júgóslavneski herinn hefur setið
um borgina í margar vikur og er hún
sambandslaus við umheiminn. Harð-
ir bardagar héldu áfram nærri
Dubrovnik í gær og að sögn útvarps-
ins 1 Króatíu er þegar búið að eyði-
leggja fjóra ferðamannabæi í grennd-
inni. Frá því bardagar hófust á þess-
um slóðum fyrr í mánuðinum hafa
28 manns farist og 264 særst.
„Ég ímynda mér að nærvera nokk-
urra ráðherra, þingmanna og rithöf-
unda, sem kæmu víðs vegar úr Evr-
ópu til að sýna tryggð sína við hsta-
verkafjársjóði Dubrovnik, mundi
duga til að bjarga borginni," sagði
d’Ormesson.
Dubrovnik er kölluð „perla Adría-
hafsins" og hefur borgin verið helsti
ferðamannastaðurinn í Júgóslavíu.
Til þessa hefur gamli miðaldabærinn
sloppið við eyðileggingu í bardögun-
um þar á undanfórnum vikum. Oft
hefur þó munað mjóu. Á sunnudag
lentu t.d. sprengjur í sjónum, um
þrjú hundruð metra frá virkisveggn-
um sem umkringir gamla borgar-
hlutann. Úthverfi borgarinnar hafa
hins vegar orðið fyrir sprengjuárás-
um.
Aðrir bæir í Króatíu, sem hafa að
geyma sögufrægar byggingar, hafa
ekki orðið eins vel úti. í borginni
Sibenik hefur verið skotið gat á
hvolíþak dómkirkju heilags Jakobs,
sem tahn er vera ein fegursta kirkja
á austurströnd Adríahafsins. í Zadar
hafa sprengjur nær gereyðilagt turn
frá 13. öld.
Árásimar á þessar sögufrægu
byggingar hafa ekki verið gerðar af
skemmdarfýsninni einni saman.
eins og mannræningjar sögðu. Líb-
anskir heimildarmenn sögðu aö hon-
um heföi verið sleppt klukkan átta í
gærkvöldi en það var ekki fyrr en
mörgum klukkustundum síðar að
staðfesting á því fékkst.
Flogið verður með Turner til
bandarísku herstöðvarinnar í Wi-
esbaden í Þýskalandi þar sem hann
mun gangast undir læknisrannsókn.
Þar mun hann einnig hitta eiginkonu
sína, Badr, sem frétti af lausn hans
vestur í Idaho-fylki þar sem fiöl-
skylda hans býr. Turner mun og
Króatar hafa oft notað gamlar bygg-
ingar fyrir bækistöðvar og í Sibenik
settu þeir upp loftvarnabyssur á
hafnarbakkanum, beint fyrir framan
dómkirkjuna.
Rómversk-kaþólski biskupinn
Djuro Koksa hefur farið fram á það
hitta fiögurra ára dóttur sína í fyrsta
sinn.
Móðir og eiginkona Turners létu í
ljós ánægju sína þegar þær fréttu af
því í gær að hann hefði verið látinn
laus.
„Ég er svo hamingjusöm. Ég trúi
ekki að þessu sé nú loksins lokið,“
sagði móðir hans, Estelle Ronneburg.
Badr Turner sagði að það fyrsta
sem hún ætlaði að gera þegar hún
hitti mann sinn í Wiesbaden væri að
láta hann fá dóttur þeirra, Joanae,
semfæddistíjanúarl987. Reuter
við stjórnvöld í Króatíu að sveitir
þeirra noti ekki kirkjurnar í hemað-
arþágu. Hann bætti því þó við að
Serbum virtist mjög í mun að ráðast
á helsta tákn króatísks samfélags,
kirkjuna.
Menningarverðmæti 1 hættu vegna átaka:
Leiðtogar í fallhlíf bjargi Dubrovnik
Dómkirkja heilags Jakobs í Sibenik, ein fegursta kirkja viö austurströnd
Adríahafsins, hefur orðið fyrir skemmdum í bardögunum í Króatíu Gat er
nú komið á hvolfþak hennar.
Utlönd
mönnumvísað
fráNoregi
Norska utanríkisráðuneytið
hefur látiö vísa átta sovéskum
sendiráðsstarfsmönnum úr landi.
Þeir eru allir grunaðir um njósn-
ir. Fimm mannanna eru þegar
farnir og koma ekki aftur en þrír
bíða þess að hverfa á braut. Þeir
hafa frest til 15. nóvemher.
í utanríkisráðuneytinu fast
menn ekki til að tilgreina ná-
kvæmleg hvað mennirnir gerðu
af sér þótt almennt sé gengið út
frá því sem vísu að þeir hafi
stundað njósnir af einhverju tagi.
Einn mannanna er grunaður um
að hafa verið yfirmaður KGB í
landinu meðan sú stofnun var og
hét. Norðmenn eiga ekki von á
að Sovétmenn svari i sömu mynt
þótt það hafi áður verið reglan
þogar sendiráðsmenn hafa verið
reknirfráNoregi. ntb
TOSHIBA
I sjónvarpstæki I
21 "-25"-28"-35"
NICAM - STEREO
Teletext, íslenskir stafir.
Tryggðu þér framtíðartæki
frá stærsta framleiðanda
heims á myndlömpum.
Góð HAGSTÆTT VERÐ
greiðslukjör.
Einar Farestveít&Co.hf
Borgartúni 28, sími 622901.
Leið 4 stoppar vifl dyrnar.
/:/:/:/:/:/:/:
688005 i
(NinTendoQ
20%
LÆKKUN Á ÖLLUM
LEIKJUM
BS Afborgunarskilmálar (J|)
VÖNDUÐ VERSLUN
SJONVARPSLEIKTÆKIÐ
SEM SLÆR ALLT í GEGN
9.950/- stgr.